Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 23
LISTIR
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
MIKILL fjöldi tónleikagesta fór á tónleika Karlakórsins Heimis, bæði í Borgarfirði og í Landsveit. Á þessari
mynd eru þeir á Laugalandi í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu.
Húsfyllir á tónleika
karlakórsins Heimis
Reykholt. Morgunblaðið.
KARLAKORINN Heimir úr
Skagafirði hélt tónleika í Reyk-
holtskirkju fimmtudaginn 12.
mars sl. Kórinn flutti íslensk og
erlend lög undir stjórn Stefáns R.
Gíslasonar. Undirleikari á píanó
var Thomas Higgerson og á
harmonikku Jón S. Gíslason. Ein-
söngvarar voru Einar Halldórsson
og Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur
Péturssynir. Kynnir á tónleikun-
um var Þorvaldur G. Óskarsson,
sem einnig er formaður Heimis. f
kórnum eru 65 félagar en kórinn
verður 70 ára á þessu ári.
Húsfyllir var á tónleikunum,
eða um 300 gestir. Allir stólar í
Reykholti voru dregnir fram og
einhveijir sátu á líkkistustólun-
um. Tónleikagestir komu langt
að, frá Akranesi og Borgarnesi og
víða. Þorvaldur Óskarsson, for-
maður kórsins, sagð að tónleikum
loknum að það væru fá hús þar
sem svona stór kór rúmaðist auð-
veldlega, hljómburður væri hreint
frábær og gott að syngja í hinni
nýju kirkju í Reykholti. Og það
sannaðist hér að ekki var vanþörf
á svo stórri kirkju til að hægt
væri að halda slíkar samkomur.
Þorvaldur vildi koma á fram-
færi þakklæti til allra sem komu á
tónleikana. Undirtektir gesta
hefðu verið alveg frábærar, enda
varð kórinn að syngja fímm auka-
lög og allir einsöngvarar voru
klappaðir upp. Að tónleikum
loknum bauð karlakórinn Söng-
bræður Heimisfélögum í kaffi og
meðlæti.
Á föstudagskvöldið 13. mars
söng kórinn á Laugalandi í Holta-
og Landsveit í Rangárvallasýslu.
Sex til sjö hundruð manns komu
víða að af Suðurlandi til að hlýða
á kórinn, m.a. full rúta frá Kirkju-
bæjarklaustri. Undirtektir áheyr-
enda voru ákaflega góðar og kór-
inn klappaður upp hvað ofan í
annað.
Nýjung í bóka-
útgáfu og sölu
Á FIMMTUDAGINN, 19. mars,
kemur fyrsta bókin í nýjum bóka-
flokki út í Svíþjóð. Hér er um að
ræða nýjung í bókaútgáfu, sam-
vinnu milli ABF-sambandsins og
bókaútgáfunnar Högmans. Fyrsta
bókin verður sjálfsævisöguleg bók
eftir Jan Myrdal: Ást.
Bók vikunnar
Bók vikunnar nefnist þetta fram-
tak. Margir kunnir sænskir rithöf-
undar taka þátt í því og leggur hver
og einn fram splunkunýtt handrit.
Vikulega, alltaf á fimmtudögum,
kemur út stutt skáldsaga, 60 blað-
síður og mun kosta 40 sænskar
krónur.
Upplagið er stórt og verð miðast
við að allir hafi efni á að kaupa sér
bók. Bækumar verða m.a. til sölu í
Konsum-verslunum, á pósthúsum
og bensínstöðvum og í flugvélum
SAS. Hugmyndin er sú að jafneðli-
legt sé að kaupa nýja bók vikulega
og tímarit eða dagblað.
Bókaútgefandinn Lennart Hög-
man átti hugmyndina, en bók-
menntalegur ráðgjafi er rithöfund-
urinn Kurt Salomonsson. Rithöf-
undar hafa tekið vel í þessa nýjung.
Samkvæmd heimildum Morgun-
blaðsins eru ritlaun 40.000 sænskar
krónur.
Ekki verður um venjulega dreif-
ingu í bókabúðir að ræða. FyiT-
nefnd fyrirtæki kaupa ákveðinn
fjölda eintaka af Högmans-forlag-
inu og sjá alfarið um söluna.
Það er von útgefanda að Bók vik-
unnar muni afsanna það að bókaút-
gáfa og bóklestur séu í kreppu,
bækur útgáfunnar stuðli að alþýðu-
menntun og upplýsingu og verði til
þess að auka lestur.
Ekkert lausnargjald
LEIKLIST
Fjölbraut Vesturlands
NFFA
GÍSL
Eftir Brendan Behan. Þýð.: Jónas
Árnason. Leikstjóri: Jakob Þór Ein-
arsson. Leikendur: Óli Örn Atlason,
Jónína Margrét Sigmundsdóttir,
Viggó Ingimar Jónasson, Andrea
Katrín Guðmundsdóttir, Sigurður
Tómas Helgason, Gunnar Ilafsteinn
Ólafsson, Hulda Björk Sigurðardótt-
ir, Tryggvi Dór Gislason, Knútur Örn
Bjarnason, Sigríður Víðis Jónsdóttir,
Gerður Yija Olafsdóttir, Ásgeir Ing-
ólfsson, Benedikt Sævarsson, Matthí-
as Freyr Matthiasson, Ólafur Ágúst
Sigurðsson, Helgi Ibsen Heiðarsson.
Hljómsv.: Arnþór Snær Guðjónsson,
Vilberg Hafsteinn Jónsson, Bjarni
Þór Hannesson, Unnur Sigurjóns-
dóttir, Rósa Sveinsdóttir, Flosi Ein-
arsson. Frumsýnt laugardaginn 14.
marz 1998.
ÞEGAR írskur strákur drepur
lögregluþjón, troða Englendingar
honum 1 fangelsi og dæma hann til
dauða. Mótleikur IRA er að taka
enskan hermann í gíslingu og hóta
að drepa hann ef Irinn verður drep-
inn og þannig , jafna metin“.
Brendan nokkur Behan notar
þennan söguþráð í leikrit sitt Gísl
og lýsir samskiptum enska gíslsins
við aðra á gistiheimilinu þar sem
hann er í haldi.
Leiklistarklúbbur NFFA, Fjöl-
brautaskóla Vesturlands, sýnir
verkið um þessar mundir á Akra-
nesi, í þýðingu Jónasar Amasonar.
Eilítið önnur mynd er dregin upp
af átökunum á írlandi í leikritinu en
gert er í fréttum af „friðarferlinu".
Ef marka má Behan spila írar með
af því kynslóðin á undan gerði það
og ensku hermennirnir af því þeir
fengu ekki skárri vinnu. A.m.k. virt-
ist Leslie, enski gíslinn, sér ekkert
alltof meðvitandi um hlutverk sitt á
Irlandi eða fyrirætlanir gæslu-
manna sinna. Viggó Ingimar Jónas-
son lék piltinn þann af miklu öryggi;
allt frá því komið var fyrst með
hann á gistiheimilið, þar til honum
fór að skiljast hvað var í raun um að
vera, og hvers vegna. Kannski var
skilningsleysi hans skiljanlegt því
ekki var fólkið á gistiheimilinu að
segja honum mikið og þaðan af síð-
ur þeir sem tóku hann höndum.
Monsjúr (Sigurður Tómas Helga-
son) nefnist maðurinn sem rekur
gistiheimilið. Þar sem örlítið er far-
ið að slá saman í honum sér Pat (Óli
Örn Atlason) um það. Þeim tekst
vel upp í túlkun á þeim; tveimur
körlum sem lifa í fortíðinni, sem í
minningu þeirra er kannski ekki al-
veg nákvæmlega sú sama og sögu-
bókanna. í hlutverki trúðsins, lest-
ai-varðar sem dubbaður er upp í
búning, fengin byssa og sagt að
vera fangavörður, er Matthías
Freyr Matthíasson. Hægt er að
rekja sögu slíkra ,fífla“ til
Shakespeares, og án efa lengra aft-
ur. Hlutverk þeirra er ailtaf hið
sama; að ausa þegar alvaran er að
kaffæra verkið. Það gerði Matthías
svo um munaði.
Þó Gísl sé aðeins komið til ára
sinna er langt því frá að það sé
gamalt, og verður varla á allra
næstu áratugum.
Heimir Viðarsson
frULÍ' LttdL!:
Nám i málaskóla er glæsileg fermingar-
gjöf sem endist allt lífiö. Viö höfum haft
milligöngu um skólavist íslenskra ung-
menna í vönduðum, erlendum
málaskólum um margra ára
skeiö. Hægt er aö velja milli
2, 3 eöa 4 vikna námskeiöa.
Richard Language College
Sérlega góöur skóli í Bournemouth. Frábær aöstaöa
er til ýmiss konar íþróttaiökunar og einnig er boöið
upp á skoöunarferöir til London.
East Sussex School of English
Lítill og heimilislegur málaskóli í Brighton og Hove.
íþróttir, skoöunarferöir, fjölbreytilegt félagslíf.
Verödæmi:*
East Sussex School of English
Tvær vikur - 64.680 kr.
Þrjár vikur - 95.040 kr.
Fjórar vikur - 138.960 kr.
Aörir skólar sem I boöi eru:
St. Giles School of English í Brighton,
Eastbourne og London. Eurocentres Schools
I Bournemouth, London og Oxford.
* Innifaliö: Enskunámskeið,
gisting með fullu fæði hjá
fjölskyldu, akstur til og frá
flugvelli erlendis, skoöunar-
ferðir og íþróttir með leið-
sögn, kennslugögn og
flugvallarskattur.