Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGÚR 26. MAR2 1998_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsendur fyrir aukn- ingu í lax- veiði í sumar FISKIFRÆÐINGAR hjá Veiði- málastofnun sjá forsendur fyrir aukinni laxveiði á komandi sumri miðað við síðustu sumur, er veiði hefur verið nokkuð undir meðal- veiði síðasta áratugar. Með þeim fyrirvörum sem eðlilegir eru, nefna fiskifræðingarnir að heild- arveiði í sumar geti farið í 35.000 laxa sem er tæp meðalveiði, en til samanburðar veiddust í fyrra um 29.000 laxar samkvæmt bráða- birgðatölum stofnunarinnar. 1996 veiddust 29.436 laxar. í nýútkomnu fréttabréfí Veiði- málastofnunar stendur eftirfar- andi: „Stórt hlutfall laxveiðinnar 1997 var smálax. Þetta gefur vonir um að meira fáist af stór- laxi 1998 en á árinu 1997, en samband hefur verið á milli stór- laxagengdar og smálaxagengdar ári fyrr. Sjávarskilyrði ráða mestu um laxgengd hverju sinni, en einnig hversu mörg seiði halda til sjávar. Deilt um lokiin Hafnarstrætis 1 borgarráði Kannað hvernig auka megi aðdráttarafl götunnar TILLAGA um að fela Borgarskipulagi og borgar- verkfræðingi að skoða með hvaða hætti megi fegra og bæta umhverfi Hafnarstrætis og auka aðdráttarafl götunnar fyrir gangandi vegfarend- ur, hefur verið samþykkt í borgarráði með þrem- ur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Reykjavíkur- lista gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna. Tillagan er til komin vegna bókunar þriggja stjómarmanna í stjóm Þróunarfélags Reykjavík- ur, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki nú þegar að opna Hafnarstræti fyrir almennri um- ferð. Engin rök réttlæti lokun götunnar segir í tillögunni. Lokunin þjóni aðeins neikvæðum til- gangi, dragi úr viðskiptum og skaði almenna þjónustu við borgarbúa. Minnt er á að fyrir liggi beiðni til borgarráðs frá húseigendum og stjórn- endum fyi'irtækja í Hafnarstræti, þar á meðal Landsbanka Islands, Búnaðarbanka og starfs- fólki Eimskips um opnun götunnar. Engin sameiginleg niðurstaða í bókun Reykjavíkurlista segir m.a. að marg- sinnis hafi verið farið yfir málið síðan í mars 1997, án þess að sameiginleg niðurstaða hafi fengist. Kannanir leiði ótvírætt í Ijós að verulega hafi BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að kannað verði með hvaða hætti megi fegra og bæta umhverfi Hafnarstrætis og auka að- dráttarafl götunnar fyrir gangandi vegfar- endur en kaupmenn hafa lýst yfir óánægju með þá ákvörðun að loka götunni fyrir al- mennri bflaumferð. dregið úr töfum strætisvagna á Hverfisgötu við lokunina, hljóðstig við Pósthússtræti hafi lækkað og talsvert dregið úr loftmengun að því ógleymdu að dregið hafi úr slysahættu farþega SVR. Bent er á að kanna hafi átt veltutölur verslana í Hafn- arstræti en ennþá hafi ekki tekist að afla þeirra. Borgarráð telji því engin rök hafa komið fram, sem réttlæti opnun götunnar en minnt er á að gert sé ráð fyrir að endurmeta þessa ákvörðun í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem nú fer fram í Kvosinni. Ekki í samræmi við staðfest skipulag í bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að lokun Hafnarstrætis sé ekki í sam- ræmi við forsendur, sem staðfest deiliskipulag miðbæjarins byggist á. Akvörðun um lokun sé vegna ákvörðunar R-lista um að staðsetja biðsal farþega SVR sunnan við Hafnarstræti en strætis- vagna norðan við götuna, þannig að farþegar verða að ganga yfir götuna. Til að verja þessa ákvörðun er Hafnarstræti lokað og sjónarmið eig- enda húsnæðis og verslana við Hafnarstræti hundsuð. Þessi ákvörðun sé dæmi um hringlanda- hátt í málefnum miðbæjarins með þeim afleiðing- um að eigendur húsnæðis þar eru í stöðugri óvissu með starfsemi sína en auk þess dregur enn frekar úr áhuga fyrirtækja á að starfa þar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um kaup borgarinnar á 100 leiguíbúðum Þörf á að taka fyrr á þessu máli SJÁLFSTÆÐISMENN styðja breytingar á húsaleigubótakerfi Fé- lagsbústaða og kaup borgarinnar á 100 leiguíbúðum. Þeir telja þó að það þurfi að fara varlega í allar stórstígar breytingar. Þetta kom fram í samtali við Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokkins, í gær. Vilhjálmur sagði mikilvægt að þær reglur sem settar væru um greiðslu húsaleigubóta í félagslega leiguíbúðakerfinu yrðu skýrar og að tryggt yrði að þær yllu sem minnstri röskun hjá þeim sem bót- anna nytu. Einnig sagðist hann sammála því að mikilvægt væri að fjölga leiguí- búðum þar sem ekki væri gert ráð fyrir að veitt yrðu 100% lán til kaupa á félagslegum íbúðum sam- kvæmt nýja húsnæðisfrumvarpinu og því mætti gera ráð fyrir því að þörfin fyrir félagslegar leiguíbúðir ykist. Þá kom fram í máli hans að sjaldan hafi félagslegum leiguíbúð- um fjölgað jafnlítið og á þessu kjör- tímabili þrátt fyrir hástemmd kosn- ingaloforð Reykjavíkurlistans og gagnrýni hans þess efnis að Sjálf- stæðismenn hefðu ekki fjölgað leiguíbúðum nægilega mikið. „Svo virðist sem Reykjavíkurlistinn hafi áttað sig á því núna, tveimur mán- uðum fyrir kosningar, að það þurfi að grípa til einhverra ráða til að nálgast þetta kosningaIoforð,“ sagði Vilhjálmur. „Sannarlega er þörf á því að tek- ið sé á þessu máli en það er hins vegar alveg ljóst að vandamálið væri ekki svona stórt hefði Reykja- víkurlistinn staðið við kosningalof- orð sín og fjölgað leiguíbúðum jafn mikið og Sjálfstæðismenn gerðu á tveimur síðustu kjörtímabilum," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að lokum. VEIÐIMAÐUR þreytir lax við Glitstaðabrú í Norðurá, sem hefur gefið flesta laxa fiest hinna síðustu ára. Fatlaður drengur á fósturheimili hefur ekki fengið skólavist í vetur Talið brot á lögiim, stjórnar- skrá og barnasáttmála SÞ EFTIR flutning grunn- skólans til sveitarfélag- anna bera einstök sveit- arfélög ábyrgð á mennt- un þeirra barna sem þar eiga lög- heimili, en ef þau þurfa af ein- hverjum ástæðum að ganga í skóla annars staðar þarf að semja um það milli viðkomandi sveitarfélaga og flytja til fjármagn vegna skóla- göngu barnanna. Samband ís- lenskra sveitarfélaga hefur gefið út viðmiðunargjaldskrá sem er leiðbeining til sveitarfélaganna um hvernig þau gætu staðið að þessu, en engar reglur eru hins vegar til um það hvernig með slík mál skuli farið. Að sögn Sigurjóns Péturssonar, deildarstjóra grunnskóladeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafa alltof mörg vandamál komið upp í þessu sambandi, og segir hann þetta í raun vera eina vanda- málið sem ekki hefur fundist lausn á í sambandi við flutning grunn- skólans til sveitarfélaganna. „Það er alltaf verið að vinna í þessu og síðast var þetta mál tekið upp á fulltrúaráðsíúndi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku á Egilsstöðum, og þar var sett niður nefnd til þess að kanna hvort hægt væri að ná einhverju betra AF INNLENDUM VETTVANGI Engar reglur eru til um það hvernig haga skuli greiðslum fyrir skólagöngu barna sem búa í öðru sveitarfélagi en þau eiga lögheimili í og hafa komið upp mörg vandamál í þessu sambandi, samkvæmt upplýsingum Halls Þorsteinssonar. Alvarlegasta tilfellið sem upp hefur komið er mál drengs á fósturheimili í Flóanum, en hann hefur enga kennslu fengið í vetur vegna deilna um greiðslur fyrir skólagöngu hans. samkomulagi heldur en þessar við- miðunarreglur eru um greiðslu- skiptingu. Það verður reynt að vinna að því, en vandamálið er það að meiriparturinn af fjármagni til reksturs grunnskólans kemur í gegnum jöfnunarsjóð, en þar er það flutt til sveitarfélaganna eftir búsetu nemendanna. Sem dæmi má nefna að ef bam er flutt frá litlu sveitarfélagi úti á landi til Reykjavíkur fær litla sveitarfélagið allar tekjumar en útgjöldin koma á Reykjavíkurborg. Þótt Reykjavík- urborg sé ekki inni í jöfnunarsjóði gerist þetta í raun og vera eins á hinn veginn og Reykjavík fær þetta í skatttekjum," sagði Sigur- jón. Hann sagði að í flestum tilfellum hefðu mál af þessu tagi verið leyst með samkomulagi og í mjög mörg- um tilfellum hefði viðmiðunargjald- skráin verið látin gilda þótt jafnvel væri óánægja með hana á báða bóga. Langflest dæmin sem hann þekkti til væra þannig til komin að bamaverndarnefndir ráðstöfuðu börnum milli sveitarfélaga og sára- fá dæmi væra um annað. „Ég held að það myndu allir verða ákaflega glaðir ef það fyndist einhver lausn á þessu máli, en vandinn hefur einfaldlega verið sá að það hefur enginn verið nógu snjall til að finna lausnina," sagði Sigurjón. títhýst vegna deilna um greiðslur Alvarlegasta dæmið um vanda- mál í kjölfar þess að barn hefur verið vistað í öðra sveitarfélagi en það á lögheimili í er mál lítillega fatlaðs drengs sem barnaverndar- nefnd Reykjavíkur fékk vist fyrir á heimili ættingja hans í Flóanum, en það var talið hentugasta heimil- ið miðað við þarfir hans. Það mál er óleyst ennþá, en drengurinn hefur verið án kennslu í allan vetur. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, hefur drengurinn verið í um tvö ár á fóst- urheimilinu og gekk skólaganga hans áfallalaust fyrsta veturinn. Síðastliðið haust hefði síðan komið upp ágreiningur milli Reykjavíkur- borgar annars vegar og hins vegar þeirra sveitarfélaga sem reka grannskólann í Þingborg um greiðslur vegna skólakostnaðai' drengsins. Þessi ágreiningur varð að sögn Braga til þess að skólinn úthýsti drengnum og tilkynnti að hann væri ekki tilbúinn til að taka við honum á yfirstandandi skólaári- „Þá var reynt að ganga þarna á milli og reyna að finna einhverja lausn, en þá fóru að koma inn önn- ur atriði heldur en þessi fjárhags- legu, og var því borið við að erfiðr lega gengi að ráða við drenginn. An þess að gerast dómari í því finnst mér skrýtið hvernig á því stendur að þeir réðu við hann fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.