Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ Möguleikar skógræktar til að binda koltvísýring MIÐAÐ við spár um útstreymi gróðurhú- salofttegunda vegna athafna okkar íslend- inga verður hægara sagt en gert að standa við þá takmörkun á aukningu á útstreymi sem varð endanleg niðurstaða Kyoto- fundarins. Það er að íslendingar megi ekki auka útstreymið meira en 10% miðað við sem það var árið 1990. í samningnum er ákvæði sem leyfir þjóðum heims að draga frá heildarútstreyminu þá bindingu sem á sér stað m.a. við skógrækt sem stofnað er til eftir 1990. Því er vert að velta því fyr- ir sér hvort og hve mikið skóg- rækt á íslandi getur bundið af koltvísýringi (C02). C02 bundið í viðnum Allir taka eftir því að tré vaxa á hveiju ári og sá vöxtur bætist við það sem fyrir er. Með öðrum orðum þá gildna trén og hækka. Sama gerist neðanjarðar; ræturn- ar lengjast og gildna. Vöxtur tijánna er því nokkuð ólíkur vexti þess jarðargróðurs sem visnar á hveiju hausti og vex upp í svipaða stærð aftur á næsta ári. Tré verða afar gömul og verða sum þeirra elstu lífverur á jörð- inni. Ekki er enn vitað hve háum aldri þær tijátegundir sem ræktaðar eru hér á landi munu ná en nokkuð ljóst er að flestar þeirra munu eiga sitt meginvaxt- arskeið áður en trén ná 80-120 ára aldri. í skógrækt er þetta meginvaxtarskeið kallað lota og lotulengdin er sá tími sem það tekur trén að ná fullum þroska áður enn vöxturinn fer að minnka að ráði og trén fara að reskjast. Trén eru oftast felld á þessum aldri og notuð sem efniviður í alls kyns hluti, byggingar og iðnað. Eitt örsmátt fræ verður á 100 árum stórt tré og þar af er helm- ingur kolefni sem er unnið úr and- rúmsloftinu. Því er talað um að skógrækt bindi C02 úr andrúms- lofti og vinni gegn gróðurhúsa- áhrifum. Hægt er að áætla hve mikið skógrækt á íslandi bindur af C02. Vitað er u.þ.b. hvað tijátegundim- ar vaxa mikið á einni lotu og með því að deila heildarvextinum upp í lotulengdina fæst hve mikið hver flatarmálseining skógar vex á hveiju ári. Þennan vöxt er síðan hægt að umreikna yfir í bundinn koltvísýring. Talið er að skógrækt á íslandi bindi þannig að meðaltali um 3,7 tonn C02 á hveiju ári á hveijum ha. í raun er vöxturinn og þar af leiðandi C02-bindingin ekki jöfn alla lotuna. Fyrst eftir gróðursetn- ingu er vöxturinn mjög lítill en við 30 til 40 ára aldurinn er hann búinn að ná hámarki og fer eftir það að minnka aftur. í alþjóðlegum reglum um C02- bindingu er samt sem áður oftast miðað við meðalársbindingu á hverri lotu. Til þess að lýsa möguleika skóg- ræktar til bindingar C02 er best að taka áþreifanleg dæmi sem sýnd eru á meðfylgjandi skýr- ingarmynd. Bílar og önnur sam- göngutæki standa fyr- ir um 32% af mengun gróðurhúsaloftteg- unda á íslandi. Sam- svarandi tala fyrir fiskiskipaflota lands- manna er um 33%. Sá orkufreki iðnaður sem stundaður er hér á landi stendur fyrir um 18% af útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. Þessi tala á eft- ir að hækka mikið næstu misserin. Spár gera ráð fyrir að eftir nýbyggingar og stækkanir sem þegar eru ákveðnar auki útstreymið frá þessum iðnaði um tæp 90%. Kostnaður við C02 -bindingu í skógi Ef tekið er mið af nýjustu kostn- aðarútreikningum í skógrækt hér Við sem hugsum í ára- tugum, segir Arnór Snorrason, höfum ekki síst áhyggjur af geig- vænlegum afleiðingum gróðurhúsaáhrifa. á landi, en það eru kostnaðarút- reikningar vegna Suðurlands- skóga, kostar um 226.000 kr. að rækta hvern ha af nytjaskógi og er þá tekin með allur kostnaður s.s. þróunar-, rannsókna-, stjórn- unarkostnaður ásamt kostnaði við áburðargjöf fyrstu árin og fyrstu grisjun skógarins. Miðað við 100 ára lotu bindur hver ha 370 tonn af C02. Binding á hveiju tonni kostar þá um 610 kr. að meðal- tali yfír alla lotuna. Það má að vísu benda á að nytjaskógur á örugglega eftir að binda meira en 370 tonn á lotu því að þar sem nytjaskógar eru ræktaðir er vöxt- ur tijánna töluvert meiri en á svæðum þar sem vaxtarskilyrðin eru erfíðari. Nefndar hafa verið ýmsar tölur í sambandi við kaup á mengunar- kvóta en slíkir kvótar hafa verið kallaðir „heitt loft“. Með mengun- arkvóta er átt við að það land sem stendur sig betur í að minnka C02 mengun en samningar gera ráð fyrir, getur selt landi sem ekki getur staðið við samninginn „heitt loft“ í ígildum C02 tonna. Ein tala sem hefur verið nefnd er að verð- ið á hveiju tonni af koltvísýringi verði 15$ sem eru um 1.080 kr. íslenskar. Þetta verð mun mótast af framboði og eftirspurn og miðað við tækni dagsins í dag er nokkuð Ijóst að framboðið af „heitu lofti“ er síður en svo ótakmarkað. Að vísu má hugsa þennan sam- anburð á annan hátt sem hægt væri að kalla skammsýnan saman- burð. Viðmiðunarár Kyotosamn- ingsins eru árin 2008-2012. Ef aðeins er tekið mið af þeim hluta lotunnar sem liðinn er fyrir enda þess tímabils verður kostnaðurinn við skógrækt að sjálfsögðu mun meiri því að stofnkostnaðurinn dreifíst þá ekki nema á örfá ár. Hektari af skógi sem ræktaður er í dag verður 16 ára árið 2007. Kostnaður á hvert bundið tonn verður fyrir þetta tímabil 3.800 Arnór Snorrason Gróðursetning skógarplantna og framsett áætlun 12 milljónir 10 I I II II I I Gróðursetning samkvæmt áætlun um CO,-bindingu |12 millj. skógarplantna á ári - gróðursett 13.380 ha.| mt;..............J kostnaður við framleiðslu plantna til skóqræktar er 372 milljónir króna á ári — 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Kostnaðarviðmiðanir og þróun á tímabilinu Miðað við 372 millj. kr. framlag: 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Kostnaður á hvert útstreymt COj-tonn, kr. 120 117 114 113 111 108 Kostnaður á hvert bundið COj-tonn, kr. 6.347 3.071 2.025 1.511 1.205 1.002 Kostn. vegna útbl. einkabils á ári, kr. 612 598 582 574 564 550 Kostn. vegna útbl. togara á ári, þús. kr. 707,4 692,1 672,9 663,8 652,0 636,2 Kostn. v. 100.0001 álvers á ári, millj. kr. 15,6 15,2 14,8 14,6 14,4 14,0 Skóglendisaukning á Islandi við þessa skógrækt 120.000 hektarar 2005 2010 2015 2020 2025 Hugsanleg koltvísýringsbinding vegna skógræktar 150% ——• Áætuð aukning COz-útstreymis til 2025 ■■ C02-binding 12 millj. plantna skógræktar á ári ~~ C02-útstreymi að frádreginni bindingu skógar 1990 1995 2000 2005 ' I ' 2010 2015 2020 2025 EINKABÍLLINN TOGARINN (Jafn mikið og frá .. bindur sama magn JriEjOjnnkabílum^ ^^nroltvis^ring^ 5.900 tonn af C021 ^ g00 ha skógur ALVERIÐ 35.000 hektara skógur (Við 100.000 tonna álframleiðslu) (Samsvarar um 5%anág^uðuri^ kr. Þessi samanburður er eins áður sagði skammsýnn því að ekkert bendir til annars en að þjóðir heims neyðist til, í næstu samningalotu, að takmarka útstreymi gróðurhúsaloftegunda enn frekar. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að árétta það að skóg- rækt hefur margvíslegan tilgang og markmið sem tengjast á engan hátt C02 bindigetu. Þau eru: 1. Skógrækt til landgræðslu, landbóta og endurheimt landgæða. 2. Skógrækt til skjóls. 3. Skógrækt til viðarnytja. 4. Skógrækt til útivistar. 5. Skógrækt til styrkingar byggðar. Gerðir hafa verið útreikningar á arðsemi nytjaskógræktar hér á landi og er ljóst að arðsemi er fyrir hendi þó að hún sé lítil og skili sér seint í vasa jjárfestanna. Miðað við nýtingu almennings á helstu útivistarskógum landsins er framlegð þeirra einnig töluverð. Binding koltvísýrings er nýr kostur skógræktar og er hrein ábót á aðra kosti sem hafa verið teknir góðir og gildir fram til þessa. Því er kannski hættulegt að leggja fram útreikninga á kostnaði við bindingu C02 með skógrækt. Hægt væri að misskilja slíka framsetningu og álykta sem svo að skógrækt hér á landi hefði engan annan tilgang en að binda C02. Að sama skapi má halda því fram að það væri á hæsta máta óeðlilegt að láta mengendur alfar- ið standa undir skógrækt á ís- landi. í ljósi þess er hér varpað fram þeirri hugmynd að þáttur C02 bindingarinnar standi aðeins undir einum þætti í stofnkostnaði skógræktar, það er framleiðslu tijáplantna. Framleiðsla skógarplantna er stór hluti af stofnkostnaði við skógrækt á íslandi eins og annars staðar. Ef aftur er tekið dæmi frá Suðurlandi er þar reiknað með að meðalverð plantna verði um 31 kr. með VSK og meðalíjöldi plantna á ha um 3.550 plöntur. Þar verður kostnaður við plöntu- framleiðsluna um 38% af stofn- kostnaði skógræktarinnar. Að vísu má benda á að í áætlunum Suður- landskóga er stuðst við töluvert hátt plöntuverð. Með aukinni framleiðslu plantna má búast við að plöntuverð lækki en það gerðist einmitt þegar gróðursetning tók mikinn kipp árið 1990. Fjöldi plantna á ha er í tilviki Suður- landsskóga töluvert meiri en geng- ur og gerist. Skýringin á því er að þar er verið að rækta nytjaskóg sem þarf að vera þéttari til þess að gefa af sér þau viðargæði sem að er stefnt. Á árinu 1996 voru framleiddar um 4 milljónir skógarplantna en það er nokkur lækkun frá árunum þar á undan en frá 1990 hafa verið framleiddar á bilinu 4 til 5 milljónir plantna árlega. (Sjá með- fylgjandi mynd.) Margir fá hroll þegar minnst er á skattheimtu en samt sem áður eru viss rök fyrir því að allir sem menga borgi skatt í hlutfalli við þá mengun sem þeir valda og í hlutfalli við þann kostnað sem af menguninni hlýst. Hér er sett fram hugmynd um þreföldun skógræktar á árinu 2000. Það vill segja að plöntufram- leiðsla til skógræktar verði aukin frá 4 milljónum plantna á ári í um 12 milljónir plantna. Síðan yrði haldið áfram að framleiða um 12 milljónir árlega. Boginn er ekki spenntur meira og þessi hugmynd er mjög á hófsömum nótum. Miðað við þær aðferðir sem eru notaðar í skógrækt í dag eru margir flöskuhálsar í ferlinu og óljóst hvernig þeir yrðu leystir. Sem dæmi um slíka flöskuhálsa má nefna; skort á heppilegu fræi, mannskap til gróðursetningar og á landi til skógræktar. Hér verður ekki gerð tilraun til að spá fyrir um lausnir á slíkum vandamálum og vel má vera að auka megi gróð- ursetningu til muna frá þeirri hug- mynd sem hér er framreidd. T.d. bendir margt til þess að í stað þess að framleiða og gróðursetja plöntur sé hægt að ná viðunandi árangri og með mun minni kostn- aði með beinni sáningu fræs í út- jörð. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd verður hlutur skógræktar í lækkun nettóútstreymis ekki mik- ill en fer stigvaxandi þegar líður á tímabilið þrátt fyrir að árlegur plöntufjöldi standi í stað eftir árið 2000. Þar kemur einnig fram áætlaður kostnaður á hvert tonn af C02 útstreymi og á hvert bundið tonn af koltvísýringi. Einnig er reiknað- ur út skattur eða framlag mismun- andi „mengenda“. I dæmi einka- bílsins yrði að leggja þrjátíu aura á hvern lítra bensíns! Stofnun skógarplöntusjóðs Ef hugmynd eins og þessi yrði ofan á er það skoðun höfundar að besta ráðið til þess að nýta mengunarframlagið væri að stofna skógarplöntusjóð. Sjóðsfyr- irkomulagið hefur þann kost að ef allt framlagið nýtist ekki, vegna skorts á plöntum eða umsækjend- um í sjóðinn, væri hægt að leggja fjármuni til hliðar og nýta þá þeg- ar viðkomandi skortur eða tregða í ferlinu væri yfirstaðin. Það eru nefnilega töluverðar ófyrirséðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.