Morgunblaðið - 18.03.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1998 41
FRÉTTIR
Sýningin
Matur ‘98
hefst á
morgun
MATVÆLASÝNINGIN Matur ‘98
verður sett fimmtudaginn 19. mars kl.
16 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópa-
vogi. Að sýningunni standa Atvinnu-
málanefnd Kópavogs, Hótel- og mat-
vælaskólinn, Ferðamálaskólinn,
Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæð-
isins og fagfélög í matvælaiðnaði.
Matur ‘98 er tviþætt sýning: Opn-
unardagurinn 19. mars er fyrir sér-
staka boðsgesti og viðskiptavini
sýnenda en dagana 20.-22. mars er
sýningin opin almenningi. Matm- ‘98
er sölusýning og er sérstaklega ætluð
þeim sem á einhvem hátt starfa í
tengslum við matvæh og gisti- og
ferðaþjónustu.
Sýningin verður í Smáranum og
Hótel- og matvælaskólanum við
Digranesveg.
A sýningunni er m.a. að finna ís-
lensk og erlend matvæli, allt sem við-
kemur kjötiðnaði, fisk, brauð og kök-
ur, sælgæti, ávexti og grænmeti,
drykkjarvörur, mjólkurvörur, vítamín
og bætiefni, vélai' og tæki til matvæla-
vinnslu, umbúðir fjrir matvæli, upp-
lýsingar um ferðaþjónustu og mennt-
un í ferða-, hótel- og matvælagrein-
um.
Á Mat ‘98 verður í fyrsta sinn á
matvælasýningu hérlendis fjallað sér-
staklega um mat í tengslum við ferða-
þjónustu. Kynnt verður þjónusta við
ferðafólk og Ferðamálaskólinn kynnir
starfsemi sína. Einnig verður fjallað
sérstaklega um vínmenningu á efri
hæð Smárans og haldið málþing um
gamlar íslenskar matarvenjur.
Matvælakeppni fagfélaga verður
haldin samhliða sýningunni. Keppt
verður um íslandsmeistaratitilinn í
kökuskreytingum og titlana Mat-
reiðslumaður ársins og Framleiðslu-
maður ársins. Keppnir bakaranema
og kj öti ðnaðamema verða háðar. Is-
lenskir kjötdagar verða einnig á dag-
skrá.
Málþing um sið-
fræði og sam-
visku
ALÞJÓÐA Sam-Frímúrarareglan Le
Droit Humain efnir til opins málþings í
þingsöium Hótels Loftleiða laugardag-
inn 21. mars um efnið: Siðfræði og
samviska.
Málþingið hefst kl. 9.30 með ávarpi
dr. Njarðar P. Njarðvík, prófessors, og
því lýkur með pallborðsumræðum og
þingslitum kl. 16.45.
Fluttir verða fjórir fyrirlestrar: Þor-
steinn Gylfason, prófessor: Siðferði og
samviska, Guðrún Agnarsdóttir, lækn-
ir: Siðfræði þjóðfélagsins, dr. Gunnar
Kristjánsson, prófastur: Samviska
kristins manns, og Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti Aiþjóðaráðs UNESCO
um siðferði í vísindum og tækni: Siðvit-
und og aukin þekking. Á eftir hveiju
erindi verða fyrirspumir og svör.
Ráðstefnustjóri er Kristín Jónsdótt-
ir, menntaskólakennari. Málþingið er
öllum opið og er þátttökugjaid 1.000
kr.
Fyrirlestur um
heilsu, næringu
ogjóga
JÓGAMEISTARINN Shanti Desai
flytur opinn fyrirlestur um heilsu og
næringu í Yoga
Studio Hátúni 6a,
fimmtudagskvöldið
19; mars, klukkan
20.
Shanti Desai er
jógameistari með
yfir 45 ára reynslu
af ástundun og
kennslu jóga, segir
í frett frá Yoga
Studio. Hann er einnig efnafræðing-
ur og næringafræðingur með MSc-
gráðu í lífrænni efnafræði.
í fyrirlestrinum mun Shanti Des-
ai fjalla um mataræði, heilsu og
næringarfræði frá sjónarhóli jóga.
Kynnt verður notkun fæðubótarefna
og leiðir til að hreinsa líkamann,
auka mótstöðuafl líkamans og losa
hann við ýmis eiturefni sem tekin
eru inn með fæðunni.
Einnig gefst tækifæri til að koma
á framfæri fyrirspumum. Aðgangs-
eyrir er kr. 1800.
Mömmu-
morgnar 10 ára
MÆÐUR og börn þeirra hittast í fé-
lagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnar-
firði á miðvikudögum milli kl. 10-12.
Mæðurnar spjalla saman og hlusta á
fræðsluerindi meðan börnin föndra
eða leika sér með aðstoð leiðbein-
anda. Mömmumorgnar Vitans eru
þeir fyrstu hér á landi og hafa verið
starfræktir í 10 ár líkt og Vitinn.
„Þegar til stóð að opna Vitann
birtist grein Svanhvítar Aðalsteins-
dóttur um kosti þess að bjóða heima-
vinnandi mæðram upp á samveru-
stund í nýrri félagsmiðstöð bæjar-
búa. Margrét Sverrisdóttir, for-
stöðumaður Vitans, stóð með Svan-
hvíti ásamt hópi kvenna að því að
gera þessa hugmynd að veruleika. í
dag, 10 árum síðar, hefur
mömmumorgnahugmyndin orðið að
raunveruleika um land allt, segir í
frétt frá Vitanum.
I tilefni af afmælinu verður sér-
stakur afmælismorgunn miðviku-
daginn 10. mars milli kl. 10 og 12 og
verður boðið upp á afmælisköku frá
Kökumeistaranum og afmælisdag-
skrá. Öllum Vitamömmum fyrr og
síðar er boðið að mæta og eiga
ánægjulega samverustund.
Myndakvöld frá
Færeyjum og
Skotlandi
FERÐAFÉLAG íslands efnir í
kvöld, miðvikudagskvöldið 18. mars,
til myndakvölds í sal Ferðafélagsins
í Mörkinni 6.
Fyrir hlé sýnir Kristján M. Bald-
ursson myndir frá fyrstu Færeyja-
ferð Ferðafélagsins er fai-in var á
síðastliðnu sumri. Þetta var fjöl-
breytt ferð þar sem var ekið, gengið
og siglt og verður ný ferð þangað í
sumar.
Eftir hlé mun Ingi Sigurðsson
sýna myndir frá Skotlandi og kynna
ferð þangað 7.-17. ágúst. Báðar
þessar ferðir era í samstarfi við
Vestfjarðaleið.
Myndakvöldið er öllum opið, fé-
lögum sem öðrum. Kaffiveitingar í
hléi.
Erindi um
drottningar og
skjaldmeyjar
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar með Agnetu Ney, sagn-
fræðingi, miðvikudaginn 18. mars
kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26.
Agneta heldur erindi sem hún kall-
ar: Drottningar og skjaldmeyjar:
athugun á frásögnum af konum á
þjóðflutningatímanum í goðsögn-
um og sögulegum heimildum.
Agneta Ney er lektor við Há-
skólann í Gávle í Svíþjóð, en hefur
yerið gistifræðimaður við Háskóla
íslands í vetur. í erindinu fjallar
hún um frásagnir af konum sem
brjóta gegn hefðum samfélagsins
og ganga í hlutverk karlmanna. At-
hugun hennar á norrænum og
frönskum miðaldaheimildum af-
hjúpar afstöðu karla og kvenna í
eldri samfélögum. Samanburður á
konum í goðsögnum og sögulegum
heimildum verður rakinn með
dæmum, t.d. af konum sem klæðast
karlmannsfötum, samræðu karla
og kvenna og konum sem bera
vopn. Þessi dæmi eru vísbendingar
um brot gegn einu af grundvallar-
lögmálum miðaldasamfélagins sem
var að viðhalda skýrum greinar-
muni milli kynjanna.
Fundurinn er öllum opinn meðan
húsrúm leyfir. Eftir framsögu
Agnetu verða almennar umræður
og léttar veitingar í boði.
Örlagasaga
vesturfaranna
kynnt
GUÐJÓN Amgrímsson blaðamað-
ur mun fjalla um bók sína Nýja ís-
land; örlagasaga vesturfaranna í
máli og myndum, á vegum Vináttu-
félags íslands og Kanada fimmtu-
dagskvöldið 19. mars kl. 20.30 í
Lögbergi, Háskóla íslands, stofu
102.
Síðan mun Reynir Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Þjóðræknisfé-
lags Islendinga, kynna starfsemi
þess.
Fundurinn er öllum opinn og að-
gangur ókeypis.
Gengið yfir nes
á milli fjarða
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð miðviku-
dagskvöldið 18. mars milli Kolla-
fjarðar og Skerjafjai’ðar um leið og
gengið verður umhverfis Vesturbæ-
inn.
Farið verður frá Hafnai-húsinu kl.
20 upp Grófina með Tjörninni og um
Háskólahverfið suður í Skerjafjörð
og strandstígnum fylgt út undir
Lambastaði. Síðan yfir gamla Eiðis-
grandann og með ströndinni og
Röng mynd í umsögn
í MYNDLISTARUMSÖGN Braga
Ásgeirssonar, Þrír módernistar, í
blaðinu í gær, er talað um umskipti
við tilkomu pop-listarinnar og síðan
hugmyndafræðilegu listarinnar.
Þau urðu á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. í umsögninni birtist einnig
röng mynd af verki Elíasar B. Hall-
dórssonar og myndatextar víxluð-
ust. Rétt er að Einar Þorláksson
málaði Kulið svifar, sem er oha á
striga.
Hér birtist rétt mynd og beðist er
velvirðingar á þessari vitleysu.
Bamalist í Mjódd
í FRÉTT í blaðinu á föstudag, um
Barnalist í skiptistöð SVR í Mjódd,
hafnarbökkum að Hafnarhúsinu.
Litið verður inn í Hampiðjuna,
Grandagarði, í leiðinni. Allir eru vel-
komnir.
í Luxembourg.
Sýning á nýjum
ullarfatnaði
ÍSLANDSKYNNING á vegum
Flugleiða var haldin í Luxembourg
dagana 4.-8. mars. Þar sýndu Mód-
elsamtökin ullarlínuna 1998 frá
helstu framleiðendum ullariðnaðar-
ins þ.e.a.s. Foldu, Vöku, Saumastof-
unni Evu, ALB, M.A. Eiríkssyni,
Elvijó, Handprjónasambandinu, Is-
landia og einnig voru sýndir loðfeld-
ir frá Eggerti feldskera.
Miðvikudaginn 18. mars kl. 16 á
Hótel Loftleiðum ætla Módelsam-
tökin að sýna fatnaðinn sem sýndur
var í Luxembourg. Ailir sem hafa
áhuga á að sjá þessa sýningu eru
velkomnir.
láðist að geta þess að sýningin er
einnig í göngugötunni í Mjódd.
Bömin sem eiga verldn á sýning-
unni eru á leikskólunum Amarborg,
Bakkaborg og Fálkaborg.
Orðavíxl
í KVÆÐI Sigurgeirs Þorvaldsson-
ar, Til umhugsunar, víxluðust tvö
orð í einni ljóðlínunni. Þar með
rugluðust stuðlar og höfuðstafir og
að beiðni höfundar er kvæðið birt
hér aftur, og nú rétt. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
í eiturlyfjum er unglingum hætt
við alls konar bölvald að glíma
og úr þeirra málum fæst aldrei bætt,
því oft skortir peninga’ og tíma.
Shanti Desai.
Leiðrétt
ELÍAS B. Halldórsson: Blámannatrúboðið, akrýl á dúk.
HflfllARDORÐUR
ÍHætum öll á fund um nýja tkólattefnu
neó Birni Bjarnauini menntamálaráðherra
t veitin?aftaðnum Skútunni, Hóhhrauni 3, Hafnarfirði
ímtudaf (kvöldið 19. mart kl. 20.oo. .
uin bein
Mm rtttvr - aklur tltifMa