Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BRÉF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni twpfo ccacfurpu Vl / \fí WSMÆí Ljóska Ferdinand Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Það vantar nýtt launakerfí Frá Guðvarði Jónssyni: KOMIÐ hefur fram hugmynd þess efnis að Alþingi setji lög um lág- markslaun. En það breytir litlu að setja lög um lágmarkslaun, ef þeir hærra launuðu geta þanið sín laun upp á móti hækkun lægstu launa, með prósentuhækkun. Það er raunar furðulegt hvað rík- ið og atvinnurekendur eru á móti hækkun lægstu launa, þar sem 40% af launahækkuninni fara beint í rík- iskassann og hinn hlutinn frá laun- þeganum sem rekstrarfé fyrirtækja og skattskilin eru best til ríkisins frá láglaunafólki. Verðbólgudraug- urinn vegna hækkunar lægstu launa er bara pólitísk grýla. Laun sem eru lægri en framfærsla, verð- ur að bæta méð samfélgsfyrir- greiðslu, sem er mun dýrari kostur, en að hækka launin upp í fram- færslu. Það er hækkun lágu laun- anna sem eykur fjárstreymið í þjóð- félaginu, en háu launin eru dragbít- ur á atvinnulífið og tæknibúnaður sem fækkar starfsmönnum, minnk- ar fjárstreymið út í þjóðféiagið. En það er lítið hægt að gera fyrir láglaunafólk, á meðan notað er tvö- falt hagkerfi, þar sem þeir hærra launuðu, sem taka laun, eftir fram- leiðslu verðmyndun, geta dregið til sín allan hagvöxt af verðmætasköp- un, svo ekkert verður eftir fyrir þá launþega sem eru bundnir launa- þróun af framleiðsluverði. Með þessu móti hefur hækkun lágu laun- anna áhrif á vísitöluna og færir há- launamönnum allar verðhækkanir margfaldar svo þeir gleypa hag- vöxtinn, ef einhver er. Verðgildismat á laun Núverandi launakerfi er orðið þjóðfélagsmeinsemd sem skaðar allt efnahagslíf þjóðarinnar. Því er nauðsyn að finna annað kerfi sem hentar nútímaþjóðfélagi og tryggir bæði launþegum og atvinnulífinu betri afkomu. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að gera verðgildismat á launa- kerfinu og skipta því í ákveðna þætti, t.d. starfsmat, menntunar- mat, starfsábyrgðarmat og starfs- reynslumat, þannig að allir launþeg- ar fengju sama starfsmat, sem yrði starfslaun. Prósentutala nýrrar verðbreytingar bættist svo ofan á starfslaunin. Þannig fengju allir sömu krónutölu úr sömu prósentu- hækkun og bilið milli hæstu og lægstu launa myndi ekki breikka. Ofan á starfslaunin kæmu laun vegna menntunar eða hæfniskröfu, starfsábyrgðarlaun til þeirra sem hefðu yfír öðrum að segja og starfs- reynslulaun, sem miðuðust við starfsaldur eða starfshæfni. Starfs- mat ætti að leiða til þess að stærri hópur yrði innan hvers launaliðs og gera kerfíð einfaldara. Menntunarmatið, ábyrgðarmatið og reynslumatið hefðu fast verðgild- ismat, með endurskoðunarákvæði og breyttist ekki þótt gerð væri breyting á starfsmati. Svona launakerfi útilokar að þeir hæiTa launuðu, geti nýtt sér sína sterku stöðu til þess að fá verð- breytingar í þjóðfélaginu bættar margfaldar. Hálaunamenn gætu heldur ekki beðið eftir því að samið væri við láglaunahópa og þvingað svo fram hærri prósentu, sjálfum sér til handa. Starfsmatið ætti að vera gert af fulltrúum verkalýðssambanda, at- vinnurekenda og fjármálaráðuneyt- is. Sömu aðilar ættu svo að gera breytingar á stafslaunataxta þegar tilefni væri til, vegna verðbreytinga í þjóðfélaginu, eða eftir ákveðinn gildistíma. Ég býst varla við að svona hug- mynd falli í frjóan jarðveg hjá há- launamönnum því þeir munu vilja halda fast í þá matarholu sem nú- verandi launakerfi er þeim. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5,111 Reykjavík. Hughyggja Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: AÐ skapa betra þjóðfélag, það er vandi samtímans á hverjum tíma. Eins og við vitum þá þarf fólk til að skapa þjóðfélag, svo er spurningin hvemig við viljum láta stjóma okk- ur, og hverjir veljast til slíkra hluta. Við eigum að velja fólk eftir getu þess til að láta gott af sér leiða, en við höfum ekki þörf fyrir skrumara, sem era einungis í pólitík til að skara eld að sinni köku. Nú nálgumst við ört tuttugustu og fyrstu öldina og þá breytist gildis- mat þjóða, sem þá leiðir af sér mann- úðarstefnu, breytt viðhorf í heil- brigðismálum og yfirleitt betri hag þeirra einstaklinga sem nú era undir í þjóðfélaginu. Þetta era aldagamlir spádómar sem nú fara að rætast. Og af hverju er ég að skipta mér af þessum hlutum? Eg tel það skyldu mína sem einstaklings að benda á það sem hægt er að breyta. Nú líður senn að bæjarstjórnarkosningum, og við þurfum að fara að gera upp hug okkar um það hverjir eru hæfastir til að stjórna bænum okkar á hverjum stað, hvar sem við erum búsett á landinu. Og við þurfum að hafa það í huga að það þarf meira en fagurgala tO að geta stjórnað bæjarfélagi og til að ná árangri. Sá sem hefur það að leiðarijósi að samfélagið sé fyrir ein- staklingin en ekki að einstaklingur- inn sé fyrir heildina, hann mun ná langt. Og við ættum að líta í kringum okkur eftir slíku fólki hvar sem við erum búsett. Ég geri fastlega ráð fyrir því að víða sé pottur brotinn og margt sé falið undir teppinu sem við þurfum að sópa undan. Nú er tækifærið til þess. Og gangi ykkur vel. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Klapparstíg 7, Njarðvík. Ég ætla að verða blaðsölustrákur þegar ég Lindbergh flýgur yfir Þú þarft teppi eins og hann brúðir þinn! verð stærri, og standa á horninu og hafið!“ Alveg rétt... hrópa „Aukablað! Lesið allt um málið!“ Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.