Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 52
52 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
★ ★
r * i
- ■
HÁSKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
Hagatorgi, sími 552 2140
Sýnd kl. 2.25, 4.30, 6.45, 9 og 11.15.
B.i. 16 ára.
Eyjan í
Þrastarg
Aðalhlutverk: fótrick Bergen (Sleeping with the enemy).
Leikstjóri: Sören Kragh Jacobssen. (Drengimir frá St. Petri).
Sýrrdkl. 2.45,4.45,6.50 og 9. eur.
. -.ícisw ■ •■•.. ■. ;.■• ■, - ;
Sýnd kl. 5, 7 óg 9. b.í. 12 ára.
WINQNA
RYDER
★★★
Á.S. Dagsljós
★ ★★
O.H.T. Ras 2
SIGOURNEY
WEAVER
★★★
A.l. MBL
★ ★★l/2
-i-r I 3-S ilT^
RESURRECTION
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.10. b.í. i6ára.
Sýndkl. 11.10. B.U6.
Baibara
Mywl *ftlr N3» Molmros '***'
i&ídúSSti SáMíúÆto
NÝTTOG BETRA^»
.; >i k, i J
c>3*-0
Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
K e v i n
Á BÁÐUM ÁTTUM j
Að vera i
vera ekki
K 1 i n e
Tímabær
mynd,
óborganleg,
bráðskemtileg
m ★★★
m H.L. MBL
ln & Out Frábaer
gamanmynd
með Kevin Kline
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. BHDiGFTAL
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. B.i. 12.
Sýnd kl. 2.45 og 4.45. Isl.
Sýnd kl. 3 og 7.
Kt AM REFiVg§ Al PAGINO
★★★
Bylgjan
Hann
jiekkir
veikleika
r y %
Sýnd kl. 6.40, 9.15 og 11. b.í. 16. ■xiDKsrrAL
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Golden Globe verolaun.
BESTA LEIKKONA I AUKAHLUTVERKI
i Confidential
Sýnd kl. 9 og 11. b.í. 16.
Sýnd kl. 3 og 5.
www.samfilm.is
Félag harmonikuunnenda
heldur skemmtifund
í Templarahöllinni kl. 15 í dag.
Allir velkomnir.
Hef tekið við rekstri Hársnyrtistofunnar Meyjunnar.
Hársnyrting fyrir dömur, herra og börn.
Kynningartilboð í febrúar: 20% afsláttur af allri vinnu,
Verið velkomin.
Hársnyrting
fyrir dömur og herra
REYKJAVÍKURVEGI 62
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI 555 4688
Agnes Jónsdóttir,
harsnyrtimeistari
Laugavegur 178, sími: 568 6300, fax: 553 3910
* *
r
Fermingaveislur • Brúokaupsveislur
Erfídrykkjur • Afmælisveislur • Þorrablót og fl.
• Áratuga reynsla
* Gerum tilboð í allar
stærðir af veislum
• Erum með 40 - 90
manna veislusal,
getum útvegað
stærri ef
óskað er.
í
!
i
í
SÍMTALIÐ HLERAÐ
í ÞÁ sælu tíð er fimmtudagar
voru sjónvarpslausir skipuðu út-
varpsleikrit mikilvægan sess í lífi
stórs hluta þjóðarinnar. Þessari
grein er enn markvisst viðhaldið
þótt hlustendur væru eflaust fleiri
ef stillimyndin ríkti enn ein á sjón-
varpsskermum landsmanna lang-
tímum saman eins og áður fyrr.
Útvarpsleikhús Rásar 1 er
helsti vettvangur metnaðarfullrar
dagskrárgerðar af þessu tagi.
Næst á dagskrá þess er frum-
flutningur útvarpsleikritsins
„Símastefnumóts“ eftir Jónínu
Leósdóttur. Leikendur eru
tveir, þau Vala Þórsdóttir og
Hilmir Snær Guðnason, en
leikstjórn er í höndum
Brynju Benediktsdóttur.
Verkið verður flutt á sunnu-
dag klukkan 14:00 á Rás 1.
Óvenjuleg símakynni
Verkið er í formi símtals
milli karls og konu. Forsagan
er sú að_ stúlkan, nemi við
Háskóla íslands, les inn aug-
lýsingu á stefnumótaþjón-
ustu í gegnum símann. Henni
svarar ungur maður, minna
menntaður en síst verr gef-
inn, sem hefur áhuga á að
kynnast stúlkunni. Þau fara
að forvitnast hvort um annað
og smám saman skýtur alls
konar leyndarmálum upp á
yfirborðið. Stígandinn er lát-
laus en tælandi og verður
frásögnin óvenju spennandi
og forvitnileg fyrir vikið.
Vegna eðlis sögunnar er
ómögulegt að ljóstra upp
meiru án þess að spilla íyrir hlust-
endum.
Mikilvægar raddir
Útvarpsleikrit eru ólík öðrum
tegundum leikverka að því leyti
að þau byggja algerlega á rödd
leikaranna. Allir aðrir þættir
leiksins fara fram í huga hlust-
enda og reynir þetta form því
meira á hugarflugið en önnur.
í „Símastefnumóti" eru raddir
leikaranna jafnvel enn mikilvæg-
Útvarpsleikhúsið
Nýtt útvarpsleikrit
sem nefnist Síma-
stefnumót er á dag-
skrá Ríkisútvarpsins í
dag. Guðmundur
Asgeirsson tók for-
skot á sæluna.
ari en almennt gerist í útvarps-
leikritum vegna þess að það eru
ekki bara hlustendur heima í
stofu sem verða að reiða sig að
fullu á þær, heldur líka söguper-
sónurnar.
Útvarp og sími eiga ýmislegt
sameiginlegt. Því er símtal hent-
ugt form útvarpsleikrits. Út-
varpshlustendur verða, rétt eins
og fólk á símastefnumóti, að
ímynda sér hvað býr að baki
raddarinnar í tækinu. Þessi
blinda er mikilvægur þáttur
verksins og er skemmtilega flétt-
uð inn í frásögnina.
Hlustendur, bæði í síma og út-
varpi, eru óvenju berskjaldaðir.
Þeir hafa ekki önnur skynfæri en
eyrun til að sannreyna það sem
röddin úr tækinu segir þeim.
Þessir eiginleikar eru mjög vel
nýttir í verkinu og aldrei er að
fullu hægt að treysta textanum.
Hlustandinn er alltaf fyiárfram í
sporum persónanna því á meðan
þær kynnast hvor annarri með
samtali sínu, kynnist hann þeim
með því að hlera símtalið.
Víða komið við
Ymis samfélagsleg málefni
koma við sögu í leikritinu.
Velt er upp spurningum
tengdum kynferði og kyn-
hvötum, stéttaskiptingu og
fordómum, tungumáli og
valdi, íjölskyldu og vináttu
auk sifjaspells og tvöfalds
siðgæðis, svo eitthvað sé
nefnt.
Stutt símtal milli ókunn-
ugra rúmar e.t.v. illa svo
margar stórar spurningar
og má segja að stokkið sé yf-
ir leyfileg raunsæisfrávik á
stöku stað, einkum í lokin.
Höfundi tekst yfirleitt gletti-
lega vel að flétta atburði og
afhjúpanir á eðlilegan hátt
inn í samtöl textans, en veik-
ur endirinn stefnir heildinni
í hættu.
Flutningur Völu og Hilm-
is Snæs er frábær, og full-
komlega laus við þrautseiga
og sígilda framsagnarfötlun ís-
lenskrar leiklistar. Leikurinn ger-
ir mikið fyrir verkið sem hljómar
mun eðlilegar en efni þess gæti
annars gefið til kynna. Hér er því
á ferðinni á margan hátt hugvekj-
andi, margslungin og spennandi
dramatík sem óhætt er að mæla
með, sérstaklega ef það dugar til
að laða einhvern frá sjónvarps-
skerminum og vekja upp minn-
ingar um horfin fimmtudags-
kvöld.
BRYNJA Benediktsdóttir leikstýrir
Símastefnumótinu.