Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ r 48 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 SNORRI Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJÖRN Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir. ÁRNI Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir. Frammistaðan best í latín-dönsum DANS íþróttahúsið við Strandgötu f Hafnarfirði ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI íslandsmeistarakeppni í dansi með frjálsri aðferð. Laugardaginn 21. ÞAÐ er ávallt mikill viðburður þegar haldin er Islandsmeistara- keppni í dansi. Síðastliðinn laugar- dag var haldin ein slík, með frjálsri aðferð, í Iþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Keppnin er haldin á vegum mótanefndar Dans- íþrótta- og Olympíunefndar Is- lands. I þeirri nefnd eiga sæti 2 fulltrúar frá Dansíþróttasambandi íslands og 2 fulltrúar (danskennar- ar) frá Dansráði Islands. í setningarræðu sinni lagði for- maður dansíþróttasambandsins, Bima Bjamadóttir, áherzlu á það að halda áfram að hlúa vel að starfí dansíþróttafélaganna, jafnframt því að útbreiða starfið og stuðla að eflingu dansíþróttarinnar og stofn- un nýrra félaga. Islenzkir dansarar hafa náð góðum árangri í alþjóð- legum mótum, en enn betur er hægt að gera. Keppnin hófst á standard-döns- um 14-15 ára. Þetta var fjölmenn- asti keppnishópurinn og var hart barist um hvert úrslitasæti. Að lok- um vom það Isak og Halldóra sem - stóðu uppi sem sigurvegarar. Þetta par hefur geysilega reynslu að baki, þótt þau séu ung að ámm. Þau vom að mínu mati ömgg í fyrsta sætinu að þessu sinni. Tangóinn var þeirra bezti dans, ég hefði viljað sjá meiri léttleika í kvikksteppinu, það virkaði of erfitt. í öðra sæti vora Hilmir og Ragnheiður. Þau hafa einungis dansað saman frá því í haust, en hafa náð mjög góðum árangri eigi að síður. Þau komu mjög sterk til leiks. Foxtrott var þeirra bezti dans, að venju. Meira staccato í tangóinum myndi gefa dansinum meiri dýpt og tilfinningu. I latín-dönsunum vom það aftur ísak og Halldóra sem unnu til gull- verðlauna. Að sögn Jóhanns Arnar danskennara vom þau mjög ömgg í sínu sæti. Rúmba og samba voru beztu dansamir þeirra. Paso doble "•f var einna síztur hjá þeim, hann var ekki nógu „pasólegur!" Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr unnu til silfur- verðlauna mjög ömgglega. Þau hafa einnig dansað stutt saman, en em mjög sterkir dansarar. Latín- dansamir þeirra vom mun sterkari en standard-dansamir; þeir vora afslappaðri og betur útfærðir. Flokkur 12-13 ára keppti í 4&4 dönsum. I standard-dönsunum unnu Davíð Gill og Halldóra Sif mjög ömgglega. Þau hafa tekið miklum framfömm í standard- dönsunum á undanfómu misseri. Dansstaða þeirra er mun hreinni og þau hafa verið að dýpka og auka skilning sinn á standard-dönsun- um, þau dansa nokkuð agaðan dans og áferðarfallegan. I öðra sæti vom Gunnar Már og Sunna. Þetta em efnilegir dansarar, sem eiga eftir að öðlast öryggi og reynslu. Þau vom að dansa nokkuð vel á laugardaginn. Það vom svo aftur Davíð Gill og Halldóra Sif, sem sigmðu í latín- dönsunum. Þau dönsuðu af miklu öryggi, mjög hreinan og snyrtileg- an dans. Unnu vel með fótunum og það skilar sér tvímælalaust. Til silf- urverðlauna unnu Hrafn og Helga. Þau era nýbyrjuð að dansa með frjálsri aðferð og lofar árangur laugardagsins mjög góðu. Bæði þessi pör em í fremstu röð í heim- inum í sínum aldursflokki og eiga eftir að veita hvort öðra harða keppni í náinni framtíð. Flokkur ungmenna dansaði lat- ín-dansana. Sigurður og Linda stóðu uppi sem sigurvegarar eftir mjög harða keppni. Þetta er mjög kraftmikið par, sem hefur verið að gera það nokkuð gott að undan- fomu. Sigurður mætti á stundum vera svolítið „mýkri“ maður. Til silfurverðlauna unnu Snorri og Doris, glæsilegt par sem hefur tek- ið miklum framföram í vetur, sér- staklega era allar línur og stöður mildu hreinni. I standard-dönsunum sigraðu Skapti og Ingveldur. Að mínu mati var það ákaflega verðskuldaður sigur. Mér fannst þau dansa einna glæsilegustu standard-dansana á laugardaginn. Allt sem þau gerðu var mjög hreint og fágað, ekkert hik, allt dansað af öryggi og festu. Snorri og Doris vom í öðru sæti. Þau vora að dansa nokkuð vel, mættu þó halda stöðu sinni aðeins betur, eins mætti „létta“ kvikksteppið aðeins. ISAK Halidórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynlsdóttir. Áhugamenn 16 ára og eldri kepptu í latín-dönsum og stóðu systkinin Ámi Þór og Erla Sóley uppi sem sigurvegarar. Þau era nú komin á fullan skrið og eru að vinna mjög vel úr sínum hlutum, öragg, mjúk og kraftmikil í senn. I öðra sæti varð nýtt par, Víðir og Eygló. Þau era þrautreyndir dansarar en era nýbyrjuð að dansa saman og verður gaman að fylgj- ast með því hvað þau gera í fram- tíðinni. flokki fullorðinna sigraðu Bjöm og Bergþóra tvöfalt. Jón og Ragnhildur vora í öðra sæti í standarddöns- unum. Bæði þessi pör dönsuðu vel, ég hefði þó viljað sjá fleiri keppendur í þessum flokki. Boðið var upp á keppni í dansi með grunnaðferð, sem var oft á tíðum hörkuspennandi og I margt mjög efnilegra dansara þar; dansara sem eiga eftir að gera það gott í framtíðinni. Yfir heildina var þessi keppni nokkuð góð, sérstaklega þó latín- dansamir. Áð mínu mati dönsuðu allt of fá pör góða standard-dansa. Vínarvals er dans sem ÖLL pörin VERÐA að leggja meiri áherzlu á. Það var kannski eitt par sem mér fannst komast nokkuð skammlaust frá honum. En eins og áður er sagt voru lat- ín-dansamir mun betur dansaðir og verða sjálfsagt áfram sterkasta hlið okkar góða dansíþróttafólks, þó að standard-dansamir eigi eftir að sækja í sig veðrið. Þetta er bara spurning um tíma! Jóhann Gunnar Arnarsson Urslitin GT GT HV Unglingar I, latín 1. Davíð G. JónssTHalldóra S. Halldórsd. GT 2. Hrafn Hjartars JHelga Bjömsd. KV 3. Þorlákur 1>. Guðm.ss7Thelma Amgr.d. DÍH 4. Gunnar M. JónssJSunna Magnúsd. GT Unglingar I, standard 1. Davíð G. JónssTHalldóra S. Halldórsd. 2. Gunnar M. JónssJSunna Magnúsd. Unglingar II, latín 1. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. 2. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Y. Magnúsd. GT 3. Hilmir JenssTRagnheiður Eiríksd. GT 4. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV 5. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Símonard. HV 6. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgad. HV Unglingar II, standard 1. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisdóttir HV 2. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksdóttir GT 3. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgadóttir HV 4. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Ý. Magnúsd. GT 5. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Sfmonardóttir HV 6. Hannes Þ. Egilss/Hrand Ólafsdóttir HV Ungmenni, latín 1. Sigurður H. Hjaltas/Linda Heiðarsdóttir HV 2. Snorri Engilbertss/Dóris Ó. Guðjónsd. DÍH 3. Baldur Gunnbj.s/Elín B. Skarphéðinsd.KV 4. Skapti Þóroddss/Ingveldur Lárasd. DIH 5. Hafsteinn V. Guðbjartss/Þórey Gunnarsd. Ýr Áhugamenn 16 ára og eldri, latín 1. Ámi Þ. Eyþórss/Erla S. Eyþórsdóttir KV 2. Vfðir Stefánss/Eygló K. Benediktsdóttir GT 3. Hinrik Ö. Bjamas/R. Þórunn Óskarsd. DÍH 4. Jón S. Ágústss/Sólrún D. Bjömsd. DÍH Áhugamenn 16 ára og eldri, standard 1. Skapti Þóroddss/Ingveldur Lárasd. DÍH 2. Snorri Engilbertss/Doris Ó. Guðjónsd. DIH 3. Sigurður H. Hjaltas/Linda Heiðarsd. HV 4. Ragnar M. Guðm.s/Kristíana Kristjánsd. Ýr 5. Kári Óskarss/Margrét Guðmundsd. DÍH 6. Snorri Amarss/Hanna Andrésd. DIH Fullorðnir, latin 1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd. GT Fullorðnir, standard 1. Bjöm Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd. GT 2. Jón Eiríkss/Ragnhildur Sandholt GT Atvinnumenn, latfn 1. Ólafúr M. Guðnas/María D. Steingrímsd. HV Úrslit í keppni með grunnsporum Börn I, latín/standard 1. Gunnhildur Emilsd/Sigurbjörg S. Valdim.d. GT 2. Amar D. Péturss/Lilja R. Jónsd. GT 3. Karl Bemburg/Margrét Ríkharðsd. HV 4. Aðalsteinn Kjartanss/Guðrún H. Sváfnisd. KV 5. Ásþór AÞorgrímss/MagneaÝ. Johanson HV 6. Ágúst I. Halldórss/Guðrún E. Friðriksd. HV Börn II B/D, standard 1. Sölvi Guðmundss/Björg Halldórsd. HV 2. Elías Þ. Sigfúss/Ásrún Ágústsd. KV 3. Sigurður Traustas/Karen B. Guðjonsd. KV 4. Garðar Sveinbj.s/Hertha R. Sigursveinsd. KV 5. Ingi V. Guðmundss/María Carrasco GT 6. Ingolf D. Petersen/Tinna B. Amfinnsd. GT Börn I A, standard 1. Guðmundur R. Gunnarss/Hanna M. Óskarsd. GT 2. Haukur F. Hafsteinss/Hanna R. Ólad. HV 3. Ásgeir Sigurpálss/Helga S. Guðjónsd. DÍH 4. Eyþór S. Þorbjörnss/Erla B. Kristjánsd. KV 5. Björn I. Pálss/Ásta B. Magnúsd. KV 6. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd. KV Börn IIA, standard 1. Jónatan A Örlygss/Hólmfríður Bjömsd. GT 2. Bjöm E. Björnss/Herdís H. Amalds. HV 3. Atli Heimiss/Ásdís Geirsd. HV 4. Baldur K. Eyjólfss/Sóley Emilsd. GT 5. Stefán Claessen/Ema Halldórsd. GT 6. Þorleifúr Einarss/Ásta Bjamad. GT 7. Amar Georgss/Tinna R. Pétursd. GT Unglingar D, standard 1. Berglind Helgad/Harpa Kristfinnsd. GT 2. Nína K. Valdimarsd/Rannveig Efr Erlingsd. GT 3. Steinunn Reynisd/Aðalheiður Svavarsd. Ýr 4. Sara Magnúsd/Sólveig Gunnarsd. DÍH Unglingar B, standard 1. Sigurður S. Bjömss/Gréta S. Stefánsd. Ýr 2. Daníel Sveinss/Sæunn Reynisd. DÍH 3. Bjarki Bjamas/Ingibjörg D. Bjamad. KV Unglingar I A, latín 1. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd. GT 2. Sigurður R. Arnarss/Sandra Espersen KV 3. Davíð M. Steinarss/Sunneva S. Olafsd. GT 4. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún A. Knútsd. HV 5. Rögnvaldur K. Úlfarss/Rakel H. Nguyen HV 6. Brypjar Þ. Jakobss/Bergrún Stefánsd. GT 7. Vigfús Kristjánss/Signý J. Tryggvad. KV Unglingar II A, standard 1. Bjami Hjartars/Sara Hermannsd. Ýr 2. Eyþór A. Einarss/Auður Haraldsd. Ýr 3. Guðjón Jónss/Elín M. Jónsd. HV 4. Ófeigur Victorss/Helga H. Halldórsd. Ýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.