Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 19
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir
AÐALSTEINN Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður og sfldarsöltunarstjóri með meiru.
——-
Vopnafirði - Það var vor í lofti á
Vopnafirði. Blikinn farinn að
hópa sig og sjómenn stungu sam-
an nefjum á bryggjupollunum.
Smábátasjómenn á Vopnafírði
segjast halda að sér höndum
þessa dagana, enda verð á
hrognum 1/3 minna en á síðustu
vertíð, kvótinn minni og umfram-
birgðir frá því í fyrra um 15.000
tunnur. Eftirspurnin á markaðn-
um ræður ríkjum þar eins og
annars staðar. Sjómenn hafa þó
lagt eitt og eitt rauðmaganet og
„vorboðinn ljúfi“ - rauðmaginn -
kominn í pottana.
Vorboðinn
kominn
í pottana
Fiskanesmenn hyggja á kola-
veiðar annað árið í röð og verið
var að skipa upp afla úr togar-
arallinu eða Hafrótúrnum af
Brettingi, en þeir komust þó ekki
á allar stöðvarnar vegna hafíss.
Aðalsteinn Sigurðsson sjómað-
ur, útgerðarmaður og sfldarsölt-
unarsljóri með meiru sat á einum
pollanum og ræddi um lífið og
tilveruna. Hann fór fyrst 17 ára á
vertíð til Hornafjarðar og byijaði
að salta sfld á Vopnafirði 1956.
Hann sagðist muna sfldina vaða
ljörðinn, en var hlynntur því að
vemda þyrfti norsk-íslenska sfld-
arstofninn, hann sagðist óttast að
þetta yrði veitt um leið og það
kæmi upp að landinu, grindhor-
að. „Græðgin ein má ekki ráða
ríkjum. Menn verða að sjást fyrir
í veiðum, sem öðru.“
„Fjárnám“
í Hvols-
skóla
Morgunblaðið/Silli
EINAR Njálsson þakkaði Sigríði Böðvarsdóttur langt og gott starf.
Lætur af íþrótta-
kennslu eftir 37 ár
Húsavík - Sigríður Böðvarsdóttir,
íþróttakennari á Húsavík, varð sjö-
tug 22. mars sl. og lætur því af störf-
um eftir 37 ára starf sem forstjóri
Sundlaugar Húsavíkur í 21 ár og síð-
ar kennari.
Við það tækifæri mætti bæjar-
stjórinn, Einar Njálsson, í sundlaug-
ina og færði afmælisbarninu gjöf
sem þakklætisvott fyrir langt og gott
starf í þágu bæjar og byggðar. Hann
sagði Sigríði hafa lengstan starfsald-
ur þeirra sem nú störfuðu fyrir bæ-
inn og að ekki væru margir sem svo
löngum starfsaldri hefðu náð.
Forstöðumaður sundlaugarinnar
nú er Sveinn Rúnar Arason og bauð
hann öllum viðstöddum sundlaugar-
gestum til kaffidrykkju og tertuáts
að sundi loknu og þeim sem síðar
kæmu um daginn. Veður á afmælis-
daginn var hið besta og sundlaugar-
gestir með fjölmennasta móti en í
frosthörkunum nú fyrr í mánuðinum
var aðsókn frekar lítil þó alltaf séu
einhverjir sem hvorki láta frost né
hríðar aftra sér frá því að fá sér
sundsprett í útisundlauginni.
Hvolsvelli - Föstudaginn 27. mars
nk. ætla nemendur í 7. og 8. bekk
Hvolsskóla á Hvolsvelli að efna til
áheitanáms sem þeir kalla „Fjár-
nám“. Tilefnið er söfnun fyrir
náms- og kynnisferð til Svíþjóðar í
lok apríl.
Undirbúningur ferðarinnar hef-
ur staðið í á annað ár og er tilefni
ferðarinnar m.a. að endurgjalda
heimsókn nemenda grunnskólans
í Danike frá síðasta vori. Dvalið
verður á einkaheimilum og verður
farið í margvíslegar skoðunar- og
kynnisferðir um nágrenni Danike.
Fjárnámið verður með þeim
hætti að nemendur ætla að vera í
skólanum einn fóstudag og munu
leysa ýmsar þrautir og stærð-
fræðiverkefni í hópvinnu. Fólki
mun síðan gefast kostur á að heita
á nemendur eftir frammistöðu
þeirra í fjámáminu. Að fjámám-
inu loknu efna nemendurnir til
kvöldvöku fyrir sig og fjölskyldur
sínar.
Yillta vestrið endurbyggt
MorgunblaðWÓlafur Bernódusson
GAMLI Kántrýbæ rifinn. Nýja húsið mun rísa á sama stað.
Skagaströnd - Nú eru að hefjast
framkvæmdir við byggingu nýs Kán-
trýbæjar í stað þess sem brann nú í
vetur. Það er að sjálfsögðu Hallbjörn
Hjartarson sem byggir nýjan veit-
inga- og skemmtistað á sama stað og
sá gamli stóð. Utvarp Kántrýbær
kemur einnig til með að vera með að-
stöðu á efri hæð nýja hússins.
Nýi Kántrýbær verður bjálkahús
sem Hallbjörn flytur inn frá Finn-
landi. Bjálkarnir í húsið eru 25 cm
þykkir og verður það ekkert ein-
angrað þar sem framleiðendumir
segja að það sé óþarft. Húsið verður
234 fm að stærð á tveimur hæðum og
verður tengt við Kántrý 2, en það er
sá hluti Kántrýbæjar sem ekki
skemmdist í eldinum í vetur. Verður
Kántrý 2 klætt að utan með hálf-
bjálkum til að fá betri heildarmynd á
bygginguna eftir að nýi hlutinn verð-
ur risinn.
Hallbjörn tjáði fréttaritara að
tveir menn væru væntanlegir frá
framleiðandanum til að reisa húsið í
samvinnu við Helga Gunnarsson
byggingameistara sem er nú að hefj-
ast handa við að steypa undirstöður
og gera allt klárt fyrir komu þess.
Húsið verður flutt til landsins í 5-6
gámum og ætlar Eimskip að sjá um
flutninginn á mjög sanngjörnu verði,
að sögn Hallbjöms. Verða þeir allir
komnir á byggingarstað fyrstu dag-
ana í apríl og dreymir Hallbjörn um
að geta hafið starfsemi í húsinu í
júní. Hallbjörn sagði að áætlað væri
að kostnaðurinn við þessa endurupp-
byggingu mundi kosta um 20 millj-
ónir króna. Til að fjármagna þetta
dæmi ætlar Hallbjörn meðal annars
að senda bréf ásamt gíróseðli inn á
hvert heimili landsins þar sem fólki
verður boðið að gerast hluthafar í
„Hinu villta vestri" með 1.000 króna
framlagi.
„Eg er viss um að því verður vel
tekið, því ég hef fundið fyrir ótrúlega
miklum stuðningi í þjóðfélaginu við
það sem ég er að gera, - mun meiri
en ég hefði nokkurn tíma trúað að
óreyndu," sagði Hallbjörn.
9
____________________________________f STURE SKRIFBOfl~
Ólakkað gegnheilt birki/krossviður, grálakkað stál og tvö hjól.
L150 sm, B75 sm, H75 sm.
SUFFLOfi SKfilFBOfiÐ
Svart, hamrað lakk á borði. Skúffueining bæsuð í kirsuberjalit.
L140 sm, B70 sm, H75 sm. Matthias skrifborösstóll 5900 kr.
34-900-
Antik bæsuð fura. Skápar og skúffúr að framan og hillur á bakhlið
svo borðið getur verið frfstandandi. L152 sm, B72 sm, H72 sm.
FRfiBFERRR
FERMINGfiRGJRFIR
STÓRGOTT VERÐ, HÖNNUN, ÚRVRL OG NOTRGILDI
Allir vita hversu miklu munar að vinna við gott og vel hannað skrif-
borð; hvort sem verið er að læra heima, gera skattskýrslu eða skrifa
verðlaunaskáldsögu. Skrifborðin í IKEA
uppfylla þessi skilyrði og eru auk þess
bæði ódýr og vönduð. Það gerir þau
einmitt afar hentug til fermingargjafa.
0PXÐ RLLfi DRGfl
lOIOO - 18:30 VXBKH ÐKOB
10:00 - 17:00 LBUOBBOBOB
13:00 - 17:00 SUNNUOBOB
- fyrir alla muni
MOPPE
SHRKOHMÓÐR
M. 6 SKÚFFUM
1.850«,