Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 28 þurfí voðaverknaðinn í Arkansas og aðra hliðstæða Reuters LÖGREGLUMAÐUR á vettvangi við skólann í Jonesboro. STÚLKA borin inn í sjúkrabíl fyrir utan skólann. svonalagað gerist einhvers staðar annars staðar. Ekki hérna.“ Nancy Echols, sem á barn í skól- anum, sagði að flest skólabarnanna ættu heima í tveim litlum bæjarfé- lögum, Bono og Egypt. „Fólk flyt- ur hingað einmitt til þess að börnin geti gengið í skóla í friði. Strákur- inn minn á erfítt með að skilja að skólafélagar hans hafi verið skotn- ir. Biðjið fyrir okkur. Gerið það, biðjið fyrir okkur.“ Clinton sagði að það yrði aldrei fyllilega ljóst hvers vegna drengirnir tveir hafí framið þennan verknað. „Þetta er í þriðja sinn á fáum mánuðum sem börn eiga hlut að máli er ofbeldisverk eru framin í skólum, og ég mun biðja dóms- málaráðherra [Janet Reno] að leita til sérfræðinga í málum sem þess- um sem geta skilgreint þennan harmleik og hina tvo.“ Leita þarf sameigin- Iegra þátta Forsetinn sagði nauðsynlegt að skilgreina atburðina og reyna að koma auga á sameiginlega þætti í þeim, hvort læra mætti af þeim og hvort grípa mætti til einhverra að- gerða. í október sl. voru tveir myrtir og sjö særðir er skotárás var gerð í skóla í Mississippi. Hinn meinti morðingi hafði áður myrt móður sína. í desember voni þrír fram- haldsskólanemendur myrtir og fímm særðir í Kentucky. 14 ára drengur hefur verið ákærður fyiir verknaðinn. Verði drengimir ákærðir sem unglingar og fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér fangelsi til 21 árs ald- urs, samkvæmt lögum í Arkansas. Reynt að hindra vitnisburð um samtöl við Hillary EMBÆTTISMENN Hvíta hússins hafa sætt gagnrýni fyrir að reyna að koma í veg fyrir að ráðgjafar Bills Clintons Bandaríkjafor- seta þurfi að bera vitni um samtöl sín við Hillary Clinton forsetafrú vegna máls Monicu Lewinsky, sem forsetinn hefur verið sakaður um að hafa hald- ið við og fengið til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Forsetafrúin hefur ennfremur verið sökuð um að hafa látið kaupsýslumenn greiða fyrir að fá að taka þátt í opinberum viðskiptaferðum og gefið fyrirmæli um að féð yrði lagt í kosningasjóð forsetans. Að sögn The Washington Post hafa embættismenn í Hvíta húsinu reynt að hindra að ráðgjöfum Clint- ons verði gert að bera vitni um sam- töl sín við forsetafrúna á þeirri for- sendu að þeir séu undanþegnir vitnaskyldu vegna friðhelgi hand- hafa framkvæmdavaldsins. Mann- réttindasamtök og hreyfing banda- rískra íhaldskvenna hafa mótmælt þessum tilraunum og lögspekingar draga í efa að þær séu löglegar. „Forsetafrúin er engin keisara- jmja,“ sagði Jonathan Turley, laga- prófessor við George Washington- háskóla. „Það er erfitt að sjá að for- setafrúin geti notfært sér friðhelgi framkvæmdavaldsins þar sem hún er ekki opinber embættismaður.“ Bill Clinton hefm- neitað að ræða málið við fjölmiðla og embættis- menn hafa einnig verið tregir til þess þar sem þeir óttast að það geti vakið grunsemdir um að forsetinn hafi eitthvað að fela. Almenningur í Bandaríkjunum virðist hafa fengið sig fullsaddan á Lewinsky-málinu og fréttaskýrend- ur telja að deilan um vitnaskylduna hafi lítil sem engin áhrif á álit al- mennings á forsetanum. Sögð hafa staðið fyrir lögbrotum The Daily Telegraph skýrði frá því í gær að Nolanda Hill, fyrrver- andi samstarfsmaður Rons Browns, viðskiptaráðherrans sem fórst í flug- slysi árið 1996, hefði haldið því fram í eiðsvarinni yfirlýsingu að Hillary Clinton hefði staðið fyrir því að bandarískir kaupsýslumenn greiddu 50.000 dali, andvirði 3,6 milljóna króna, fyrir að fá að taka þátt í við- skiptaferðum á vegum ráðherrans. Féð hefði síðan verið notað í kosn- ingabaráttu forsetans árið 1996. Hill hefur verið ákærð fyrir fjár- svik og skattamisferli. Að sögn blaðsins heldur hún því fram að embættismenn Hvíta hússins hafi fyrirskipað ráðherranum að fela gögn um þessar greiðslur, sem ganga í berhögg við bandarísk lög um framlög í kosningasjóði. Embættismenn Hvíta hússins segja ekkert hæft í þessum ásök- unum. „Ég geri þetta fyrir Hillary Clint- on,“ hafði Hill hins vegar eftir Brown og sagði að ráðherrann hefði sýnt henni skjöl um greiðslurnar viku áður en hann lést. „Ég hef áhyggjur af því . . . að beri ég vitni muni stjórn Clintons og dómsmálaráðuneytið hefna sín á mér,“ sagði Hill í yfirlýsingunni. Leitaðu ekki lan$t yfir skammt Sparnaðarlíftrygging Samlífs er íslensk söfaunarlífirygging sem gerir þér kleift að leggja fyrir reglulega og njóta líftryggingar um leið í skjóli öflugra íslenskra bakhjarla. Hringdu í síma 569 5400 ogfáðu sendan kynningarbtekling. SAMLIF Sameinaða líftryggingarfélagið bf. Kringlunni 6 • Pósthólf3200 • 123 Reykjavík Simi 569 5400 • Grant númer 800 5454 • Fax 569 5455 KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu • Fjöldi aukahluta 0 islensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf MffM" Eínar MmM Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.