Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 24

Morgunblaðið - 01.02.1998, Side 24
SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÚSAKYNNI Slysavarnafélags íslands við Grandagarð í Reykjavík voru tekin í notkun 1960. Myndin var tekin áður en breyting var gerð á húsinu fyrir skömmu. Bátaskýlið inni í húsinu, „Gatið“, er þarna enn á sfnum stað en bátur sjóbjörgunarsveitarinnar innan Reykjavikurdeildarinnar Ingólfs var hífður upp í skýlið með trissum á svölunum sem sagðar eru hafa sligað svalirnar. Það er að minnsta kosti rétt að nokkur halli er á svalagólfinu.I Reylqavík er yfirstjórn samtakanna og þar er innt af hendi ýmis þjónusta við deildirnar úti um allt land, veittar upplýsingar og ráðgjöf og séð um ýmsa samræmingu. BJÖRGUNARSVEITAMENN við þjálfun og æfingar, „slösuðum" manni veitt aðhlynning við erfiðar aðstæður. Sumar sveitir sérhæfa sig f sjóbjörgun, aðrar í Iandbjörgun. Margar annast hvorttveggja. í I l I L 1 l I Sjálfboðaliðar gegn háskanum Slysavamafélag íslands er 70 ára um þessar mundir. í grein Kristjáns Jónssonar kemur fram að auk hefðbundinna slysa- varna annast félagið í samstarfí við Landsbjörg aðstoð við fólk sem lendir í lífsháska og rekur einnig Tilkynningaskyld- una og Slysavarnaskóla sjómanna. SAGT hefur verið að mann- tjón íslendinga vegna sjó- slysa um síðustu aldamót hafi verið svo mikið að jafn- ast hafi á við tap þjóða í styrjöldum. í upphafi 20. aldar urðu átakanleg slys, meðal annars strandaði Kútter Ingvar rétt við Reykjavík. Bæjarbú- ar horfðu með skelfingu á dauða- strið 20 skipverja sem hurfu í öldurótið rétt hjá Viðey, ekkert var hægt að gera þeim til hjálpar vegna óveðursins. Engin tæki voru til, eng- inn þjálfaður mannskapur. í Hala- veðrinu 1925 fórust tveir togarar og tugir sjómanna létu lífið. Tollur Æg- is var hár. Fiskifélagið fór nú að huga að slysavörnum og nokkrum árum síð- ar, 29. janúar 1928, var Slysavarna- félag íslands stofnað á opnum borg- arafundi með það að markmiði að sporna við slysum og hjálpa þeim sem lenda í háska. Félagið sannaði tilverurétt sinn þegar árið 1931. Liðsmenn þess í Grindavík notuðu þá fluglínutæki til að bjarga áhöfn franska togarans Cap Fagnet sem strandað hafði í ofviðri og miklu brimi. Arið 1937 var smíðað björg- unarskip í Danmörku fyrir félagið. Var skipið leigt ríkissjóði og notað til björgunar og landhelgisgæslu. Sama ár var starfssviðið víkkað og ákveðið að vinna einnig að björgun og slysavörnum á landi. Óvenjulegt skipulag í grannlöndunum eru slysavarnir skipulagðar með ýmsum hætti en al- gengast er að starf við björgun sé á hendi hersins, víða starfa þó samtök eða stofnanir sem sjá um björgun við strendur. Það mun vera fátítt að frjáls félagasamtök annist björgun úr lífsháska jafnt á landi sem á sjó ásamt slysavörnum eins og hér er reyndin með samstarfi Slysavarna- félagsins og Landsbjargar sem björgunarsveitir nokkurra samtaka mynduðu. Hér eru þessi mál því nær öll undir einum hatti. Samstarf félaganna tveggja hefur staðið frá því í desember 1993 og var markmiðið að efla björgunarstarf í landinu. Björgunarskóli félaganna var stofnaður 1994. Þar er séð um fræðslu og þjálfun liðsmanna björg- unarsveitanna en einnig fer fram kennsla í slysavarna-, öryggis- og félagsmálum. Slysavarnafélagið á fulltrúa í Slysavamaráði, Siglinga- málaráði og Umferðarráði auk margra annarra stofnana og sam- taka. Meðal helstu baráttumála Slysa- vamafélagsins hefur verið björgun- arskip í hvem landshluta og er þá átt við fullbúið skip sem getur farið alllangt á haf út ef þörf krefur. Arið 1996 var ákveðið að félagið keypti fimm skip en fyrir átti það þrjú, í Sandgerði, Grindavík og Reykjavík. Nýju staðirnir em Rif, ísafjörður, Siglufjörður og Neskaupstaður; björgunarskip kemur á Raufarhöfn í vor. Landfræðileg dreifing skipanna er hugsuð sem net, athafnasvæði þeirra á að vera nógu stórt til þess að hvergi séu umtalsverð hafsvæði sem netið nái ekki yfir. Auk þessara öflugu skipa er fjöldi smærri björg- unarbáta um allt land. Þótt þyrlur séu ómetanleg tæki era þær mun dýrari en skipin og þá ekki síst reksturinn. Stundum er líka hægt að nota björgunarskip þótt veður hamli fór þyrlu. Oft hefur verið gagnrýnt að kryt- ur séu á milli margvíslegra sjálf- boðafélaga og samtaka sem láta til sín taka á sama sviði þótt allir eigi sér gott markmið og vilji leggja fram sinn skerf. Er bent á að um tví- verknað geti verið að ræða, slegist sé um fjárstuðning, boðskipti verði flókin þegar mikið liggi við. Bent er á að samstarf Slysavarnafélagsins og Landsbjargar sé dæmi um það sem koma skuli en það hefur að sögn viðmælenda blaðamanns geng- ið ágætlega. Þúsundir virkra félaga Slysavarnafélagið er nú meðal öfl- ugustu sjálfboðaliðasamtaka á land- inu, skráðir félagar nær 20.000 í 220 deildum. Þúsundir manna taka virk- an þátt í starfinu. Það skiptist eftir viðfangsefnum í slysavarnasveitir, björgunarsveitir og unglingadeildir. Björgunarsveitimar eru alls 90, liðsmenn þeirra era ávallt í við- bragðsstöðu séu þeir á annað borð heima. Leitar- og björgunarmiðstöð Slysavarnafélagsins í Reykjavík sér um að gera sveitunum viðvart og er notaður ákveðinn kóði eða lykilorð til að útskýi-a eftir föngum hvað um sé að ræða og hve alvarlegt og mikil- vægt útkallið sé, hvers eðlis viðfangs- efnið sé. Vakt er allan sólarhringinn í miðstöðinni og þar er yfirstjórn björgunarstarfa á sjó og landi í sam- vinnu við Almannavarnir, Landhelg- isgæsluna og Flugmálastjórn. Tölvu- samband er við SKÝRR, Vegagerð ríkisins og fleiri aðila. Fyrir tveim áram var tekinn í notkun nýr hugbúnaður hjá miðstöð- inni sem gerir starfsmönnum hennar kleift að koma boðunum áleiðis með skjábúnaði þar sem tölvumúsin er notuð til að smella í viðeigandi reiti á valmynd. Er þá ekki um neinar sím- hringingar að ræða, boðin berast samstundis á staðinn til stjómenda viðkomandi sveita og liðsmanna þeirra. Slysavarnadeildir era einnig 90 og deilast í karladeildir, kvennadeildh’ og blandaðar deildir. Liðsmenn þeiira vinna að slysavömum, al- menningsfræðslu, fjáröflun og ýms- um stuðningi við björgunarsveitirn- ar. í unglingadeildunum, sem era 40, vinna hundrað unghnga á aldrinum 14-18 ára. Fá þeir þjálfun í björgun og slysavömum auk fræðslu í félags- málum. Þegar starfinu í unglinga- deildunum lýkur geta þeir gengið í björgunar- eða slysavamasveitimar. Ungmennin taka einnig þátt í sam- starfinu Ungt fólk í Evrópu, sem ^ kostað er af Evrópusambandinu og hafa fulltrúar deildanna heimsótt fé- | laga sína á Norðurlöndum, í Skotlandi og Hollandi. Slysavai-nafélagið hefur um langt skeið tekið þátt í alþjóðlegu samtarfi og á aðild að Alþjóðasamtökum sjó- björgunarfélaga og ýmsum öðram samtökum, norrænum og evrópsk- um. Þess má geta að félagið hefur síðustu árin átt gott samstarf við bresku strandgæsluna og er í banda- r rískum samtökum, NASAR, sem eru samstarfsvettvangur um björgunar- mál vestra. Félagið rekur 80 neyðarskýli víðs vegar um landið, við strendur og á fjallvegum. Borið hefur á því að skýl- in væru notuð sem áningarstaðir af ferðafólki og búnaður eins og fjar- skiptatæki hafa jafnvel horfið. Gerð var tilraun á Homströndum í sumar » með að hafa söfnunarbauka í fimm skýlum og draga úr misnotkun á skýlum og var umgengni mun betri en áður, að sögn talsmanna félags- * ins. Lengi hefur verið rætt um að fækka skýlum og flytja sum á nýja staði. Er málið nú til athugunar í björgunarráði félagsins. Ljóst er að breyttar aðstæður, stóraukinn fjöldi ferðafólks á afskekktum svæðum, björgunarþyrlui- og bylting í fjar- _ skiptatækni með farsímavæðingu valda því að endui’meta þarf stað- setningu skýlanna og þörfína fyrir ■ þau. ■ „Mörgum finnst að inn í skýlin ' ættu helst engir að fara nema skip- brotsmenn," segir Esther Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri fé- lagsins og segir menn ekki ákveða breytingar í þessum efnum í skynd- ingu. Nokkur íhaldssemi ríki eins og eðlilegt sé í jafn gömlum samtökum. Oft hafi félagar lagt hart að sér við að koma upp skýlum og þyki sárt að sjá þau hverfa. Skýlin geti því verið | nokkurt tilfinningamál. 1 Slysavarnaskóli og Tilkynn- ingaskyldan Slysavai-nafélagið hefur frá 1985 rekið Slysavamaskóla sjómanna í skólaskipinu Sæbjörgu og Tilkynn- ingaskylduna sem verktaki fyrir rík- ið og fær til þess fjárstyrk. Kostirnir við að nota skólaskip eru m.a. að hægt er að halda námskeið á útgerð- arstöðunum sjálfum, sigla skólastof- ! unni á milli staða. Sæbjörg er lítið skip og hentar , EINN af starfsmönnum Tilkynningaskyldunnar, Ólafur Ársælsson varðstjóri, að störfum. Fimm manns skipta með sér vöktum hjá Til- kynningaskyldunni og Leitar- og björgunarmiðstöðinni sem er í sömu vistarverum. Sex vinna við Slysavarnaskóla sjómanna í Sæbjörgu, alls eru stöðugildi hjá Slysavarnafélaginu rúmlega 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.