Morgunblaðið - 18.03.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 37
EIRÍKUR
BJÖRNSSON
+ Ragnar Eiríkur
Björnsson fæddist
í Grófarseli í Jök-
ulsárhlíð 30. septem-
ber 1914. Hann varð
bráðkvaddur aðfara-
nótt sunnudagsins 8.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sólveig Halls-
dóttir frá Sleðbrjót í
Jökulsárhlíð, f. 1.
október 1885, d. 29.
nóvember 1968, og
Björn Sigurðsson frá
Rangárlóni, f. 15.
október 1878, d. 3.
febrúar 1940. Eiríkur átti þrjár
systur: Eyveigu, f. 1909, d. 1986;
Þóreyju, f. 1910, d. 1968; og
Onnu, f. 1916. Fram undir ferm-
ingu átti Eiríkur heima í Grófar-
seli ásamt foreldrum sfnum, en
upp úr því bregða foreldrar hans
búi og flytja í Skjöldólfsstaði í
húsmennsku ásamt Eiríki og
Önnu, yngstu systur hans. Eldri
systurnar gerðust vinnukonur á
Eiríksstöðum.
Á gamlársdag 1955 kvæntist
Eiríkur Ólöfu Gissur-
ardóttur, f. 16.1.
1916, d. 7.9. 1995.
Foreldrar hennar
voru Helga Jónsdótt-
ir og Gissur Filippus-
son. Sonur þeirra er
Gissur Björn, f. 5.11.
1956. Synir Ólafar
frá fyrra hjónabandi
eru Franz og Ágúst
Gíslasynir.
Árið 1935 fer Ei-
ríkur á Bændaskól-
ann á Hvanneyri í
einn vetur og fer að
búa eftir það á Ára-
mótaseli f Jökuldalsheiði ásamt
foreldrum sfnum og systrum, allt
til ársins 1943, og er því einn af
sfðustu ábúendum „f heiðinni". Á
árunum 1946 til 1951 býr Eiríkur
á Arnórsstöðum í Jökuldal, er
hann selur hálfa jörðina og flyt-
ur suður. I Reykjavík starfaði Ei-
ríkur f Mjólkursamsölunni.
Eiríkur verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Það eru liðin rúm fjörutíu ár síðan
ég kynntist Ragnari Eiríki Björns-
syni, sem innan fjölskyldunnar og í
vinahópi var ævinlega kallaður Eiki.
Móðir mín var skilin við fóður minn
og tekin saman við þennan hógláta
og - að því er mér fannst - fremur
þurrlega verkamann. Þau giftu sig
1955 en ég var þá enn í menntaskóla
og síðan sex ár við háskólanám í
Þýskalandi. Ég kynntist Eika ekki
að ráði fyrr en því var lokið um miðj-
an sjöunda áratuginn. Og þá breytt-
ist smám saman sú mynd sem ég
hafði gert mér af honum í upphafi.
Hógvær var hann að vísu en langt
frá því að vera þurr á manninn eins
og mér hafði fundist í fyrstu. Bakvið
hljóðlátt fasið lejmdist gneistandi
kímni; spaugsyrði voru honum ævin-
lega laus á tungu en einkenndust þó
alltaf af góðvild og voru aldrei sögð á
kostnað annarra.
En ég fékk líka smátt og smátt
gleggri mynd af manninum bak við
þetta kímna bros: bóndasyninum
sem ólst upp við strit og rýran kost,
fyrst í Jökulsárhlíð og síðan í Jök-
uldalnum. Og í nokkur ár bjó fjöl-
skyldan - foreldrar hans, Bjöm Sig-
urðsson og Sólveig Hallsdóttir og
systumar þrjár, Eyveig, Þórey og
Anna - á Armótaseli í Jökuldals-
heiði. Þetta era þær slóðir sem al-
mennt hafa verið tengdar við eitt
stærsta þrekvirki í íslenskum skáld-
skap á þessari öld: Sjálfstætt fólk
eftir Halldór Laxness. Ekki veit ég
hvort Halldór kynntist við fólkið í
Armótaseli þegar hann var að hnoða
leirinn í hina minnisstæðu söguhetju
sína, Bjart í Sumarhúsum, en ekki
finnst mér það ósennilegt.
Byggðin í heiðinni lagðist af. Eiki
var í Bændaskólanum á Hvanneyri
veturinn 1935-36. Síðar bjó hann í
nokkur ár á parti úr jörðinni Amórs-
stöðum í Jökuldal þar sem systír
hans var orðin húsfreyja. Svo kom
„blessað stríðið“. Eftir nokkurra ára
vinnumennsku í Borgarfirði fluttist
Eiki hingað suður „á mölina“ eins og
það hét þá. Þar með deildi hann ör-
lögum með þeim sæg af sveitafólki
sem á stríðsáranum flosnaði upp frá
búskapnum og kom hingað á suðvest-
urhomið í leit að lífsviðurværi. Þessu
hefur verið lýst í mörgum bókum
bæði raunsönnum og ekki síður í
skáldverkum á borð við Land og syni
eftir Indriða G. Þorsteinsson. Það er
staðreynd að vel skrifað skáldverk
veitir okkur einatt dýpri sýn á raun-
veraleikann en sundurlaus minninga-
brot þeirra sem upplifðu hann.
Ekki ber að skilja orð mín svo að
Eika hafi ekki verið ljúft að segja frá
æsku sinni og uppvexti. Sjálfur iðr-
ast ég þess einungis núna að hafa
ekki verið iðnari að spyrja hann. Þó
er það svo að vitneskja hans og
þekking á lífsstriti Jökuldælinga á
fyrri hluta þessarar aldar er sem
betur fer ekki glötuð: um það leyti er
fór að líða að starfslokum Eika í
Mjólkurstöðinni - þar sem hann
vann hátt á þriðja tug ára - hafði
þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins
uppi á honum og fékk hann til að
svara spurningaskrám um hvaðeina
er laut að lífsháttum og venjum fólks
á æskuslóðum hans. Hallgerður
Gísladóttir minjavörður hefur sagt
mér að í safninu séu varðveitt svör
hans við rúmlega þrjátíu spuminga-
skrám af þessu tagi auk fleira smá-
legs. Sem dæmi um þennan verð-
mæta sjóð upplýsinga segir hún mér
að hann hafi svarað spumingum um
„veðurspár, vegi og vegagerð, torf-
skurð og móverk, þulur og gátur,
eldishesta, drauma, ferðalög, hrein-
gerningar og þvotta, hreinlætí og
heilsufar, hundinn, auðkenni hús-
dýra, matarhætti, tónlist, lestur og
skrift, bfla, áhugaljósmyndara, sauð-
fjárhirðingu, sauma, meindýr, átta-
táknanir, rústir, huldufólk, lýðveldis-
hátíðina og fleiri slíkar hátíðir, mat-
seljur, veiðar í ám og vötnum, vest-
urheimsferðir, náttúrahamfarir,
vegavinnu og tóbakshætti".
Mér er kunnugt um að Eiki hafði
mikið yndi af að dunda við þessar
skriftir sem hófust 1982 en síðustu
skránni svaraði hann síðastliðið sum-
ar. Ég hygg að það hafi verið mikið
gæfuspor fyrir bæði, móður mína og
Eika, þegar þau ragluðu saman reyt-
um sínum um miðjan sjötta áratug-
inn. Þau áttu vel skap saman og sam-
búð þeirra var einstaklega Ijúf. Að
glaðværð og spaugsemi fiátöldum
vora aðrir mannkostir í fari Eika sem
birtust mér æ skýrar sem ég kynntist
honum betur: heiðarleiki, einlægni og
traust vinarþel. Að ótöldu æðruleysi
hans þegar á móti blés. Það varð hon-
um ábyggilega mikið áfall þegar móð-
ir mín dó í september 1995. En hann
bar harm sinn í hfjóði. Og meira en
það: það var eins og sorgin og ein-
manaleikinn efldu hann og styrktu.
Hann fór að sækja og taka þátt í fé-
lagsstarfi aldraðra í félagsmiðstöðinni
Gerðubergi þar sem starfsfólkið
sýndi honum einstaka hlýju og um-
hyggjusemi. Fyrir það ber að þakka
fyrir hönd ættingja hans og vina og
ekki síður nágrönnum hans í Þórufelli
2 sem reyndust honum stoð og stytta
í hvívetna síðustu árin. Það kemur
mér ekki á óvart að þetta fólk minnist
Eika af söknuði og með þakklátum
huga. Allir sem kynntust þessum
hugljúfa dreng þáðu að minnsta kost
jafn mikið og þeir gáfu.
Kvöldið sem Eiki dó var hann á
leið heim úr afmælisfagnaði hjá móð-
ur nágrannakonu sinnar í Þórufelli.
Nokkrir vinir hans vora að fylgja
honum heim á leið þegar kallið kom.
Mig langar að ljúka þessum fátæk-
legu orðum með því að þakka þeim
fyrir einstaka hlýju þeirra og um-
hyggju. Hvað er fegurra en að fá að
kveðja þennan heim eftir glaðværa
stund í góðra vina hópi, umvafinn
vinarþeli? Eiki var sáttur við lífið
þegar hann dó. Oftar en einu sinni
gaf hann í skyn við mig að hann
hlakkaði til að fá að leggjast til
hinstu hvíldar við hlið móður minnar
í Grafarvogskirkjugarði.
Ég þakka góð kynni við góðan
dreng.
Franz Gíslason.
Kæri frændi. Þú kvaddir eins og ég
held að þú hefðir óskað þér. í hópi
góðra vina á gleðistundu. Þú hafðir
verið í áttræðisafmæli ásamt Ingi-
björgu vinkonu þinni og fjölskyldu
þegar kallið kom. Þú varst 83ja ára
gamall, þokkalega hraustur og sáttur
við Guð og menn, en saknaðir sárt eig-
inkonu þinnar, Lóu, sem farin var á
undan þér rúmum tveimur áram áður.
Þegar þú ert horfinn koma upp í
hugann margar góðar minningar um
samverastundir liðinna ára. Heimili
þitt og Lóu stóð alltaf opið okkur
systkinunum. Þetta nýtti maður sér
óspart á þeim áram þegar verið var
að læra að standa á eigin fótum í
henni Reykjavík. Ég man hvað gott
var að koma við á Nönnugötunni,
einkum þegar nálgast tók mánaða-
mót og gleymst hafði að hugsa fyrir
frumþörfinni, að borða. Eg held,
Eiki, að þú hafir haft dálítið gaman
af þessum heimsóknum, þvi auðvitað
sástu í gegnum mann, en góðsemi
þín og glettni sá til þess að okkur
fannst eins og við hefðum einmitt
verið boðin til þessarar veislu. Samt
var ég alltaf dálítið feimin við þig
þegar ég var ung, fannst þú kannski
fremur fámáll þótt stutt væri kímnis-
glampann i augunum. En nú í dag og
reyndar löngu áður lærði ég að meta
þitt hægláta fas. Þú hafðir þitt skap,
þú hafðir þína skoðun og umfram allt
þessa góðsemi og glettni, sem var
þitt aðalsmerki. En allt var þetta á
lágu nótunum, þú hafðir aldrei hátt.
Eiki frændi. Ég og fjölskylda mín
munum sakna þín. Þú hefur verið
hluti af lífi mínu í langan tíma, einnig
bama minna. Það verður dálítið
skrýtið næsta aðfangadag þegar
enginn Eiki kemur með pakka og
dempar niður jólastressið með róleg-
heitum sínum.
Ég og fjölskylda mín sendum
Gissuri og öðram aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt“
Þín systurdóttir,
(V. Briem.)
Birna.
Það var að morgni sunnudagsins
8. mars að okkur bárast þær
sorgarfréttir að elskulegur bróðir og
frændi, Ragnar Eiríkur, hefði þá um
nóttina kvatt þennan heim. Við
minnumst Eika sem glaðlynds og
hjartagóðs manns sem ávallt var
tilbúinn að rétta hjálparhönd og
stutt var í hláturinn þegar hann var
nærri.
Nú þegar við kveðjum þennan
sómadreng, og hann heldur á vit
nýrra heimkynna, er söknuður í
huga okkar, en vitum þó að hans
bíður góð vist í faðmi drottíns.
Við þökkum honum samverana í
þessu lífi og biðjum Guð að styrkja
eftirlifandi ættingja hans.
Anna Bjömsdóttir,
Guðrún Helgadóttir,
Anna Kristbjörg Jónsdóttir.
Sérfræðingar
i l)lómaskrevtinj>um
\ i<l (ill tækifæri
1 V^blómaverkstæði I
1 Binna I
Sk(')la\drfíusli” 12,
á hurni Bergstaða.stra-ti.s,
sími 551 9090
+
Útför móður minnar,
MAGDALENU ZAKARÍASDÓTTUR
frá Smiðjuhóli,
síðast til heimilis
f Heiðargerði 18, Akranesi,
sem lést miðvikudaginn 11. mars sl., fer fram frá Borgarneskirkju föstu-
daginn 20. mars kl. 14.30.
Bióm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er
bent á Sjúkrahús Akraness.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Jóhann Pálsson.
Ástkær móðir okkar,
ÞURÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Bólstaðarhlfð 41,
Reykjavfk,
sem andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
11. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. mars kl. 13:30.
Bjarni H. Jóhannsson,
Una S. Jóhannsdóttir,
Skúli H. Jóhannsson,
Ómar H. Jóhannsson,
og fjölskyldur.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EIRfKUR E. KRISTJÁNSSON,
frá Súgandafirði,
er lést föstudaginn 13. þ.m., verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju á morgun fimmtudag-
inn 19. mars kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Hervald Eiríksson, Kristrún Skúladóttir,
Guðrún Ragnhildur Eirfksdótttir, Jónas A. Aðalsteinsson,
Trausti Eirfksson,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs
og afa,
ÞÓRARINS B. ÓLAFSSONAR
yfirlæknis,
Smáragötu 10,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
Grensásdeild og Landspítalanum, sem á síðasta ári og þessu önnuðust
hann af alúð í veikindum.
Björg Ólafsson,
Oddrún Kristfn Þórarinsdóttir,
Geir Þórarinn Þórarinsson,
Erla Þórarinsdóttir,
Þóra Þórarinsdóttir, Oddur Hermannsson,
Guðmundur Helgi Þórarinsson, Laufey Sveinbjörnsdóttir,
Þóroddur Þórarinsson,
Skúli Ólafsson, Sigrún Ragnarsdóttir,
Elísabet Ólafsdóttir Paulson, Olaf Paulson
og barnabörn.
t
Eftir andlát og jarðarför
AÐALBJARGAR VILFRÍÐAR
KARLSDÓTTUR,
sendum við, eiginmaður hennar, böm, tengda-
böm, bamaböm, bræður og mágkona, öllum
þeim sem kvöddu hana við útför, eða minntust
hennar með blómum, minningargjöfum og
skeytum, okkar innilegustu þakkir fyrir einlæga
vináttu og samúð.
Ólafur Halldórsson,
Lilja Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Jón Gestur Guðmundsson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir,
Ólafur Daði Helgason, Ása Björk Valdimarsdóttir,
Karl Ólafsson, Helga Steingerður Sigurbjörnsdóttir,
Guðmundur Karl Karlsson, Ólafur Örn Karlsson,
Sigurbjörn Viðar Karlsson, Grfmur Steinn Karlsson,
Karl Emil Karlsson,
Gunnar Sigurbjörn Karlsson,
Georg Jón Karlsson, Jónína Málmfrfður Sigtryggsdóttir.