Morgunblaðið - 13.02.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.02.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 29 húsin eru í dag best rekin þegar deildir eru lokaðar eða þjónustan lömuð vegna verkfalla! Raunhasfar fjárveitingar til spítalans ættu að vera þrenns konar: 1. Fastar fjárhæðir til grunnrekstr- ar, kennslu og vísindastarfsemi. 2. Breytilegar í samræmi við afköst. 3. Upphæð sem verja mætti til umbunar og nýsköpunar. Til að svo megi verða, þarf að koma verðlagning á öll verk unnin á spítalanum. Bandaríkjamenn hafa þróað svonefnt DRG-kerfi sem notað er til að greiða fyrir spítalaþjónustu. Par hefur verið metið hvað kostar að sinna sjúk- lingum með ákveðna sjúkdóma og spítalinn fær síðan gi-eitt í sam- ræmi við það. Kerfíð er að því leyti gallað að sjúklingar með sömu sjúkdóma geta verið misveikir og þar með misdýrir. Sjúkrahúsið græðir á léttu sjúklingunum en tapar á þeim erfiðu. Þrátt fyrir þessa galla hlýtur að vera betra að miða greiðslur til sjúkrahússins að hluta til við afköst, heldur en að búa við núverandi kerfí sem ekki tekur tillit til afkasta eða nýjunga í meðferð. Ólafur Örn Arnarson, yf- irlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hefur nokkrum sinnum vakið at- hygli á því að greiðslur til sjúkra- húsa eigi að taka mið af afköstum, en talað fyrir daufum eyrum. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis- maður, sem sæti á í stjórnarnefnd Ríkisspítala, hefur hvatt til þess að DRG-kerfið, sem áður er nefnt, verði tekið upp hér. Slíkt kerfí er í raun hluti af nútíma upplýsinga- tækni og er nauðsynlegt öllum rekstri sem er í sífelldri endur- skoðun og leitar hagkvæmustu leiða. Vonandi tekst í framtíðinni að fá skilning á því að greiðslur til sjúkrahúsa eigi að taka mið af af- köstum. Ekki má þó gleyma því að einnig þarf að koma fé fyrir kennslu, vísindastarfsemi, nýjung- ar og síðast en ekki síst til að geta umbunað starfsfólki á deiidum sem standa sig vel. Lokaorð Markmiðið með gi-ein þessari er ekki að vekja ugg vegna fyrirhug- aðs niðurskurðar, heldur til að vekja athygli á þeim leiðum sem verður að fai-a til að leysa þennan vanda. Úrbætur þurfa að koma til svo við þurfum ekki í hverjum janú- armánuði að standa frammi fýrir slíkum hremmingum eftir að fjárlög hafa verið samþykkt. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. ur er næmu nálægt 500 millj. kr. og atvinnusköpun yrði um 450 ársverk. Rétt er að ítreka að slíkir útreikn- ingar geta einungis gefíð vísbending- ar um raunveruleg áhrif á þjóðarbú- skapinn. Samantekt íslenskur skipaiðnaður býr ekki við sömu samkeppnisskilyrði og keppi- nautar í nágrannalöndum þai- sem beinir ríkisstyrkir tíðkast, þá þarf iðnaðurinn að mæta mikilli og mjög vaxandi samkeppni frá láglaunalönd- um í Austur-Evrópu og Asíu. Víðast hvai’ er verkefnum fyrir op- inbera aðila og þá sérstaklega verk- efnum fyrir her og strandgæslu beint til innlendra fyrirtækja og þau notuð til að styðja við innlendan iðn- að í viðkomandi landi. Við Islendingar ætlum nú að láta smíða skip fyrir 3,5-4 milljarða króna og því er það áleitin spuming hvort ekki sé skylda okkar að vinna þessi verkefni innanlands í þágu al- mannahags, bæði í ljósi þeirrar at- vinnusköpunar sem um væri að ræða, þróunarmöguleika iðnaðarins og skatttekna ríkissjóðs. Tækifæri gefst nú til að styðja við bakið á skipaiðnaðinum með aðferð- um sem eru viðurkenndar og notað- ar allt í ki'ingum okkur. Hin leiðin er að afhenda öðrum þjóðum þessi verkefni og grafa þannig undan inn- lendum iðnaði með okkar eigin pen- ingum. Tíu heppnir viðskiptavinir fá árskort í kaupbæti! Þeir sem kaupa skíðapakka* hjá okkur fyrir laugardaginn 21. febrúar nk. eiga möguleika á að fá árskort að öllum skíða- svæðunum á höfuðborgar- svæðinu - í kaupbæti. Efeinhver tími er rétti tíminn til að kaupa sér skíði þá er hann núna! HE5IR4 S K I G L O V E S ^RRKÍÍÍ *» O R T - BLÁFJALLANEFND *skíði, skó, stafi og bindingar. -3MWK fWMÚK Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2030 • FaxSII 2031 www.itn.is/skatabudin Höfundur er hagfræðingur og fram- kvæmdasijóri Slippstöðvarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.