Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
„LEIÐINLEGIR“
STJÓRNMÁLAMENN?
ATHYGLISVERÐ deila er
komin upp á milli stjórn-
málamanna í Bretlandi og BBC. í
frétt hér í blaðinu s!. fimmtudag
sagði: „Brezka ríkisútvarpið BBC
hefur sent þau boð til stjórnmála-
flokka, að það vilji fækka útvarps-
og sjónvarpsviðtölum við stjórn-
málamenn vegna þess, að almenn-
ingi þyki þeir leiðinlegir. Tony
Hall, framkvæmdastjóri frétta- og
dægurmáladeildar, tjáði fulltrúum
stóru stjórnmálaflokkanna
þriggja, að snubbóttar fullyrðing-
ar stjórnmálamanna færu í taug-
arnar á fólki. Dagskrárstjórar hjá
BBC telja æskilegra að rætt sé
við sérfræðinga utan þingsins, þar
sem rannsóknir hafi leitt í ljós að
90% Breta telja, að stjórnmála-
menn svari ekki spurningum.
Stjórnmálamenn hafa brugðizt illa
við og sagt að þeir séu einungis
að láta undan þrýstingi fjölmiðla,
sem vilji snubbóttar fullyrðingar,
sem auðvelt sé að slá upp.“
Þetta er athyglisverð deila af
ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi er
hún vísbending um, að Qölmiðlar
í Bretlandi séu að byrja að átta
sig á, að stuttar og efnislitlar full-
yrðingar, sem slegið er upp í blöð-
um eða settar fram í viðtölum í
útvarpi og sjónvarpi eigi litið er-
indi til almennings og fólk hafi
ekki áhuga á þeim. í öðru lagi er
það rétt athugasemd hjá stjórn-
málamönnum að fjölmiðlafólk er
sí og æ að klifa á því, að svör
þeirra verði að vera stutt, að ekki
sé talað um klippingar sjónvarps-
stöðva, sem í -sumum tilvikum
breyta efni máls. í þriðja lagi
bendir ofangreind frétt til þess,
að fjölmiðlar í Bretlandi telji, að
auðveldara sé að afla raunveru-
legra upplýsinga um mál hjá öðr-
um en stjórnmálamönnum.
Það sem kannski skiptir þó
mestu máli í þessu sambandi og
hefur t.d. verið áberandi hér á
íslandi í einn áratug eða svo er
einfaldlega það, að stjórnmálin og
stjórnmálamenn vega ekki jafn
þungt í þjóðmálaumræðum og áð-
ur. Það skiptir í mörgum tilvikum
meira máli, hvað sagt er utan
þings en innan. Yfirlýsingar tals-
manna áhrifamikilla hagsmuna-
samtaka hafa meira vægi en um-
mæli alþingismanns. Af þessum
sökum eru stjórnmálamenn minna
í fréttum á þessum áratug en þeim
síðasta.
Að sumu leyti er þetta áreiðan-
lega heilbrigð þróun, sem helzt í
hendur við þá staðreynd, að stór-
lega hefur dregið úr miðstýringu
í íslenzku þjóðfélagi. Stjórnmála-
menn hafa afsalað sér völdum,
sem þeir áður höfðu, til annarra
og það er af hinu góða.
En að öðru leyti er ástæðan
kannski sú, að stjórnmálamenn-
irnir vanda sig einfaldlega ekki
nægilega mikið i umræðum. Þeir
virðast að jafnaði ekki leggja
mikla vinnu í upplýsingasöfnun
t.d. fyrir mikilvægar umræður á
Alþingi. Þess vegna verða slíkar
umræður oft ótrúlega efnislitlar,
eins og Morgunblaðið hefur áður
gert að umtalsefni.
Ef lesnar eru umræður sem
fram fara á Bandaríkjaþingi eru
þær oft hafsjór af fróðieik. Vissu-
lega hafa bandarískir þingmenn
fjölda aðstoðarmanna, sem geta
undirbúið ræður fyrir þá. En ís-
lenzkir skattgreiðendur leggja nú
orðið umtalsvert fé til stjórnmála-
flokka og þingflokka, sem ætti að
auðvelda þeim slíka vinnu.
Þetta er óæskileg þróun. Lýð-
ræðisins vegna er nauðsynlegt, að
fram fari á Alþingi efnismiklar
umræður á háu plani um málefni
samtímans. Alþingismenn þurfa
að einbeita sér að því að auka veg
þingsins að þessu leyti.
ATHYGLIS-
VERÐ KVIK-
MYND UM
ÁTÖKIN í
SARAJEVÓ
KVIKMYNDIN „Welcome to
Sarajevo“ sem frumsýnd
verður í Sambíóunum í næstu viku
er athyglisverð fyrir margra hluta
sakir. Myndin, sem byggð er á
sönnum atburðum og styðst að
nokkru leyti við raunverulegar
fréttamyndir, segir frá frétta-
mönnum ITN á stríðstímum í
Sarajevó. Hlutverk þeirra er að
lýsa á hlutlægan hátt átökum
stríðandi fylkinga í borginni en
það reynist sumum þeirra erfitt.
Auk þess að sýna vel hryllilegar
afleiðingar umsátursins um
Sarajevó, sem fólk fékk að fylgj-
ast með í beinni útsendingu fjöl-
miðla, þá áminnir hún okkur á
átakanlegan hátt um þá persónu-
legu harmleiki sem bjuggu að baki
stríðsfyrirsagnanna.
Myndin er þannig ekki sízt lær-
dómsrík fyrir fjölmiðlafólk en hún
veltir upp mikilvægum spurning-
um um hlutverk þeirra og sið-
ferði. Spurningin um það hvort
fréttaflutningur hefur gefið rétta
mynd af atburðunum verður til að
mynda afar ágeng. Einnig spurn-
ingin um réttar og rangar áherzlur
í fréttamati. En myndin er einnig
hörð ádeila á helztu ráðamenn
heims og alþjóðlegar stofnanir og
gefur í skyn að lítið hafi verið um
raunhæfar aðgerðir af þeirra hálfu
til að stöðva átökin.
Rannsóknir á
• uppruna ís-
lenzkra fommennta
eru skemmtilegviðbót
við hugmyndir okkar,
en við getum ekki
endurlífgað það sem
dautt er. Þess vegna verðum við
að lesa forníslensk rit, hvortsem
um er að ræða ljóð eða laust mál,
með því tæki sem við höfum til að
skilja þau, þ.e. nútímaíslenzku sem
getur skilað okkur kjarna þessara
bókmennta þótt sumt fari forgörð-
um einsog tákn og merkingar goð-
sagna og hugmyndakerfís sem
týndist í myrkviði norrænnar menn-
ingar. Það var löng leið gegnum
þann skóg einsog kunnugt er og
margir hafa villzt í honum, jafnvel
heilar þjóðir. Leiðin einatt löng og
vargar á veginum. En við erum
komin þangað sem sér til byggða
og okkur ætti ekki að verða skota-
skuld úr því að höndla það í kaup-
stað, sem okkur var ætlað. Steinn
talaði um hann hefði verið sendur
í kaupstað en hann væri búinn að
gleyma, hvað hann átti að kaupa.
Vonandi getum við keypt einhver
verðmæti á markaðstorgi þess nýja
tíma sem við blasir. Þessi verðmæti
eiga að vera til uppbyggingar, en
ekki glötunar; uppörvandi en ekki
niðurdrepandi. Umfram allt eigum
við að halda áfram að breyta því
sem við kaupum í mikilvæg íslenzk
verðmæti.
Og gleyma því ekki hvað við átt-
um að kaupa.
Borges sagði að íslendinga
• sögur væru saman settar
úr mörgum smásögum. Þær væru
ekki skáldsögur. Þessar smásögur
væru trúverðugar og
fólk hefði á tilfinning-
unni að þær væru
sprottnar úr lífinu
sjálfu. Þess vegna
hefðu menn talið ís-
lendinga sögur til
sannfræði. Skáldsögur væru aug-
ljóslega ekki sannfræði, það sæi
lesandinn þegar í hendi sér. Hann
vissi að um skáldskap væri að ræða
og hefði allan hugann við það.
Hann væri aftur á móti sannfærður
um að íslendinga sögurnar væru
sprottnar úr lífínu sjálfu og segðu
satt og rétt frá því umhverfi sem
þær lýstu.
Þetta ætti að nægja okkur. Við
þurfum engar dæmisögur, það er
nóg af þeim. Sígildar sögur úr
mannlífinu nægja okkur. Listrænn
skáldskapur er í senn mikilsverður
og mikilvægur. Þess vegna eiga
þessar fornu bókmenntir enn erindi
við okkur. Þær eru auk þess stað-
festing þess að við höfum varðveitt
tungu okkar að mestu leyti. Grettla
er þó tilaðmynda einhvers konar
dæmisaga, það virðist nokkurn veg-
inn ljóst. Olánið fylgir hetjunni. Það
eru örlög hennar. Það eru einnig
mikil örlög í Egils sögu. Njála er
full af fyrirboðum og örlögum. Það
væri þá helzt þessar fornu sagnir
hafi verið dæmisögur um almætti
örlaganna. Þetta eru allt örlagasög-
ur. Þær ijalla um mikil örlög eftir-
minnilegra einstaklinga. Undan fyr-
irboðum og örlögum kemst enginn.
Ekki einu sinni Grettir sterki og
því síður Gunnar. Mörður, fulltrúi
iilskunnar, lifír af Njálu. Gunnar
og Höskuldur, fulltrúar rómantísks
glæsileika og kristilegrar riddara-
mennsku, eru aftur á móti drepnir
einsog hundar. Ekki getur það ver-
ið erindi höfundar við lesendur að
boða góð örlög illræðismanna. Egill
er vígamaður með ívafi villimanns.
En hann lifír allra karla lengst og
nýtur þess á margan hátt. Ekki er
það neinn uppörvandi boðskapur.
Saga hans fjallar einfaldlega um
villimann sem lifir einsog annað
fólk þangaðtil hans tími er kominn.
Það mætti þá kannski segja að
Egla væri dæmisaga um það að
skáldið og skáldskapurinn lifa allt
af, jafnvel þá að mörgu leyti ógeð-
felldu persónu sem er alltaf að
þvælast fyrir verkum sínum. Það
er algengt um mikla listamenn.
Hrottamennið Sturla Sighvats-
son var drepinn skáldskaparlaus á
Örlygsstöðum, en nafni hans og
frændi Þórðarson lifði þann örlaga-
ríka bardaga af einsog aðrar þær
svaðilfarir sem hann tók þátt í. Og
það er í heimildaskáldsögu hans
sem Sturla Sighvatsson og samtíð
hans lifir af tortíminguna.
í raun sé ég engar sérstakar
dæmisögur í fornum sögum þótt
ég geri mér grein fyrir því að þær
leynast í smásögunum. Um það eru
örlög Höskulds hvítanesgoða ágætt
dæmi. Af Njálu mætti þá helzt
hafa þann lærdóm að enginn skyldi
vega í knérunn. Um það eru harðar
áminningar í sögunni. Hún er, eins-
og Borges sagði, margar smásögur,
- eða smáþættir - og virðast allir
sannfræðilegir að því leyti sem les-
andinn trúir þeim. Og boðskapurinn
er harla nútímalegur: skamma
stund verður hönd höggi fegin.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 31. janúar
ÞEGAR ÞETTA reykja-
víkurbréf er ritað á
laugardagsmorgni eru
engar vísbendingar um,
að samningar takist á
milli sjómanna og út-
gerðarmanna og allar
líkur benda til að verk-
fall sjómanna skelli á eftir rúmlega tvo
sólarhringa. Að sjálfsögðu getur allt gerzt
á þeim tíma, sem eftir er þar til verkfall
á að hefjast, og áreiðanlega er það von
allra landsmanna, að samningar takist.
En óneitanlega er lítil sem engin ástæða
til bjartsýni um, að samningaviðræður
beinist í þann farveg.
Afleiðingar sjómannaverkfalls blasa við.
Þjóðarbúskapurinn yrði fyrir miklu áfalli.
Við höfum verið á hraðri siglingu til stöð-
ugt batnandi lífskjara á síðustu árum.
Allar líkur eru á, að áfallið yrði svo mik-
ið, að hún mundi stöðvast a.m.k. um skeið.
Tekjutap sjómanna yrði mest. Það yrði
gífurlegt. Tekjutap fískvinnslufólks í landi
yrði mikið, þótt einstök frystihús eigi ein-
hveijar birgðir af físki, sem hægt er að
vinna. Tekjutap bæjarfélaga á flestum
stöðum á landinu yrði verulegt en afdrifa-
ríkt á Austurlandi, Suðurlandi, Suðurnesj-
um og á Vesturlandi. Sjómannaverkfall
gæti riðið einstökum sjávarútvegsfyrir-
tækjum að fullu, sem standa höllum fæti
og mega ekki við slíku áfalli. Margt bend-
ir til að verkfallið yrði slíkt áfall fyrir
Vestmannaeyjar sem byggðarlag, að
spurning er hvort byggðin þar næði sér á
strik nema þá á mjög löngum tíma. Loðnu-
markaðir og rækjumarkaðir eru í hættu.
Þetta eru ekki orðin tóm. Þetta er sam-
andregin lýsing á því, sem talsmenn verka-
lýðsfélaga, bæjarfélaga og fyrirtækja hafa
verið að segja síðustu tvo daga í samtölum
við blaðamenn Morgunblaðsins, sem birt-
ust í föstudags- og laugardagsblaði. í
Vestmannaeyjum eru tvö stór sjávarút-
vegsfyrirtæki. Langt sjómannaverkfall
mundi þýða, að þessi tvö fyrirtæki yrðu
fyrir nálega tveggja milljarða tekjutapi. í
samtali við Morgunblaðið á föstudag sagði
Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri
ísfélags Vestmannaeyja:
„Verkfall mundi ekki aðeins þýða tekju-
tap fyrir fyrirtækið, heldur einnig verka-
fólk og sjómenn. Þetta er í raun eina upp-
gripavertíðin, sem eftir er í þessum geira.
Fólk hefur haft góðar tekjur á þessum tíma
og stólar á vertíðina. Það tæki fyrirtækið
mörg ár að jafna sig eftir slíkt áfall og
samdráttur í rekstri yrði mikill. Við höfum
fjárfest mikið fyrir loðnuvertíðina enda
höfum við tekið um þriðjung ársveltunnar
á þessum eina mánuði. Jafnframt óttast
ég, að markaðir fyrir loðnuafurðir í Japan
skaðist verulega verði verkfall langvinnt."
Sighvatur Bjarnason lýsir afleiðingum
verkfalls fyrir Vinnslustöðina á þennan
veg: „Við þyrftum að grípa til neyðarúr-
ræða eins og að selja eignir. Við gætum
gengið á hlutabréfaeign og þar fram eftir
götunum en einnig stórar eignir eins og
skip og þar með veiðiheimildir." Ekki þarf
að hafa mörg orð um afleiðingar þess fyr-
ir Vestmannaeyjar, ef veiðiheimildir í stór-
um stíl yrðu seldar frá byggðarlaginu.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum lýsir afleiðingum verkfalls
fyrir byggðarlagið með þessum orðum:
„Verkfall hefði til dæmis þau áhrif að
tekju- og framkvæmdaáætlanir bæjarsjóðs
hryndu til grunna. Stóru fyrirtækin hér í
Eyjum hafa fjárfest mikið fyrir vertíðina
og menn eiga ekki marga valkosti, þegar
þeir verða af hundruð milljóna króna tekj-
um.“
Á sama veg tala menn annars staðar á
landinu. í samtali við Morgunblaðið á
föstudag sagði Finnbogi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Nes-
kaupstað, m.a.: „Við höfum þegar orðið
varir við það, að kaupendur á mjöli halda
algjörlega að sér höndum vegna yfirvof-
andi verkfalls. Verkfall hefði ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir Japansmarkað varð-
andi frysta loðnu. Það er ljóst að Japanir
munu ekki treysta á ísland í framtíðinni,
ef ein vertíð dettur algjörlega út eins og
flest stefnir í. Þeir munu snúa sér að
mörkuðum í Kanada og eins má búast
við, að notkun dragist saman smám sam-
an, þegar varan fæst ekki. Það er alveg
ljóst, að það yrði mjög erfitt að ná upp
sömu markaðsstöðu aftur í Japan.“
Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri á
Neskaupstað, upplýsir, að Síldarvinnslan
greiði um helming alls útsvars í bænum.
Verkfall muni riðla fjárhagsáætlun bæjar-
félagsins og m.a. hugsanlega tefja fram-
kvæmdir við viðbyggingu skólans, sem
ráðgert hafí verið að einsetja.
Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á
Höfn í Hornafírði, segir, að verkfall hefði
skelfilegar afleiðingar fyrir byggðarlagið.
„... komi til verkfalls, jafnvel í margar
vikur, mun vanta fleiri hundruð milljóna
króna tekjur inn í samfélagið. Það mun
hafa langvinn áhrif, því hér er um að
ræða tímabil, sem allt árið hvílir á.“
Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri
Þorbjarnar hf., sem rekur umfangsmikla
starfsemi bæði í Grindavík og í Bolungar-
vík, segir í samtali við Morgunblaðið í
dag, laugardag, að í Bolungarvík muni um
90 manns missa vinnu. Hann segir m.a.:
„Við erum að vinna okkur upp í sölu á
rækju og ég hef mestar áhyggjur af því,
að við töpum kaupendum til annarra landa.
Það er varanlegur skaði og ég tel, að áhrif
sjómannaverkfalls á rækjuvinnsluna verði
ekki síður alvarleg en fyrir loðnuvinnsluna
í landinu."
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í
Grindavík, segir: „Fiskurinn er okkur allt.
Tekjutap bæjarsjóðs yrði mikið og fjár-
mögnun framkvæmda, sem þegar hafa
verið settar í gang yrði að byggjast að
verulegu leyti á skuldasöfnun í stað tekju-
öflunar. Verði af verkfaliinu stöndum við
varla uppi öðruvísi en með mjög auknar
bæjarskuldir."
Allir lýsa þessir menn afleiðingum sjó-
mannaverkfalls í febrúar á sama veg: gíf-
urlegt tekjutap, verulega hætta á því, að
erlendir markaðir tapist til frambúðar,
áfallið fyrir byggðarlögin mikið og það
mundi taka fyrirtækin mörg ár að ná sér.
Sennilega hafa landsmenn ekki gert sér
grein fyrir því fyrr en nú, hvað febrúar-
mánuður er orðinn mikilvægur mánuður
fyrir allan þjóðarbúskap okkar.
Viðhorf sjó-
manna
ENGINN ÆTLAR
sjómannastéttinni
það, að hún vilji
vinna skemmdar-
verk á þjóðarbúinu
vísvitandi. Jón Ingi Kristjánsson, formaður
Verkalýðsfélags Norðfírðinga, sem á sæti
í samninganefnd sjómanna og í fram-
kvæmdastjórn Sjómannasambandsins,
segir í samtali við Morgunblaðið á föstu-
dag: „Mér líst illa á stöðuna og sé ekki
annað til lausnar en menn komi saman
og ræði málin. Við förum ekki fram á
neina kauphækkun heldur viljum við bara
breyta þessu ósvífna kerfí, sem hefur ver-
ið búið til fyrir fáeina aðila.“
Síðan segir í frásögn Morgunblaðsins
af samtalinu við Jón Inga: „Hann segir
að það verði að koma í veg fyrir að áhafn-
ir séu neyddar út í kvótakaup. Hann segir
að samstaða sjómanna sé ekki að bila þrátt
fyrir að mikið sé í húfi.“
Þessi ummæli sýna, eins og raunar hef-
ur komið fram áður, að kjarni þessarar
kjaradeilu sjómanna er sá sami og í ail-
mörg undanfarin ár, að þeir eru að reyna
að koma í veg fyrir, að sjómenn séu knúð-
ir til að taka þátt í kvótakaupum.
Þótt undarlegt megi virðast hafa sjó-
menn ekki verið í hópi helztu gagnrýnenda
óbreytts kvótakerfis. Raunar hafa margir
furðað sig á geðleysi forystumanna sjó-
manna í þeim efnum. Stöðu þeirra gagn-
vart óbreyttu kvótakerfi mætti lýsa á þenn-
an veg:
Útgerðarmenn fengu í upphafi úthlutað
kvóta á grundvelli veiðireynslu. Þegar at-
hugasemdir fóru að koma fram við þetta
Morgunblaðið/Rax
kerfi var því haldið fram, að um stjórnar-
skrárvarin atvinnuréttindi væri að ræða.
Útgerðarmenn hefðu sótt sjóinn í áratugi
og aldir og hefðu áunnið sér atvinnurétt-
indi. í þeirra krafti væri eðlilegt að út-
hluta kvótanum til þeirra.
Forystumenn sjómanna hafa nánast
aldrei bent á þá staðreynd, að ef gengið
væri út frá þessari röksemdafærslu og á
hana fallizt gætu sjómenn með nákvæm-
lega sömu rökum krafizt þess, að fá kvóta
í sinn hlut. Sjómenn hafa sótt sjóinn um
aldir. Þeir hafa komið með fískinn að landi
ekki síður en útgerðarmenn. Þeir hafa að
vísu þurft á skipunum að halda, sem út-
gerðarmenn hafa fjárfest í, en skipin ein
veiða ekki fískinn. Þess vegna hafa útgerð-
armenn þurft á sjómönnum að halda. Báð-
ir þessir aðilar eiga hér jafnan hlut að
máli. Hafi útgerðarmenn áunnið sér at-
vinnuréttindi og eigi kröfu á ókeypis kvóta
út á það eiga sjómenn það líka. Enginn
forystumaður sjómanna hefur haldið fram
þeirra hlut í þeim umræðum með þessum
augljósu rökum, svo að heitið geti.
Þegar síðan útgerðarmenn hafa fengið
úthlutað kvóta með ofangreindum rökum,
sem sjómenn gætu notað til þess að krefj-
ast kvóta fyrir sig en hafa ekki gert af
óskiljanlegum ástæðum koma útgerðar-
menn og krefjast þess, að sjómenn taki
þátt í kvótakaupum með sér! Það er ekki
einungis um að ræða, að sjómennirnir fái
engan kvóta í sinn hlut heldur eiga þeir
að hjálpa útgerðarmanninum að kaupa
viðbótarkvóta og standa frammi fyrir því,
að ella liafi þeir enga vinnu.
Það er búið að gera hveija tilraunina á
fætur annarri til þess að koma í veg fyrir
þessa meðferð á sjómönnum en ekkert
hefur dugað. Hér er ekki um að ræða
vinnubrögð sem samtök útgerðarmanna
hafa lagt blessun sína yfir heldur hafa
einstakir útgerðarmenn stundað þá iðju
að knýja starfsmenn sína til þátttöku í
kvótakaupum.
Sjómenn hafa því málstað að veija, sem
hægt er að hafa fyllstu samúð með, þótt
dugleysi forystumanna þeirra í að halda
fram hagsmunum þeirra í kvótaumræðun-
um almennt sé ráðgáta, sem enginn úr
þeirra röðum hefur nokkru sinni getað
skýrt.
Þótt sjómenn hafí því á margan hátt
rök fyrir sínu máli réttlætir það ekki að
þeir grípi til aðgerða, sem valda þjóðinni
allri stórfelldum skaða. Hér er þrátt fyrir
allt verið að fórna gífurlegum þjóðarhags-
munum fyrir hagsmuni tiltölulega fámenns
hóps manna og við það geta landsmenn
ekki unað.
íslenzka þjóðin hefur alltaf haft mjög
sterkar tilfínningar til sjómannastéttarinn-
ar enda draga sjómenn þá björg í bú, sem
afkoma okkar byggist á. Þessar tilfínning-
ar hafa verið sýndar í verki með því, að
sjómenn búa við allt annan og betri hlut
í skattamálum en aðrir landsmenn.
En nú er of langt gengið. Deilur sjó-
manna og útgerðarmanna um þessi efni
verður að leysa á annan veg en þann að
stöðva jafnvel misserum saman sókn þjóð-
arinnar til betri lífskjara eftir 7-8 ára
langvarandi kreppuástand.
ÞÆR TVÆR RIK-
isstjórnir, sem setið
hafa að völdum á
þessum áratug og
báðar undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, hafa brotið blað í
samskiptum við aðila vinnumarkaðarins
að því leyti til að segja má, að það sé lið-
Afstaða rík-
isstjórnar
in tíð að leysa erfiðar kjaradeilur með lög-
um. En eins og menn muna voru deilur
sem þessar gjarnan leystar með bráða-
birgðalögum á meðan alþingismenn voru
í jólafríi eða sumarfríi. Ráðherrar í núver-
andi ríkisstjórn hafa ítrekað aftur og aftur
þá afstöðu sína, að lagasetning komi ekki
til greina.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar er skilj-
anleg en það getur hins vegar orðið þjóð-
inni dýrt spaug, ef enginn aðili í landinu
gengur fram fyrir skjöldu til þess að koma
viti fyrir deiluaðila. Auðvitað væri æskileg-
ast, að þeir kæmu sér saman um að fresta
þessari deilu eina ferðina enn í ljósi þess
hversu gífurlegir hagsmunir eru í veði.
Gerist það ekki á næstu tveimur sólar-
hringum að samningar náist eða sam-
komulag verði gert um frestun verkfalls
er spurning, hvort Alþingi sjálft á að taka
í taumana. Þar er löggjafarvaldið. Þar
sitja hinir þjóðkjörnu fulltrúar fólksins í
landinu. Þeir eru í beinu sambandi við
kjördæmi sín og byggðarlög innan þeirra.
Þeir vita hvar skórinn kreppir. Þeir vita
hvaða afleiðingar þetta verkfall mun hafa
fyrir byggðirnar og fólkið, sem hefur
kosið þá til setu á þjóðþinginu.
Það eru aðeins fjórir möguleikar fyrir
hendi til þess að afstýra þeim ósköpum,
sem ella blasa við: í fyrsta lagi að sam-
komulag takist í deilunni fyrir mánudags-
kvöld. I öðru lagi að deiluaðilar sjálfir
semji um frestun verkfalls í ljósi þeirra
hagsmuna, sem í húfi eru. í þriðja lagi,
að ríkisstjórnin beiti sér á einn eða annan
veg fyrir lausn málsins og í fjórða lagi,
að þingið komi til skjalanna.
Eitthvað af þessu verður að gerast fyr-
ir mánudagskvöld. Að öðrum kosti verða
landsmenn að búa sig undir versnandi
kjör.
„Þótt sjómenn
hafi því á margan
hátt rök fyrir sínu
máli réttlætir það
ekki að þeir grípi
til aðgerða, sem
valda þjóðinni
allri stórfelldum
skaða. Hér er
þrátt fyrir allt
verið að fórna gíf-
urlegum þjóðar-
hagsmunum fyrir
hagsmuni tiltölu-
lega fámenns
hóps manna og
við það geta
landsmenn ekki
unað.“