Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 41

Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 41 1 4 4 i } í ,3 í i 1 4 4 i i BRÉF TIL BLAÐSINS Að flytja eður ei! Frá Páli Þór Jónssyni: HER á Húsavík er hálfgert vand- ræðaástand. Pólitíkusamir okkai- em svo uppteknir af því hverjum þeii' sænga hjá eftir kosningar að þjóðþrifamál eins og flutningar rík- isstofnana hafa algerlega farið fram hjá þeim. Því er nauðsynlegt að hinn almenni kjósandi taki fram fyrir hendurnar á þeim svona mitt í framboðslofgreinunum og taki að krefjast einhvers réttlætis. Við emm svo heppin á Islandi að hafa kosið yfir okkur snilldarþing- menn sem síðan eiga það til sumir hverjir að umbreytast í ofurráð- herra. Ekki veit ég hvar við værum stödd á taflborði stjómmálanna ef við ættum ekki svona afburða- greinda ráðherra með framtíðarsýn og patentlausnir á hverjum fingri. Hann Dóri okkar tók sig til fyrir noklmzm árum og klauf ferðamála- ráð í herðar niður og sendi smærri hlutann til Akureyrar. Ferðamála- ráð hefur aldrei sýnt jafnrosalegan drifkraft og eftir höggið. Eins og landsmenn taka eftir, allir sem einn, hefur ráðið geislað af frum- krafti og einurð og enginn efar að stjórinn í ráðinu er allt annar mað- ur eftirá. Og ekki efa ég að Landmælingar verða miklu betri stofnun eftir að allir starfsmenn em hættir nema forstjórinn því ég hef fregnað að skrefamælingamenn á Skaganum hugsi sér gott til glóðarinnar. Síðan er hægt að fylla upp í með kvóta- lausum trilluköllum til að ná höfða- tölu á skrifstofunni. Mikið er nota- leg vellíðan sem um mann streymir. Okkur sárvantar fleiri pólitískar ákvarðanir sem þessa. Og ekki eru þingmenn af verri sortinni. Egill á Seljavöllum hefur ákveðið með góðu eða illu, rétt eins og hinir, að setja hana Byggða- stofnun í mortél og strá svo mylsn- unni (nokkuð) jafnt yfir (austur) landið til að réttlætinu verði full- nægt. Hvort stofnun sú verði betri ellegar verri er erfitt að meta því ekki hefur enn sannast hvort er betra eða verra, góð eða slæm verk Byggðastofnunar. En hér á Húsavík eigum við semsé svo slaka forystuhrúta að ekkert hefur heyrst til þeirra annað en þetta með hveijum hver sængar. Eins og okkur hinum sé ekki nokk sama. Því er við hæfi að leggja inn nokkrar beiðnir svona rétt fyrir kosningar með frómri ósk um að loforð verði gefin opinberlega, helst nokkuð áberandi, svo við getum fyllst bjartsýni og gleði yfir vænt- anlegum bústólpa. Fyrst ber að nefna að samband okkar við fjár- málaráðuneytið er ekki nógu öflugt svo við viljum gjaman fá þar sneið. Til dæmis kaffistofuna. Úr dóms- kerfinu væri hæfilegt að fá tvo rétt- sýna hæstarréttardómara með reynslu af skattamálum. Engin ástæða er fyrir Reykvíkinga að eiga tvær Kringlur svo við viljum einnig fá Kringluna sem hangir á Alþingishúsinu með stólum innan- borðs og nokkrum velvöldum þing- mönnum og einum skrifstofustjóra. Við þurfum ekkert úr samgöngu- ráðuneyti. Það er lífsnauðsynlegt að fá eitt hátæknisjúkrahús sem við breytum snarlega í lágtækni- sjúkrahús til að spara. Svo þætti okkur smart að fá einn góðan bankastjóra, helst þennan nýja með sléttgreidda hárið og símann. En heimtufrekjan má ekki verða til þess að trúverðugleiki okkai’ hljóti hnjóð af. Því viljum við gjam- an senda stór-Reykjavíkursvæðinu eitthvað til baka. Eðlilegt er að Skaginn sendi sementsverksmiðj- una og Krókurinn steinullina. Skagfirðingar hafa hvort eð er ekk- ert með hana að gera eftir næsta afrek í olíuverkun. Landsbyggðin er líka í dauðans vandræðum með alla umfram oddvitana sem nú era til á lager, reyndir og tilkeyrðir, en starfalitlir. Frá Húsavík gætum við kannski séð af eins og einum tann- lækni. Svo væri tilvalið að láta eina stórvirkjun fylgja með og koma henni fyrir til dæmis í Tjöminni. Þeir þurfa ekki lengur Geysi en svolítið eldgos og skriðjökull sjatt- eraði vel í Óskjuhlíðinni. Og nú er bara að bíða, sjá og vona hvaða afburðamenn stíga fram og senda starfsmenn stofnana í notalega gamaldags en umfram- allt einstaklega þjóðlega hreppa- flutninga. PÁLL ÞÓR JÓNSSON hótelstjóri á Húsavík. Manudaas á CftOlg°® . : BteiðUoUi i hverfinu Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins auk frambjóðenda sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum verða með viðtalstíma í hverfúm borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Sólveig G. Pétursdóttir alþingismaður °g Guðrún Zoéga borgarfiilltrúi í Álfabakka I4a, Mjódd kl. 17-19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fúlltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK. i \ i 4 4 4 Listplakot Grafík Silkiþrykk Styttur lcon myndir Fínar glerwörur Innlendir og erlendir í miklu úrwali Innlendir og erlendir í miklu úrwali Engjateigi 17 ■ 19 ■ 105 Reykjauik ^ m : >-í; ■- SP^**** ',. ■ "■' /QL 4 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.