Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 45
ÞÓRDÍS DAGBJÖRT
DAVÍÐSDÓTTIR
+ Þdrdís Dagbjört
Davíðsdóttir
fæddist i Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg í
Reykjavík hinn 7.
október 1903. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 11. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Davíð
Jóhannesson, verk-
stjóri, fæddur 4.6.
1861 á Bústöðum í
Seltjarnameshreppi,
dáinn 2.10. 1950, og
kona lians, Guðrún
Skaptadóttir, fædd
20.8. 1863 í Skaptabæ í Reykja-
vík, dáin 18.5. 1937. Þórdís flutt-
ist á öðm ári með foreldrum sín-
um að Vegamótastíg 9 árið 1905
og bjó þar æ siðan.
Þórdís giftist 31. október 1924
Ágústi Benediktssyni, vélsljóra,
fæddur 25.8. 1897 í Reykjavík,
dáinn 22.7. 1964. Þau hjónin
eignuðust átta börn en þijú þau
fyrstu létust í fmmbernsku. Þau
sem lifa eru: 1) Guðrún Dagný, f.
20.12. 1929 í Rvík, starfaði sem
tækniteiknari hjá Landssimanum
og siðan sem póstmaður. Hún er
gift Sverri Júlíussyni rekstrar-
hagfræðingi. Börn þeirra eru:
Trausti Þór, f. 2.5. 1957, Ágúst
Örn, f. 30.11. 1965, Hafsteinn
Freyr, f. 19.5. 1968, og Sverrir
Bragi, f. 18.12. 1971. 2) Birgir, f.
24.5. 1931, véivirki og síðar
starfsmaður Lyfjaverslunar ís-
lands hf., kvæntur Eddu Kjart-
ansdóttur, f. 28.5. 1932, starfsm.
Vertu hjá mér, halla tekur degi,
Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi.
Þegar enga hjálp er hér að fá,
hjálparlausra h'knin, vert mér hjá.
(Stefán Thor.)
Elsku amma Dísa er látin á 95.
aldursári. Þessi glæsilega kona sem
aldrei varð misdægurt. En aldurinn
sagði til sín og síðustu mánuðir voru
ömmu erfiðir. Við minnumst hennar
sem lífsglaðrar konu sem lét sig
aldrei vanta á mannamót. Sama
hvernig viðraði, alltaf kom amma og
þá oftar en ekki í strætó. Hún þurfti
oft að klofa snjóskaflana en lét það
ekki aftra sér, svona var hún. Og
alltaf tók hún vel á móti okkur og
var gestrisnin í hávegum höfð.
Minnumst við þess eitt sinn er
amma var að passa okkur og fór
með okkur í Austurbæjarbíó að sjá
eidenda mynd. Til þess að við skild-
um nú örugglega atburðarás mynd-
arinnar las hún textann upphátt alla
myndina.
Amma og afi eignuðust fimm
börn. Bjó amma ásamt dóttur sinni
Dagnýju og fjölskyldu hennar á
Vegamótastíg 9 í Reykjavík. Hugs-
aði Dagný með mikilli ástúð um
móður sína. Fyrir nokkrum mánuð-
um kom Lollý, föðursystir okkar,
frá Bandaríkjunum þar sem hún er
búsett. Veitti hún Dagnýju ómetan-
lega hjálp við umönnun ömmu. Ber
þeim báðum svo og fjölskyldu
Dagnýjar mikið þakklæti fyrir.
Far þú í Mði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú meðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Berglind og Þórdís
Dagbjört Gunnarsdætur.
Hvernig er hægt að hugsa sér
húsið „Vegó“ án ömmu Þórdísar?
Þetta hús, þar sem svo ótalmargir,
allt frá upphafi, áttu sér skjól eða
höfðu viðdvöl í lengri eða skemmri
tíma? Saga þess og hennar væri efni
í heila bók. Húsið hennar ömmu
Þórdísar. Þar ól hún allan sinn ald-
ur, var lítil stúlka í upphafi aldar-
sinnar, varð eiginkona og móðir, ól
þar upp sín börn, hún festi ekki
yndi í öðrum híbýlum. Elsta dóttir
hjá Vífilfelli hf. Börn
þeirra eru: Kjartan, f.
2.8. 1960, Agúst, f.
7.6. 1964, Jóhanna, f.
18.5. 1969, og Auður
Edda, f. 17.6. 1974. 3)
Einar Hafsteinn, f.
14.9. 1934, rafvirkja-
meistari og síðar
kennari við Vélskóla
íslands, kvæntur
Herdísi Hergeirsdótt-
ur, verslunarkonu, f.
21.3. 1935. Börn
þeirra eru: Davíð, f.
16.7. 1957, Hergeir, f.
27.11. 1960, Haf-
steinn Már, f. 10.8. 1966, Einar
Örn, f. 30.1. 1968, og Valur
Freyr, f. 16.8. 1969. 4) Áslaug
Santini, f. 18.3. 1937, húsmóðir í
Bandaríkjunum, gift John D.
Santini, f. 1.6. 1939, lögreglu-
manni í New York og síðar heild-
sala. Börn þeirra eru: John, f.
31.8. 1962, Audrey Adele, f. 25.8.
1963, Roger Ronald, f. 27.1.1967,
og Raymond N., f. 6.7. 1968. 5)
Gunnar, f. 1.11. 1939, verkstjóri
hjá Reykjavíkurborg, kvæntur
Sigríði Þorvaldsdóttur Kolbeins,
f. 6.1. 1943. Börn þeirra eru: Þór-
dís Dagbjört, f. 1.4. 1965, og
Berglind, f. 30.8. 1966. Börn Sig-
ríðar, stjúpbörn Gunnars, eru Ás-
grímur I. Friðriksson og María Þ.
Friðriksdóttir. Afkomendur Þór-
dísar eru í dag komnir á sjötta
tuginn.
Útför Þórdísar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hennar og tengdasonur ala þar svo
einnig upp sína syni, - húsið veit
hvað það syngur -, svo koma barna-
barnaböm. Amma Þórdfs alltaf á
sínum stað, fastur punktur í tilver-
unni, eins og húsið sem þrjóskast
við og er um kyrrt meðan stórbygg-
ingar fyrirtækja þrengja að úr öll-
um áttum.
Hún er ekki amma með prjóna og
fléttur, nei, heldur glettin amma
með naglalakk og tilhaft hár, eldar
og ber á borð - alltaf heitur matur í
hádeginu í Vegó, fiskur oftar en
ekki, kaffi á könnunni. Amma Þór-
dís, alltaf með kaffibolla við hönd-
ina, allt frá barnsaldri, eftir því sem
hún sjálf sagði, enda alltaf fílhraust,
þar til nú undir það síðasta að árin
allt í einu heimtuðu sinn toll. Hún
var svolítið hnellin, sjálfstæð og
stundum þrjósk, leiddist ef ekki litu
einhverjir inn. Brá sér ein til sólar-
landa á níræðisaldri og þótti lítið af-
rek, fór reyndar víða um lönd og
álfur. Amma Þórdís að skáskjóta
augunum, setja upp ólíkindasvip og
segja: „iss, hvað!“ Amma Þórdís,
alltaf að bjóða eitthvað í svanginn.
Amma Þórdís að horfa á fréttimar
og allar heimsins hörmungar:
„Aumingja blessað fólkið," segir
hún, en engum sögum fer af hennar
eigin sorgum.
Hún amma Þórdís, alltaf til stað-
ar í Vegó. Bamabarnabarn naut
góðs af atlæti hennar og þær töltu
saman, hönd í hönd, ófár ferðir upp
Laugaveginn til að sækja fisk í Haf-
liðabúð:
„Blessuð trén,“
sagði gamla konan
þegar haustið
hafði svipt þau klæðum
og vindurinn nísti
gegnum merg og bein.
„Blessu tén,“
endurtók barnið
sem hún leiddi
sér við hönd.
Blessuð sé ætíð minning ömmu
Þórdísar.
Dóra Kondrup.
Hún amma á Vegó hefur kvatt
þennan heim. Við drúpum höfði í
virðingu fyrir ömmu okkar sem best
verður lýst sem lífsglaðri og góðri
konu. Hún lifði löngu og farsælu lífi.
Eftir situr jákvæð og hlý minning
og söknuður.
Það ríkti ávallt eftirvænting með-
al okkar bræðranna á sunnudögum
kl. 3.15 þegar Landleiðavagninn
kom í Garðabæinn yfir því hvort
amma væri í vagninum. Þetta var
nánast opinber heimsóknartími
hennar ömmu á Móaflötina og það
heyrði til undantekninga ef hún
kom ekki. Þeir voru tómlegir
sunnudagarnir án ömmu. Við yngri
bræðurnir fórum gjaman út á
stoppistöð og tókum á móti henni og
að launum hlutum við fylltan opal-
brjóstsykur eða annað slikkerí. Hún
var fastur punktur í tilverunni á
Móaflötinni á sunnudögum ásamt
kaffi og sykruðum pönnukökum.
Amma var jákvæð kona og mikill
húmoristi og henni tókst á sinn ein-
staka hátt að breyta svart/hvítri
sunnudagsdagskrá sjónvarpsins í
litríka skemmtan með leiftrandi
húmor og hnittnum innskotum.
Ömmu fannst gaman að hafa fólk
í kringum sig og hún var hrókur alls
fagnaðar í veislum og fjölskylduboð-
um. Henni varð sjaldan orða vant
og hún talaði jafnan jákvætt um
menn og málefni en velti sér aldrei
upp úr vandamálum. Hún var afar
umhyggjusöm við okkur bræðurna
og hafði jafnan miklar áhyggjur af
því að við værum að ofgera okkur
með lærdómi, þó samviska okkar
segði okkur annað. Ósjaldan klapp-
aði hún okkur á bakið og í góðsemd
sinni vorkenndi hún okkur að þurfa
að standa í þessum bókalestri.
Það voru gósentímar þegar
amma flutti á Móaflötina til að sjá
um heimilið og passa okkur ein-
hverju sinni þegar foreldar okkar
voru erlendis. Hún stjanaði við okk-
ur og sá til þess að við fengjum nóg
að borða, en soðning og skyr var í
miklu uppáhaldi hjá henni. Allar
húsreglur voru látnar fjúka því hún
lagði blátt bann við því að við kæm-
um nálægt húsverkum, s.s. að búa
um rúmin og vaska upp. Yfir þess-
ari meðferð kvörtuðum við ekki.
Amma var dugnaðarforkur og lét
sér fátt sér fyrir brjósti brenna. 75
ára gömul fór hún í sólarlandaferð
til Búlgaríu með foreldrum okkar
og okkur þremur yngstu bræðnrn-
um. I ferðinni gaf hún okkur hinum
ekkert eftir og tók virkan þátt í öllu
því sem fram fór, hvort heldur sem
það voru gönguferðir, siglingar eða
gleðskapur fram eftir kvöldi. Þessi
ferð verður okkur ávallt hugstæð
fyrir það hve amma var ung í anda
og átti auðvelt með að brúa kyn-
slóðabilið.
Amma var Reykjavíkurmær í húð
og hár og ól allan sinn aldur í mið-
bænum. Ættaróðalið á Vegamóta-
stíg var heimili hennar frá barns-
aldri til æviloka. I okkar huga er
amma órjúfanlegur hluti af Vegó
þar sem rætur ættarinnar liggja.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu stundirnar þar sem við feng-
um notið nærveru þinnar, ástar og
umhyggju. Minning þín mun lifa
áfram í hjörtum okkar. Guð geymi
þig-
Davíð, Hergeir,
Hafsteinn Már, Einar Orn
og Valur Freyr.
Vart Mns rétta verður gáð
villir mannlegt sinni
fái æsing æðstu ráð
yfir skynseminni.
Haltu þinni beinu braut
berþittokmeðsnilli
gæfan svo þér gefi í skaut
Guðs og manna hylli.
Þessar heilræðavísur ritaði 12 ára
gamall piltur, Halldór Guðjónsson
frá Laxnesi, í poesie bókina hennar
ömmu minnar sem hún eignaðist á
11 ára afmælisdaginn sinn árið
1914. Þótt þessi rauða bók hafi verið
innan seilingar í bókahillu í vestur-
stofunni á æskuheimili mínu, Vega-
mótastíg 9, opnaði ég hana ekki fyrr
en að ömmu minni látinni fyrir fá-
einum dögum. Það er dýrmætt að
eiga heilræði að gefa ungu fólki og
ófá er að finna í ljóðasjóði okkar. Þó
vega þau þyngra heilræðin sem fel-
ast á sinn hljóða hátt í dagfari okkar
og framkomu hvers við annað og
taka þeim fram sem leita má í ljóð-
um hversu dýrt sem þau eru kveðin.
Hún leiddi mig lítinn á hveijum
sunnudagsmorgni niður á Amt-
mannsstíg til fundar við lærisveina
séra Friðriks. Vel má vera að glað-
værðin og söngvamir þar hafi
blundað í ungum manni sem ekki
var vitað til að gert hefði sér dælt
við sönggyðjuna fyrr en hann fór að
finna ungan söngstjóra fyrir rösk-
um 15 árum að beiðast inngöngu í
nýjan kór. Það var píanó á heimilinu
og einhver músík í ættinni svo
drengurinn var settur til músík-
mennta, amma mín taldi ekki eftir
sér að fylgja mér í Barnamúsíkskól-
ann og hvetja mig við blokkflautuna
áður en hærra yrði klifið.
Ekki lítil upphefð var það fyrir
heldur uppburðarlítinn pilt í stórum
hópi félaga að geta gerst svo rausn-
arlegur að bjóða öllum félögunum
að horfa á Roy Rogers kl. 6 á mið-
vikudögum í sjónvarpinu, sjónvarp-
inu hennar ömmu, og þiggja góð-
gjörðir. Taka ber fram að þetta var
á þeim árum þegar menn stöldruðu
við glugga raftækjaverslana á
kvöldin til að horfa á sjónvarp.
Þær eru nú horfnar allar litlu
búðimar sem stutt var að sækja
nauðþurftir í fyrir ömmu, nætur-
saltað ýsuflak fyrir 15 kr. í Sæ-
björgu niður á Laugaveg pakkað í
dagblaðsböggul, mjólk í hyrnum og
skyr í smjörpappír niður á Hverfis-
götu eða upp á Týsgötu, kjötfars í
kálbögglana til Lárusar upp á
Skólavörðustíg.
Mér er í barnsminni þegar við
fórum í vetrarhraglanda að vitja
mömmu eftir vinnudag niður í
Landsímahús og buðum svo upp á
kókó og rúgbrauð með stökkri
skorpu þegar heim var komið. Það
var skýr verkaskipting hjá þeim
mæðgum, móður minni og ömmu, í
eldhúsinu, amma eldaði heitan há-ttz.
degismat, mamma sá um kvöldverð
og sunnudagsverð. Það var gott að
koma heim eftir langan skóladag í
menntaskólanum og vita að soðn-
ingin beið hjá ömmu þótt komið
væri vel fram yfir hádegi.
Amma átti margar vinkonur frá
æskuárum og þeim kynntist ég.
Vænst þótti mér að heilsa uppá
Helgu, sem kenndi mér að leika á
píanó, þegar hana bar að garði á
mánudagsmorgnum að heimsækja
ömmu, staldra við í borðstofunni,
teyga angan af vindlareyk og hlusta
á sögur af músík og manneskjum.
Það var gestkvæmt á Vegamóta-
stíg 9, ekki síst á Þorláksmessu-
kvöldi. Þegar lestri jólakveðja var í
þann mund að ljúka, gestir famir og
fólk gengið til náða áttum við amma
einu ólokið, að útbúa jólabögglana
handa börnum hennar og afkom-
endum þeirra.
Þótt ófáir leigubflstjórar hafi
villst af leið á Vegamótastíg 9 hefur
þetta hús ætíð staðið í þjóðbraut.
Nú er risið kaffihús við þessa götu
sem til stendur að gera að vistgötu.
Á Vegamótastíg 9 hafa margir átt
góða vist og þar hefur verið heitt á
könnunni í heila öld. Hún sá til þess
hún amma mín. Frá þeim vegamót-
um lá leið fjögurra bræðra vestur T*
bóginn, mislangt þó. Hinn elsti lét
sér nægja að fara vestur í Bolung-
arvík, hinir fóru vestur um haf. Þeir
kveðja þig nú, amma mín, með
þakklæti fyrir allt sem þú gafst
þeim í veganesti.
Trausti Þór Sverrisson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GRÓA Á. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bugðulæk 17,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
24. mars sl.
Þórunn Jónsdóttir, Sæmundur Gunnarsson,
Guðjón Jónsson, Gréta Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR
húsfreyja að Bakka
í Ölfusi,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laug-
ardaginn 28. mars 1998, kl. 14.00.
Engilbert Hannesson,
Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson,
Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson,
Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför mannsins mins, föður okkar, tengda-
föður og afa,
HAUKS INGVASONAR
bónda,
Litla Dal,
Skagafirði,
fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn
28. mars og hefst athöfnin kl. 14.00.
Valdís Gissurardóttir,
Birgir Hauksson, Fanney Friðriksdóttir,
Snævar Hauksson, Ellen Erlingsdóttir,
Gissur Hauksson, Arna Björnsdóttir,
Hanna Hauksdóttir, Marinó Indriðason
og barnabörn.