Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.02.1998, Qupperneq 47
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998 47 ' FOLK I FRETTUM ^Éwndbönd Jude (Jude)*** Falleg og einstaklega dramatísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera það sjálft. Christopher Eccleston og Kate Winslet í aðalhlutverkum. KRÚTTIÐ hann Stephen Dorff leikur ómerkilegan náunga á „Iðnaðarborginni". Iðnaðarborg (City of Industry)*** Harvey Keitel og Stephen Dorff kljást í spennumynd sem ein- kennist af rólegheitum og klók- indum. Þessi er öðruvísi. Á snúrunni (Grídlock’d)* ► ★ Tom Roth og Tupac Shakur sýna okkur á glettinn hátt að það er ekkert sældarlíf að vera dópisti sem vill komast í meðferð. Lúðraþytur (Brassed Ofi)*** Svörtum húmor Bretans og raunsæjum hversdagsleikanum er snilldarlega blandað saman í áhrifaríkri mynd með góðum leikurum. Sigurvegarinn (The Winner)**'/) Mynd um heppni í spilum en óheppni í ástum sem er prýðilega komið til skila af góðum leikhóp. Leikstjórinn Alex Cox hefur greinilega ákveðnar hugmyndir um hvemig á að kvikmynda leikrit og heppnast sumar en aðrar ekki. Á milli góðs og ills (The Devil’s Own)**Vz Þrátt fyrir hræðilegan írskan hreim hjá Brad Pitt er þetta prýðileg mynd sem leggur frek- ar áherslu á fjölskyldudrama en skothvelli og sprengingar. KVEÐJUSTUNDIN er erfið í hjá ástvinunum Kolja og Louka. Kolja (Kolya)**** Fullkomin kvikmynd um pipar- svein í Prag sem situr uppi með lítinn dreng eftir að hafa gifst rússneskri konu gegn greiðslu til að geta eignast Trabant. Fólk Bobby Brown í fangelsi ► SÖNGVARINN Bobby Brown huldi andlit sitt og grét eftir að hann var dæmdur til að eyða fimm dögum í fangelsi og til að undir- gangast eiturlyfja- og áfengismeð- ferð. Eiginkona hans, söngkonan Whitney Houston, sat við hlið hans í dómsalnum og grét einnig. Kviðdómurinn hugsaði sig um í klukkustund eftir að lögfræðingur Browns hafði gagnrýnt meðhöndl- un blóðsýnis og ástæðu þess að lög- regla beið í 4 mánuði með að kæra söngvarann. Saksóknari málsins hafði boðið Brown að fara í meðferð en sleppa við fangelsi en hann ákvað að freista gæfuimar hjá kviðdómnum. Hann nagar sig líklega í handar- bakið núna því auk fimm daga fangelsisdóms og 30 daga meðferð- ar er söngvarinn á skilorði í eitt ár, sviptur ökuleyfi í eitt ár, þarf að greiða 35 þúsund krónur i sekt og ber að vinna 100 klukkustundir í þegnskylduvinnu. Að auki þarf hann að koma fram í sjónvarpi og BOBBY Brown með eiginkonu sinni Whitney Houston en hjónaband þeirra hefur þótt ansi stormasamt á köflum. tala gegn eiturlyfjanotkun. Ef sjón- varpsstöðin er ekki tilbúin að gefa honum tíma fyrir yfirlýsinguna þarf Brown sjálfur að greiða fyrir útsendingartímann. Atvikið sem leiddi til ákærunnar átti sér stað í Fort Lauderdale árið 1996 þegar Bobby Brown missti sljóm á svartri Porsche bifreið sinni, keyrði upp á gangstétt og endaði á umferðarskilti með þeim afleiðingum að hann braut fjögur rifbein og fótlegg. lr{EiSD Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. flhav ' ] TREND handáburðurinn með Duo-liposomes. Bk , Ný tækni í framleiðslu |; húðsnyrtivara, fallegri, ......teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA If^c/VÐ Fást í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. í V fl SUNN m 1-5 Velkonin í Kringluna í t fl G fi R í Kringlunni I Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5. UTSflLfl Nu eru útsölur í fullum gongi f fjölda versfana f Xringfunni. Herkules i Kringlubio ' ' Herkúles er bráðfyndin og spennandi teiknimynd frá Disney. Stórkostleg skemmtun fyrir börn, unglinga og fullorðna, með íslensku tali. Sýnd klukkan 1 og 3. ÍMIÍ Eftirtoldor verslanir eru opnor f dag ■ íSl WSá Body Shop Byggt og búið Cha Cha Dýrðl ingarnir Eymundsson Galaxy / Háspenna Gallabuxnabúðin Habitat Hagkaup matvöruverslun Hagkaup sérvöruverslun Hans Petersen Ingólfsapótek (sbarinn við Kringlubíó Kaffihúsið Kaffitár Konfektbúðin Kókó Kringlubíó Jack & Jones Musik Mekka Nýja Kökuhúsið Oasis Penninn Sega leiktækjasalur Skífan Sólblóm Stefanel Vero Moda Njottu dogsíns og kondu t Kríngluno t dog! KRINGMN . -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.