Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 68
AS/400
ó d ý r a r i
en þig grunar
, fr-j'
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
Whpt hewlett
mL'rJk PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RlTSfTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Flotinn líklega til veiða á morgun í kjölfar lagasetningar
Stjórnvöld tóku tillit til
gagnrýni sjómanna
STJÓRNVÖLD ákváðu eftir fundi
með forystumönnum sjómanna í
gærmorgun að breyta ákvæði í
lagafrumvarpi, sem lögfestir miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara, til
samræmis við þá gagnrýni sem sjó-
menn höfðu sett fram. Meðal ann-
ars verður ákvæðið, sem koma á í
veg fyrir að launakostnaður hækki
við fækkun í áhöfn, takmarkað við
rækjuveiðar.
Sjómenn lögðu þar með á hilluna
fyrirætlanir um að aflýsa verkfalli
til að koma í veg fyrir lögfestingu
miðlunartillögunnar. Útvegsmenn
eru hins vegar afar ósáttir við þess-
ar lyktir mála og verða þær ræddar
á stjómarfundi LIÚ í dag.
Forystumenn sjómanna áttu tvo
fundi með sjávarútvegsráðherra í
gærmorgun og i kjölfarið voru for-
svarsmönnum útvegsmanna kynnt-
ar niðurstöðumar í stjórnaiTáðinu.
Ef umræða og afgreiðsla fmmvarpa
ríkisstjórnarinnar vegna kjaradeil-
unnar ganga fram eins og ráð er
fyrir gert verða frumvörpin að lög-
um á morgun, föstudag. Þar með
yrði verkfalli sjómanna lokið og
fískveiðiflotinn ætti að geta látið úr
höfn í kjölfarið, en með lögfestingu
miðlunartillögunnar verður kominn
á samningur milli sjómanna og út-
vegsmanna sem gildir næstu tvö ár.
Þorsteinn Pálsson sagði m.a. er
hann mælti fyrir frumvörpunum á
Alþingi í gær að um mikla almanna-
hagsmuni væri að tefla og nauðsyn-
legt að bregðast við til að koma í
veg fyrir þann mikla efnahagsskaða
sem stöðvun flotans um lengri tíma
myndi ella hafa í fór með sér.
Fyrstu umræðu um frumvörpin
lauk í gærkvöldi og var samþykkt í
atkvæðagreiðslu að vísa til annarrar
umræðu og sjávarútvegsnefndar.
„Það að gefast upp með þessum
hætti fyrir hótunum, brigslyrðum og
stóryrðum af öllu tagi finnst mér
svona lýsa því hvemig eigi að koma
fram við þessa ríkisstjóm í málefnum
er varða sjávarútveginn,“ sagði
Kristján Ragnarsson, fonnaður LIÚ.
„Þetta var gerræði hvemig þeir
ætluðu að fara í þetta. Ég stend við
það, en þeir hafa látið sér segjast og
breytt þessari grein frumvarpsins í
þá vem að við ætlum að láta það
yfír okkur ganga,“ sagði Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Islands.
■ Nauðsynlegt/34-35
Reykur í
eldfjallastöð
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var kallað að Norrænu eld-
fjallastöðinni við Grensásveg
laust eftir klukkan 19 í gær-
kvöldi vegna mikils reykjar.
Um reyk í blásara reyndist
vera að ræða og var húsnæði
stofnunarinnar reykræst.
Morgunblaðið/Ásdís
Uthýst úr skóla
vegna deilna
um greiðslur
FATLAÐUR drengur sem á lög-
heimili í Reykjavík en dvelst á fóst-
urheimili í Flóanum hefur enga
skólagöngu fengið í vetur vegna
deilna milli sveitarfélaga um greiðsl-
ur fyi-ir skólagöngu drengsins. Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Bama-
vemdarstofu, segir að nánast sé ver-
ið að brjóta á drengnum öll ákvæði
grunnskólalaga, stjómarskrárinnar
og bamasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, og það sé í rauninni alveg óþol-
andi að drengurinn skuli ekki eiga
þess kost að ganga í skóla.
Eftir að grunnskólinn fluttist til
sveitarfélaganna hafa fjölmörg mál
komið upp þar sem deilur hafa risið
milli sveitarfélaga um greiðslur
vegna skólabarna sem dveljast ekki
í því sveitarfélagi sem þau eiga lög-
heimili, en mál drengsins í Flóanum
þykir hins vegar það alvarlegasta
sem upp hefur komið hingað til.
Sigurjón Pétursson, deildarstjóri
grunnskóladeildar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að þetta
sé í raun og vera eina vandamálið
sem ekki hafi fundist lausn á í sam-
bandi við flutning grannskólans til
sveitarfélaganna. Sambandið hafí
gefíð út viðmiðunargjaldskrá sem
er leiðbeining til sveitarfélaganna
um hvemig þau geti staðið að
málum, en engar reglur séu hins
vegar til um það hvernig með slík
mál skuli farið.
Hann segir að þetta hafi verið
tekið upp á fulltrúaráðsfundi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í síð-
ustu viku á Egilsstöðum, og þar hafí
verið skipuð nefnd til þess að kanna
hvort hægt sé að ná einhverju betra
samkomulagi en viðmiðunarregl-
umar eru um greiðsluskiptingu.
■ Talið brot/10
Morgunblaðið/Ásdís
Fermingin
nálgast
FERMINGARUNDIRBÚNINGUR
er víða í hámarki þessa dagana,
en um 4.000 unglingar fermast
frá kirkjum landsins nú í vor. Að
mörgu þarf að huga áður en
fermingin fer fram og víst er að
annríkis gætir á mörgum heimil-
um. Fastur liður í fermingarund-
irbúningnum er að máta kyrtlana
eins og unglingarnir í Grensás-
sókn gerðu í gær. A myndinni að-
stoðar Lillý Karlsdóttir þá Inga
Gunnar Ingason og Adrian Sa-
bido. Alls eru 4053 börn í þeim
árgangi sem nú fermist og
reynslan sýnir að um 95-97%
hvers árgangs fermast. Þá munu
49 börn fermast borgaralegri
fermingu í ár.
204 millj. hagn-
aður Samherja
og dótturfélaga
HAGNAÐUR Samherja hf. og dótt-
urfélaga nam 204 milljónum ki’óna á
síðasta ári. Hagnaður af starfsemi
dóttur- og hlutdeildarfélaga fyrir-
tækisins innanlands nam 377 millj-
ónum króna en tap varð af rekstri
þeirra erlendis.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri fyrirtækisins, segir forsvars-
menn þess vel sátta við afkomuna á
móðurfélaginu. Laka afkomu dótt-
urfélaganna og hlutdeildarfélaga
erlendis megi að stórum hluta rekja
til þess að þorskveiði í Barentshafí
hafi bragðist síðari hluta árs.
■ Tap af rekstri/Cl
Vorboðar 1
Laugardal
FIMM kiðlingar eru nú í Hús-
dýragarðinum í Laugardal. Sá
eisti fæddist 8. mars og sá yngsti
aðfaranótt þriðjudags.
Samkvæmt upplýsingum dýra-
hirðis er nú farið að styttast í að
gæsir verpi en búast má við að
gæsarungar komi úr eggjum í
aprfl. Þá verða dúfur paraðar í
næstu viku þannig að einnig má
búast við fyrstu dúfuungunum í
aprfl. Þar verður þó einungis um
fyrstu dúfuunga sumarsins að
ræða því hver dúfa getur komið
upp 2 til 5 hópum af ungum áður
en kynjunum er aftur stíað í
sundur í október.
Minkar og refir gjóta að jafn-
aði í maí. Búast má við fyrstu
lömbunum upp úr því og síðan
Tyrstu hreindýrakálfunum í byij-
un júní.
Dómsmálaráðuneytið setur sérstakan rfkislögreglustjóra vegna hvarfs fíkniefna
Rannsakað hvort refsiverð
brot hafí verið framin
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað
Ragnar H. Hall sérstakan ríkislögreglustjóra til
að rannsaka hvort starfsmenn eða yfirmenn emb-
ættis lögreglustjórans í Reykjavík hafi gerst
brotlegir við starfsskyldur sínar eða hegningarlög
og til að kanna vörslu og meðferð fíkniefna. Er
rannsóknin í framhaldi af niðurstöðu úttektar rík-
islögreglustjóra á fíkniefnum í vörslu lögreglu-
stjóraembættisins í Reykjavík þar sem kemur
fram að rúm fjögur kíló af fíkniefnum vanti í
geymslu lögreglunnar miðað við skráningu.
„Þetta er mjög alvarleg niðurstaða og ég taldi
nauðsynlegt að bregðast við í samræmi við það,“
sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær og sagði þess
vegna settan sérstakan ríkislögreglustjóra í mál-
inu. „Honum er falið að kanna hvort einstakir
lögreglumenn eða yfírmenn lögreglunnar hafi
brugðist starfsskyldum sínum eða hvort um sé að
ræða brot gagnvart hegningarlögum."
Um er að ræða tímabilið 1981 til 1. júlí 1997.
Þegar ráðuneytið fól ríkislögreglustjóra í gær
rannsókn á málinu taldi Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri sig vanhæfan samkvæmt
ákvæðum í stjórnsýslulögum þar sem hann hefði
undir lok umrædds tímabils verið starfsmaður
lögreglustjórans í Reykjavík og því er settur sér-
stakur ríkislögreglustjóri til verkefnisins.
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík,
segir að ljóst sé að lögreglan hafi ekki staðið sig í
því að hafa birgðatalningu sjálf. Hann sagði aug-
ljóslega ástæðu til að kafa rækilega í þessi mál og
líkti því sem gerst hefði við sjóðþurrð.
Settum ríkislögreglustjóra hefur verið falið að
kanna meðferð fíkniefna hjá embætti lögreglu-
stjórans í Reykjavík á fyrrgreindu árabili, hvort
starfsmenn eða yfirmenn embættisins hafi brotið
gegn starfsfyrirmælum eða starfsskyldum sínum
og hvort grunur leiki á því að starfsmenn emb-
ættisins hafi framið refsiverð brot við störf.
■ Kannað verði hvarf/4