Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 28 þurfí voðaverknaðinn í Arkansas og aðra hliðstæða Reuters LÖGREGLUMAÐUR á vettvangi við skólann í Jonesboro. STÚLKA borin inn í sjúkrabíl fyrir utan skólann. svonalagað gerist einhvers staðar annars staðar. Ekki hérna.“ Nancy Echols, sem á barn í skól- anum, sagði að flest skólabarnanna ættu heima í tveim litlum bæjarfé- lögum, Bono og Egypt. „Fólk flyt- ur hingað einmitt til þess að börnin geti gengið í skóla í friði. Strákur- inn minn á erfítt með að skilja að skólafélagar hans hafi verið skotn- ir. Biðjið fyrir okkur. Gerið það, biðjið fyrir okkur.“ Clinton sagði að það yrði aldrei fyllilega ljóst hvers vegna drengirnir tveir hafí framið þennan verknað. „Þetta er í þriðja sinn á fáum mánuðum sem börn eiga hlut að máli er ofbeldisverk eru framin í skólum, og ég mun biðja dóms- málaráðherra [Janet Reno] að leita til sérfræðinga í málum sem þess- um sem geta skilgreint þennan harmleik og hina tvo.“ Leita þarf sameigin- Iegra þátta Forsetinn sagði nauðsynlegt að skilgreina atburðina og reyna að koma auga á sameiginlega þætti í þeim, hvort læra mætti af þeim og hvort grípa mætti til einhverra að- gerða. í október sl. voru tveir myrtir og sjö særðir er skotárás var gerð í skóla í Mississippi. Hinn meinti morðingi hafði áður myrt móður sína. í desember voni þrír fram- haldsskólanemendur myrtir og fímm særðir í Kentucky. 14 ára drengur hefur verið ákærður fyiir verknaðinn. Verði drengimir ákærðir sem unglingar og fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér fangelsi til 21 árs ald- urs, samkvæmt lögum í Arkansas. Reynt að hindra vitnisburð um samtöl við Hillary EMBÆTTISMENN Hvíta hússins hafa sætt gagnrýni fyrir að reyna að koma í veg fyrir að ráðgjafar Bills Clintons Bandaríkjafor- seta þurfi að bera vitni um samtöl sín við Hillary Clinton forsetafrú vegna máls Monicu Lewinsky, sem forsetinn hefur verið sakaður um að hafa hald- ið við og fengið til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Forsetafrúin hefur ennfremur verið sökuð um að hafa látið kaupsýslumenn greiða fyrir að fá að taka þátt í opinberum viðskiptaferðum og gefið fyrirmæli um að féð yrði lagt í kosningasjóð forsetans. Að sögn The Washington Post hafa embættismenn í Hvíta húsinu reynt að hindra að ráðgjöfum Clint- ons verði gert að bera vitni um sam- töl sín við forsetafrúna á þeirri for- sendu að þeir séu undanþegnir vitnaskyldu vegna friðhelgi hand- hafa framkvæmdavaldsins. Mann- réttindasamtök og hreyfing banda- rískra íhaldskvenna hafa mótmælt þessum tilraunum og lögspekingar draga í efa að þær séu löglegar. „Forsetafrúin er engin keisara- jmja,“ sagði Jonathan Turley, laga- prófessor við George Washington- háskóla. „Það er erfitt að sjá að for- setafrúin geti notfært sér friðhelgi framkvæmdavaldsins þar sem hún er ekki opinber embættismaður.“ Bill Clinton hefm- neitað að ræða málið við fjölmiðla og embættis- menn hafa einnig verið tregir til þess þar sem þeir óttast að það geti vakið grunsemdir um að forsetinn hafi eitthvað að fela. Almenningur í Bandaríkjunum virðist hafa fengið sig fullsaddan á Lewinsky-málinu og fréttaskýrend- ur telja að deilan um vitnaskylduna hafi lítil sem engin áhrif á álit al- mennings á forsetanum. Sögð hafa staðið fyrir lögbrotum The Daily Telegraph skýrði frá því í gær að Nolanda Hill, fyrrver- andi samstarfsmaður Rons Browns, viðskiptaráðherrans sem fórst í flug- slysi árið 1996, hefði haldið því fram í eiðsvarinni yfirlýsingu að Hillary Clinton hefði staðið fyrir því að bandarískir kaupsýslumenn greiddu 50.000 dali, andvirði 3,6 milljóna króna, fyrir að fá að taka þátt í við- skiptaferðum á vegum ráðherrans. Féð hefði síðan verið notað í kosn- ingabaráttu forsetans árið 1996. Hill hefur verið ákærð fyrir fjár- svik og skattamisferli. Að sögn blaðsins heldur hún því fram að embættismenn Hvíta hússins hafi fyrirskipað ráðherranum að fela gögn um þessar greiðslur, sem ganga í berhögg við bandarísk lög um framlög í kosningasjóði. Embættismenn Hvíta hússins segja ekkert hæft í þessum ásök- unum. „Ég geri þetta fyrir Hillary Clint- on,“ hafði Hill hins vegar eftir Brown og sagði að ráðherrann hefði sýnt henni skjöl um greiðslurnar viku áður en hann lést. „Ég hef áhyggjur af því . . . að beri ég vitni muni stjórn Clintons og dómsmálaráðuneytið hefna sín á mér,“ sagði Hill í yfirlýsingunni. Leitaðu ekki lan$t yfir skammt Sparnaðarlíftrygging Samlífs er íslensk söfaunarlífirygging sem gerir þér kleift að leggja fyrir reglulega og njóta líftryggingar um leið í skjóli öflugra íslenskra bakhjarla. Hringdu í síma 569 5400 ogfáðu sendan kynningarbtekling. SAMLIF Sameinaða líftryggingarfélagið bf. Kringlunni 6 • Pósthólf3200 • 123 Reykjavík Simi 569 5400 • Grant númer 800 5454 • Fax 569 5455 KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu • Fjöldi aukahluta 0 islensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf MffM" Eínar MmM Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.