Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 13.02.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Mikil eftirspurn er eftir loðnu á Japansmarkaði „Teljum að salan verði ekki vandamál“ Reuters Pelíkanar sóla sig RAMMASAMNINGAR um sölu á frystri loðnu til Japans liggja fyrir, bæði hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og íslenskum sjávarafurð- um, en skv. upplýsingum frá sölu- samtökunum ætti að vera hægt að selja allt það magn, sem næst að framleiða á vertíðinni í ár. Vonir eru bundnar við að hægt verði að selja í ár allt að 30 þúsund tonn af frystri loðnu til Japans sem er ársneysla Japana, en í fyrra náðist að selja 20 þúsund tonn af loðnu til Japans frá íslandi. Enn liggur verðið ekki fyrir, en talsmenn SH og ÍS gerðu ráð íyrir að það yrði komið á hreint öðru hvoru megin við helgina og er heldur búist við einhverri verðhækkun en lækkun frá því í fyrra. Halda þarf í sérstöðu íslensku loðnunnar „Ekki er búið að skrifa undir samninga við Japani, en verið er að leggja síðustu hönd á þá nú þegar verkfalli hefur verið frestað og munu aðrir útflytjendur fylgja þeim samningi. Verðið er ekki end- anlega frágengið en ljóst er að það verður hækkun á verði loðnunnar frá því í fyrra,“ sagði Halldór G. Eyjólfsson, deildarstjóri hjá SH, í samtali við Verið í gær. „Við ætlum að selja allt, sem framleiðendur okkar geta framleitt. í fyrra seld- um við 14 þúsund tonn af frystri loðnu til Japans af 20 þúsund tonna framleiðslu sem þangað fór frá ís- landi, og í ár viljum við helst ná að selja 20 þús. tonn. Það er því nokk- uð gott hljóðið í okkur. Loðnan er NÝLEGA var gengið frá tvíhliða samningi um loðnuveiðar annars vegar milli Islands og Færeyja og hins vegar milli íslands og Græn- lands. Samkvæmt þeim hafa átta nótaveiðiskip Færeyinga heimild Búist er við verðhækkun frekar en lækkun alltént farin að sjást þótt hún sé ekki farin að veiðast.“ Góður markaður er nú í Japan, að sögn Halldórs. „Salan á íslensku loðnunni gengur vel og neyslan virðist vera góð. Neyslan er komin í 30 þúsund tonn á ári sem er veru- leg aukning frá fyrri árum og von- andi getum við uppfyllt þær þai-fir enda er raunhæft að ætla að ís- lendingar nái að selja um 30 þús- und tonn til Japans í ár. Við þurf- um einfaldlega að framleiða gott magn núna til þess að halda ís- lensku loðnunni sterkri inni á markaðnum og gefa öðrum þjóðum minna svigrúm eins og Kanada- mönnum og Norðmönnum, sem rætt hafa um að hefja framleiðslu að nýju á næsta ári. Islenska loðn- an hefur verið að festa sig vel í sessi á síðustu fjórum árum og þykir komin með ákveðna sérstöðu á markaðnum hvað bragðgæði snertir auk þess sem hún þykir mun betri í vinnslu en kanadíska loðnan,“ segir Halldór. Bjartsýni á verð „Hjá okkur liggja fyrir ramma- samningar við Japani og búið er að skipta framleiðslunni á meðal kaupendanna. Skrifað verður undir samningana á næstunni og reikn- um við með að geta selt allt það til þess að veiða 15 þúsund lestir af loðnu innan íslensku efnahagslög- sögunnar frá janúar til loka loðnu- vertíðarinnar og hefur eitt skip Grænlendinga, Ammasat, heimild til að veiða innan íslensku lögsög- magn, sem framleitt verður. Við gerum ráð fyrir að það verði um 15-20 þúsund tonn í ár, en í fyrra framleiddum við aðeins um tæp sex þúsund tonn, m.a. vegna þess að mun minna var framleitt hjá fram- leiðendum okkar á Austfjörðum en ráð var fyrir gert, en þá var loðnan bæði smá og mikil áta í henni,“ segir Aðalsteinn Gottskálksson, framkvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs IS. „Við teljum að sala verði ekki vandamál og geta menn þar af leið- andi byrjað að framleiða um leið og einhver loðna finnst. Þó að hrogna- innihaldið sé nú ekki nema 12% og heldur lítið skv. kröfum Japana, þá er möguleiki á að selja þá loðnu á öðrum mörkuðum, svo sem í Tæv- an og Kína. Verðið ætti að vera orðið klárt öðru hvoru megin um helgina og erum við bjartsýnir hvað það varðar," segir Aðalsteinn. Erfíður lirognamarkaður Ekki er enn búið að semja um sölu á loðnuhrognum og er hrogna- markaðurinn í Japan nú mjög erf- iður. Talsverðar bh’gðir eru til í Japan og hefur neysla þar dregist veralega saman. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins era til um 1.500 tonna hrognabirgðir í Japan, en neyslan er í kringum þrjú þúsund tonn á ári. I Ijósi þessara aðstæðna er búist við minni eftirspurn og verðlækkun á hrognum frá því í fyrra, en japanskir kaupendur hafa gefið það út að Islendingar ættu að framleiða minna en 2.000 tonn af hrognum á yfirstandandi vertíð. unnar átta þúsund lestir af loðnu á sama tíma. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu, era ákvæði í samn- ingunum um að okkur beri í stað- inn tilkall til veiða á norsk-íslenskri síld innan færeysku lögsögunnar auk þess sem Islendingum er frjálst að stunda kolmunnaveiðar þar og reynt hefur verið af íslensk- um skipum undanfarin tvö sumur, en í hálfgerðu „skötulíki“, að sögn Jóns. Samningurinn við Grænlend- inga felur í sér, líkt og í fyrra, að þeir greiði íslendingum átta þús- und tonn af loðnu til baka í upphafi næstu loðnuvertíðar, sem hefst um mitt sumar og munu þá íslensk skip væntanlega veiða loðnu innan grænlensku lögsögunnar. Áhersla á stærri hlut Fundahöld eru að hefjast með Norðmönnum og Grænlendingum um skiptingu loðnustofnsins í lok mánaðarins og síðan aftur um mánaðamótin mars/apríl og ætla Islendingar í þeim viðræðum að leggja áherslu á að fá stærri hlut en kveðið er á um í gildandi samn- ingi um loðnustofninn. Þau 78%, sem samningurinn geri ráð fyrir, séu of lágt hlutfall í Ijósi þess að veiðar Islendinga hafi verið 86-87%. íslendingar sögðu loðnu- samningnum upp í október á liðnu ári og Grænlendingar sögðu hon- um upp að hluta. Samningurinn rennur út í apríl. TVEIR pelíkanar snyrta íjaðrirn- ar við ísi lagða tjörn í dýragarði í Sofíu. Slæmt veður hefur verið í OTTAST er, að reykjarkóf frá nýj- um skógareldum leggist aftur yfir Suðaustur-Asíu á næstunni og auki veralega á efnahagskreppuna í löndunum. í Indónesíu brenna nú skógareldar á 90 stöðum. Ef ekki tekst að hafa hemil á nýju eldunum, sem era að minnsta kosti 51 á Súmötru og 40 í Kalim- antan, indónesískum hluta Borneó, gæti sagan endurtekið sig frá í haust þegar ekki sá til sólar í Bru- nei, Malaysíu, Singapore, Suður- Tælandi og Filippseyjum vegna kófsins og þeirrar gífurlegu meng- unar, sem því fylgdi. Efnahagslegt áfall Hagfræðingar segja, að hendi þessi ósköp aftur, gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið í löndunum, sem glíma nú flest við banka- og skulda- kreppu. Þegar reykurinn lá yfir í haust, frá september til nóvember, fækkaði ferðafólki mjög mikið eins og eðlilegt má teljast og sums stað- ar var verksmiðjum og öðrum vinnustöðum lokað langtímum sam- an vegna mengunarinnar. Eru menn enn ekki búnir að gera sér fulla grein fyrir kostnaðinum. Eldamir koma upp þegar bænd- ur og fyrirtæki ryðja og brenna skóginn vegna nýrrar ræktunar en vegna þurrkanna að undanfómu, HOLLENZKIR læknar bjóða nú upp á þá þjónustu að endumýja meyjarhöft, sé þess óskað, til að afstýra vandræðum sem annars geta komið upp á brúðkaupsnótt hjá sumum pömm. Frá þessu er sagt í nýjasta hefti brezka vísjndatímaritsins New Scientist. I greininni er það haft eftir fímm læknum sem starfa á Hoed-sjúkrahúsinu í Rotterdam að töluvert væri um að konur af erlendu bergi brotn- ar sem byggju í Hoiiandi leituðu til þeirra tii að fá þessa þjónustu. Búlgaríu að undanförnu en sól- skin var þar í gær í fyrsta sinn í margar vikur. sem almennt eru raktir til áhrifa frá heita straumnum, E1 Nino, verður eldurinn fljótt óviðráðanleg- ur. Landið er yfirleitt ratt á þurrkatímanum þegar norðanvind- ar blása og því berst reykurinn fljótt yfir nálæg lönd. Sumir talsmenn umhverfisvernd- arsamtaka hafa tekið mjög djúpt í árinni um þá vá, sem nú sé fyrir dyrum. Til dæmis sagði einn, að brynnu eldamir með tilheyrandi reykjarkófi í apríl, þegar monsún- vindarnir breytast, mætti búast við, að fólk sæi ekki til sólar næstu níu mánuðina. Brenna í mólögum Indónesíustjórn var harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi sl. haust en líklegt þykir, að hún og stjórnvöld í nágrannaríkjunum bregðist harðar við að þessu sinni. Það er þó ekkert áhlaupaverk að slökkva eldana, meðal annars vegna þess, að sums staðar ná þeir sér niður í mólög í jörðu. Mörg ríki í Suðaustur-Asíu glíma við kreppu í efnahagslífinu og nýtt mengunarslys yrði gífurlegt áfall fyrir þau. Afleiðingin yrði meðal annars stórkostlegur samdráttur hjá hótelum, veitingahúsum og flugfélögum en nóg yrði hins vegar að gera á sjúkrahúsum. Margar kvennanna mættu bú- ast við hinu versta ef í Ijós kæmi á brúðkaupsnóttina að þær væru ekki hreinar meyjar. Að vísu segja læknarnir að engar heil- brigðisástæður Iiggi fyrir því að gera þessa aðgerð á konunum, en þær ættu á hættu niðurlæg- ingu, ofbeldi og útilokun frá sam- félaginu ef eiginmenn þeirra sannfærðust ekki um meydóm þeirra. Loks nefna lækiiarnir að um helmingur kvennanna sem til þeirra leita hafi verið neyddar til samræðis. Sjávarútvegssýningarnar Niðurstaða í dag? ATKVÆÐI í atkvæðagreiðslu meðal sýnenda um hylli þeirra tveggja sjávarútvegssýninga, sem áformað er að halda dag- ana 1.-4. september 1999, verða talin í dag. Þá ætti að liggja ljóst fyrir hvort meiri- hlutastuðningur er við Nexus Media Ltd., sem nú skipulegg- ur Islensku sjávarútvegssýn- inguna í Smáranum í Kópa- vogi, eða við Sýningar ehf., sem nú vinnur að undirbún- ingi FishTech ‘99 í Laugar- dalshöll. Atkvæðagreiðslan náði til þeirra 158 íslenskra fyrirtækja, sem þátt tóku í síð- ustu sjávarútvegssýningu og haldin var í Laugardalshöll haustið 1996. Yfir 70% sýnenda hafa greitt atkvæði Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur þátt- taka í kosningunni verið mjög góð og höfðu yfír 70% sýnenda greitt atkvæði í fyrrakvöld, en til að þátttakan teljist marktæk þurfa a.m.k. 70% atkvæða þeirra, sem sýndu 1996 ogætlajafnframt að sýna á næstu sýningu, að skila sér. Með þátttöku í at- kvæðagreiðslunni lýsa sýnendur yfír eindregnum vilja á að einungis verði um eina sýningu að ræða og að styðja þá sýningu sem ofan á verður í atkvæðagreiðslunni. Þrettán fyrirtæki tóku sig saman um undirbúning at- kvæðagreiðslunnar til þess að koma í veg fyrir að það „slys“ gerist að hér verði haldnar tvær sýningar. Fyllsta hlut- leysis hefur verið gætt og mun Coopers & Lybrand-Hag- vangur sjá um talningu at- kvæða í dag. Samið við Færeyinga og Grænlendinga Mega veiða 23 þúsund tonn af loðnu í vetur Meira en 90 kjarr- og skógareldar loga í Indðnesíu Ottast nýtt mengunarslys í SA-Asíu Gæti gert efnahagskreppuna í löndun- um enn alvarlegri Singapore. Reuters. Endurnýja meyjarhaftið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.