Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „Ég rústa ekki hótelherbergi ef ég veit að ég á eftir að sofa þar um nóttina. Ég er ekki heimskur.“ NILFIS NewLine ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK MINNI 0G ÓDÝRARI RYKSUGA SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN PRODIGY varð til í svefn- herbergi Liams Howletts árið 1990. Þar tók hann vakinn og sofinn upp tíu - lög og rölti sér svo með upptökurnar á skrifstofu XL Recordings. Þetta var hrá og grípandi danstónlist sem hlaut þegar náð fyrir augum ráða- manna útgáfufyrirtækisins. Afrakst- urinn var íyrsta smáskífa Prodigy „What Evil Lurks“ sem kom út á vínil í febrúar árið 1991. Seldist hún í um 7 þúsund eintökum og nafn sveitarinnar bar fyrst á góma í tón- listartímaritum. Sem verður að telj- ast ágætt í fyrstu atrennu. Tónninn var gefinn. Nýr stökkpallur Smáskífan Charly kom Prodigy á kortið nokkru síðar, fleytti henni í eitt af tíu efstu sætum vinsældar- listans í Bretlandi, og markaði leið- ina fyrir fyrstu breiðskífu sveitar- innar Experience sem var 25 vikur i efstu 40 sætunum. En „rave“-um- hvei'fið sem hafði verið stökkpallur Prodigy var orðið einlitt og of lítil áskorun fyrir Howlett sem var allt í öllu hjá sveitinni. Hann langaði til að spreyta sig á einhverju nýju. Sumarið 1993 kvað við nýjan tón hjá Prodigy þegar smáskífan One Love kom út. Hún hafði reyndar skömmu áður komið út nafnlaust með stimplinum Earthbound og fengið lofsamlega dóma. Þarna var 'farið að gæta áhrifa rokksveita á borð við Niivana, Smashing Pump- kins og Red Hot Chili Peppers og þróttmikils flutnings Rage Against The Machine og Biohazard sem Howlett hafði komist í tæri við á tónlistarhátíðum sem sóttust orðið eftir kröftum Prodigy. Einnig sótti Howlett í nýjustu stefnur og strauma í danstónlist þar sem hann var á heimavelli. Ekkert spurðist til sveitarinnar næsta árið. Howlett var önnum kaf- !inn í hljóðveri að leggja drög að næstu breiðskífu Music For The Jilted Generation. Svo hófst nýtt skeið í sögu sveitarinnar. Smáskífan No Good (Start The Dance) lagði grunninn að velgengni breiðskíf- unnar, var sjö vikur í einu af tíu efstu sætum vinsældalistans og náði hæst í fjórða sæti. Music For The Jilted Generation kom út í júlí árið 1994, tók flugið beint í efsta sæti og náði gullsölu fyrstu vikuna. Gagn- rýnendur héidu vart vatni og breið- skífan var tilnefnd til Mercury- verðlaunanna. Djöfullegur kraftur Lagið Firestarter kom út í mars jriárið 1996 og enn náði Prodigy nýj- um landvinningum. Það var fyrsta iag sveitarinnar sem náði efsta sæt- inu í Bretlandi og það hélt því í þrjár vikur. Djöfullegur krafturinn í laginu þeytti því í hæstu hæðir og þotuhreyflarnir voru pönkaður söngur Keiths Flints. Slúðurblöðin bresku fóru í herferð gegn laginu, „Bönnum þessa sjúklegu plötu“, sem auðvitað ýtti aðeins undir vin- sældir lagsins. Vinsældir myndbandsins, sem Prodigy hefur notið sívaxandi vinsælda á þessum áratug og er með umtalaðri hljómsveitum. Hún er líka umdeild. Pétur Blöndal talaði við Maxim Reality til að fræðast um við hverju megi búast á tónleikum sveitarinnar á Islandi 28. mars. náði einhvem veginn að virkja kraftinn í laginu, voru miklar og það var ekki síður umdeilt. Þar var Keith Flint með djöfulseyrun í hár- inu í essinu sínu og hreinlega kveikti í sjónvarpsskjánum. Lagið Breathe sem kom út í nóvember sama ár var ekki síður til vinsælda fallið og skyndilega var Liam How- lett ekki andlit Prodigy út á við heldur Maxim Reality og Keith Flint. Nýjasta breiðskífa Prodigy nefn- ist Fat Of The Land og kemur hún í kjölfarið á umfangsmikilli tónleika- heldur gerðum við okkur gr’ein fyrir að við byggjum yfir krafti og stemmningu og fannst gaman að miðla því til annarra. Verðið þið aldrei þreyttir á þessum endalausa þeytingi? „Nei, ef við hættum að hafa gam- an af þessu emm við að halda tón- leika á röngum forsendum. Við reynum alltaf að skemmta okkur um leið. Og fólkið í kringum okkur veit það. Við ráðum sjálfir ferðinni og þekkjum okkar takmörk. Við för- um ekki yfir strikið vegna þess við teljum okkur hafa sérgáfu og viljum ekki spilla henni.“ Eru tónleikaferðir Prodigy eitthvað í líkingu við alræmdar tónleikaferð- ir rokksveita á borð við Spinal Tap? „Nei,“ svarar hann. „Eða hvað áttu annars við?“ Ólifnaðinn og óregluna sem er við- loðandi frægar sveitir. „Eg get auðvitað ekki sagt til um aðrar sveitir, en hvað okkur varð- ar,“ segir hann og hugsar sig um stundarkorn. „Nei.“ Svo hlær hann ótæpilega. „Við höldum vissulega veislur og skemmtum okkur en ekki upp að þvi marki áð við rústum hót- elherbergjum. Við emm ekki þannig hljómsveit. Eg rústa ekki hótelherbergi ef ég veit að ég á eftir að sofa þar um nóttina. Eg er ekki heimskur. En við höldum auðvitað okkar veislur og skemmtum okkur. Þetta snýst jú um gleðistundirnar. Eftir að hafa glatt tíu þúsund manns og fengið þá til að hoppa og ærslast finnst okkur í lagi að við ljrftum okkur upp sjálfir." Hvað ætlið þið að gera eftir tón- leikana á íslandi? „Það sama og venjulega. Fara á skemmtistað, skemmta okkur og verða fullir," segir hann glettnis- lega. „Okkur líkar ísland. Fólk er vinalegt og . . . það spaugilega við Island er . . . að það er svo mikið af konum! Bláa Jónið og konur - það minnir mig á Island.“ Ætlið þið að einbeita ykkur meira að Bandaríkjamarkaði í framtíð- inni? „Nei, við vinnum ekki þannig. Við búum ekki til áætlanir og ákveðum að einbeita okkur betur að þessum og þessum markhópi. Þetta er ekki markaðsfræði. Við eltum uppi skemmtilegar uppákomur og sækj- um þangað sem fólk vill fá okkur. Þannig vinnum við. Mér líkar ekki einu sinni við Bandaríkin. Það eina sem mér líkar við Bandaríkin er New York og kannski Los Angeles, - svona vika í Los Angeles. En Bandaríkin eru of mikið á yf- irborðinu og Bandaríkjamenn eru ekki nógu sannar manneskjur. Ef Evrópumenn kunna illa við þig segja þeir það upp í opið geðið á þér. Ef Bandaríkjamenn kunna ekki við þig segja þeir: „Blessaður, hvað segirðu gott?“ En auðvitað er ekki hægt að alhæfa um fólk og í Banda- ríkjunum er greinilega fólk, sama hvað okkur finnst um það, sem líkar tónlistin okkar. Og okkar helsta markmið er að leita það fólk uppi og spila fyi’ir það. Það er ástæðan fyrir því að við förum þangað, - það á ekkert skylt við markaðssetningu." Liam hefur verið helsti lagasmiður og driffjöður Prodigy. Hefur fram- lag annarra í sveitinni aukist í gegn- um tíðina? „Já, framlag hefur aukist frá mér og Keith. Það er bara eðlileg þróun á samstarfi sveitarinnar. Við höfum gert okkur gi-ein fyrir því að gott væri að setja meiri raddir í tónlist- ina og það hefur gert sveitina sam- heldnari. Þegar við byrjuðum vor- um við aðallega danssveit. Liam gerði tónlistina, ég sá um raddir og Keith og Leeroy [Thornhill] voru dansarar. Þannig byrjuðum við. En við höfum augljóslega þróast og gert okkur grein fyrir að Keith get- ur samið texta, ég get samið texta og Leeroy getur samið texta. Þetta er því orðinn félagsskapur þar sem reisu einkum um Bandaríkin þar sem sveitin nýtur nú ómældra vin- sælda. Fat Of The Land fór í efsta sæti bæði breska og bandaríska vin- sældalistans og lagið Smack My Bitch Up hefur vakið sterk við- brögð. Skiljanlega ef rýnt er í hina illþýðanlegu merkingu textans: [Ég] lem tíkina mína. Myndbandið er ekki síður umdeilt og var m.a. bann- að á MTV-sjónvarpsstöðinni. Af of- angreindu má sjá að Prodigy hefur langt í frá sagt sitt síðasta orð og leiðin virðist aðeins liggja upp á við. Maxim Reality fær orðið Blaðamaður sló á þráðinn til Maxim Reality sem hefur sungið inn á lög sveitarinnar frá upphafi, lætur mikið að sér kveða á tónleik- um með vitfirringslegt augnaráð og samdi einnig nokkra texta á nýju plötunni ásamt Keith Flint. Hafa auknar vinsældir haft áhrif á tónlist Prodigy? „Nei, það eina sem hefur breyst er að fjárhagsstoðir sveitarinnar hafa styi'kst. Hvorki tónlistin né ímynd sveitarinnar hefur tekið breytingum.“ En lífsstíll meðlima sveitarínnar? „Hann hefur svo sem breyst í kjölfar velgengninn- ar. Ég bý ekki lengur í rúmi heldur húsi, sem hefur auðvitað ákveðna kosti í för með sér. En tónlistin er í fyrirrúmi og allt byggist á henni. Þar hefur ekkert breyst. Við smíðum lög og höldum tónleika á sömu forsendum og áður. Annars værum við að fjarlægjast okkar upphaflegu markmið." Vinsældirnar hafa ekkert stigiðykkur til höfuðs? „Nei, ef eiithvað er erum við betur að okkur í tón- listarbransanum, einbeittari og föllum ekki í þá gildru að halda að heimurinn sé okkar gólfmotta að- eins vegna þess að fólk lítur upp til okkar. Ef til vill stígur það sumum til höfuðs, en það á ekki við um okkur. Við höldum tryggð við vini okkar og látum ekki blekkjast af frægðinni sem gæti eins heyrt sög- unni til á morgun." Þið haíið komið hingað fjórum sinnum áður. Af hverju komið þið hingað svona oft? „Það er rétt hjá þér,“ svarar Maxim hugsi. „Fjór- um sinnum er nokkuð oft... upphaflega fórum við til íslands vegna þess að þar var svo mikið af góðum stúlkum," heldur hann áfram og hlær. En nú eruð þið orðnir siðmenntaðri!? „Já,“ svarar hann og verður annars hugar. Svo bætir hann við: „Ég kann vel við ísland. Þetta er svo lítið land og lítið samfélag. Hvað búa annars margir þarna? Eru það 200 þúsund?" Tæplega 270 þúsund. „Já, og síðast þegar við lékum á íslandi var það fyrir 4 þúsund manns. Það er nokkuð stór hluti þjóð- arinnar. “ Það verða ekki færri núna, segir blaðamaður nokkuð viss í sinni sök. „Það mættu margir á fyrstu tónleikana okkar á Is- landi og stemmningin var góð,“ segir Maxim og nær sér á strik. „Og af hverju ættum við ekki að fara þangað aftur? Fyrst fólk hefur gaman af því sem við erum að gera.“ ímynd Prodigy er jafnáleitin og stuðandi og tónlist- in. Er það með vilja gert eða ósjálfrátt? „Ætli það hafi ekki gerst af sjálfu sér. Þegar þú segir að ímyndin sé áleitin er það aðeins vegna þess sem tónlistin vekur innra með okkur. Ekki í þeim skilningi að við verðum ofbeldisfullir. Við fáum útrás sem snýst meira um að virkja orku tónlistarinnar með líkamanum og koma henni til skila til fólks. Þetta er ekki ofbeldisfullt á neinn hátt heldur aðeins tjáningarmáti." Eyðið þið miklum tíma í að skipuleggja framtíðina eða gerist allt af sjálfu sér? „Það eina sem ég ráðgeri fram í tímann er hvað ég ætla að taka með mér til íslands, t.d. buxur og nær- föt. Ég læt þar við sitja.“ Velgengni Prodigy undanfarín tvö ár má að miklu leyti þakka umfangsmikilli tónleikayfirreið. „Já, þetta er eins og með allt annað. Maður upp- sker eins og maður sáir. Við höfum þó ekki lagt á okkur alla þessu vinnu til þess að öðlast vinsældir • i4uuw motor • Stillanlegt sogafl • 4ra þrepa síun • Inndregin snúra • Sundurdregið stálrör • Sogstykkjahólf • Biöstöðufesting fyrir rör og slöngu NILFISK NewLíne /FQnix HÁTÚN16A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.