Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 33
AÐSENPAR GREINAR
Um hvað snúast
næstu borgar-
stj órnarkosningar?
í DAG eru tæplega
tveir mánuðir til
næstu borgarstjórnar-
kosninga. Flest bendir
til að einungis tveir
listar verði í framboði,
D-listi sjálfstæðis-
manna og R-listi Al-
þýðubandalags, Al-
þýðuflokks, Kvenna-
lista og Framsóknar-
flokks, sem hefur nú
stjórnað borginni í
tæp fjögur ár. Á þessu
tímabili hefur í ein-
staka málum náðst ár-
angur og um stefnu og
framkvæmdir verið
góð samstaða milli __
meh-i- og minnihluta. Á hinn bóg-
inn hafa aðgerðir og aðgerðaleysi
R-listans í öðrum mikilvægum
málaflokkum skaðað hagsmuni
borgarinnar og borgarbúa.
I þessu sambandi má nefna
stefnuleysi í umferðar- og sam-
göngumálum, íyrirhyggjuleysi í
Aðgerðir og aðgerða-
leysi R-Iistans, segir
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, hafa skaðað
hagsmuni borgarinnar
og borgarbúa.
skipulags- og lóðamálum, aukna
skuldasöfnun borgarinnar, stór-
hækkun fasteignagjalda og veru-
legan skort á hjúkrunarrýmum fyr-
h’ aldraða. Allt eru þetta stórmál og
hvernig til tekst við stjómun þeirra
varðar framtíð borgarinnar og
borgarbúa miklu. Önnur mál sem
einnig eru ekki síður mikilvæg
verða ofarlega á baugi í kosninga-
baráttunni svo sem umhverfi og ör-
yggi íbúanna, vímuefnavamir,
íþrótta- og tómstundastarf og mál-
efni leik- og grunnskólans.
Skýr stefnumörkun
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa á þessu kjörtímabili
lagt áherslu á skýi’a stefnumörkun
í nokkmm mikilvægum málum og
þegar kjósendur spyrja hver verði
helstu stefnumál D-lista sjálfstæð-
ismanna í komandi borgarstjórnar-
kosningum 23. maí nk. þá verða
það ekki síst eftirfarandi mál:
Við ætlum að skipuleggja 8-9
þúsund manna íbúðabyggð á Geld-
inganesi og forða því skipulagsslysi
að eitt fegursta land fyrir íbúðar-
svæði í borgarlandinu verði tekið
undir atvinnuhúsnæði og vöru-
skemmur.
Við ætlum að fjölga hjúkrunar-
rýmum fyrir aldraða og auka þjón-
ustu við þá.
Við ætlum að stöðva þensluna í
embættismannakerfi borgarinnar
sem R-listinn hefur þanið út á síð-
ustu fjórum árum og kostar borg-
arsjóð tugi milljóna króna ár hvert.
Þetta er vel hægt að gera án þess
■--------------------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Qhmtv
tískuverslun
h V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 h
að skerða þjónustu við
borgarbúa.
Við ætlum að stöðva
skuldasöfnun borgar-
innar en í góðærinu
sem ríkt hefur á þessu
kjörtímabili hafa
skuldir hennar aukist
um tæpa 5 milljarða
króna.
Við ætlum að beita
okkur fyrir því að
framkvæmdir við brú
yfir Kleppsvík og lagn-
ingu Sundabrautar
verði hraðað. Það stór-
bætir umferðartengsl
við Grafarvog og flýtir
fyrir framkvæmdum
við íbúðabyggð á Geldinganesi. Auk
þess verður að leggja áherslu á
gatnaframkvæmdir í þeim tilgangi
að tengja úthveifi borgarinnar bet-
ur við eldri borgarhluta og við ná-
grannasveitarfélögin.
Við ætlum að tryggja nægilegt
framboð á lóðum undir íbúða- og
atvinnuhúsnæði þannig að einstak-
lingar og fyrirtæki sem vilja
byggja í Reykjavík þurfi ekki að
leita annað eins og átt hefur sér
stað að undanfórnu.
Við ætlum að fella niður hol-
ræsagjaldið sem R-listinn setti á
og hækkaði með því fasteignagjöld
borgarbúa um tæp 30%.
Við ætlum að gera sérstakt átak
í að efla þjónustu við íbúana í
hverfum borgarinnar og auka ör-
yggi þeirra.
Við ætlum að gera stórátak í
vímuefnavömum í samvinnu við fé-
lagasamtök og stofnanir.
Við ætlum að ljúka við hreinsun
strandlengjunnar og göngustíga-
gerð meðfram ströndinni en þessar
framkvæmdir hófum við sjálfstæð-
ismenn árið 1986.
Við ætlum að halda áfram þeirri
endurreisn miðborgarinnar sem
við hófum 1984 og stöðva þann
hringlandahátt sem ríkir þar nú.
Sjálfstæðismenn
efna kosningaloforð
D-listi sjálfstæðismanna hefur
sýnt það og sannað með störfum
sínum í borgarstjórn að mikilvæg-
ustu framfaraskeið borgarinnar
hafa átt sér stað undir forystu
sjálfstæðismanna. Þetta á jafnt við
mennta-, félags- og menningarmál,
íþrótta- og tómstundamál og skipu-
lags- og umhverfismál. Þau kosn-
ingaloforð sem frambjóðendur D-
lista sjálfstæðismanna hafa gefið
hafa verið efnd. Þannig hefur því
ekki verið varið með fjölmörg
kosningaloforð vinstri flokkanna í
borgarstjórn. Það er mikilvægt að
kjósendur í Reykjavík hafi fyrr-
greind atriði í huga þegar þeir
velja á milli R-lista undir forystu
Alþýðubandalagsins og D-lista
sjálfstæðismanna.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Brúðarmyndir
í.
L í\s:: * a
ÍLfJfk:
flti
N K. \ \ mm 1 r # * av \ if? 4 L 4*. '
BARNA FJ Ö L S K Y 1.1J l'
LTÓSMYNDIR
Ármúla 38 • sími 588-7644
Gunnar Leifur Jónasson
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
HONDA
4 d y r a
1 . 4 S i ________________________________
9 0 h e $ t ö í l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifaiið í v..e..f.l.i bílsins
MOOcc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasett4
Rafdrifnar rúður og speglar4
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki 4
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
Verð á götuna: 1.455.000,-
Sjátfskipting kostar 1 00.000,-
0
HONDA
Sfmi: 520 1100
Nokkrir góðir dagar
án íhaldsins
28. mars - 3. apríl 1998
Stjórnmálaskóli ungs fólks sem kennir sig við
kvenfrelsi
jöfnuð
félagshyggju
D agskrá:
Námskeiðið er haldið í húsakynnum Samtaka um Kvennalista,
Austurstræti 16, 3. hæð (gengið inn Pósthússtrætismegin )
Sunnudagur 29. mars
Lattgardagur 28. inars
kl. 10:00- 11:00
Starfsemi og skipulag Alþingis
Guðrún Helgadóttir.
kl. 11:15-12:30
Kosningakerfið og kosningahegðun
ólafur Þ. Harðarson
Hádegishlé á Kalíibrennshmni
kl. 13:30 - 14:30
Hugmyndafræði í stjórnmálum
Auður Styrkársdóttir
kl. 14:30 - 15:30
Stutt kynning á hugmyndafræði
Samtaka um Kvennalista,
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
kl. 15:30 - 16:30
Umræður um hugmyndafræði
stjórnmálaflokkanna á íslandi
HLÉ
kl. 17:00
Er pólitik hagsmunir eða hugsjónir?
Palíborðsumræður:
Ari Skúlason,
Pórunn Sveinbjamardóttir,
Einar Guðfinnsson og
Jóhanna Sigurðurdóttir
kl. 11:00- 12:30
Ásýnd og vald fjölmiðla
GSP almannatengsl
Hádcgishlc í húsnæði Kvcnnaiistans
kl. 13:30 - 14:30
Blaðagreinar og fréttir
Heimir Már Pétursson
kl. 14:30 - 16:30
Ræðunámskeið og sjónvarpsframkoma
Kristín Ólafsdóttir
HLÉ
kl. 17:00
Hvar liggur valdið?
Pallborðsumræður:
Björg\rin G. Sigurðsson,
Olfna Porvarðardóttir, Svanur
Kristjánsson og Guðrún Ögmundsdóttir
Kvöldumræður stjórnmálaskólans
dagana 30. mars - 2. apríl fara fram í
húsnæði Alþýðuflokksins, Hverfisgötu
8-10, 2 hæð.
Mánudagur 30. rnars, kl. 20:00
Heilbrigðis- og mcnntamál
Alþingismennjlytja erindi
Þriðjudagur 31. mars, kl. 20:00
Atvinnu- og umhvcrfismál
Alþingismenn flytja erindi
Miðvikudagur l. april, kl. 20:00
Jafnréttis- og utanrikismál
Alþingismenn flytja erindi
Fimmtudagur 2. apríl, kl. 20:00
Framtiðarstjómmál - vonir og væntingar
ungu kynslóðarinnar
.. og að lokum á Sólon íslandus
Föstudagur 3. april, kl. 20:00
Svcitarstjórnamál
Þorgnýr Dýrfjörð, Helgi Hjörvar, Steinunn
V. Oskarsdóttir og Hrannar B. Amarsson.
Slit stjórnmálaskólans
Samband ungra jafnaöarmanna
Veröandi - Samtök ungs Alþýóubandalagsfólks og öháóra
Bríet - hópur ungra kvenna innan Samtaka um kvennalista