Morgunblaðið - 18.03.1998, Qupperneq 38
*l 38 MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BIRGIR
ÞOR VALDSSON
+ Birgir Þorvalds-
son fæddist í
Reykjavík 2. nóvem-
ber 1925. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 7. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Þorvald-
ur R. Helgason, skó-
smíðameistari í
Reykjavik, f. 3. okt.
1893, d. 26. nóv.
1974, og Kristín Sús-
jgT anna Elíasdóttir, f.
11.7. 1897 í Stykkis-
hólmi, d. 22. okt.
1985. Systkini hans
eru Anna Svandís, f. 15. aprfl
1919, d. 10. aprfl 1941; Helgi, f. 2.
aprfl 1923, d. 3. mars 1983; Elías,
f. 13. júní 1927, d. 29. júní 1976;
og Erla, f. 9. nóv. 1931.
Birgir var tvíkvæntur. Hann
kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur,
fv. iðnrekanda, f. 26. nóv 1932 í
Reykjavík, 29.1. 1955. Þau skildu
1976. Þau eignuðust tvær dætur:
1) Kristínu S., kerfisfræðing, f. 29.
sept. 1955. Hún er gift Jóni S.
Kjartanssyni hljóðmanni. Barn
þeirra er Bergrún Ósk, f. 28. okt.
1994. 2) Guðrún, framreiðslumað-
ur, f. 29. jan. 1962. Giftist Snorra
Jóhannssyni, matreiðslumanni,
31. jan. 1987, þau skildu 1995.
Börn þeirra eru: Birgir Rafn, f. 7.
mars 1984, Ragnheiður Thelma, f.
24. feb. 1986, Viktor Már, f. 13.
jan. 1992, og Kara Lind, f. 6. maí
1994. Seinni kona Birgis var
Helga Ásgeirsdóttir, f. 26. nóv.
1936, þau skildu. Birgir átti dótt-
ur, Birnu, sem er þroskaþjálfi, f.
11. ágúst 1952. Móðir hennar er
_g, Ástríður Hannesdóttir. Dætur
Birnu eru Ástríður Dóra Kjart-
ansdóttir, f. 13. júní 1974, hennar
sonur er Bjami Geir Lúðvíksson,
f. 7.2. 1994, og Bergþóra Guðna-
dóttir, f. 23. okt. 1978.
Birgir lauk námi í
Iðnskólanum í
Reykjavík og sveins-
prófi í plötu- og ketil-
smíði 1945, var við
framhaldsnám við
Teknologisk Institut í
Danmörku 1948-50,
lauk prófi í rafsuðu
málma hjá ESAB í
Kaupmannahöfn, vél-
stjóraprófi frá Vél-
skóla íslands 1953 og
rafmagnsdeild 1954.
Hann sótti sex mán-
aða námskeið hjá
MAN-verksmiðjunum í Augsburg
í Þýskalandi. Hann var aðstoðar-
vélstjóri hjá Eimskipafélagi Is-
lands hf. til 1958, stofnaði Vél-
smiðjuna Járn hf. ásamt fleirum,
en varð einkaeigandi hennar
1962. Frá 1966 til um 1980 rak
hann Runtal-ofna ásamt konu
sinni Guðrúnu Einarsdóttur.
Hann var matsmaður borgarfó-
geta í jámiðnaði um skeið, próf-
nefndarmaður í sömu grein í sex
ár, varaformaður meistarafélags
járniðnaðarmanna. Síðastliðin tíu
ár leysti hann af sem yfirvélstjóri
á ýmsum togurum og hjá Land-
helgisgæslunni. Birgir var mjög
virkur félagi í KR alla sína tíð.
Hann byijaði ungur að stunda
hnefaleika og stundaði þá þar til
þeir vom bannaðir. Hann varð Is-
landsmeistari í léttvigt og velti-
vigt og var formaður hnefaleika-
deildar um tíma. Hann var ritari í
stjórn KR í tólf ár og einn af
stofnendum badmintondeildar fé-
lagsins. Einnig tók hann virkan
þátt í starfi Lionshreyfingarinnar
og Frímúrarareglunnar á íslandi.
Utfor Birgis fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
Það fékk á mig þegar ég heyrði
af andláti Birgis Þorvaldssonar.
Þessi stóri og þrekvaxni maður,
kátur og kraftmikill, var ekki lík-
legur til að falla í valinn. Hann hef-
ur verið samferðamaður minn svo
lengi að það er eins og kippt sé
burtu einu tré, stórum og sterkum
trjástofni, úr þeim fjölskrúðuga
garði sem við höfum, vesturbæing-
amir, unað okkur svo lengi í. Það
er fátæklegra um að litast, garður-
inn verður aldrei eins, jafnvel þótt
ný tré eigi eftir að vaxa, þar sem
Birgir stóð.
Jú, rétt er það að Birgir bjó ekki
alltaf í vesturbænum, en þar var
hann fæddur og uppalinn, sonur
Dengsa skóara á Vesturgötunni, og
jafnvel þótt í honum hafi verið
flökkukind eins og öðrum, slitnuðu
aldrei ræturnar við gamla góða
I
í
i
/
j
r
i
%
+
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RANNVEIG ALDA HANNAH,
Meistaravöilum 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð.
Ágústa H. Pálsdóttir, Páll Sigurjónsson,
Rannveig Pálsdóttir,
Mary Ann Enos,
Páll Enos,
Páll Andrés Lárusson, Anna Lísa Hauksdóttir,
Ágústa Alda Traustadóttir,
Anna Ósk Traustadóttir,
Júlíus Pálsson,
Sigursteinn Enos.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA RANNVEIG BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 19. mars kl. 13.30.
Sjöfn Axelsdóttir, Ólafur Bergsveinsson,
Gísli Axelsson, Sigrún Jónsdóttir,
Guðrún Flosadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
þjóðflokkinn vestur í bæ og jafn
ákafur og einlægur KR-ingur var
vandfundinn.
Þar lágu leiðir okkar Birgis sam-
an fyrir margt löngu. Reyndar man
ég fyrst eftir honum sem hnefa-
leikakappa inni í Hálogalandi, þar
sem hann vakti athygli sem glæsi-
legur ungur maður með fallegan
stíl og drengilegt viðhorf til keppn-
innar. Birgir var þekktur í boxinu
sem drengur góður, aldrei m'ðhögg,
aldrei rothögg, lét aldrei kné fylgja
kviði og fékk jafnan viðurkenning-
ar og verðlaun fyrir fegurð og hátt-
vísi í framgöngu sinni sem kepp-
andi.
Samt var hann harður af sér,
karlinn, og þegar hann gerðist at-
vinnurekandi og rak um árabil fyr-
irtæki sitt Járn hf. gekk hann und-
ir nafninu jámkarlinn, vegna dugn-
aðar, ósérhlífni og hreysti. Var
hann umsvifamikill á þeim árum,
höfðingi til orðs og æðis, maður
sem eftir var tekið og um var talað.
Seinna réðst hann í innflutning
og smíði Runtal-ofna, með þáver-
andi konu sinni, Guðrúnu Einars-
dóttur, ættríkri konu og glæsilegri,
og sópaði að þeim hjónum.
Ekki kann ég þá sögu hvernig
þau umsvif runnu út í sandinn í
tímans rás, en grun hef ég um að
þar hafi stórhugur, áhætta og ör-
læti Birgis ráðið of mikið ferð,
enda verður aldrei af Birgi Þor-
valdssyni skafið að hann sigldi
þöndum seglum og bauð svaðilför-
um og áskorunum birginn og sút-
aði ekki þegar brimlent var.
Alltaf var hann jafn léttur í lund,
bjartsýnn, glaðbeittur, hress. Á
seinni hluta ævi sinnar fór hann á
sjóinn, ýmist í vél, kokkur eða há-
seti og tók aldrei niður fyrir sig.
Alltaf sami Biggi og svo kom hann
í land og sótti völlinn og hrópaði
áfram KR og þar sló hjarta hans,
því hann var í vesturbæjarþjóð-
flokknum, hvar sem hann bjó og
hvar sem hann ílengdist.
Við Birgir urðum vinir þegar
hann sat í stjómum og gegndi far-
arstjórastöðum í KR hér fyrr á ár-
um og hann smitaði út frá sér með
kappi og áhuga og útgeislun, sem
birtist í skælbrosandi andlitinu,
miklu fasi og sterkri nærveru.
Birgir var hraustmenni, bæði í
æði og útliti. Boxarartýpa af guðs
náð. Biggi box var hann stundum
kallaður. Hraðmæltur, fljóthuga,
hvatvís. Skapmitóll en skapgóður.
Kappsfullur en drenglundaður með
afbrigðum. Tröll að vini. Æðruleysi
var hans einkenni og alltaf fannst
honum jafn gaman að lifa, hversu
margir leikir sem töpuðust. Við
vinnum bara næst, sagði Birgir og
brosti út að eyrum. Og næst þegar
sigur vannst, kættist minn maður
og lék á als oddi. Þá var veisla í bæ.
Birgir var jafnaðarmaður og
prýddi oft framboðslista Alþýðu-
flokksins og lét þann flokk njóta
rausnar sinnar og atbeina og þar
sem annars staðar, hvikaði hann
ekki frá uppruna sínum og rótum.
Hann var trygglyndur maður og
traustur og jafnvel þegar mótlæti
og einsemd sóttu á hann, var Birg-
ir ætíð samur við sig. Trúr sér og
sínum. Ég hitti hann suður á Kefla-
víkurflugvelli í síðasta mánuði þar
sem hann var á leiðinni til Kanarí,
hress og kátur og eins og jafnan
var glatt á hjalla og mitóð hlegið og
kveðjum kastað um að hittast á
vellinum í vor.
Aftur hittumst við í góðra vina
fundi, þremur dögum fýrir andlát
hans. Fullur gleðskapar og eftir-
væntingar fyrir sumarið. Orlögin
hafa hagað því svo að það á ekki
fyrir Birgi að liggja að fylgja félag-
inu sínu yfir til næstu aldar né
heldur að fagna sigrunum í sumar.
En hann hefur markað sín spor
og hans saga mun geymast, í skin-
um og skúrum síns fornfræga fé-
lags og við, gömlu félagamir, mun-
um skála fyrir minni hans, þegar
sá stóri verður í höfn. Ég þakka
mínum góða vini langa og
skemmtilega samfylgd.
Ellert B. Schram.
Það er stutt bil á milli lífs og dauða,
það sjáum við þegar góðvinur okk-
ar KR-inga, Birgir Þorvaldsson, er
dáinn. Hann var með okkur í KR-
heimilinu á fostudagskvöldi fyrir
liðlega viku, hress og kátur að
vanda, en tveimur dögum síðar var
hann látinn.
Birgir kom ungur í okkar félag
af Vesturgötunni, frá mitólli KR-
fjölskyldu og fór í hnefaleikadeild
sem þá var starfandi. Hann var eitt
mesta efni í hnefaleikum á Islandi í
þá daga, margfaldur Islandsmeist-
ari í sínum þyngdarfloktó. Birgir
var snöggur og harður boxari en
þó alltaf mjög drengilegur. Eftir að
hnefaleikar voru bannaðir á Islandi
fór hann að vinna fyrir aðrar deild-
ir félagsins. Þar á meðal tók hann
þátt í að stofna badmintondeildina,
en hans aðaláhugamál var katt-
spyma. I stjóm knattspymudeild-
ar var Birgir í mörg ár og sinnti
störfum fyrir hana af miklum
áhuga.
Á kveðjustund em Birgi Þor-
valdssyni þökkuð góð störf sem
hann vann fyrir KR og verður hans
ævinlega minnst sem góðs félaga.
Knattspynufélag Reykjavíkur
sendir ættingjum Birgis einlægar
samúðarkveðjur.
Kristinn Jónsson,
formaður KR.
Vinur minn Birgir Þorvaldsson,
fyrrum forstjóri Runtalofna hf., er
látinn 72 ára. Eins og of oft vill
verða höfðu fundir okkar strjálast
með aldrinum og of langt um liðið
frá síðasta símtali. Við Birgir
kynntumst fyrir 27 ámm, nánar til-
tetóð síðla árs 1970. Þá fól hann
mér ákveðið verkefni hjá
Runtalofnum og hófst það snemma
á árinu 1971. Það varð jafnframt
mitt fyrsta stórverkefni á sviði
stópulags- og framleiðslutækni og
með fyrstu verkefnum sinnar teg-
undar í íslenskum málmiðnaði þar
sem fyrirtæki var endurstópulagt á
öllum sviðum frá grunni og upp úr.
Það eitt lýsir Birgi vel; - hann var
einn af frumkvöðlum nýrra vinnu-
bragða; nýs hugsunarháttar og
nýrrar tækni enda vel menntaður á
sínu sviði. Birgir skrifaði þannig
merkilegan kafla framfaraskeiðs í
sögu framleiðsluiðnaðarins en það
var hins vegar ektó baráttumönn-
um eins og honum að kenna að ís-
lenskan iðnað nánast dagaði uppi í
kjölfar EFTA-aðildarinnar upp úr
miðjum 8. áratugnum - það hefur
þegar verið fært á afrekaskrá
stjómmálamanna.
Birgir vissi hvað hann söng: Eft-
ir endurskipulagninguna jókst
framleiðsla Runtalofna um 52% á
síðari helmingi ársins 1971 og inn-
an árs hafði framleiðslan tvöfaldast
með sömu 22 starfsmönnum og í
sömu húsakynnum og um 130% á
miðju ári 1974. Lykillinn var tækni
sem jók afköstin og bónuskerfi sem
tryggði starfsmönnum sinn skerf
af aukinni framleiðni. Fyrirtætó
Birgis fékk sérstaka viðurkenn-
ingu frá Runtalsamsteypunni í
Sviss fyrir mesta framleiðsluaukn-
ingu á einu ári af 23 Runtal verk-
smiðjum í heiminum.
Birgir Þorvaldsson lauk sveins-
prófi í plötu- og ketilsmíði árið
1945. Hann hóf nám í Vélskóla ís-
lands, lauk vélstjóraprófi 1953 og
prófi úr rafmagnsdeild Vélskólans
ári síðar. Hann hafði því ótakmörk-
uð vélstjóraréttindi og hafði siglt
sem vélstjóri á farskipum um
nokkurra ára skeið þegar hann
stofnaði ásamt öðrum vélsmiðju í
Reykjavík.
Á árinu 1964 samdi Birgir við
danskt fyrirtæki um framleiðslu-
leyfi á Islandi fyrir nýja einkaleyf-
isvemdaða miðstöðvarofna úr flöt-
um stálrörum sem hannaðir höfðu
verið af Runtal í Sviss. Hann var
ektó nema 10 daga að ganga frá
málinu, stofnaði nýtt fyrirtæki og
byrjaði að smíða ofna í 60 fermetra
bflskúr neðan við Síðumúla 15 í
Reykjavík. Birgir hefur sagt frá
því að illa hafi gengið að selja
framleiðsluna í fyrstu, samkeppnin
hafi verið mikil og hans ofnar alltaf
dýrastir og það hafi ektó verið fyrr
en hönnuðir og húsbyggjendur hafi
áttað sig á séreinkennum vörunnar
að salan tók við sér og svo um
munaði. Fljótlega var Birgir kom-
inn í nýtt og stærra húsnæði, hafði
lagt undir sig tvær og hálfa hæð í
Síðumúla 27 auk þess að eiga aðild
að ofnaverksmiðjum í Keflavík og á
Akureyri. Við uppbyggingu fyrir-
tætósins, sem var mikil og hröð,
höfðu þau unnið samhent, Birgir
og þáverandi eiginkona hans Guð-
rún Einarsdóttir, bæði forkar dug-
legir. Þegar ég kynntist Birgi vom
þau Guðrún nýlega skilin og það
fór ekkert fram hjá manni að þetta
var erfitt tímabil hjá Birgi þótt
hann væri ólíklegastur manna til
að barma sér. Þegar þurfti að ræða
alvarleg mál vegna framleiðslunn-
ar eða rekstursins var ektó sest
niður við fundarborð - fundir og
svoleiðis fígúmgangur var ekki
stíll Birgis þótt hann væri einn
reglusamasti maður í sambandi við
bókhald og gagnavörslu sem ég hef
kynnst. Þess í stað fómm við sam-
an í bfltúr upp í hesthús eða upp í
Kollafjörð eða á Kjalames, eftir
því hvar hann hafði hrossin sín þá
stundina, ræddum málin á leiðinni
og hann gat hitt þessa vini sína
sem komu skokkandi jafnvel langt
að þegar þeir fengu veður af hon-
um.
Birgir Þorvaldsson var sterkur
og sérkennilegur persónuleiki,
hrókur alls fagnaðar, frjálslegur í
fasi; feimni átti hann ekki til og
gat stundum virkað hrjúfur. Hann
var ekki allra, eins og sagt er.
Þótt hann væri fylginn sér og
drífandi var hann undir niðri ljúf-
lingur sem ekkert aumt mátti sjá,
vinur vina sinna og hjartalagið
gott. Skemmtilegur með afbrigð-
um, sérstaklega var gaman að
hitta með honum kunningja hans
erlendis hvort sem það var í
Tomastown í Kilkenny á Irlandi,
uppi í Dölunum í Svíþjóð, í Kaup-
mannahöfn eða í Grobbendonk í
Belgíu. í augum þeirra var Birgir
ímynd víkingsins; stór, sterkur og
glaðsinna - glæsilegur höfðingi
sem hvarvetna sópaði að og það
duldist manni ekki hver dagamun-
ur þeim var að því að hitta hann.
Ég minnist þess að sumt var
Birgi heilagra en annað. Aldrei
man ég eftir að hann væri svo
störfum hlaðinn eða upptekinn að
móðir hans, Kristín Élíasdóttir,
hefði ekki algjöran forgang; fyrir
hana vildi hann allt gera sem
hann gat. Og hann var einn mesti
KR-ingur sem ég hef kynnst; var
m.a. ritari í stjórn KR í meira en
áratug og var í því af lífi og sál
enda var hann aldrei hálfvolgur í
neinu sem hann tók sér fyrir
hendur. I þriðja lagi var hann
jafnaðarmaður, krati eins og þeir
gerast mestir og auk þess fæddur
hestamaður.
Hann hafði „humor“ eins og
Danskurinn segir, gat gert botn-
laust grín að öllu, ekki síst að
sjálfum sér þannig að maður gat
bókstaflega grenjað af hlátri. En
Birgir gat líka verið stríðinn
þannig að maður þurfti að vara
sig á honum. Smám saman lærðist
manni að þótt hann væri alvaran
uppmáluð mátti stundum greina
glampa prakkaraskapar í augun-
um og þá var eins gott að hafa
varann á. Og aðra eins prakkara
saman hef ég aldrei séð og þá
Birgi og Sigtrygg Stefánsson
heitinn á Akureyri, jafnvel stein-
runnið fólk hló dátt að uppátækj-
unum. „Lífið er undarlegt ferða-
lag,“ segir í kvæði Tómasar. Það
skiptast á skin og skúrir eins og
gengur hjá okkur öllum. Því
skiptir svo miklu máli að njóta
björtu hliðanna, oma sér við góð-
ar minningar.
Um leið og ég kveð þennan
góða dreng og þakka honum fyrir
vinskapinn og samverustundirnar
sem hefðu mátt vera fleiri votta
ég dætrum hans og öðrum að-
standendum samúð mína.
Leó M. Jónsson.