Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 27 Lókufjall Hvalfjarðarvegur Hnausar Norðan fjarðar við Hólabrú Sunnan fjarðar við Saurbæ sjávamiál — -50 m ------100 ------150 -----200 8,1% halli, svipaður halli og upp Bankastrætið i Reykjavik Hallinn upp að sunnanverðu er heldur minni en hallinn upp Kambana i Hellisheiði JARÐGÖNGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum i göngunum að norðanverðu, en tværað sunnanverðu. sunnudaga 6.-00 14.-00-16.-i TM - HUSGOGN SrSumúla 30 -Simi 568 6822 „Verkið átta að standa í 39 mán- uði, en ljóst er orðið að því lýkur langt á undan áætlun og munar þar níu mánuðum. I raun og veru veld- ur það okkur nokkrum óþægind- um, en þó ekki alvarlegum. Oþæg- indum; þá á ég við að áætlanir okk- ar, m.a. endurgreiðsluútreikning- ar, miðuðust við að verkið tæki 39 mánuði. Þetta var möguleiki sem við vissum að yrði fyrir hendi og því þarf að framreikna allt dæmið. Þetta er að hluta okkar eigin sök. Verktakar juku vinnuhraðann, við lofuðum að borga flýtibónus og þeir bættu við vöktum. Einnig má þess geta, að náttúran hefur reynst okkur afar hliðholl. Þannig er bergið á einum stað svo heitt að það ýtir undir náttúrulega loft- ræstingu og svo hefur vatnsleki verið til mikilla muna minni en bú- ast mátti við. Það er alltaf einhver leki í svona göngum, en menn eru fremur hissa hve lítið lekur í Hval- firðinum. Þessu öllu fylgir tölu- verður spamaður.“ Er þá komin dagsetning á opnun ganganna? „Nei, ekki er það nú í höfn, en ég get sagt að þau verða opnuð um mitt sumarið.“ Framkvæmdastjórinn Hvað bíður þín svo fyrstu mán- uðina í starfi? „Það verður mikið að gera. Fyrstu mánuðina og trúlega allan næsta vetur verð ég í hinum ýmsu verkefnum, svo sem samningamál- um, uppgjörsmálum, endurfjár- mögnun, það þarf að brjóta upp vaxtasamninga og vinna ýmsar og ýtarlegar skýrslur til að uppfylla upplýsingaskyldu fyrirtækisins gagnvart lánveitendunum. Þá blasa við mannaráðningar, útboð á tryggingum og margt fleira. Það verður enginn verkefnaskortur hjá mér, þvert á móti,“ segir Stefán. Hver verður yfirbygging þessa fyrirtækis? „Hún verður lítil og sérstaklega þegar ársvelta þess er skoðuð. Eg reikna ekki með því að starfsmenn nái tveggja stafa tölu og þeir starfsmenn sem verða beinlínis ráðnir verða aðallega á vöktum að selja inn í göngin. Viðhald verður í höndum Jámblendifélagsins sem hefur til slíks bæði tækni, tæki og mannskap." Verður síðan selt í gegnum göngin um aldur og ævi, eða á að hætta því þegar verkið er fullgreitt eins og til stóð á Reykjanesbraut- inni á sínum tíma? „Samingur hefur verið gerður við samgönguráðuneytið um að það taki við rekstri ganganna þegar þau hafa verið að fullu greidd. Ég á von á því að þá verði lag að fella niður gjaldtöku. Miðað við áætlanir átti það að taka 20-30 ár, en seinni árin hefur komið í Ijós að það markmið ætti að nást fyrr þótt ég geti ekkert tjáð mig nánar um það. Aukinn umferðarþungi mun að sjálfsögðu skila sér í göngunum og greiða fyrir því að borga upp lánin fyrr en ella. „Og hvað verður þá um þig? „Um mig? Það er nú kannski ekki tímabært að hugsa um það, enda um nóg annað að hugsa í bili. Ætli það komi ekki bara í ljós?“ Sýningar allar helgar frá kl. 14-17 Terrano II S 3 dyra Nýtt verð kr. 2.179.000.- Staðalbúnaður: / Vél 2,7 I. / Turbo/millikælir 125 hestöfl / Rafstýrð topplúga / Fiskaaugu kastarar / Þjófavörn m/högg- og hreyfiskynjara / Fjarstýring / Stigbretti / Viðarklæðning / Álfelgur #) Q ffl úhvist Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 Aukabúnaður: 35“dekk Brettakantar Lækkuð drifhiutföll Skíðabogar Vindskeið Terrano II SE 5 dyra Nýtt verð kr. 2.589.000.- Terrano II SR 5 dyra Nýtt verð kr. 2.419.000.- TSB Með hverjum Nissan Terrano II fylgir jeppaferð að eigin vali með jeppadeild Útivistar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.