Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 49 I I I I ! ! I ! I ! í I : : l ( ! ( : : ( ; 1 ( Fussumsvei ► Hljórasveitín Fussumsvei er skipuð fjórmenningxinum Garðari Guðjónssyni bassaleikara, Kolbeini Tuma Har- aklssvni söngvara, Helga Þorgilssyni gítarleikara og Sig- urði O.L. Bragasyni trommuleikara. Þeir spila órafmagn- aða ættarmótatónlist og er meðalaldur þeirra 21 ár. Frances ► Reykvfska hljómsveitin Frances er skipuð þeim Ómari Ström Óskarssyni bassaleikara, Þorvaldi Emi Valdi- marssyni gítarleikara, Helga Pétri Hannessyni trommu- leikara og Birgi Harðarsyni gítarleikara og söngvara. Þeir spila rokk og meðalaldur þeirra er 16 ár. Læderskurkene ► Reykjavíkursveitina Læderskurkene skipa Traustí Skúlason, sem spilar á didgeriroo, ástralskt frumbyggja- hljóðfæri, Jóhann Ómarsson, sein spilar á hljómborð, og Þorsteinn Helgason danspfa. Þeir spila pornstep tónlist og er meðalaldur þeirra 21 ár. Músíktilraunir Músíktilraunir Tónabæjar Músíktilraunum, árlegri hljómsveitakeppni Tónabæjar, er fram haldið í kvöld. Arni Matthíasson spáir í hljómsveitirnar átta sem fram koma í kvöld og leika allt frá jazzrokki í húsmæðrafönk. MÚSÍKTILRAUNIR, ár- leg hljómsveitakeppni Tóna- bæjar, hófust síðastliðinn fimmtudag í sextánda sinn. Þá öttu kappi níu sveitir af höfuðborgarsvæðinu og í kvöld heldur leikm-inn áfram. Að þessu sinni eru sveitirnar sem þátt taka tíu. Eins og getið er eru helstu verðlaun Músíktil- rauna hljóðverstímar, fyrstu verðlaun eru hljóð- verstímar í Sýrlandi, önnur verðlaun tímar í Grjót- námunni, þriðju verðlaun tímar í Hljóðhamri, en síðan hlýtur athyglisverðasta hljómsveitin verðlaun, hljóðverið Núlist veitir sér- stök verðlaun, bestu hljóð- færaleikarar eru verðlaun- aðir og söngvari. Skipan atkvæðagreiðslu Músíktilrauna hefur verið breytt frá því sem var. I þessum tilraunum velja áheyrendur eina hljómsveit áfram hvert kvöld, en sér- stök dómnefnd velur síðan þá eða þær hljómsveitir áfram sem henni þykir rétt að komist áfram. Úrslita- kvöldið gilda atkvæði áhorf- enda tæpan þriðjung á móti atkvæðum dómnefndar. Eins og jafnan leika ýmsar hljómsveitir sem gestir fyrir tih-aunimar og síðan meðan atkvæði eru talin. í kvöld eru tvær gestasveitir, Subterra- nean og Stjörnukisi. Gleðibankinn Mímir ► Hljómsveitin Mímir er mestmegnis ættuð úr Hafnar- firði og er skipuð þeim Kristjáni Orra Signrleifssyni, sem spilar á bassa, Ómari Guðjónssyni, sem spilar á gítar, og er reyndar sá eini í hljómsveitinni sem er úr Garðabæ, Hannesi Helgasyni, sem spilar á hljómborð, og Sverri Þór Sævarssyni trommuleikara. Meðalaldur hljómsveit- arinnar er 21 ár og segjast þeir spila einskonar jazzrokk. Guð ► Guð er hljómsveit úr Reykjavík skipuð þeim Halldóri H. Jónssyni og Agli Antoiú Gústafssyni sem spila á ýmis tölvutól. Meðalaldur þeirra er átján ár en þeir segja tón- listina óskilgreinda. Phantasmagoria Bisund ► tHjómsveitin Bisund er hálf garðbæsk og hálf reyk- vísk. Liðsmenn eru Andri Freyr Viðarsson gítarleikari, Birkir Viðarsson trommuleikari, Ragnar Freyr Magnús- son bassaleikari og Agnar Eldberg gítarleikari og söngv- ari. Þeir segjast spila rokk og er meðalaldur slétt 18 ár. Cupid ► Cupid er hljómsveit úr Reykjavík skipuð þeim Agli Hiibner gítarleikara og söngvara, Ólafi H. Flygenring gítarleikara, Sigurbirni Ragnassyni bassaleikara og Tuma Þór Jóhannessyni trommuleikara. Þeir félagar segjast spila nýbylgjurokkpopp. Meðalaldur í hljóm- sveitinni er 18 ár. Dúnmjúkar kanínur ► Hljómsveitín Gleðibankinn kemur frá Reykjavík og hana skipa Halldór H. Jónsson og Jakob R. Jakobsson. Þeir spila á ýmis tölvutól og segja tónlist sína vera gleði- tónlist. Þeir eru báðir á 17. ári. ► Hljómsveitin Phantasmagoria leikur jungle og kemur úr Kópavoginum. Hún er skipuð tvímenmngunum Axeli Tómassyni og Hirtí Gunnari Jóhannessyni og spila þeir báðir á tölvutól. Meðalaldur þeirra tveggja er 18 ár. ► Dúnmjúkar kanínur er dúett af Kjalamesi og úr Hafnarfirði, skipaður Sigurði Ómarssyni og Magnúsi Loftssyni. Þeir spila báðir á tölvutól og eru á 17. ári. Að- spurðir segjast þeir spila technotónlist. Einmánaðar- fagnaður í Gjá- bakka á EINS og undanfarin ár fagna eldri borgarar í Kópavogi komu einmánað- 9 ar í félagsheimilinu Gjábakka | fimmtudaginn 26. mars. Dagskráin hefst kl. 14 með því að Eldri kór Digranesskóla syngur ís- lensk lög við undirleik Kristínar Magnúsdóttur. Að söngnum loknum les Sigríður Sörensdóttir sögu og Jó- hannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Kaffihlaðborðið verður í Gjábakka og að því loknu verður kynning frá Samvinnuferðum/Land- sýn. Söngfuglamir taka síðan nokkur lög undir stjórn Þorgeirs Jónssonar. Þingkonur efna til fundahalda sameiginlegt framboð A-flokkanna og Kvennalistans fyrir næstu Al- þingiskosningar. Fundir verða haldnir á morgun, laugardaginn 28. marz, ó eftirtöldum stöðum: Keflavík: Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Stein- unn V. Óskarsdóttir funda með kon- um í veitingastaðnum Glóðinni kl. H—13. ísafjörður: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Sigríður Jóhannes- dóttir og Ása Richardsdóttir funda á Eyrinni kl. 11.30-13.30. Akureyri: Svanfríður Jónasdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigmundsdóttir halda fund í Alþýðu- húsinu 4. hæð kl. 10-12. Húsavík: Svanfíður Jónasdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir funda á Rauða torginu, Hótel Húsavík, kl. 14-16. Utfararþj ónusta opnar heimasíðu ÚTFARARÞJÓNUSTAN ehf. hefur opnað heimasíðu þar sem hægt er að fá upplýsingar um allt það er lýtur að útfór. Þar er minnislisti fyrir aðstand- endur til að hafa við höndina þegar andlát ber að, einnig listar yfir þá sálma og kvæði sem algengt er að sungin séu í útfórum og einnig þau lög sem spiluð eru sem forspil og eft- irspil. Sýnd er hefbundin uppsetning á útfór auk þess sem hægt er að skoða upplýsingar um fyrirtækið og starfs- menn. Gestir síðunnar geta sent útfarar- stjórum tölvupóst og lagt fyrir þá spurningar um verð, þjónustu og alla aðra þætti sem gæti komið að notum við undirbúning útfarar. Slóðin er http://vT.vw.utfarir.is NÍU þingkonur standa um þessar mundir fyrir fundum um allt land um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.