Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 ______________________________________MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa við g;jaldþrot Beðið eftir áliti EFTA HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur bíð- ur nú álits EFTA-dómstólsins í Lúx- emborg vegna prófmáls sem höfðað var vegna greiðslna úr ábyrgðasjóði launa við gjaldþrot. Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent dómstólnum sitt álit sem er í þá veru að verið geti að íslensk lög stangist á við ákvæði EES-samningsins. Konan sem höfðaði málið var gjaldkeri í fyrirtæki sem varð gjald- þrota en þar sem hún er systir aðal- eiganda fyrirtækisins átti hún ekki rétt á launagreiðslum samkvæmt 6. grein núgildandi laga um greiðslur við gjaldþrot úr ábyrgðasjóði launa. Konan vildi ekki una úrskurði ábyrgðasjóðs launa í þessa veru og höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Bar hún fyrir sig ákvæði í EES-samningnum sem fjalla um ábyrgðh' á launum við gjaldþrot fyrirtækis. Hér er um prófmál að ræða því spurt er hvort í íslenskum lögum sé að flnna svo þröng skilyrði fyrir greiðslum úr ábyrgðasjóði launa að þau uppfylli ekki ákvæði EES-samn- ingsins. Málið snýst um réttindi systkina í 6. grein núgildandi laga um ábyrgðasjóð launa er fjallað um þá sem ekki eiga rétt á launa- og orlofs- greiðsluréttindum við gjaldþrot fyr- irtækis. Þar kemur fram að þeir sem setið hafa í stjórn tiltekins fyrh’tækis eiga ekki rétt á greiðslum úr sjóðn- um. Jafnframt eiga þeir sem átt hafa 5% hlutafé í fyrirtækinu ekki rétt á slíkum greiðslum og hið sama gildir um framkvæmdastjóra fyrirtækisins eða aðra þá sem starfa sinna vegna hefðu klárlega átt að vita að gjald- þrot var yfirvofandi. Síðasti liður 6. greinar er sá er þetta mál snýr að en þar er tekið fram að makar ofangreindra aðila sem og ættmenni í beinan legg og makar þeirra eigi ekki rétt á greiðsl- um úr ábyrgðasjóði. Málshöfðandi átti því ekki rétt á greiðslum sökum skyldleika síns við eiganda fyrirtæk- isins sem um ræðir. Halldór Grönvold, starfsmaður ASÍ, sagði í samtali við Morgunblað- ið að menn hefðu greinilega gefíð sér að hagsmunatengslin væru þarna með svo augljósum hætti, og vit- neskja viðkomandi aðila slík, að ekki væri rétt að þeir nytu þessara rétt- inda. Þetta mat væri hins vegar ve- fengt með umræddri málsókn og þennan lið hefði Eftirlitsstofnun EFTA nú verið að leggja sitt mat á. Spurningin væri sem sé sú hvers vegna þessir aðilar (systkini og mak- ai' þeirra) skyldu ekki njóta þeirra réttinda sem launafólk almennt nyti. Halldór sagði að ábyrgðasjóðurinn gæti auðvitað ekki starfað á öðru en grundvelli íslenskrs réttai' þannig að þetta snerist um það hvort tilskipun Evrópusambandsins hefði verið gild- istekin með réttum hætti. „Það má auðvitað segja að ef dómstóllinn kemst að sömu niðurstöðu og eftir- litsstofnunin myndi það formlega séð klárlega kalla á endurskoðun þessar- ar löggjafar hér á landi.“ Almennt talað vekti þetta mál spurningar um hvernig tekist hefði til við gildistöku réttarreglna hérna heima við gildis- töku samningsins um evrópska efna- hagssvæðið og þeim samþykktum sem gerðar hafa verið í framhaldinu. Héraðsdómur ekki bundinn áliti EFTA-dómstóls Hannes Hafstein hjá Eftirlitsstoíh- un EFTA lagði áherslu á að Héraðs- dómur í Reykjavík hefði leitað eftir túlkun EFTA-dómstólsins á um- ræddri tilskipun EES-samningsins en að hann væri ekki bundinn þeirri túlkun, enda yrði hér einungis um álitsgefandi úrskurð að ræða. Hannes sagði að EFTA-dómstóllin byði jafn- an ýmsum aðilum að leggja fram til- lögur að því hvernig leyst skyldi úr svona málum og að Eftirlitsstofnun EFTA kæmi alltaf með slíkar tillög- ur. Það væri hins vegar dómstólsins að meta þessar tillögur áður en hann legði fram ráðgefandi álit. Myndlistarkona, flugumferðarstjóri, barþjónn og kennari Morgunblaðið/J úlíus ANNA María Geirsdóttir, María Dögg Hjörleifsdóttir og Dagný Indriðadóttir tilbúnar að leggja á Vatnajök- ul. Þórey Gylfadóttir, sem einnig tekur þátt í ferðinni, var fjarstödd er myndin var tekin. Vatnajökull æfing fyrir Grænlandsgöngu ANNA María Geirsdóttir, Dagný Indriðadóttir, María Dögg Hjörleifsdóttir og Þórey Gylfadóttir, sem hyggjast fara yfír Grænlandsjökul á göngu- skíðum í lok aprfl, leggja á næstunni upp í níu daga æfíng- arferð um Vatnajökul. Fjórmenningarnir segja það undir leiðangurssljóranum Ein- ari Torfa Finnssyni komið hvaða dag verði haldið af stað og einnig hvert farið verði. Þær telji þó Iíklegt að það verði byijað á Breiðamerkuijökli og komið við í Grímsvötnum. Ann- ars segja þær tilgang ferðar- innar ekki vera þann að fara á ákveðna staði heldur fyrst og fremst að ferðast um jökulinn, kynnast búnaðinum og komast að því hvort þau þoli hvert ann- að í svona langan tíma. Konurnar koma úr ólíkum áttum. Anna María er myndlist- arkona, Dagný flugumferðar- stjóri, María Dögg starfar sem barþjónn og Þórey er kennari. Þær eiga það hins vegar allar sameiginlegt að hafa starfað með björgunarsveitunum und- anfarin ár og segja útivist vera líf sitt og yndi. „Það er hún sem heldur í mér lífinu,“ segir Dagný. Ef ég kæmist ekki upp á fjöll veit ég ekki hvar ég væri.“ Þær segja ástæðu þess að þær leggi upp í slíka ferð fyrst og fremt vera ævintýraþrá. „Þetta er í raun það sama og að fara upp á Esjuna í fyrsta skipti,“ segir Anna María. „Maður setur sér takmörk og smám saman verða þau hærri og stærri.“ Annan megintil- gang ferðarinnar segja þær vera þann að hvetja konur til að taka frumkvæðið í stað þess að fylgja alltaf með strákunum. „Við vonumst til þess að ferð okkar virki hveljandi á annað kvenfólk í björgunarsveitunum og í ferðamennsku því hlutur þeirra þar er mjög rýr,“ segir María Dögg. Fjórmenningarnir hafa leitað eftir fjárstuðningi en ekki haft erindi sem erfiði. Ferðin kostar hveija þeirra um 700.000 krón- ur og segjast þær ekki hafa fengið stuðning nema fyrir litl- um hluta kostnaðarinns. Deilt á skipulag launþegahreyfíngarinnar 1 leiðara fréttablaðs Dagsbrúnar og Framsóknar Forystumenn Dags- brúnar/Framsóknar telja að með samein- ingu og stækkun stéttarfélaga séu valdalítil landssam- bönd ASI þarflaus og að gerbreyta þurfi skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar, Ómar Friðriksson fjallar um þetta mál. í LEIÐARA nýjasta tölublaðs Fréttablaðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar, undir fyrirsögninni: „Lands- sambönd ASÍ-óþarfa milliliður“, er skipulag Alþýðusambandsins gagn- rýnt. Þar segir að með frumkvæði í sameiningarmálum stéttarfélaganna í Reykjavík hafí farið af stað þróun sem muni líklega leiða til byltingar í skipulagsmálum hreyfíngarinnar. Ef fyrirhuguð sameining Starfs- mannafélagsins Sóknar og Félags stai-fsfólks í veitingahúsum með Dagsbrún og Framsókn verður að veruleika yrðu í því félagi 11-12 þús- und félagsmenn og yi'ði það næst- stærsta stéttarfélag landsins á eftir Landssambönd ASI talin óþarfur milliliður Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Starfandi félagsmenn innan VR eru 12-14 þúsund talsins og stækkar fé- lagið ört frá ári til árs. Þessi tvö félög hefðu þá innan sinna vébanda nálægt þriðjung allra félagsmanna í ASÍ. Innan forystu VR hafa einnig ver- ið uppi þau sjónarmið að aðild þess að Landssambandi verslunarmanna sé félaginu engin nauðsyn. Harðar deilur hafa verið á milli VR og landsbyggðarfélaga verslunar- manna og hótaði VR á seinasta ári að segja sig úr landssambandinu, sem hefði þær afleiðingar að VR færi jafnframt úr ASÍ. Rifja má upp að við síðustu samningagerð ákváðu VR, Dagsbrún og Framsókn að semja sjálfstætt en landssamböndin fóru með samningsumboð fyrir önn- ur aðildarfélög ASÍ. Öll aðildarfélög Framsýnar í eitt stéttarfélag? Leiðarahöfundur fréttablaðs Dagsbrúnar/Framsóknar telur ekki minnsta vafa leika á að öll þau stétt- arfélög sem stóðu að myndun Líf- eyrissjóðsins Framsýnar fyrir tveimur árum muni í framtíðinni koma að stofnun eins stéttarfélags. Félögin sem stóðu að Framsýn voru Dagsbrún, Framsókn, Hlíf í Hafnar- fírði, Verkakvennafélagið Framtíð- in, Starfsmannafélagið Sókn, Iðja, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Bakarasveinafélag íslands, Bifreiða- stjórafélagið Sleipnir og Félag hár- greiðslu- og hárskerasveina. í leiðaranum segir: „Er ekki eðli- legra að Alþýðusambandið sé sam- band stórra, öflugra eininga en sam- band landssambanda sem í reynd hafa lítil völd og hafa engin bein tengsl við hinn almenna félags- mann? Eða gefur það ekki augaleið að miðstjórn Alþýðusambands ís- lands á að endurspegla styrk félag- anna sem í reynd eru grunnundir- staða ASÍ fremur en að landssam- böndin gegni því hlutverki sem milliliður? Vandamál hreyfingarinn- ar í skipulagsmálum endurspegluð- ust vel í samskiptum stærstu félag- anna og landssambandanna þegar stærstu einingarnar innan Lands- sambands verslunarmanna og Verkamannasambands íslands ákváðu að fara með sín samninga- mál sjálf. Vandi Alþýðusambandsins er sá að sambandið hefur reynt að mynda áhrifaafl með landssamböndunum sem í reynd hafa lítil völd og þurfa að sækja umboð sitt til grunneining- anna. Með stækkun og eflingu stétt- arfélaganna verður þessi vandi enn sýnilegri vegna þess að hinar stóru félagslegu einingar sem eru að myndast verða sjálfstæðari í öllu sínu starfí og þurfa minna að leita til sambandanna. Framhjá þessari þró- un í skipulagsmálum getur Alþýðu- samband Islands ekki litið,“ segir í leiðara fréttablaðsins. Beinir fulltrúar félaga eigi sæti í miðstjórn Aðspurður segir Halldór Björns- son, annar tveggja formanna bráða- birgðastjórnar Dagsbrúnar/Fram- sóknar, að félagið sé ekki á leið út úr Verkamannasambandinu. „Við verð- um að hafa einhvern sameiginlegan flöt til að starfa á,“ segir hann. „Ég lít svo á að eftir því sem ein- ingarnar stækka, bæði hér í Reykja- vík og úti á landi, séu landssam- böndin ekki jafn nauðsynleg og þau voru. Ég er ekki að kasta rýrð á Verkamannasambandið en við þurf- um afskaplega lítið til þein-a að leita,“ segir Halldór. Hann bendir á að ef miðstjórn ASI eigi að vera öflugur vettvangur þui'fi að taka tillit til þessara stað- reynda. Það sé t.d. mikill ókostur að Magnús L. Sveinsson, formaður VR, eigi ekki sæti í miðstjórn ASÍ. „Ef beinir fullti-úar úr þessum stéttarfé- lögum eiga sæti í miðstjórninni er öll ákvörðunartaka miklu virkari og ákveðnari," segir Halldór. Halldór segir að sú umræða sem á sér stað um þessar mundir innan ASI um skipulagsmál hreyfíngar- innar sé ekki í þá veru sem hann vilji sjá og segir hann einnig ljóst að formaður VMSÍ sé honum mjög ósammála í þessu máli. „Með stækkun félaganna verða þau til muna sjálfbærari, þurfa minna á þeirri þjónustu að halda sem landssamböndin veita og mér finnst þær fjárhæðir sem við greið- um til landssambandsins talsvert miklar, þó hlutfallslega séu þær ekki meiri en litlu félögin greiða. Ég veit að verslunarmenn eru sama sinnis. Við gætum ráðið okkur meiri sér- fræðinga til starfa beint fyrir félag- ið. Þetta tekur sinn tíma en ef þessi þróun heldur áfram, að félögin sam- einast og stækka, þá munu menn standa frammi fyrir þessari stað- reynd,“ segir hann. I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.