Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 AKREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur ÚA Selja eign- ir til að lækka skuldir ÁHERSLA verður lögð á að selja þær eignir Útgerðarfé- lags Akureyringa sem ekki nýtast í daglegum rekstri og fjármunir sem þannig fást verða notaðir til að lækka skuldir félagsins. Friðrik Jóhannsson stjórnar- formaður ÚA sagði í ræðu sinni á aðalfundi ÚA að skuldir hefðu aukist umtalsvert m.a. vegna mikilla fjárfestinga sem í var ráðist í landvinnslunni. Stefnt er að því að lækka þess- ar skuldir á árinu. Nýlega var gengið frá sölu hlutabréfa Útgerðarfélags Akureyringa í Skagstrendingi en þar átti ÚA 18,6% hlut. Sölugengi bréfanna var 6,31 og söluverðmætið var 368 milljón- ir króna. Greiða 5% arð Á aðalfundinum var sam- þykkt tillaga stjómar um að greiddur verði 5% arður til hlutahafa á árinu vegna síðasta árs. Fram kom í máli Friðriks að þrátt fyrir að illa hafi árað og undanförnu og rekstur fé- lagins ekki verið með viðunandi hætti væri það fjárhagslega sterkt. Reksturinn hefði batn- að á síðasta ári og væru vænt- ingar um að hann myndi halda áfram að styrkjast á þessu ári, en kapp yrði lagt á að jafnvægi næðist í rekstri þess á árinu. Þrír sparisjóðir í Eyjafírði og S-Þingeyjarsýslu Samkomulag um rekstur póstaf- greiðslustöðva fyrir Islandspóst ÞRÍR sparisjóðir í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu hafa gert samkomulag við Islandspóst hf. um að þeir taki að sér rekstur póstaf- greiðslustöðva og er stefnt að því að sparisjóðirnir muni kaupa hús- næði Islandspósts á þeim stöðum sem um ræðir. Þetta eru Sparisjóð- urinn í Hrísey, Sparisjóður Höfð- hverfinga á Grenivík og Sparisjóð- ur Suður-Þingeyinga, þ.e. af- greiðslurnar á Laugum í Reykjadal og í Mývatnssveit. Þessar breyt- ingar taka gildi 1. júní næstkom- andi. Friðrik Friðriksson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Svarfdæla á Dal- vík sagði að sparisjóðirnir á þessum svæðum muni eftir þessar breyt- ingar sinna íbúunum á svæðunum varðandi þá margvíslegu þjónustu sem sparisjóðirnir hafa upp á að bjóða auk þess að afgreiða póst og sinna því sem honum tilheyrir. Þá hefðu sparisjóðirnir einnig þjón- ustuhlutverki að gegna gagnvart Landssímanum, m.a. að líta eftir tækjum og tólum í eigu fyrirtækis- ins og sjá um sölu á símum og fleiru þeim tengdum. Tryggjum áframhaldandi góða þjónustu Samningurinn gildir til 12 ára, eða til ársins 2010. „Með þessu móti vilj- um við tryggja áframhaldandi góða þjónustu Islandspósts við íbúa þess- ara svæða, jafnframt því sem við bætum okkar þjónustu,“ sagði Frið- rik. „Þetta er heilmikið landsbyggð- armál og við ætlum okkur að verða á undan. I kjölfar þess að fyrirtæki em einkavædd og krafa um arðsemi verður meiri heyrast oft þær raddir sem óttast að þeir staðir verði útund- an sem minnstan arð sýna. Með þess- um samningi ætlum við okkur að styðja við bakið á íbúunum á þessum stöðum og styrkja þjónustustigið, að það verði áfram gott og dah ekki.“ Nefndi Friðrik sem dæmi um betri þjónustu að til að mynda yrði settur upp hraðbanki í Hrísey og afgreiðslutími yrði lengdur, en nokkuð hefði borið á óánægju t.d. meðal ferðafólks að geta ekki sinnt viðskiptum í hádeginu úti í eyju. Friðrik vildi ekki tjá sig um hvort sparisjóðir á fleiri stöðum myndu taka að sér rekstur póstafgreiðslna, sagði tímann mundu leiða það í ljós. A k u r e y r i -bA'r tíol>kvUitmnar? Bor^arafundur í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, 4. hæð, laugardaginn 28, mars nJk, ld, 14:00. A fundinum verður fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í málefnum fjölskyldunnar og þá þjónustu sem fjölskyldufólki stendur til boða á Akureyri. Frummælendur segja skoðanir sínar á þjónustu bæjarins og koma með tillögur um úrbætur, en meðal frum- mælenda eru: • Foreldri nýfædds bams • Foreldri 4-5 ára bams • Foreldri 6-9 ára bams • Foreldri 10-12 ára barns • 11-12 ára barn • Foreldri tánings • Táningur • Nemandi í framhaldsskóla • Nemandi í sérskóla • Nemandi í háskóla • íbúi sem er nýlega fluttur til Akureyrar • Þátttakandi í íþróttum • Faðir eða móðir sem eru að stofna heimili • Atvinnurekandi á Akureyri • Launþegi á Akureyri • Laimþegi á Akureyri án atvinnu • Ellilífeyrisþegi í heimahúsi • Ellilífeyrisþegi í sérbyggðu húsnæði • „Brottfluttur" Akureyringur Að fundinum loknum fara fram pallborðsumræður með þátt- töku fulltrúa stjómmálaflokkanna. í ljósi umræðna á síðustu vikum um ýmsa þætti þeirrar þjónustu sem boðið er upp á af hálfu Akureyrarbæjar má búast við líflegum umræðum á fundinum og eru Akureyringar hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar og bamagæsla á staðnum. Akureyrarbær Morgunblaðið/Kristján Sprett úr spori FEÐGARNIR Einar Örn Grant og Amar Grant tóku léttan sprett á hestunum Þrándi og Mími á svellinu á Leirutjöminni á Akureyri í vikunni. Þeir feðg- ar svo og hestar þeirra tóku sig vel út, enda veðrið mjög fallegt, þótt blési nokkuð köldu að sunn- an. Hestur Einars, Þrándur frá Litla-Hvammi, fékk næsthæstu einkunn yfir landið á síðasta ári fyrir byggingu, í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Arnar sonur hans sat hestinn Mfmi, sem er í eigu Lilju Sigurðardóttur, en miklar væntingar eru bundnar við þann hest á komandi Lands- móti. _ ^ Elvar Oskarsson Kjötmeistari 1998 ELVAR Óskarsson kjötiðnaðar- maður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri hlaut titilinn Kjöt- meistari 1998 í fagkeppni kjötiðn- aðarmeistara sem efnt var til um liðna helgi og var hún haldin í tengslum við sýninguna Matur ‘98. Annar ungur kjötiðnaðarmaður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, Örn Thorleifsson, varð í öðru sæti og þriðji norðanmaðurinn varð í þriðja sæti, Eiður Guðni Eiðsson hjá Kjarnafæði. Samtals voru sendar inn 169 vörur, en keppt var í 6 flokkum, hráar og soðnar kjötvörur, hrá- verkaðar vörur, soðnar matar- og áleggspylsur, kæfur og paté, blóð- pylsur, sultur og slátur og loks í sérvörar og nýjungar. Titilinn Kjötmeistari 1998 hlýtur sá kjöt- iðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr öllum þessum flokk- um, en aðeins var leyfilegt að senda inn eina vöru í hvern flokk. Elvar sendi inn úrbeinað hangilæri, Pedersen salami, Roast bratwurst, stjörnupaté, soðinn blóðmör og graflax. Fékk hann gullverðlaun fyrir hangilærið, en ekki var gefið annað gull fyrir þá vörutegund. „Við eram afskaplega hreyknir af okkar mönnum, þetta er frá- bær árangur," sagði Stefán Vil- hjálmsson hjá Kjötiðnaðarstöð KEA. Morgunblaðið/Kristján ÖRN Thorleifsson og Elvar Óskarsson, Kjötmeistari 1998, en Örn varð í öðru sæti. Þeir starfa báðir hjá Kjötiðnaðarstöð KEA. Á bak við þá á myndinni má sjá þau verðlaun sem kjötiðnaðarmenn þar hafa fengið á síðustu árum. Erfitt tíðarfar við Grímsey frá áramótum TÍÐARFAR hefur verið sérlega leiðinlegt við Grímsey frá áramót- um og einkennst af miklum um- hleypingum. Bjarni Magnússon hreppstjóri í Grímsey sagði að sjaldan hefði verið jafn umhleypingasamt og nú í vetur og tíðin frá áramótum hefði verið sérstaklega leiðinleg fyrir sjómenn. „Þetta er óskaplega þreytandi fyrir sjómennina, þetta tíðarfar. Það fiskast alveg þokkalega þegar gefur á sjó, en þeir þurfa sí og æ að vera að taka upp netin, þeir hafa engan frið,“ sagði Bjami. í fyrradag gerði mikinn byl í Grímsey, norðanátt og fór frostið upp í 11 stig í fyrrinótt. í gær var svo komið ágætis skyggni og suð- vestan átt. „Það er glansbjart núna en gerði mikið áhlaup í fyrradag, svona gengur þetta, það skiptir sí- fellt um,“ sagði Bjarni. Sjá engan ís Ekki sást í hafís við Grímsey í gær, en Bjarni sagði að hann væri fljótur að bráðna þegar svo mikill vindur væri úr suðri eða suðvestri og þá væri sjórinn líka um tveimur gráðum hlýrri en hann hefði verið undanfarin ár. Bflabón Akureyrar Styrkur til hjart- veikra barna STARFSMENN Bílabóns Akureyrar við Dalsbraut 1 ætla að styrkja hjartveik böm á Akureyri á morgun, fóstu- daginn 27. mars. Öll innkoma þess dags mun renna óskert til þeirra. Starfsmenn munu bóna og þrífa bíla og fulltráar hjartveikra barna verða á staðnum og taka við greiðslu og gefa allir vinnu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.