Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 01.02.1998, Síða 42
■**42 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Söngur íslenzku kirkjunnar * I hugleiðingu mikla söng „í Jesú nafni áfram dagsins segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Vér minn- umst séra Valdi- mars í dag, á hálfrar annarrar aldar afmæli hins farsæla sálma- skálds. ALLA þessa öld hefur ís- lenzka Þjóðkirkjan öðru fremur sungið sálma fjög- urra snillinga, þeirra Hallgríms Péturssonar, Matthíasar Joch- umssonar, Helga Hálfdánarson- ar og Vaídimars Briem. í dag eru liðin 150 ár frá fæðingu hins síðast talda. Hér fer á eftir lítil- væg tilraun til að minnast skáldsins í fáum orðum innan þeirra marka, sem sunnudags- hugvekju eru sett. Séra Valdimar Briem Valdimar Briem fæddist á Grund í Eyjafirði 1. febrúar 1848. Hann lauk kandídatsprófi frá Prestaskólanum í Reykjavík árið 1872 og vígðist prestur litlu síðar. Árið 1880 var séra Valdi- mar settur til að þjóna Stóra- Núpi í Gnúpverjahreppi í Ames- sýslu. Var hann prestur þar upp frá því til ársins 1918 og bjó að Stóra-Núpi til dauðadags 3. maí 1930. Séra Valdimar Briem var skipaður vígslubiskup í Skál- holtsbiskupsdæmi árið 1909 og vígður biskupsvígslu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af Þórhalli biskupi Bjamarsyni í ágústmán- uði árið eftir. Hann naut margs konar virðingar annarrar á langri ævi. Séra Valdimar tók sæti í Sálmabókarnefnd þrítugur að aldri. I Sálmabókinni, sem út kom árið 1886, átti hann 102 sálma, en í Sálmabókinni frá 1945 89 sálma. í núverandi „Sálmabók íslenzku kirkjunnar“ frá árinu 1972 eru 80 sálmar séra Valdimars frumsamdir og þýddir. Séra Valdimar var eink- ar mikilvirkur ljóðasmiður. Fyr- ir réttum hundrað ámm komu út Biblíuljóð hans, en þar er hjálpræðissaga Heilagrar ritn- ingar rakin í bundnu máli spjaldanna á milli. Veigamikill hluti þessa stórvirkis er Davíðs sálmar, en þeim sneri Valdimar öllum í ljóð að íslenzkum hætti. Stórhátíðir kirkjuársins Ekki er ofmælt, þótt sagt sér, að hátíðasöng íslenzku Þjóð- kirkjunnar um vora daga höfum vér í ríkum mæli þegið af vörum séra Valdimars Briem. Upphafs- sálmur kirkjuársins fer þar í fararbroddi, „Slá þú hjartans hörpustrengi". Tveir af þremur ástsælustu sálmum íslenzkra jóla eru í núverandi mynd frá séra Valdimar komnir, „I BeL lehem er barn oss fætt“ og „í dag er glatt í döprum hjörtum". Sízt skyldi hér gleymast hinn einkar hugnæmi sálmur, „Jesú, þú ert vort jólaljós". Áramótum fögnum vér hverju sinni í föruneyti skáldsins á Stóra-Núpi. Úr höndum Valdi- mars Briem fékk þjóðin höfuð- verkið „Nú árið er liðið í aldanna skaut“, en einnig hinn þrótt- Tveir af páskasálmum Sálma- bókarinnar eru verk séra Valdi- mars, annar frumsaminn, en hinn þýddur, svo og uppstign- ingardagssálmurinn „Hví ertu sál mín í jarðneskar hugsanir hnigin?“, en þar fer höfundur á kostum bragfimi og bjartrar trú- ar. Skáld heilags anda Böm að aldri lærðum vér hvítasunnusálm séra Valdimars, „Skín á himni sltír og fagur hinn skæri hvítasunnudagur". Valdi- mar hefur víðar kveðið um and- ann helga. Skírnarsálmurinn ,Andi Guðs sveif áður fyrr“ er þar hendi nærri, en í því sam- bandi er hins að geta, að vér eig- um séra Valdimar að þakka tvo helztu skfrnarsálma kirkjunnar, „O, blíði Jesú, blessa þú“, og „Guð faðir sé vörður og verndari þinn“. Sálmurinn „Sannleikans andi, lát sannleikans ljós þitt oss skína“ er annar sálmur Valdi- mars Briem, þar sem andinn er ákallaður, en hinn þriðji í Sálma- bókinni er „Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli“. Stundum er því haldið fram, að „kirkja fagnaðarerindisins" sinni helgun einstaklingsins miður en ýmsar kirkjur aðrar. I því efni lagði séra Valdimar m.a. eftirfarandi orð í belg: „Þinn andi, Guð, mitt helgi og betri hjarta og hreinsi það frá allri villu og synd og höll þar inni byggi dýra og bjarta, er blíða sífellt geymi Jesú mynd.“ Eins og vænta má, kveður skáld heilags anda um bænina. Sálmurinn „Mitt höfuð, Guð, ég hneigi, að hjartað stíga megi í bljúgri bæn til þín“ er í Sálma- bókinni prentaður á milli bæna- sálma séra Hallgríms. Einkar vel fer á því. Þjónn kirkjunnar í sálmum sínum er séra Valdi- mar Briem öðru fremur fundvís kirkjunnar þjónn og leggur söfn- uðum landsins í hendur trúar- ljóð, er bregða birtu yfir guðs- þjónustuna árið um kring. Þar á meðal eru guðspjallasálmar margir og annað efni til afnota við messugjörð. Sumt af því er sótt í þann sjóð umortra Davíðs sálma, sem út kom árið 1898. Séra Valdimar fylgir lesend- um sínum um dimman dal ekki síður en um bjarta stigu. Til hans sótti íslenzka kirkjan sálm- inn „Kallið er komið“. Tveir gim- steinar eru þeim sálmi næst, voru jafnan sungnir í kirkju- garði annar hvor á uppvaxtarár- um mínum og eru sjálfsagt víða hafðir yfir enn: „I friði látinn hvíli hér“ og „Sofðu vært hinn síðsta blund“. Að lyktum nefni ég þann sálm séra Valdimars, sem mér e.t.v. er hugleiknastur allra, og svo oft hentar að syngja í kirkjunni við margvísleg tækifæri: „Þú, Guð, sem stýrir stjama her.“ Verið minnugir leiðtoga yðar I Hebreabréfinu standa þessi orð: „Verið minnugir leiðtoga yð- ar, sem Guðs orð hafa til yðar talað“ (Hebr. 13:7). Vér íslend- ingar höfum í aldanna rás eign- azt nokkra leiðtoga, er bera langt af öðrum mönnum. Einn þeirra var séra Valdimar Briem. Vér minnumst séra Valdimars í dag, á hálfrar annarrar aldar af- mæli hins farsæla sálmaskálds, og vermum oss við þann kyndil, sem hann bar fýrir íslenzkri þjóð og mun að öllu sjálfráðu um langa framtíð bera. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags • • Orfáar leiðréttingar við miklar rangfærslur I MORGUNBLAÐINU 25. janúar 1998 er viðtal við Harald Guðbergsson. Að loknum lestri viðtalsins íylltist ég reiði, síðan vor- kunnsemi. Haraldur fer með mikl- ar rangfærslur og gerir eins lítið úr okkur sveita- fólkinu og hann getur. Haraldur heldur því fram, að vistfólkið í Reykjalundi hafi ekki fengið að koma á samkomur eða ferðast með rútunni. Þvílíkt rugl. Frá upphafi var mikill samgangur og samstarf á milli vistfólks og starfs- fólks í Reykjalundi og sveitafólksins. Vorið 1946 fóru fram Alþingiskosn- ingar, þá komu margir vistmenn á fundi í Brúar- land. I Brúarlandi var sím- stöð og bréfhirðing. Ég veit ekki til þess að vist- fólki hafi verið neitað um þjónustu í Brúarlandi. Á meðan verið var að byggja læknishúsið í Reykjalundi fékk fyrrver- andi berklasjúklingur, Oddur Ólafsson læknir, húsnæði í Brúarlands- barnaskóla fyrir sig og sína fjölskyldu. „Við neyddumst til að kaupa Rauðakrossbfl"! Haraldur man það líklega ekki lengur frekar en margt annað að það voru bara 3 rútuferðir á dag virka daga og 5 um helg- ar. Vinnuheimilið þurfti nauðsynlega að hafa bíl í sendiferðir til Reykjavík- ur og jafnvel að fara með vistmenn í myndatöku í Líkn. Ekki veit ég til þess að Reykjalundur hafi gert eitthvað fyrir Gunnar Gunnarsson, en í Reykja- lundi var starfræktur iðn- skóli og þar kenndi Gunn- ar fríhendisteikningu þeim sem voru í iðnnámi. Allir landsmenn vita, að það var SÍBS sem lagði grunninn að Reykjalundi, nema Haraldur Guðbergs- son. Magnús Lárusson frá Brúarlandi. Kannast einhver við kvæðið? Jónsmessunótt, þú mátt ei flýja frá oss fjöldinn þó hylli þig með ys oggný undranótt slík þú átt að dveja hjá oss einsogþúlifirfomum sögum í. Lækninganótt með lyf í daggar támm Ijósálfanótt með dularbros á kinn Minninganótt þá liðnum æskuárum albjarta nótt, þig tignar hugur Ef einhver veit hvað þetta Ijóð heitir og hver orti það er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við: Sigríði Beinteinsdóttur, Hávarsstöðum, Leirár- sveit, 301 Akranesi. Sími: 433-8877. Tapað/fundið Kvenhjól í óskilum KVENHJÓL, Raleigh M- 40, fjallahjól, er í óskilum í Fossvogi. Uppl. í síma 568 4755. Lyklar í óskilum 6 LYKLAR á kippu fund- ust á Vitastíg. Uppl. í síma 552 1649. Dýrahald Kettlinar fást gefins KETTLINGAR, skógar- kettir, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 586 1485. Tveir kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar fást gef- ins, kassavanir og vel upp aldir. Upplýsingar í síma 557 5918. Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, blár, týndist frá Fjölnisvegi 6 sl. fimmtudag. Fuglinn er óvenju mannelskur. Þeir sem hafa orðið var- ir við páfagaukinn vinsam- lega hafi samband í síma 551 4792 eða 551 7639. Morgunblaðið/Júlíus Víkverji skrifar... FYRSTI dagur febrúarmánaðar er merkur sögudagur. Þann dag árið 1904 varð Hannes skáld Haf- stein, þá þigmaður Eyfirðinga og bæjarfógeti á ísafirði, fyrstur manna ráðherra hér á landi. Þá tók við heimastjórn á Islandi með stofnun sérstaks stjómarráðs í Reykjavík. Það skiptist í þrjár deildir eftir mála- flokkum. Það var einnig í febrúar, nánar til- tekið 4. dag febrúar 1942, að fyrsti ríkisráðsfundurinn var haldinn að Bessastöðum. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, var skipað- ur ríkisstjóri árið 1941, eftir að heimsstyrjöldin síðari skar á tengsl íslenzka ríkisins við konung, er sat í Kaupmannahöfn. Hann var í forsæti á ríkisráðsfundum frá 27. júní 1941. Fyrsti ríkisráðsfundurinn á Bessa- stöðum var síðan haldinn sem fyrr segir 4. febrúar 1942. Fyrsti fundur ráðuneytis íslenzka lýðveldisins var haldinn í konungshúsinu á Þingvöll- um 17. júní 1944. XXX FRAM hefur verið lögð á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stöðvun hraðfara jarðvegsrofs. Til- lagan gerir ráð fyrir því að verja fram til ársins 2005 samtals 1,5 millj- örðum króna til Landgræðslu ríkis- ins til að stöðva hraðfara jarðvegsrof á helztu uppblásturssvæðum lands- ins. Flutningsmaður er Egill Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks úr Austurlandskjördæmi. Sífellt gengur á gróðurkragann umhverfis hálendið. Sumir ganga svo langt að segja að fósturjörðin sé að fjúka á haf út. Það er því meira en tímabært að snúa vöm í sókn. Sitt- hvað hefur verið gert í þeim efnum. Við þurfum að gjalda fjallkonunni ellefu alda fósturlaun. I greinargerð eru helztu rofsvæð- in, þar sem hættan er mest, sögð: 1) Krísuvík - Kleifarvatn, 2) Hólsfjöll, 3) Skaftárhreppur, 4) Haukadals- heiði, 6) Hagavatnssvæðið, 7) Þor- lákshöfn. XXX SKRIFANDI um gróðurvernd og landgræðslu fagnar Víkverji nýj- um samningi Skógræktarfélagsins og Hitaveitu Reykjavíkur um skóg- rækt og uppgræðslu í landi jarðanna Hvamms og Hvammsvíkur í Kjós. Ætlunin er að koma þarna upp skipulögðu trjáræktar- og útivistar- svæði fyrir borgarbúa. Sem og að hópar, félög og fyrirtæki í Reykjavík geti fengið til ræktunar „landnema- spildur“, sem verða hluti af útivistar- svæðinu. Já, framtak sem þetta er fagnað- arefni. Víkverji trúir því að mikill fjöldi þéttbýlisbúa vilji gjarnan leggja hönd á plóg í skógrækt og landgræðslu. Það sanna m.a. fjöl- mörg sumarbústaðasvæði. Gróður- rækt af þessu tagi er góð leið til tengsla við landið og umhverfið. Og sá, sem græðir upp land, græðir í leiðinni upp eigin hugarheim - sinn irinri mann. XXX KVÆNTIR karlar eru af ein- hverjum ástæðum staðir sem klárar þegar konur þeirra beina för í verzlunarhús. Stjórnendur brezkrar verzlunarmiðstöðvar hafa ákveðið, að því er sagði í frétt hér í blaðinu, að koma til móts við þá fjölmörgu karla sem dregnir eru nauðugir vilj- ugir í verzlunarhallir. Opnað verður sérstakt karlahorn þeim til dundurs. „Það er um margt líkt barnagæzlu sem er að finna í mörgum stærri verzlunarmiðstöðvum", segir í frétt- inni, „nema hvað karlarnir leika sér í tölvum, horfa á fótbolta í stað teikni- mynda og drekka bjór“! Tilgangurinn? „Draga úr neikvæðu viðhorfi karla gagnvart innkaupum," segja sölumenn. Og rúsínan í pylsu- endanum: „Hugmyndin að karlahom- inu kviknaði eftir að könnun hafði leitt í Hjós að önnur hver verzlunar- ferð hjóna endaði með rifrildi. Er ekki illa komið fyrir karl- mennskuimyndinni þegar hún er þannig tengd tegundarheitinu horn- rekur?!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.