Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 56

Morgunblaðið - 01.02.1998, Page 56
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1998 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SIF stofnar fyrir- _ tæki í Brasilíu Svartsýni ríkir um lausn sj ómannadeilunnar Vonir brugðust um að loðnusamkomulag næðist GENGIÐ hefur verið frá stofnun saltfisksölufyrirtækis í Brasilíu, sem er að 70% í eigu Nord Morue, dóttur- fyrirtækis SÍF í Frakklandi og 30% í eigu Brasilíumanna. Hlutverk þessa nýja fyrirtækis er markaðs-, sölu- og dreifingarstarfsemi í Brasilíu á salt- fiskafurðum og öðrum skyldum af- urðum. Á síðasta ári flutti SÍF út um 435 tonn af þurrkuðum saltfiski til Bras- ilíu og Nord Morue um 1.000 tonn. Ætlunin er að auka útflutning á þurrkuðum saltfiski til Brasilíu, en dótturfyrirtæki SÍF í Kanada, fram- leiðir mikið af þurrfiski. Fyrirtækið er hlutaféiag með eigið fé að upphæð milljónir króna. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að félagið telji það vera mikilvægt að færa sig lengra inn í dreifingu á brasilíska markaðinum þar sem heildarmarkað- ur fyrir saltfiskafurðir er um 38.000 tonn, mælt í blautverkuðum saltfiski. Það gerir þennan markað annan stærsta markað fyrir saltfisk, ein- ungis Portúgalsmarkaður er stærri. Heildarinnflutningsverðmæti á þess- um markaði er talið vera 16 milljarð- ar íslenzkra króna. Fyrirtækið hefur þegar tekið til starfa og miðast áætlanir við veltu að upphæð 700 milljónir króna á árinu 1998 og 1.200 milljónir króna árið 1999. DEILUAÐILAR í sjómannadeilunni voru mjög svartsýnir í gær á að lausn finnist áður en boðað verkfall á að hefjast. Reyna á tál þrautar að ná sam- komulagi yfir helgina. Skv. heimildum Morgunblaðsins hafa viðræðumar að undanfómu eingöngu snúist um verð- myndun á fiski. Vonir stóðu til þess um miðja seinustu viku að samkomu- lag væri að nást í verðlagsmálunum varðandi loðnuveiðar en þær vonir urðu að engu og situr allt fast í þeim málum sem öðmm sem til umræðu hafa verið. Um seinustu helgi sigldu umræður um verðmyndun á botnfiski í strand, skv. upplýsingum blaðsins. Um miðja síðustu viku var svo gerð tilraun til að afmarka viðræðumar við verðmyndun á loðnu, þar sem ekki er um kvótavið- skipti að ræða í þeim veiðum sem tor- velda myndu hugsanlegt samkomulag. Talið er að rúmiega 60% allrar veiddr- ar loðnu séu lögð upp hjá óskyldum aðila og hún því verðlögð að stómm hluta á markaði. Sjómenn hafa hins vegar haldið því fram að verksmiðjur sem taka á móti loðnu af eigin skipum greiði lægra verð fyrir hráefnið en í viðskiptum við óskylda aðila. Fulltrúar útvegsmanna lýstu sig reiðubúna í viðræðunum í vikunni að setja ákvæði inn í væntanlegan kjara- samning um að fyrirtækjum sé óheim- ilt að miða við lægra verð í uppgjöri við skipverja á eigin loðnuskipum en greitt væri fyrir í viðskiptum við að- komuskip á sama tíma. Töldu útvegs- menn að þetta myndi leiða til sam- komulags í deilunni hvað loðnuveið- arnar snerti sl. miðvikudagskvöld. Fulltrúar sjómanna höfnuðu þessu og ítrekuðu kröfur sínar um að ákveða verði verð fyrir loðnu. Því hafha út- vegsmenn með öllu. Sökk í stafalogni við hafnar- c*. bakkann 2.700 TONNA olíutankur sökk í stafalogni við hafnarbakkann í Kópavogshöfn aðfaranótt laugar- dagsins. Tankurinn hafði verið dreg- inn á floti frá Skerjafirði og til stóð að setja hann á flutningapramma í Kópavogi og flytja hann til Þorláks- hafnar. Tankurinn var áður í eigu Skelj- ungs og hafði verið notaður undan- farið af Slökkviliði Reykjavíkur sem vatnsforðabúr. Árnes hf. í Þorláks- höfn hafði keypt tankinn og ætlar að nota hann undir loðnuúrgang á kom- andi loðnuvertíð. Verðmæti tanksins er um þrjár til fjórar milljónir kr. Ekki er vitað hvort hann hafi *’3hskemmst. Jökull Ólafsson, verktaki sem hef- ur tekið að sér flutning tanksins til Þorlákshafnar, sagði líklegt að saumar hefðu gefið sig og lekið inn í tankinn. Til stóð að kafari færi inn í tankinn, kannaði hvað hefði gerst og þétti tankinn. Síðan átti að dæla úr honum vatni og freista þess að lyfta honum með þeim hætti af hafsbotni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg OVENJULEG sjón blasti við mönnum í Kópavogshöfn í gær. 2.700 tonna tankur maraði þar í kafi en til stóð að lyfta honum af hafsbotni seinna um daginn. Bflasala eykst um þriðjung SALA á nýjum bílum jókst um 29,6% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. AIls seldust 854 bflar í mánuðinum samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bflgreina- sambandi íslands. Mikil söluaukning var einnig í janúar í fyrra. Þá seldust 659 ný- ir bflar sem var 40% aukning miðað við söluna í janúar 1996, þegar 470 nýir bflar seldust. Fjórar tegundir skera sig úr hvað varðar markaðshlutdeild í mánuðinum. Söluhæsta tegundin í mánuðinum var Toyota, alls seldust 154 slíkir bflar, sem er 18% markaðshlutdeild, 125 Su- baru-bílar seldust, sem er 14,6% markaðshlutdeild, 89 Mitsubishi- bflar, sem er 10,4% markaðshlut- deild, og 69 Volkswagen-bflar, sem er tæplega 8,1% markaðs- hlutdeild. íslenzka útvarpsfélagið hf. selur hlut sinn í Frjálsri fjölmiðlun hf. Forráðamenn DV keyptu hlutinn á 420-450 milljónir SVEINN R. Eyjólfsson, stjórnarfor- maður Frjálsrar fjölmiðlunar hf., sem gefur út DV, og Eyjólfur Sveins- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, hafa keypt 35% hlut Islenzka út- varpsfélagsins hf. í Frjálsri fjölmiðl- un hf. Er þar með lokið aðild Stöðvar 2 að útgáfu DV. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var kaupverð eignarhluta Islenzka útvarpsfélags- ins hf. 420-450 milljónir króna. Um helmingur kaupverðs mun hafa verið greiddur við undirskrift samnings fyrir nokkrum dögum en hinn helm- ingurinn verður greiddur á næstu mánuðum. Islenzka útvarpsfélagið hf. eignað- ist 35% hlut í útgáfufélagi DV fyrir tæpum þremur árum eða hinn 10. febrúar 1995. Aðdragandi að þeim kaupum var sá, að daginn áður hafði Hörður Einarsson hrl., meðeigandi Sveins R. Eyjólfssonar að DV, selt hinum síðamefnda 50% hlut sinn í út- gáfufélaginu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins keypti íslenzka út- varpsfélagið hf. 35% hlutinn í útgáfu- félagi DV á þeim tíma fyrir 190-200 milljónir króna. Hugmyndir um margmiðlun gengu ekki eftir Morgunblaðið hefur upplýsingar um, að kaupin nú hafi farið fram að framkvæði forráðamanna DV. I þeim samningum, sem gerðir voru fyrir þremur árum, voru ákveðnar viðmið- anir, sem gáfu tilefni til viðræðna um samskipti fyrirtækjanna nú. Þegar íslenzka útvarpsfélagið keypti hlutinn í DV fyrir þremur ár- um var því lýst yfir, að „samstarf fé- laganna tveggja mundi beinast í ann- an og nýrri farveg en núverandi fjöl- miðlun félaganna,“ eins og Sigurður G. Guðjónsson, þáverandi stjórnar- formaður IU, komst að orði í samtali við Morgunblaðið 11. febrúar 1995. I fréttatilkynningu frá félögunum á þeim tíma var sagt að stofnað yrði fyrirtæki á sviði margmiðlunar og rafrænnar fjölmiðlunar. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins hafa þessi áform um samstarf ekki gengið eftir. Gert er ráð fyrir, að einhverjir stofnanafjárfestar komi við sögu í þessari endurskipulagningu á eign- araðild DV og hugmyndir hafa verið um að opna félagið. Hagnaður af rekstri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. nam 118 milljónum króna á árinu 1996 skv. því sem fram hefur komið og hagnaður af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári mun hafa numið um 100 milljónum króna. Eftir þessi viðskipti er eignaraðild að Frjálsri fjölmiðlun hf. þannig háttað, að Dagblaðið hf., sem Sveinn R. Eyjólfsson er meirihlutaeigandi að, á 50% í fyrirtækinu, Sveinn R. Eyjólfsson 25% og Eyjólfur Sveins- son 25%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.