Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 4

Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 4
4 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIKAN 23/3 - 3/4 ►MOKAFLI var við Reykja- nes síðustu dagana í mars og hefur afli Grindavíkurbáta komist i 60 tonn yfir dag- inn sem þykir með mesta mó ti. Skólafólk var fengið til aðstoðar við fiskvinnsluna í Grindavík svo og verka- fólk vestan af fjörðum. ►KNUT Vollebæk, utanrík- isráðherra Noregs, var í op- inberri heimsókn á íslandi fyrsta og annan apríl. Hann ræddi við ráðherra og var m •a. ákveðið að stefna að þrí- hliða viðræðum þjóðanna ásamt Rússum í maí um veið ar í Barentshafi. ►FINNUR Ingólfsson við- skiptaráðherra sagði í ávarp i á ársfundi Seðlabankans að fslenska bankakerfið væri of dýrt. Sagði hann að endur- skipulagning og einkavæð- ing á fjármagnsmarkaði yrði að hafa það að leiöarljósi að minnka vaxtamun og draga úr kostnaði. ►MIKILL áhugi virðist vera meðal almennings á þeim 26, 5% hlut ríkisins í íslenska járnblendifólaginu sem boð- inn er til sölu dagana 1. til 8. apríl. Starfsfólki fyrirtækis- ins og almenningi gefst kost- ur á að kaupa 60% af þeim 3 74 milljóna króna hluta að nafnverði sem seldur verður. Hin 40% hlutabrófanna, sem eru að nafnvirði 149 mil ijónir, verða seld með til- boðsfyrirkomulagi. ►HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur dæmdi ríkissjóð til að greiða sex fyrrverandi starfs mönnum Lyfjaverslunar ríkisins biðlaun. Starfsmenn- irnir höfðuðu mál og er litið á þau sem prófmál. Yfir 60% hjúkrunar- fræðinga segja upp YFIR 60% hjúkrunarfræðinga á Land- spítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur sögðu upp störfum um mánaðamótin. Óánægja með launakjör er ástæða upp- sagnanna og óttast Ásta Möller, for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, að margir þeirra muni ekki snúa aftur þótt stofnanasamningar um betri kjör takist. Forráðamenn spítalanna segja að starfsemi þeirra lamist hverfi þessi hópur frá störfum. Þeir draga í efa að uppsagnarfresturinn verði fram- lengdur eins og þeir hafa rétt til, telja síst betra að leysa vandann í október en júlí þegar uppsagnimar koma til fram- kvæmda. Yfír 300 milljónir í snjóflóðavarnir GREIÐSLUR úr Ofanflóðasjóði vegna snjóflóðavamavirkja og annarra fram- kvæmda verða á bilinu 300-350 milljónir króna á árinu. Vamamannvirkjum á Flateyri verður lokið á árinu og næsti áfangi em vamarvirki á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir taki tvö ár. I ár eiga líka að hefjast fram- kvæmdir á Neskaupstað og athuganir í Bolungarvík. Þá lýkur væntanlega í ár uppkaupum á húsum á Súðavík. Einkaréttur á gagnagrunni? FRUMVARP um skráningu heiisufars- upplýsinga í gagnagrunn var kynnt í ríkisstjóminni í vikubyrjun og sam- þyKkt að leggja það fyrir Alþingi. For- ráðamenn heiibrigðisráðuneytisins telja koma tii greina að veita íslenskri erfða- greiningu einkarétt til að setja upp og starfrækja gagnagrunninn en fyrirtæk- ið hefur sýnt á því áhuga. Heildarkostn- aður við verkið er áætlaður 12 milljarð- ar króna og þörf yrði á milli 300 og 400 starfsmanna. Máli Paulu Jones vísað frá BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vann nokkum áfangasigur á miðviku- dag þegar dómari í Arkansas vísaði frá málshöfðun Paulu Jones á hendur hon- um. Clinton, sem var að Ijúka 12 daga ferð um sex Afríkuríki ásamt konu sinni, Hillary, sagði aðeins, að ákvörðun dómar- ans talaði sínu máli en talsmenn Jones kváð- ust miður sín vegna niðurstöðunnar. Lögfræðingar hennar hafa nú til athug- unar að áfrýja úrskurðinum. Ekki er Ijóst hvaða áhrif úrskurðurinn hefur á málarekstur Kenneths Starrs, óháðs saksóknara, gegn forsetanum en hann segist munu halda ótrauður áfram rannsókn sinni á því hvort Clinton hafi fengið Monicu Lewinsky til að sveija rangan eið. Samkvæmt skoðanakönn- unum í Bandaríkjunum vill mikill meiri- hluti, að málin gegn forsetanum verði látin niður falla og taldi hann, að niðm-- staðan í máli Paulu væri „góð fyrir Bandaríkin“. Rússneska dúman fékk vikufrest BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hef- ur gefið dúmunni frest fram á fimmtu- dag í næstu viku til að staðfesta skipan Sergeis Kíríjenkos í embætti forsætis- ráðherra. Hefur hann einnig orðið við kröfum um hringborðsumræður með fulltrúum þingsins, héraðsstjórna og verkalýðsfélaga. Er sú tilslökun höfð til marks um, að Jeltsín viðurkenni sterka stöðu kommúnista á þingi en ígor Shabdúrasúlov, talsmaður hans, vísaði á bug, að forsetinn myndi fallast á sam- steypustjórn eins og kommúnistar hafa krafist. ítar-Tass-fréttastofan var með þá frétt á fimmtudag, að heimsókn Jeltsíns til Japans 11.-13. þessa mánað- ar hefði verið frestað en dró hana síðan til baka án frekari skýringa. Jones ►ÍSRAELSSTJÓRN hefur samþykkt að fara að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna frá 1978 og hverfa með her sinn frá Suður-Líbanon. Hún setur þó þau skilyrði, að Líbanonsstjórn láti her sinn gæta landamæranna til að koma í veg fyrir árásir skæruliða Hizbollah-hreyf- ingarinnar á ísrael. Líbanir segja hins vegar, að brott- flutningur sé ekki samnings- atriði og eigi að vera án allra skilyrða. Samþykkt ísraels- sljórnar sé því aðeins blekk- ingarleikur. ►KOMMÚNISTAR í Úkraínu fögnuðu sigri í þingkosning- unum sl. sunnudag, fengu um fjórðung atkvæða og eru stærsti flokkurinn á þingi. Segja má þó, að óflokks- bundnir frambjóðendur hafi unnið mesta sigurinn en í þeirra hlut komu 114 þing- sæti af þeim 225, sem kosið er um í einmenningskjör- dæmum. Hinn helmingurinn er valinn af flokkslistum. Úr- slitin komu ekki á óvart enda er örbirgð mikil í landinu og fátt, sem bendir til batnandi tíðar. ►MUHYIDEEN al-Sharif, einn helsti sprengjusmiður Hamas-hreyfingarinnar með- al Palestfnumanna, var ráð- inn af dögum í sfðustu viku. Telja Hamas-liðar, að ísrael- ar hafi verið að verki og hafa hótað skjótum hefndum. ísraelssfjórn neitar því, að hún beri nokkra ábyrgð á dauða al-Sharifs. ►LEIÐTOGAR Evrópusam- bandsrfkjanna 15 og 10 Asíu- ríkja komu saman í Lundún- um í lok vikunnar til að ræða aðgerðir til að bregðast við fjármálakreppunni í Asíu. FRÉTTIR Viljayfírlýsing um stofnun fjölmiðlasambands Sameiginlegur málsvari fj ölmiðlastarfsmanna Morgunblaðið/Júlíus KALMAN Fontenay, formaður Félags grafískra teiknara, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reylgavíkur, Sæmundur Árnason, formaður Félags bókagerðarmanna, Lúðvík Geirsson, for- maður Blaðamannafélags fslands, og Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður Starfsmannasamtaka RÚV, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. STEFNT er að formlegri stofnun fjölmiðlasambands á komandi hausti, þar sem aðild eiga allir þeir sem með einum eða öðrum hætti starfa við fjölmiðla eða fjölmiðlun. Viljayfirlýsing þessa efnis var sam- þykkt og undirrituð á Hótel Borg s.l. fóstudag af forsvarsmönnum fé- laganna sex sem að sambandinu munu standa. Þau eru Blaðamanna- félag Islands, Félag bókagerðar- manna, Félag grafískra teiknara, Rafiðnaðarsamband íslands, Starfs- mannasamtök Ríkisútvarpsins og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Hlutverk sambandsins verður að vinna að sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra sem starfa á þessum vettvangi. í viljayfirlýsingunni segir að sérstök áhersla verði lögð á sam- starf og samráð um kjaramál, fagleg málefni, réttindamál, vinnuum- hverfi, starfsmannastefnu, tækni- mál, orlofsmál, heilbrigði, endur- menntun og áhrif starfsmanna á stjóm fjölmiðla. „Fjölmiðlasambandið mun leitast við að efla og glæða félagsanda og samheldni starfsmanna á fjölmiðlum. Þá mun sambandið koma fram á op- inberum vettvangi sem sameiginleg- ur málsvari fjölmiðlastarfsmanna. Einnig mun fjölmiðlasambandið samræma sem kostur er þátttöku fulltrúa starfsmanna á fjölmiðlum í norrænu og alþjóðlegu samstarfi," segir ennfremur í viljayfirlýsing- unni. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, for- manns Blaðamannafélags Islands, er ætlunin að sambandið verði stofn- að formlega á sérstöku fjölmiðla- þingi í haust. Hann segir ástæðu þess að hafist sé handa nú að þegar liggi fyrir ýmis verkefni sem brýnt sé að hrinda af stað strax. Ráðstefn- an verður væntanlega haldin í tengslum við fjölmiðlaþingið. Aðildarfélögin sex munu tilnefna fulltrúa í undirbúningsstjórn sem mun vinna að samstarfssamningi og frekari undirbúningi að stofnun fjöl- miðlasambandsins. Siðanefnd Blaðamannafélags Islands Stöð 2 var ekki talin brotleg Föstusöfnun Caritas í dag ÁRLEG fostusöfhun Caritas, líkn- arfélags innan kaþólska safnaðar- ins, fer fram á pálmasunnudag. Því fé, sem safnast, verður varið til styrktar hungruðum börnum í heiminum. Caritas vinnur að þessu verkefni í samstarfi við systursam- tökin í öðrum Norðurlöndum. Að þessu sinni verður peningunum var- ið til að styrkja grunnskóla í Ví- etnam. Tekið verður við fjárframlögum í öllum kaþólskum kirkjum. Einnig má greiða inn á gíróreikning 0900- 196002. -------------- Utandag- skrárumræða á morgun JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, hefur óskað eftir utandagskrárum- ræðum á Alþingi um kostnað Landsbankans vegna kaupa á lax- veiðileyfum. Gert er ráð fyrir því að umræð- umar fari fram í upphafi þingfund- ar á mánudag og verður Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra til svara. SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur komist að þeirri niður- stöðu að fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafi ekki brotið siðaregl- ur félagsins í umfjöllun um kæru fatafellu vegna meintrar líkamsárás- ar á veitingastaðnum Vegas í nóvem- ber og desember 1997. Segir í áliti nefndarinnar að fag- lega hafi verið staðið að umfjöllun fréttastofunnar og það mat að van- hæfi lögreglunnar í Reykjavík skuli einkum hafa verið fréttnæmt í þessu máli sé ekki óeðlilegt. Haraldur Br. Böðvarsson lögmað- ur kærði fréttir Stöðvar 2 af því að fatafella á Vegas hygðist kæra Har- ald, einn eigenda staðarins, fyrir lík- amsárás til siðanefndarinnar 19. jan- úar. Fyrst var greint frá málinu í fréttatíma Stöðvar 2 24. nóvember og var síðan fjallað um afdrif kærunnar í Stöð 2 og á Bylgjunni næstu vikur. Rauði þráðurinn í umfjölluninni var umræða um vanhæfi lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík til að fjalla um málið vegna þess að Haraldur væri sonur lögreglustjóra. Taldi Haraldur að fréttin hefði ekki verið faglega unnin þar sem málsaðilar hefðu ekki fengið sömu möguleika til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þá hafi frétta- stofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar gert sér óhóflegan mat úr fjölskyldu- tengslum hans í fréttaflutningi af málinu. Ekki gengið á rétt til andsvara í umfjöllun siðanefndar er tekið í veigamiklum atriðum undir sjónar- mið hinna kærðu. Frásögn kæranda og kærðu af vinnslu fréttarinnar beri ekki saman, en ekki sé ágreiningur um að Þór Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2, hafi náð tali af kærða og boðið honum að tjá sig um málið. Kærandi sagði að alltof stuttur frest- ur hefði verið gefinn til að svara, en kærðu hefðu gefið fullnægjandi út- skýringar á því hvers vegna fréttin hefði verið unnin eftir klukkan 17 umræddan dag. Kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að í reynd hafi ekkert komið fram, sem sýni að Stöð 2 hafi gengið á rétt kæranda til and- svara. Haraldur kærði einnig að trúnað- ur hefði veri rofinn þegar haft var eftir honum án heimildar. Frétta- maður Stöðvar 2 þrætir ekki fyrir það að hafa samþykkt að vitna ekki í Harald, en telur að það hafi ein- göngu átt við um fréttaflutning 24. nóvember. Siðanefndin segir að um- mælin virðist ekki höfð eftir til að sverta Harald. Þór hefði kannski átt að viðhafa meiri gát í þessu efni, en ekki væri ástæða til að efa að hann hefði haft ummælin eftir Haraldi í góðri trú. Það er einnig niðurstaða siða- nefndarinnar að ekki sé óeðlilegt að þess hafi jafnan verið getið að Har- aldur væri sonur lögreglustjórans í Reykjavík þar sem vanhæfi embætt- isins hafi verið ein helsta fréttin í málinu nánast frá upphafi. Niðurstaða siðanefndarinnar er að Haukur Hólm, fréttamaður Stöðvar 2, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og Þór Jónsson, frétta- maður Stöðvar 2, hafi ekki brotið ákvæði siðareglna Blaðamannafélags íslands. FERM1NGARTILB0Ð ð 30% afslætti 4.880 kr. Fullt verð 6.980 kr. íslensk orðabók fyrir skóla og skrifstofur er 1263 blaðsíðurog nákvæmlega eins og nýjasta útgáfa af íslenskri orðabók Menningarsjóðs, en í minna broti. i MállMlog mennlng Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúta 7 • Sími 510 2500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.