Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 25 LISTIR Heimsókn frá Lapplandi „SJÁLFSMYND“ eftir Rosa Liksom. MYJVÐLIST Norræna húsið SAMSÝNING NORRÆNT LJÓS OG MYRKUR Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Aðgangur 200 kr. Til 22. mars. í NORRÆNA húsinu er farand- sýning sjö listamanna, sem eiga uppruna sinn ýmist í finnska eða sænska hluta Lapplands og tengj- ast allir menningu Sama með ein- um eða öðrum hætti. Kannski eru það fordómar af minni hálfu, en að fenginni reynslu hef ég tilhneig- ingu til að taka „norrænum" sýn- ingum með fyrirvara. Þessi sýning kom mér hins vegar skemmtilega á óvart. Hún er lífleg og hressileg, fjölbreytt en í góðu jafnvægi. Þarna eru listamenn af ýmsum aldri og það eru nægilega mörg verk eftir hvern til að átta sig á þeim, hverjum fyrir sig. A síðustu árum hafa tíðkast list- sýningar þar sem sjónunum er beint að jaðarsvæðum eða jaðar- menningu, þ.e.a.s. þeirri list sem ekki velkist um í meginstraumi al- þjóðlegra liststefna. Reyndar hefur áhugi á svokallaðri ,jaðarlist“ alltaf fylgt sögu nútímalistar, og má nefna sem dæmi áhuga á jap- anskri list á nítjándu öld og á frum- stæðri list nýlenduþjóða um alda- mótin. En nú tengist áhuginn um- ræðunni um afmiðjun nútímalistar, þ.e.a.s. að það sem er að gerast á jaðarsvæðum, svokölluðum, hafi jafnmikla þýðingu fyrir þróun list- arinnar og það sem gerist í helstu höfuðborgum listheimsins. Sýningin er gott dæmi um þess- ar áherslur. Hún er ekki sýning á alþýðulist Sama, eða listamanna sem búa fjarri heimsins skarkala og sinna sinni list ósnortnir af heimslistinni. Mér sýnist hugmynd sýningarstjórans vera sú að bregða ljósi á hvernig þjóðleg arfleifð, hefðir og menning annars vegar, og alþjóðleg list hins vegar hafa mæst, rekist á, og frjóvgað list- sköpun listamanna af sama upp- runa. Enda, þegar sagan er skoð- uð, þá hefur list slíkra listamanna stundum komið eins og ferskur og skapandi andblær inn í heimslist- ina og verið á skjön bæði við það sem er þjóðlegt og alþjóðlegt. Hin hliðin á málinu er sú að það er náttúrlega urmull listamanna frá jaðarsvæðum sem gera einung- is miðlungi góðar eftirhermur, hræra einhverju saman og kalla það þjóðlegt. Þjóðlegur bakgrunn- ur má aldrei vera afsökun fyrir ómerkilega list. Sem betur fer leggst þessi sýning ekki niður á það plan. Aldursforsetinn, Bengt Lind- ström, sem er á áttræðisaldri, ber greinilega aldurinn vel, því málverk hans eru kraftmiklar og ólgandi ex- pressjónískar myndir í anda As- gers Joms og Cobra-hópsins, með skerandi litum og svo efnisríku yf- irborði að það er einna líkast að lit- urinn sé mótaður eins og leir eða plægður eins og akur. Allt annar og ljúfari andi er í fínlegum og dulúð- ugum verkum Maj-Dori Rimpi, þar sem þjóðlegt handverk og útsaum- ur er notaður sem efniviður í afar ftjálsleg og persónuleg verk. Por- trettmyndir Erlings Johannsons reiða sig á pensilskrift frekar en form og litameðferð til að nálgast persónur myndanna, og það er einna líkast því að hann sé að skrifa sig inn í manna- myndir sínar. Rosa Liksom, sem fædd er í finnska hluta Lapp- lands, er með fimm myndir og eina inn- setningu sem sprikla af húmor og draga dár að allri upphafningu á sveitamennsku og jaðarkúltúr. Sjálfs- mynd hennar, sem máluð er á gal- vaníserað blikk og hangir úr keðjum, sýnir okkur bama- lega teiknimynda- fígúru í þjóðbún- ingi, umkringda galdrarúnum og vörumerkjum bfl- tegunda. Skrípa- mynd þjóðlegrar sjálfsímyndar. Ekki veit ég hvort ég lærði nokkuð um menn- ingu Sama eða nátt- úru Lapplands. En samt er eins og það sé einhver ósýnfleg- ur skyldlefld rteð listamönnunum, sem erfitt er að henda reiður á, því þeir eru svo ólík- h' innbyrðis. Eru það litirnir, sem klisjukennd yfirskrift sýningarinn- ar vísar tfl, „Norrænt Ijós og myrk- ur“, eða er það bara ímyndun? Hvað sem því líður, þá hefúr sýn- ingarstjóranum, Moniku Sarstad, tekist að gera það sem mörgum hef- ur orðið hált á, að velja saman hóp listamanna af öllum aldri en svipuð- um uppruna, og skapa áhugaverða og líflega heild, án þess að steyta á skeri þjóðemisrembings. Gunnar J. Árnason. Gallerí Handverk & Hönnun Sérhannaðar peysur og ullarvörur NÚ stendur yfir sýning í galleríi Handverk & Hönnun, Amtmanns- stíg 1, á sérhönnuðum peysum og ullarvörum frá Ullarselinu á Hvanneyri. í Ullarselinu starfar hópur fólks sem leggur aðaláherslu á ullar- vinnu, þ.e. spinnur, þæfir, jurtalitar og spjaldvefur. Þá laugardaga sem sýningin stendur verður fólk frá Ullarselinu á staðnum við vinnu. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga frá kl. 11-17 og laugar- daga kl. 12-18. Sýningunni lýkur laugardaginn 28. mars. Aðgangur er ókeypis. -------------- Sýning til heið- urs frönskum rithöfundum ALLIANCE frangaise opnar sýn- inguna Franskir ríthöfundar utan Frakklands fimmtudaginn 19. mars, í húsakynnum Alliance frangaise, Austurstræti 3, kl. 18, en föstudag- urinn 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu. Sýningin er til heiðurs þeim rit- höfundum sem búið hafa í Ameríku eða Asíu en kosið að skrifa verk sín á frönsku. Þeirra þekktastur hér á landi er líklega Patrick Chamoiseau, en hann kom hingað til lands á Bókmenntahátíðina 1995. Sýningin verður opin á skrifstofu- tíma frá kl. 15-18 og er á frönsku. HBH (SlítPíííiisSi Komdu og mátaðu! stærri en þú heldur Ármúta 13 • Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200 • Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.