Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 43
■ ■■ MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 43 3 | J ■ 3 ? I ! UMFERÐ OG ÖRYGGI Á TÍMAMÓTUM UM ÞESSAR mundir eru rúm 10 ár frá því fyrsta tjónaskoðunar- stöðin tók til starfa hér- lendis en það voru Brunabótafélag íslands og Almennar tryggingar hf. sem stofnuðu hana saman. Frumkvöðlar voru þeir Ingi R. Helga- son og Hilmar Pálsson, þáverandi forstjórar Brunabótafélags íslands, og Ólafur B. Thors, for- stjóri Almennra trygg- inga. Sú tjónaskoðunar- stöð, sem tók til starfa 12. ágúst 1987, markaði ákveðin þáttaskil því með Kristján G. Tryggvason möguleika sem þá höfðu skapast með fyrstu tjónaskoðunarstöð tiyggingafélaganna. Margt í þeirri grein hef- m- gengið eftir. Þrátt fyrir ýmsa gagnrýni geta flestir verið sammála um að þróunin hefur verið í rétta átt. Þótt bilum hafi fjölgað gríðarlega á Reykjaríkursvaeðinu og álag á umferðarmann- virki aukist að sama skapi hefur umferðaró- höppum ekki fjölgað hlutfallslega og iðgjöld bflatrygginga ekki hækkað umfram aðra hði í rekstri heimila. An efa henni hófst tæknileg ut- tekt tjóna á bflum og öðrum farar- tækjum, í samræmi við alþjóðlegar verklagsreglur og af fagmönnum með til þess gerð tæki og aðstöðu. A árinu 1988 tók Bifreiðaskoðun ís- lands hf. við hlutveriri Bifreiðaeftirlits rfldsins. Þar með hófst loks sú tækni- lega uppbygging sem nú veitir bfleig- endum jafn ítarlegar upplýsingar rnn ástand bfls og öryggi eins og tíðkast hefur í nágrannalöndum í marga ára- tugi. Tækja- og aðstöðuvæðing bfla- skoðunar, ekki einungis í Reykjavik heldur jafnframt úti á landsbyggðinni, er mikilvægur þáttur í öiyggismálum, ekki síst sem slysavemd. Fræðslumiðstöð bflgreina, FMB, sem stofnuð var á vegum fagfélaga bflgreinarinnar; þ.e. Bílgreinasam- bandinu og Samiðn er einn þessara tímamótaáfanga. Ég lít svo á að flutn- ingur iðnnáms í bflgreinum frá Iðn- skólum yfir til sérskóla (Borgarholts- skóla/FMB), hafi verið rökréttur liður í þróuninni og ákveðin hliðstæða við að leggja niður Bifi'eiðaeftirlitið á sín- um tíma. Hvort tveggja hefur orðið til framfara að mínu mati. Framfarir - Þróun í rétta átt Undanfarinn áratug hefur stöðug þróun átt sér stað; tjónaskoðunar- stöðvum hefur fjölgað, landsmenn geta valið á milli fyrirtækja sem ann- ast skylduskoðun bfla, endurskoðun er framkvæmd á löggiltum bflaverk- stæðum til hagræðis fyrir bfleigendur og þeir sem starfa í bflgreininni eiga nú kost á endur- og símenntun á skipulögðum námskeiðum FMB og víðar. Með tilkomu tjónaskoðunarstöðva, sem líta má á sem vísi að tæknideild- um tryggingafélaga, hefur jafhframt skapast vettvangur - aðstaða til að veita aukna tækniþekkingu tfl starf- andi verkstæða. Þannig hafa verið haldin námskeið í ýmiss konar verk- tækni, t.d. hjá YIS tjónaskoðunar- stöðinni. Sum þeirra hafa verið haldin í samvinnu við erlenda aðila svo sem kynning á nýjum vinnubrögðum og efnum til rúðuísetninga, námskeið í mælingum og viðgerðum á burðar- vh-kjum flutningatækja, námskeið í plastviðgerðum auk þess sem sýning- ar hafa verið haldnar á nýjustu tækj- um og tækni í málmsuðu, réttingum og alhliða viðgerðum. Tjónaskoðunarstöðvamar gegn því ekki einungis því hlutverki að meta tjón þeirra sem tryggðir eru heldur þjóna þær einnig því markmiði trygg- ingafélaganna að draga úr viðgerðar- kostnaði með aukinni tækni og fræðslu. VIS, svo dæmi sé tekið, rek- ur jafnframt slripulegt forvamastarf, sem sérstakur forvamafulltrúi, Ragn- heiður Davíðsdóttir, hefur umsjón með. Tilgangurinn er að fækka slys- um og draga þannig úr tjóni. Hvort tveggja, fæm slys og minna tjón, kemur tryggingataka (bfleiganda o.fl.) til góða sem lægra iðgjald. Fleiri verkefni Árið 1988 skrifaði ég grein í Mbl. undir fyrirsögninni ^Áfangar á leið til umferðaröryggis". I henni benti ég m.a. á þýðingu skipulegra tjónarann- sókna sem liðs í slysavömum og þá er þetta mælanlegur árangur þeirra endurbóta sem orðið hafa á skyldu- skoðun og af því auknu öryggiseftirliti með bflum og farartækjum sem nú fer fram á verkstæðum og þjónustustöðv- um. Það eftirlit er virkara nú en áður fyrir tflstilli skipulegrar fræðslustarf- semi innan bflgreinarinnar sjálfrar. Meira að segja stjómmálamenn em famir að líta á þessi mál og taka þau alvarlega sem slysavamir. En áframhaldandi þróun krefst þess að menn haldi vöku sinni. Þótt merkir áfangar séu að baki em næg verkefhi framundan: Einn þáttur sem orðið hefúr útundan og er á ábyrgð hins opinbera, er löggæslan í umferð- inni. Eftirlit lögreglu með ástandi bfla og farartæþja í umferðinni er eklri nægflegt; hvorki nægilega skipulegt, markvisst né öflugt I Skandinavíu er eftirlit lögreglu með ástandi bfla drjúgur þáttur í slysavömum. Hér er slfikt eftirlit með minnsta móti og nægir í því samabandi að benda á slfyrslur sem hlaðist hafa upp t.d. hjá VIS tjónaskoðunarstöðinni þar sem lesa má um ótrúlegt ástand bfla sem valda eða lenda í óhöppum (sléttsUtin dekk, botnlausir af ryði, bremsulausir, slit í stýrisgangi, ijósíausir o.s.frv.). Þótt það teljist margsannað mál að bflbelti geti bjargað lífi og forðað frá alvarlegum slysum (og notkun þeirra lögbundin) virðist eftárlit lögreglunnar með notkun þeirra óskipulagt og til- vfljanakennt. Öryggistæki eða „kjaftakerling“? Aðfld íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu þýðir að hérlendis gilda ákveðnar reglur um akstur atvinnu- tækja og hvfldartíma þeirra sem þeim stjóma. Til að hægt sé að framfylgja reglunum skulu ökuritar vera í fólks- og vöruflutningabflum sem era yfir 3,5 tonn. Ökuritinn, sem er sjálfvirkur mælir, skráir á hringlaga pappaskífu ökuhraða, ekna vegalengd, stöðutíma (hvfld) o.fl. Þetta er ekki gert til að fylgjast með því hvort t.d. flutninga- bflstjórar séu að svíkjast um og slóra, heldur til að auka öryggi þeirra og annarra í umferðinni. Of þreyttir bfl- stjórar, sem jafhvel eiga það tfl að sofna við stýrið, skapa ótvíræða hættu. í Þýskalandi, þar sem ég þekki vel tfl, em sérstök stæði meðfram hrað- brautum ætluð stórum flutningabflum þegar stjómendur þehra hvflast. Þýska lögreglan hefur eftirlit með ökuritum þessara bfla og skoðar skráningarskífur þeirra skipulega á þessum stæðum. Þetta er sjáifsagt ör- yggismál í augum Þjóðverja - liður í því að auka öiyggi vegfarenda og fækka slysum. Einhverjir uppnefndu þetta örygg- istæki „kjaftakerlingu", líklega í háð- ungarskyni, a.m.k. hafa þeir ekki ver- ið að hugsa um öryggi almennings úti á þjóðvegunum. Eg vil nota þetta tækifæri og neftia eitt ákveðið dæmi um hvaða þýðingu ökuritar í flutningabflum gætu haft fyrir umferðaröryggi í landinu ef lög- reglan hefði skipulegt eftirlit með skráningu ökuritans og ástandi farar- tækjanna og beitti sektum eins og henni er heimflt: Veturinn 1997 valt stór flutningabfll á Suðurlandi í hálku. Slys urðu ekki á mönnum, sem betur fer, en bfllinn og tengivagn skemmd- ust mikið. Tjónið nam rúmum 4 millj- ónum króna. Lögreglan gerði engar athugasemdir varðandi þetta óhapp utan hefðbundinnar skráningar. Við skoðun á flutningabflnum hjá tjónaskoðunarstöð kom í Ijós að bæði bfllinn og tengivagninn voru á sumar- dekkjum. Auk þess reyndust 4 dekkj- anna á vagninum vera sléttslitin (ekk- ert munstur). Við skoðun á ökurita bflsins kom í ljós að honum hafði verið ekið á 115 km hraða þar sem leyffleg- ur hámarkshraði (við bestu aðstæður) var 70 km/klst. Við þetta má bæta að í gildi eru lög um hraðatakmarkanir fólks- og vöru- flutningabfla: I Ijósi þess hve framúr- akstur þessara stóru bfla er algengur mætti ætla að stjómendur þeirra vissu ekki um takmarkanimar eða vissu að litið sem ekkert eftirlit er með ökuritunum. Þá má einnig benda á að ennfremur eru í gfldi lög um að Skoðunarstöðvar eiga að vinna eftir settum reglum, segir Kristján G. Tryggvason, og standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. stórir flutningabflar og rútur séu bún- ir sjálfvirkum hraðatakmarkara (hluti af ökurita) þannig að rúta komist ekki hraðar en 90 km/klst. og flutningabfll 80 km/klst. Er ekki kominn tími tfl að fara að framfylgja þessum reglum? „Rassíur" leysa ekki málið Eitt af sameiginlegum verkefnum þeiira sem vinna að auknu umferðar- öiyggi er að breyta ríkjandi hugsun- arhætti varðandi umferðarlög. I stað þess að líta á lögin sem tryggingu fyr- ir „rétti“ sínum í umferðinni eða stoð í skaðabótakröfu þarf hinn almenni bfl- stjóri að virða reglurnar til þess að forðast óhöpp og slys. Öll vitum við að mikið vantar upp á að reglur séu virt- ar - ekki þarf nema eina ferð í bæinn tfl að sjá það. Það leysir ekki vandann að senda lögregluna af stað í „rassíur" öðru hverju, - að því virðist tfl að friða sam- visku lögreglumannanna sjálfra eða/og tfl að safna peningum í rflris- kassann í leiðinni. Rflrisváldið verður einfaldalega að fai-a að viðurkenna að eftii'lit með ástandi farartækja er hlutverk sem heyrir tfl daglegum störfum lögreglunnar hér eins og í ná- grannalöndunum - þetta er einfald- lega slysavamaþáttur lögreglustarfs- ins og um leið þáttur í ímynd lögregl- unnar sem jákvæðs afls í samfélaginu. Eftirlit með þeim sem skoða Þróunin hefur skapað ný verkefni: Einkavæðing skoðunarstöðvanna undanfarin ár og endurskoðunarheim- ild verkstæða hefur verið til hagræðis. Engu að síður fylgir böggull skamm- rifi. Að mínu áliti er þörf á eftirliti með því að skoðunarstöðvar vinni eftir settum reglum og standist þær kröfur sem gerðar eru tfl þehTa. Bfleigandi getur varla metið þjónustuna eftir öðru en verði og viðmóti hjá einstakri skoðunarstöð en hefur engar tækni- legar forsendui- til að meta gæði skoð- unarinnar sjálfrar eða það öryggi sem hún skapar. Gæðavottun með eftirliti eða annars konar eftirlit (stikkprufúr) er augljóst hagsmunamál bfleigenda. Spumingin er hver eigi að fram- kvæma þannig eftirlit með skoðunar- stöðvum? Höfímdur er bifvélavirkjameistari og stöðvarstjóri VÍS tjónaskoðunar- stöðvar i Kópavogi. ISETNINGARÞJONUSTA SERSMIÐI Bílavörubúðin Fjöðrin selur pústkerfi, dráttarbeisli og höggdeyfa í miklu úrvali. Á verkstæði okkar er boðið upp á sérsmíði á pústkerfum og ísetningu á höggdeyfum og dráttarbeislum. BílavörubúSin FJÖÐRIN ífararbroddi SÉRSMÍÐAVERKSTÆÐI, GRENSÁSVEGI5, SÍMI588 2555. HÁRKÚR, FJÖLVÍTAMÍN & STEINEFNI ESTER C Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. |f:Pai»to<g • X T H ‘s i^'áriiju f,;r lu'ir 11,11 oeli njiýl-"' *A.ÍÍBTTÍ* Áhrifaríkur hárkúr Vítamín, steinefni, aminósýrur, prótein og valdar jurtir. Hugsaðu vel um hárið. ESTER ([“vitamin Healthilife f=EKt)V UTRAL Ester C tryggir gæðin. Margföld áhrif. Fer vel í Náttúrulegt E-500. maga. EC-200, EC-500 og Öflug oxunarvörn EC-Plus með zínki, seleni, fyrir frumurnar. magnesíum og kalki. BfQ-sEUEN immmm Sími 557 6610 r Fyrsti Fulbright-styrkurinn var veittur árið 1957 og á þeim fjörtíu árum sem liðin eru frá fyrstu styrkveitingu hefur fjölmörgum íslendingum verið úthlutað Fulbright-styrk. Um þessar mundir eru unnið að skráningu styrkþega. Til að auðvelda verkið er þess farið á leit að styrkþegar sendi Fulbrightstofnuninni neðanskráðar upplýsingar. NAFN: HEIMILISFANG: KENNITALA: TEGUND STYRKS: STYRKÁR: Þeir sem hafa áhuga á að gerast stofnfélagar HOLLVINAFÉLAGS FULBRIGHT-starfseminnar á íslandi, vinsamlegast sendið inn upplýsingar fyrir föstudaginn 3. apríl, þar sem stofnfundurinn mun fara hátíðlega fram fimmtudaginn 16. apríl. ÉG HEF ÁHUGA Á AÐ GERAST STOFNFÉLAGI: UNOIRSKRIFI Upplýsingarnar má senda í pósti, með faxi, simleiðis, eða með tölvupósti: Póstfang: Fulbright-stofnunin Laugavegi 59,3. hæð 101 Reykjavík Sími: 551 0860 eSa 552 0830 Fax: 552 0886 E-mail: fulb@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.