Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 38
>38 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Er fita þá heilsusamleg? Krafan um breytta lifnaðarhœtti til að öðlast heilbrigðara og lengra líf er jafnan sett fram í nafni vísind- anna, en oftar en ekki reynist hinn vísindalegi grunnur ótraustur og byggður á óskhyggju eða hverfulum tískukenningum M ér verður stund- um hugsað með söknuði til St. Gi- les Café, lítillar matstofu sem ég sótti á námsárum mínum í Englandi og sérhæfði sig í brasi uppá enska vísu. En sá söknuð- ur er auðvitað blandinn sektar- kennd. Það er búið að telja manni trú um að allt sem manni finnst gott sé óhollt. Við vorum vön að hittast nokkur undir hádegi á sunnu- dögum og VIDHORF eftir Jakob F. Ásgeirsson lesa ensku sunnudags- blöðin saman og borða fyr- ir daginn á St. Giles Café. Þar var boðið uppá úrvals kaffi og fábreyttan matseðil af brösuð- um mat, en ríflega skammta. Eg pantaði mér alltaf rétt sem sam- anstóð af þremur spældum eggjum, fimm stórum sneiðum af beikoni, löðrandi í feiti og ógrynni af frönskum kartöflum. Þetta var náttúrlega kúfaður diskur. Eg hefði gjarnan viljað fá líka sveppi steikta í smjöri, en slíkir réttir voru framandi í þessum stað og vertinn í St. Gi- les Café ekki ginnkeyptur fyrir nýjungum. Hans einfaldi mat- seðill hafði líka staðist tímans tönn, raunar sýndist hann hafa hitt á töíraformúlu, því það var alltaf fullt útúr dyrum og barist um sætin á sunnudögum. Og nú rekst ég á í fórum mín- um úrklippu úr blaði sem ég hef haldið til haga á sínum tíma til að verjast árásum fólks sem hafði látið smitast af áróðri post- ula afskiptaseminnar og talið sér trú um að brasið í St. Giles Café myndi ganga af mér dauðum. Urklippan geymir grein eftir Barry nokkum Groves sem skrifar um læknisfræðileg efni í Financial Times og styður hann mál sitt tilvitnunum í niðurstöð- ur ýmissa rannsókna sem birst hafa í fræðiritum. Kransæðasjúkdómar eru tutt- ugustu aldar fyrirbæri; þeim tók skyndilega að fjölga í iðn- ríkjunum á þriðja áratugnum af ókunnum ástæðum. Það hafa hins vegar lengi verið viðtekin sannindi að það sé orsakasam- band milli neyslu mettaðrar fitu og kólesteróls og dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma. En í fyrrnefndri grein eru dregnar fram upplýsingar sem gefa til kynna að ekki sé um neitt slíkt samband að ræða, heldur megi jafnvel álykta að neysla fituríkrar fæðu stuðli að langlífi! Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað jafnt og þétt í Japan frá lokum síðari heimsstyrjaldar, enda þótt neysla Japana á kólesteróli og mettaðri dýrafitu hafi tvö- faldast. Sömu sögu er að segja af Israelum, dauðsfóllum af völdum hjartasjúkdóma snar- fækkaði þegar þeir tóku að neyta mettaðrar fítu í stað íjöl- ómettaðrar. Breytingar á mataræði í Sví- þjóð og Bandaríkjunum á síð- ustu áratugum hafa verið keim- líkar. Engu að síður verða dauðsföll af völdum hjartasjúk- dóma tíðari í Svíþjóð, en í Bandaríkjunum fer þeim fækk- andi. Neysla fituríkrar fæðu er svipuð í Finnlandi og Frakk- landi, en samt er mikill munur á tíðni hjartasjúkdóma í þessum löndum. A sjötta áratugnum hófu Norðmenn herferð fyrir „heil- brigðara“ mataræði sem fól í sér að fólk fór almennt að nota soja-smjörlíki í stað smjörs. Næstu tuttugu árin stórfjölgaði dauðsfóllum af völdum hjarta- sjúkdóma. Það er fullyrt að hjartasjúk- dómar séu algengasta dánaror- sök í löndunum við Karíbahaf, en samt er neysla fituefna með minnsta móti í þessum löndum. A Pólýnesíu-eyjum hafa menn í aldanna rás borðað fæðu sem er rík af mettaðri fitu en með lágt hlutfall af sykurefnum og þar eru hjartasjúkdómar óþekkt fýrirbæri. Það var ekki fyrr en Pólýnesíubúar fluttu til Nýja- Sjálands og tóku að neyta kol- vetnaríkrar fæðu í miklum mæli, að hjartasjúkdómar tóku að herja á þá. Indverjar í Bretlandi þjást meira af hjartasjúkdómum en gengur og gerist, en samt er kólesterólmagn í blóði þeirra mjög lágt og þeir neyta þess sem kallað er „heilbrigð“ fæða, mikils grænmetis sem hefur að geyma hátt hlutfall fjölómett- aðrar fitu en lágt hlutfall mett- aðrar fitu. Tíðni hjartasjúkdóma var mjög lág í Indlandi, enda neyttu landsmenn fituríkrar fæðu í miklum mæli, svo sem smjörs, kókoshnetuolíu og sinnepsfræol- íu. Hjartasjúkdómafaraldur upphófst ekki í Indlandi fyrr en fituríka fæðan var látin víkja fyrir fjölómettuðum fæðuteg- undum, matarolíu unninni úr hnetum, sólfíflum, sesamjurtum og sojabaunum. Geysimargar rannsóknir hafa verið gerðar til að reyna að sanna að ákveðnar matarvenjur auki dánartíðni, en án árangurs. í yfirliti frá 1987 um sex slíkar rannsóknir kemur fram að dauðsföll voru 6% fleiri í hópn- um sem neytti svokallaðrar „heilbrigðrar“ fæðu! Vafalaust er margs að gæta í þessum efnum, en ofangreindar upplýsingar sýna þó hversu tengslin milli mataræðis og heilsufars eru í rauninni óljós. Það er því réttast að hafa var- ann á þegar postular afskipta- seminnar geisast fram í fjöl- miðlunum með nýja rannsókn „virtra" vísindamanna að vopni og krefjast breyttra lifnaðar- hátta. Ætli megi ekki ganga að því vísu að það sé til önnur rann- sókn jafn“virtra“ vísindamanna með þveröfugri niðurstöðu? AÐSENDAR GREINAR í NÝRRI grein Arn- órs Hannibalssonar í Morgunblaðinu 19. mars kveðst hann hvergi hafa ýjað að því að banna _ ætti verk Brechts á Islandi. Nið- urlag greinar hans frá 25. febrúar er þó ekki hægt að skilja öðruvísi en sem eindregin til- mæli til Ríkisútvarps og Þjóðleikhúss um að flýtja ekki verk Brechts. Arnór skrifar nú: „Með fyrri grein minni vildi ég einungis benda á nokkur atriði, sem gagnlegt væri að hafa í huga fyrir þá, sem hlusta á eða lesa Brecht." Mér er til efs hversu gagnleg um- rædd grein Arnórs er fyrir lesendur og áheyi’endur Brechts. Lýsing hans, sem er uppsuða úr John Fuegi, er lýsing á glæpamanni. Þessvegna kallaði ég hana sýndarréttarhöld í svari mínu 4. mars. Það hugtak á sér orðið virðulega, meira en sextíu ára sögu, allt frá seinni hluta fjórða ára- tugarins í Sovétríkjunum. En hvað eru sýn d arré ttarh öld ? Það eru þau réttarhöld sem þykjast að vísu tala í nafni sannleika og réttlætis en hafa ekki þann tilgang að leita sannleik- ans heldur einungis þann að sverta ákærða og sakfella hann. Til þess beita þau öllum tiltækum meðulum, svosem einhliða vitnisburði, upp- lognum sakargiftum o.s.frv. A blómatíma sýndari’éttarhaldanna höfðu þau vitaskuld valdið á bakvið sig, enda var markmið þeirra þá ekki bara að sverta ákærða heldur að drepa hann. Sú tíð er Iiðin í okkar heimshluta, en hugsunarhátturinn lifir góðu lífi og því er enn full þörf fyrir hugtakið. Amór byi’jar reyndar svar sitt til mín á því að segja að það sé „vindhögg“ og „undarlegur útúr- snúningur" hjá mér að líkja fyiri grein hans við sýndarréttarhöld. Mér er þó nær að halda að hann sjái að sú lýsing er rétt, því tónninn í síð- ari grein hans er óneit- anlega hógværari. Sterk siðferðileg for- dæming yfirgnæfir í skrifum manna einsog Fuegis og Arnórs. Brecht hefði átt að vera annar maður en hann var, hann hefði ekki átt að aðhyllast kommún- isma - eða, úrþví hann gerði það, hefði hann að minnstakosti átt að láta drepa sig í Sovét- ríkjunum 1941 - hann hefði átt að sofa hjá færri konum, hann hefði átt að vera heið- arlegur atvinnurekandi og borga mönnum tímakaup fyrir vinnu þeirra, í stuttu máli: hann hefði átt að vera öðrum fyrirmynd um hversdagslega meðal- hegðun. Þá hefðu erfmgjar kvenn- anna ekki þurft að höfða dómsmál nú, segir Arnór, og kemur þar að Tíð sýndarréttarhalda er liðin í okkar heims- hluta, segir Þorsteinn Þorsteinsson, en hugsunarhátturinn lifir enn góðu lífi. nýjum fleti þessa máls sem vert er að huga að. Fuegi talai- víða óvh-ðulega um Brechtútgáfur þai’ sem engin tilraun sé gerð til að meta framlag annarra og skipta verkunum milli „samhöf- unda“. Hann lætur þess hinsvegar ógetið að aðalumsjónarmaður með þessum slæmu útgáfum (allt fram til nýju stóru Brechtútgáfunnar sem er fyrst að verða lokið núna) var enginn annar en Elísabet Hauptmann, sam- starfskona Brechts, sem hann full- yrðir að hafi verið aðalhöfundur verka áranna 1925-1933. Hún sá tvisvar um útgáfu leikrita og ljóða Brechts og vann að því verki í sextán ár eftir dauða hans. Hún er nú látin fyrir aldai’fjórðungi, en það álit hennar að verk Brechts væru eftir Brecht kynni að verða nokkuð þungt á metunum þegar systurdóttir henn- ar heimtar nú sinn skerf af arðinum og byggir kröfur sínar á jafn ótraustum grunni og kenningum Fu- egis. Eg er því fremur vantrúaður á að lögfræðingur hennar fái miklu áorkað, nema þá í ljós komi að erf- ingjar Brechts hafi gengið á rétt Elísabetar að henni látinni, en hún átti samningsbundinn hluta höfund- arlauna af nokkrum leikritum. Ef hitt yrði uppá teningnum hlyti það hinsvegai’ að hafa afleiðingar fyrir erfingjaskai’a alh’a samverkamanna Brechts. Feitur biti það fyrir lög- fræðingastéttina. En hér snýst málið - mjög í anda Fuegis - ekki lengur um bókmenntir sem listræna afurð og andleg verðmæti, heldur bók- menntir sem vöru með tiltekið verð- gildi. I síðasta kafla greinar sinnar tek- ur Arnór sér fyrir hendur ekkert minna en það að gera upp öldina sem nú er að kveðja. Hræddur er ég um að það uppgjör dugi lítt til skilnings á okkar hrikalegu öld, og reyndar minnh' það mig á orð sem höfð eru eftir Bandai’íkjamanninum H.L. Mencken: „Við öllum flóknum spurn- ingum eru til einfóld, auðskilin, röng svör.“ Ekki ætla ég þó að fara að stæla hér við Arnór um inntak aldar- innar. Hinsvegar er í lokaorðum hans lítil svigagrein sem vert er að skoða, enda er hún kannski það eina í þessum greinum okkar að undan- förnu sem máli skiptir fyrir íslenska bókmenntasögu. Arnór skrifar: „Það er [sósíalistum] gleðiefni, þegar hægt er að syngja einhverri gamalli hetju hreyfingarinnar lof og kalla hana snilling. Ur því að snillingurinn Brecht var sósíalisti þá get ég verið það líka. (Svipað er að baki Kiljans- dýrkuninni).“ Hér vakna ýmsar spurningar: Var kannski fyrri grein Ai’nórs árás á Albaníu, vai’ hið raun- verulega mai’kmið hennar að vara við öðrum höfundi? Átti hún líka að vera „gagnleg" fyrir þá sem hlusta á eða lesa Halldór Kiljan Laxness? Þetta kann að vera oftúlkun, en vissulega eru orðin um „Kiljansdýrk- unina“ nokkuð undarleg á þessum stað. Höfundur er þýðandi. Ekki banna, bara hræða Þorsteinn Þorsteinsson Þorsteinn Gylfason Vopnaburður á undanhaldi í MORGUNBLAÐINU 25ta febniar lagðist Arnór Hannibals- son gegn því að tvö verk eftir Ber- tolt Brecht, Púntila og Matti og Kákasíski krítarhringurinn, væru flutt á íslandi. Hið fyrra hefur þegar verið flutt í Ríkisútvarpinu og hitt var á verkefnaskrá Þjóð- leikhússins. Ai-nór bar því tvennu við að Brecht hefð; verið kommún- isti og farið illa með konur, og gat upp á því til viðbótar að ríkisstofn- ununum tveimur gengi það til að efla kommúnisma og kvenfyi’irlitn- ingu - í einu orði mannhatur - á íslandi. Ég andmælti þessu 4ða marz. Grein mín hét „Á að banna Brecht?“ Þegar lagzt er gegn því opinberlega að verk frægs höfund- ar séu flutt í tveimur ólíkum stofn- unum hlýtur sú spurning að kvikna hvort það eigi þá að banna þessi verk, þó ekki sé nema í viss- um stofnunum. I greininni vakti ég athygli á meinlegri yfirsjón Arnórs í getsökum hans um annarlegar hvatir Ríkisútvarpsins og Þjóðleik- hússins. Ég benti á að stofnanirn- ar tvær kynnu að vilja flytja verk Brechts vegna þess að þau væru snjöll. í Morgunblaðinu 19da mai’z svarar Arnór gi’ein minni, og annarri til eftir Þorstein Þor- steinsson, undir fyrirsögninni „Rokið upp með róg“. Hann nefnir ekki Ríkisútvarpið og Þjóðleikhús- ið í svari sínu frekar en þau hefðu aldrei verið til, hvað þá að hann hefði nokkurn tímann andað út úr sér orði um þau. „Þessi gi-ein mín,“ segir hann, „fjallaði ekki um bók- menntagildi verka B. Brechts." Rétt hjá honum. Þetta var einmitt það sem ég fann að, og Þorsteinn Þorsteinsson líka. Arnór lagðist gegn flutningi tveggja ágætra leik- rita án þess að víkja einu orði að bókmenntalegu gildi þeirra. Hon- um nægði að höfundurinn væri ómenni. Nú er helzt á Arnóri að skilja að hann sé okkur nöfnunum sammála um eyðuna í fyrri grein hans, og meira að segja líka um bókmenntagildi verka Brechts. Því ætti þetta að vera útrætt mál. En ekki alveg. Arnór segir í Morgunblaðinu 19da marz að hann hafi orðið fyi’ii’ því áður að sósí- alistar hafi rokið upp og öskrað: „Þú vilt ritskoðun!" I þetta sinn er það ég. Arnór segist aldrei hafa lagt til að „eitt einasta ritverk verði ritskoðað, hvað þá bannað... Samt rýkur Þorsteinn upp með æsilegu hrópi: Arnór Hannibals- son heimtar að Brecht verði bann- aður. Þessi fullyrðing er hreinn og tilefnislaus uppspuni.“ í grein minni frá 4ða marz, sem Arnór er að svara, stendui- þessi fullyrðing hvergi og ekkert sem líkist henni. Fullyrðingin er með orðum Arnórs „hreinn og tilefnislaus uppspuni". En hún er uppspuni hans en ekki minn. I framhaldi af uppspunanum segir Ai'nór: „Með fyrri grein minni vildi ég einungis benda á nokkur atriði, sem gagnlegt væri að hafa í huga fyrir þá, sem hlusta á eða lesa Brecht.“ Þetta sýnir að Arnór les sín eigin skrif af sömu nákvæmni og hann les mín, nema hvað hann sér ekki sínar eigin full- yrðingar en býr til mínar. Arnór hefur þungar áhyggjur af slægð sósíalista. Þeir láta ekki af lífsskoðun sinni. „Þeh' koma ein- ungis fram undir nýjum nöfnum. Það er þeim því gleðiefni, þegai' hægt er að syngja einhverri gam- alli hetju hreyfingarinnar lof og kalla hana snilling. Ur því að snill- ingurinn Brecht var sósíalisti þá get ég verið það líka. (Svipað er að baki Kiljans-dýrkuninni.)“ Þess eru ugglaust einhver dæmi að fólk hafi gerzt sósíalistar vegna þess að snilld Brechts eða Halldórs Kilj- ans hafi snortið það, eða þá lofið um verk þeirra þegar annar á ald- arafmæli og hinn fellur frá um sömu mundir. En ég þekki sjálfur nokkur dæmi um hitt að fólk hafi gerzt sósíalistar vegna þess að því hafi blöskrað málflutningur and- stæðinga þeirrar stefnu. Kannski Arnór ætti að taka það til athug- unar. Því tæplega eru ski'if hans um Brecht enn eitt dæmið um slægð sósíalismans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.