Morgunblaðið - 18.03.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
I
I
I
I
I
<
I
I
I
(
<
<
j
<
(
I
<
(
I
<
<
j
(
+ Kris(ján Guð-
mundsson fædd-
ist á Eyrarbakka 26.
ágúst 19X7. Hann
lést á Vífilsstöðum
hinn 7. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ragnheið-
ur Lárusdóttir Blön-
dal, f. 19.12. 1876, d.
21.10. 1957, og Guð-
mundur Guðmunds-
son, f. 6.1. 1876, d.
18.4. 1967, kaupfé-
lagstjóri á Eyrar-
bakka, síðar kaup-
maður á Selfossi.
Systkini Kristjáns voru: 1) Ástríð-
ur, f. 24.7. 1901, d. 11.1. 1982. 2)
Kristín, f. 8.2. 1904, d. 9.6. 1992.
3) Björn Blöndal, f. 6.12. 1906, d.
3.4. 1938. 4) Kristjana Hrefna, f.
15.2. 1910. 5) Sigríður Lára, f.
20.6. 1911 d. 29.10. 1911. 6)
Steinn, f. 24.10. 1912, d. 17.4.
1935. 7) Lárus Þórarinn Blöndal,
f. 11.3. 1914. 8) Guðmundur, f.
18.7. 1920.
Hinn 25.11. 1944 kvæntist
Kristján eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ástríði Ingvarsdóttur, f.
3.6. 1921. Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Jónsdóttir, f.
7.11. 1893, d. 29.7. 1939, og
Ingvar Þorvarðarson múrara-
meistari, f. 3.8. 1891, d. 5.8.
1981. Kristján og Ástríður stofn-
uðu sitt fyrsta heimili í Reykja-
vfk en fluttu til Selfoss 1948. Ár-
ið 1960 fluttu þau til Reykjavík-
ur og áttu lengst af heima á
Háaleitisbraut 40 þar til þau
fluttu í Ásholt 2.
Kristján Guðmundsson tengdafað-
ir minn er látinn á 81. aldursári. Þeg-
ar komið er að kveðjustund nýt ég
þess í skrifum mínum að málskrúð
var honum ekki að skapi.
Þegar ég lít um öxl og hugsa til
fyrstu kynna okkar Kristjáns, sem
hófust 1962, finnst mér sem þessi 36
ár hafi liðið sem sjónhending. En lífs-
bók mín og allra þeirra sem þekktu
Kristján geymir gullnar minningai-
um góðan dreng, jafnt í leik sem
starfi og bar þar engan skugga á.
Kristján Guðmundsson var fæddur á
Eyrarbakka 26. ágúst 1917. Hann
var stoltur af uppruna sínum og taldi
sig ætíð til Eyrbekkinga, enda fylgd-
ist hann lengi vel með mönnum og
málefnum þai' í sveit. Þegar kom
fram á unglingsárin varð það úr að
Kristján lærði til bakara og útskrif-
aðist í brauð- og kökugerð 19 ára
gamall, þó lífsstarf hans yi'ði á öðrum
vettvangi.
Kristán hóf kaupmennsku sem
hann stundaði óslitið þar til hann
fluttist með konu sinni Ástríði Ingv-
arsdóttur og dætrum þeirra, Ingi-
björgu og Ragnheiði, austur á Sel-
foss. Eftii' það starfaði hann hjá föð-
ur sínum og mági hjá S. Olafsson &
Co, sem síðar varð Kaupfélagið Höfn.
Næst lá leið þeirra hjóna til
Reykjavíkur. Árið 1960 gerðist Kri-
stján verslunarstjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Laugavegi 42. Þau
hjónin stofnuðu heimili á Frakkastíg
12 og var því stutt milli heimilis og
vinnustaðar. Þegar ég kom fyrst á
Frakkastíginn fann ég strax þá festu
sem var á heimilinu, traust þeirra
hjóna hvors til annars og svo var alla
tíð. Þetta kom vel fram í veikindum
Kristjáns, því umhyggja og hlýja
tengdamóður minnar átti sér engin
takmörk.
Um 30 ára skeið var starfssvið Kri-
stjáns að mestu verslunarstörf fyrir
Sláturfélag Suðurlands, lengst af sem
verslunarstjóri. Af öllum samstarfs-
mönnum mínum bar Kristján af hvað
varðar hug hans til félagsins og ná-
kvæmni í meðforum á þeim eignum
og verðmætum sem hann hafði um-
sýslu með. Mér er ekki örgrannt um
að frekar léti hann á sig halla en fé-
lagið. í starfinu var Kristján í essinu
sínu og naut sín vel enda léttur í lund,
kíminn og með einstaka þjónustu-
lund. Þetta skilaði félaginu fóstum
viðskiptavinum sem héldu tryggð við
verslunina, ekki síst vegna framkomu
og natni Kristjáns við viðskiptavinina.
Dætur þeirra eru:
1) Ingibjörg, f. 7.3.
1945 á Selfossi, maki
Sveinn Fjeldsted, f.
20.7. 1944 í Reykja-
vík. Börn þeirra eru:
a) Ásta Björk, f. 21.4.
1964, sambýlismaður
Bjartmar Birgisson,
f. 16.6. 1964 í
Reykjavík, og eiga
þau einn son, Svein
Andra, f. 19.11. 1995
b) Kristján Þór, f.
23.5. 1965, maki
Guðlaug Pálsdóttir,
f. 16.4. 1967 í
Reykjavík. Þeirra dætur eru
Thelma Hrund, f. 8.10. 1986, og
Ástrós Eir, f. 16.3. 1996. c) Guð-
mundur, f. 4.2. 1975. 2) Ragn-
heiður, fulltrúi, f. 30.12. 1946 í
Reykjavík, maki Már Jóhanns-
son, bókhaldari í Reykjavfk, f.
14.12. 1951 á Siglufirði. Sonur
Ragnheiðar er Kristján Rafn
Harðarson, f. 21.10. 1965, maki
Helga Hlín Helgadóttir, f. 14.1.
1967 á Siglufirði. Dóttir þeirra er
Ragnheiður Silja, f. 18.6. 1997.
Kristján lærði ungur bakara-
iðn og útskrifaðist 19 ára sem
bakari í Reykjavík og vann við
það í nokkur ár, en vegna veik-
inda varð hann að hverfa frá iðn
sinni. Síðan vann hann við versl-
unarstörf á Selfossi og var síðar
verslunarstjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands í Reykjavík í 30 ár.
Útför Kristjáns fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Heimili tengdaforeldra minna var
hornsteinn sem við Ingibjörg sóttum
ætíð mikið til með börn okkar, sem
höfðu mjög náið samband við afa
sinn og ömmu á Háaleitisbraut 40,
þar sem Ásta og Kristján bjuggu
lengst af eða þar til þau fluttu í As-
holt 2. Ásta bjó Kristjáni notalegt og
fagurt heimili enda var Kristján
mjög heimakær og undi sér vel
heima við skrifth', lestur og sitt ein-
staka frímerkjasafn. Barnabörnum
sínum fylgdist hann vel með og hafði
mikinn áhuga á leik þeirra og starfi
og ekki síst er þau fóru að stofna sín
heimili og barnabarnabörnin bættust
við þannig að litla fjölskyldan smá-
stækkaði. Nú er komið að kveðju-
stund. Lífsljósið slokknað, en minn-
ingin logar skær og varpar birtu á
sérhverja athöfn er varðar veg okkar
til samviskusemi og góðra verka.
Hver stýrir veröld styrkri hönd
og stjörnur tendrað hefur?
Hver huggar þína hrelldu önd
og hjarta fógnuð gefur?
Það Guð þinn er, sem gerir það.
Hann gefur öllu tíð og stað
og býr í brjósti þínu.
í hjarta þínu Guð þér gaf
sinn geisla úr himins boga.
Lát tendrast þína trú, sem svaf,
sem tiginborinn loga.
í þér er Guð. í Guði þú.
Frá Guði kemur hjálp þín nú.
Ó, krjúp hans bam til bænar.
(Lárus H. Blöndal)
Kristján tók veikindum sínum með
kaidmennsku og vildi lítið tjá sig um
þau enda þótt hann vissi glöggt að
hverju dró. Síðustu tvo mánuðina
var hann á lungnadeild Vífilsstaða-
spítala og andaðist þar að morgni 7.
mars, á afmælisdegi Ingibjargar,
dóttur sinnar.
Guðbrandi Kjartanssyni lækni og
starfsfólki Vífilsstaðaspítala færi ég
þakkir fyrir einstaka alúð og góða
umönnun við Kristján, hlýtt viðmót
og vinarþel við fjölskyldu hans og
aðstandendur, sem sóttu oft að sótt-
arsæng Kristjáns utan venjulegs
heimsóknartíma. Blessuð sé minning
þessa góða drengs.
Sveinn Fjeldsted.
Stundirnar sem við afí áttum sam-
an voru margar þar sem ég bjó hjá
honum á Háaleitisbrautinni. Jafn-
framt því að vera afí minn gegndi
MINNINGAR
hann fóðurhlutverkinu framan af
minni ævi. Við fórum saman að horfa
á knattspyrnuleiki og vorum báðir
miklir Framarar. Á sunnudags-
morgnum fórum við yfirleitt tveir
saman í bíltúr eða í heimsóknir til
vina hans og ættingja. Ekki man ég
eftir því að afi hafi nokkurn tíma
skammað mig og ekki minnist ég
þess heldur að okkur hafi orðið
sundurorða. Síðasta stundin sem við
afi áttum tveir saman vai' fóstudag-
inn 6. mars þar sem ég sat við hliðina
á honum og sá hvað hann var orðinn
lasburða og langþreyttur á veikind-
um. Þá var mér Ijóst að kveðjustund-
in nálgaðist. Nú er afi kominn í aðra
heima þar sem engin veikindi eða
sársauki hrjá hann frekar.
Þá vorið aftur vitjar lands,
þú viðkvæmt dáins saknar,
er sóley grær á sverði hans,
en sjálfur hann ei vaknar.
En þó hann vantí á vorsins hól
og vin sinn blóm ei finni,
hann lifir þó und þinni sól
í þökk og kæru minni.
(Stgr. Thorst.)
Elsku afi minn, hjartans þakkir fyrh'
allt.
Elsku amma, guð gefi þér styrk.
Kristján Rafn.
Eitt er það lögmál órjúfanlegt, að
eftir því sem maður eldist heltast æ
fleiri vinir og samferðamenn manns
úr lestinni. Og nú var komið að vini
mínum og svila, Kristjáni Guð-
mundssyni, sem safnaðist til feðra
sinna sjöunda þessa mánaðar. Get ég
ekki látið hjá líða að kveðja þennan
mæta dreng og trausta með örfáum
orðum.
Kristjáni kynntist ég fyrir einum
36 árum, hafði að vísu haft spurnir af
honum áður, er leiðir mínar og mág-
konu hans lágu saman, og fór strax
vel á með okkur svilunum. Á þeim
árum gat hann verið hrókur aUs
fagnaðar á góðri stund og sór sig þá
rækUega í móðurætt sína, Blöndal-
ana, sem eru, eftir því sem ég hef
kynnst þeim, menn ljúfir og við-
ræðuþjálir, hóflega brellnii' og
hvergi neinar aukvisar.
Lúmsk glettni og litrík frásögn
Kristjáns var þannig, að ýmsir vissu
ekki gjörla, hvort þeir voru að koma
eða fara, þegar hann fór á sem mest-
um kostum í græskulausu gamni, en
virtist þó tala í fúlustu alvöru. Á slík-
um stundum var hann hreinn geð-
bótarmaðui'.
Ekki voru samt jól hjá honum alla
daga, frekar en hjá okkur hinum, því
Kristján var maður óvenju hreinskil-
inn, nokkuð stórlyndur og á köflum
sérlunda. Reyndist honum því vel að
leita hlés stöku sinnum í faðmi fjöl-
skyldunnar, en Ástríðui' (Ásta), eftir-
lifandi eiginkona hans, er með fá-
dæmum jafngeðja kona og væn. Þeg-
ar svo var í pottinn búið, var lestur
góðra bóka og notalegt heimilislíf
lyftistöng til nýrra átaka í amstri
daganna. Kom það sér þá vel að Kri-
stján var fádæma heimakær og
heimili hans, eiginkona og dætumar
tvær, var alla tíð hans helgasta vé. I
þann helgidóm bættust síðar barna-
börn og tengdasynir.
Svo lengi sem allt leikur í lyndi er
hverjum hollt að huga að orðum
Hannesar Péturssonar, skálds, í
Ijóðinu úr Söngvum til jarðarinnar:
Aðeins ég læri að njóta þess sem er til
af fegurð, ást, gleði, ég læri að lifa
löngu áður en næturþögnin úr tijánum
seytlar í eyru mín, sezt um kyrrt fyrir innan.
I áranna rás áttum við hjónin ófá-
ar ánægjustundir með Kristjáni og
fjölskyldu hans, hvort sem það var á
heimili þeirra eða okkar, eða hjá öðr-
um ættingjum og venslafólki. Á hlý-
legt og fallegt heimili þeirra Ástu og
Kristjáns vai' jafnan gott að koma. I
minningunni eru mér þær stundir
hugljúfar og veitular.
Greiðasamur var Kristján með af-
brigðum og á ég honum þar skuld að
gjalda. Ihaldssemi af gamla skólan-
um vai' honum dyggð og í blóð borin.
Hann var jafnframt ótrauður
málsvari lítilmagnans ævina á enda
og sérdeilis barngóður. Slíkir menn
ganga á Guðs vegum.
Kristján var maður kvikur á fæti
og snaggaralegur, heldur lágvaxinn,
en þykkur undir hönd, sviphreinn og
góðlegur og bauð af sér góðan
KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 33 f
þokka. Ljúfur var hann í umgengni,
þótt stöku sinnum gæti gustað af
honum eins og áður var ýjað að.
I starfi vegnaði Kristjáni vel, enda
strangheiðarlegur og dugmikill og
hafði hann um tíma, um miðjan ald-
ur, töluverð mannaforráð, meðan
heilsa og ýmsar ytri aðstæður
leyfðu.
Síðasta áratuginn átti Kristján við
vaxandi vanheilsu að stríða og fækk-
aði þá ferðum hans á mannamót.
Undi hann sér þá bezt heima sem oft
fyrr við lestur og aðra ámóta dægra-
styttingu. Hann stóð af sér hvert
áfallið á fætur öðru með ótrúlegri
þrautseigju, en að lokum urðu örlög-
in ekki umflúin. Allan þennan tíma
stóð eiginkona hans, Ásta, trölltrygg
að vanda, þétt við hlið hans og vék
varla frá honum. Dæturnar tvær,
Ingibjörg og Ragnheiður, létu ekki
heldur sitt eftir liggja. Nú gátu þær
endurgoldið föður sínum hlýju og
góðvild liðinna ára. Sama á við um
barnabörn og tengdasyni,
Við hjónin kveðjum nú Kristján
mág okkai' og svila hrærðum huga
og með miklum söknuði og vottum
eiginkonu hans, Ástu, dætrum þeirra
hjóna, svo og öðrum nákomnum,
okkar dýpstu samúð og óskum þeim
farsældar.
Blessuð sé minning Kristjáns Guð-
mundssonar.
Sigrfður Ingvarsdóttir,
Jón P. Ragnarsson.
Elsku afí, eftir löng og erfið veik-
indi kom kallið, kallið sem alltaf er
erfitt að horfast í augu við. Loksins
frískur á ný í heimi þar sem friður
og kærleikur ríkir. Við systkinin eig-
um margar góðar minningar til að
ylja okkur við og varðveita. Ogleym-
anlegar dagsferðir austur fyrir fjall,
þar sem vandaður bílstjóri sá til
þess að allir kæmust á áfangastað,
alltaf með bros á 'vör. Búðin á
Brekkulæknum er okkur alltaf ofar-
lega í huga, þar stjórnaðir þú með
þeirri einstöku leikni að starfsfólk-
inu leið vel í vinnunni, jafnvel nokk-
ur prakkarastrik frá okkur krökk-
unum þóttu passa vel inn í gott and-
rúmsloft. Alltaf var gaman að koma
til ykkar ömmu upp á Háó. Amma
iðulega tilbúin með kókó og brauð
og þú í skemmtilegt spjall. Þá var
ósjaldan talað um íþróttir og þá sér-
staklega ef Framarar voru að gera
góða hluti.
Það verður undarlegt og reyndar
hálfskrýtið að koma til ömmu í Ás-
holtið og enginn afi til að stjórna
sjónvarpinu eða eiga notalegt spjall
við. Þín verður sárt saknað og við
þökkum fyrir allar góðu stundimar
sem þú gsifst okkur krökkunum.
Elsku amma, mamma og Ragn-
heiður, megi góður Guð veita ykkur
styrk á þessari sorgarstundu.
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa i gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldarstormsins straumi
og stundarbamsins draumi
oss veita himnar vemd og hlé.
(Einar Ben.)
Ásta, Kristján og Guðmundur
Sveinsbörn.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
aldinn heiðursmaðm-, Kristján Guð-
mundsson. Tíu mánaða gömul kom
ég ásamt móður minni inn á heimili
hans og Ástu móðursystur minnar.
Dvaldi ég þar næstu árin og naut
elsku þeirra. Mínai' fyrstu
bernskuminningar eru frá heimili
þeirra á Selfossi. Kristján var ákaf-
lega bamgóður maður. Ósjaldan
man ég að hann huggaði litla telpu
sem hafði meitt sig.
Kiddi eins og hann var ávallt
nefndur var mikill húmoristi. Alltaf
gat hann séð spaugilegu hliðina á
hlutunum. Lifandi áhugi Kidda á öllu
sem var að gerast í kringum hann og
hið glaða viðmót einkenndi hann í
öllu fari.
Eftir að fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur bjuggum við í sama
húsinu í mörg ár, þannig að daglegur
samgangur var á milli okkar. Afa-
hlutverkinu sinnti Kiddi af mikilli al-
úð, vakinn og sofinn, og hafði lifandi
áhuga á velferð afkomenda sinna
fram á síðustu stund.
Við, fjölskyldan í Grasarima,'
minnumst Kidda full trega og sakn-
aðai' og sendum Ástu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
I sólhvítu ljósi
hinna síðhærðu daga
býr svipur þinn.
Eins og tálblátt regn
sé ég tár þín falla
yfir trega minn.
Og fjarlægð þín sefur
í faðmi mínum
í fyrsta sinn.
(Steinn Steinarr.)
Björg Kristjánsdóttir.
Allir eiga frændur. En það er ekki
hægt að velja þá. En stundum er
maðui' svo heppinn að eiga frændur
sem eru einstakir. Eg var svo heppin
að eiga fóðurbróður sem var einn sá
ljúfasti og skemmtilegasti maður
sem ég hef kynnst um ævina. Hann
bar hlýhug til allra þeirra sem voru
honum nákomnir. T.d. sýndi hann í
áratugi þann undraverða kærleik og
áhuga að geyma í úrklippubók þau
afrek sem vinir hans og vandamenn
höfðu unnið og birt var í blöðum. Hjá
mér geymist aftur á móti minningin'*'
um hann og hans einstæða húmor.
Þessi minning mun eflaust skjóta
upp kollinum á komandi fjölskyldu-
mótum.
Ástu, konu hans, sem stóð sem
klettur með honum í veikindum
hans, frænkum mínum Ingibjörgu
og Ragnheiði og fjölskyldum þeirra,
sendi ég innilegai- samúðarkveðjur.
Ég kveð fóðurbróður minn með
virðingu og þökk. Guð blessi þig alla
tíð.
Helga Guðmundsdóttir.
Komdu áöur en
allt er búiö!
Hólf & Gólf
I D D I N N r
l BYKO 3
% %/?
%
4T