Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 6

Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 Kom Islandi á kortið í Kína imv ■. ^7 baksvið Fyrir skömmu lét Hjálmar W. Hannesson af störfum sem sendiherra Islands í Kína og tók þá við sem skrifstofustjóri Alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Eftir- maður hans í Peking er Olafur Egilsson. I þessu viðtali við Niels Peter Arskog, fréttaritara Morgunblaðsins í Kína, segir Hjálmar frá því, sem á daga hans hefur drifíð í Miðríkinu sl. þrjú ár. ÓTT íslendingar séu meðal fámennustu þjóða í heimi, eru þeir samt sem áður komnir á kortið hjá Kín- verjum, fjölmennustu þjóðinni. Út- flutningur á íslenskum sjávarafurð- um til Kína hefur margfaldast á fá- um árum og íslenskum listamönn- um hefur verið tekið þar mjög vel. Hefur þessi þróun aðallega átt sér stað á síðustu þremur árum eða síð- an íslenskt sendiráð var opnað í Peking í janúar 1995. Sendiherra Islands í þennan tíma hefur verið Hjálmar W. Hannesson og hann hefur vissulega ástæðu til að minn- ast þessara þriggja ára með stolti, nú þegar hann lætur af sendiherra- starfínu og hverfur heim til íslands ásamt konu sinni, Önnu Birgisdótt- ur. Verður Hjálmar skrifstofustjóri Alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins en eftirmaður hans í Pek- ing er Ólafur Egilsson og tók hann við embættinu um síðustu mánaða- mót. íslendingar tóku upp stjórnmála- samband við Alþýðulýðveldið Kína árið 1971 en sendiráð var ekki opn- að þar fyrr en næstum aldarfjórð- ungi síðar. Þá hafði Hjálmar verið sendiherra Islands í Þýskalandi en sendiherrastaðan í Peking tók einnig til Japans, Norður- og Suð- ur-Kóreu, Víetnams, Tælands og Indónesíu. Árið 1994 fluttu íslend- ingar út til Kína fyrir 28 milljónir króna en á síðasta ári var útflutn- ingurinn kominn í 526 millj. kr. Fór þar mest fyrir sjávarafurðum ýmiss konar en einnig öðrum vörum eins og tækjabúnaði, skinnum o.fl. Koma Vigdísar greiddi götuna „Það var mjög spennandi að koma hingað í Miðríkið eins og Kín- verjar kalla landið sitt og þetta hef- ur verið mjög viðburðaríkur tími. Það hjálpaði okkur líka mikið, að Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, skyldi koma hingað í heim- sókn aðeins hálfu ári eftir að sendi- ráðið var opnað en hún var hæst sett þeirra, sem sátu kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Pek- ing. Vakti koma hennar mikla at- hygli á íslandi og íslenskum málefn- um og þess höfum við notið alla tíð síðan. Islenskir ráðherrar, utanrík- is-, fjármála- og heilbrigðisráðherr- ann, hafa komið hingað og kínversk- ir ráðherrar hafa farið til íslands, til dæmis Qian Qichen, aðstoðarfor- sætis- og utanríkisráðherra, og Li Lanqing, aðstoðarforsætisráðherra og varaforseti kínverska þingsins. Þá er ótalinn fjöldi annarra, kannski lægi'a settra manna en mikilvægra þó. Þessi auknu samskipti hafa átt mikinn þátt í að auka viðskiptin og það er alveg ljóst, að kínverski markaðurinn á eftir að skipta okkur Islendinga æ meira máli. Sem stendur hallar mikið á okkur í við- skiptum landanna því þótt útflutn- ingur okkar til Kína hafi aukist mik- ið, þá er hann aðeins þriðjungur þess, sem við kaupum af þeim. Við skulum átta okkur á því, að Kínverjar gætu keypt næstum allar okkar fiskafurðir en eitt af því, sem nú er komið inn á kínverska mark- aðinn og miklar vonir eru bundnar við, er lýsið eða lýsishylkin. Þá eig- um við líka mikla möguleika í um- búðaframleiðslu, vistvænum papp- írsumbúðum, en í Kína eru plastum- búðir alls konar orðnar að alvarlegu umhverfisvandamáli. Það er fyrir- tækið Silfurtún, sem hefur rutt brautina að þessu leyti, og það er fyrsta íslenska fyrirtækið með skrifstofu í Kína,“ segir Hjálmar. Möguleikar í jarðhita Hjálmar segir engan vafa leika á, að Islendingar geti látið mikið til sín taka í nýtingu jarðhitans í Kína en þar eins og á Islandi er hann víða mikill. Hann hefur hins vegar lítið verið nýttur fram að þessu. Þá nefn- ir hann einnig hugbúnað og há- tækniiðnað. Samhjálparblaðið er komið út Má bjóða þér áskrift? Áskriftarsímar 561 1000 561 0477 ERLENT Morgunblaðið/Kong Qing Yan MIKILL efnahagslegur uppgangur hefur verið í Kína á síðustu árum. Það lýsir sér meðal annars í því að Kín- veijar hafa í ríkum mæli skipt úr reiðhjólum yfir í bifreiðar. í Peking hafa til dæmis verið skráðar 1,3 millj- ónir nýrra bifreiða á síðustu árum. HJÁLMAR W. Hannesson og Anna Birgisdóttir á svölum embættisbú- staðarins í Peking. Hjálmar, sem var fyrsti sendiherra íslands í Kína, er nú kominn heim til starfa í utanríkisráðuneytinu og hefur Ólafur Egilsson tekið við stöðu hans í Kína. Ekki fór hjá því, að nokkurn skugga bæri á samskipti Islendinga og Kína þegar íslenskir ráðamenn tóku á móti háttsettum stjórnmála- manni frá Tævan en þá var Hjálmar réttur maður á réttum stað við að útskýra afstöðu íslenskra stjórn- valda. Kínverjar hafa líka kunnað að meta þennan einlæga, hlátur- milda en ákveðna mann og það, sem hann hefur lagt af mörkum í sam- skiptum ríkjanna. „Þessi tími minn í Kína hefur ver- ið mjög ánægjulegur og ég hefði ekkert haft á móti því að vera hér lengur þótt það sé líka gaman að koma heim eftir níu ára útivist. Nú skyldi þó enginn halda, að uppbygg- ingin hér hafi mætt á einum manni, heldur hafa margir lagt hönd á plóginn. Konan mín, Anna, hefur stutt mig á alla lund og þá ekki síð- ur samstarfsfólkið í sendiráðinu, sem hefur verið að smáfjölga. Fyrst fengum við tvo kínverska starfs- menn en annar þeirra, Song, er raunar íslenskur ríkisborgari og skilur íslensku. Síðan kom Baldur Ragnarsson sendiráðsritari og þá Petrína Bachmann sendiráðsfull- trúi. Dóra Ásgeirsdóttir hefur nú leyst hana af hólmi og auk þess hef- ur bæst við nýr, kínverskur starfs- maður. Eitt af fyrstu verkum nýs sendi- herra verður að flytja sendiráðið í rýmra húsnæði en til að byrja með var það bara á hótelinu þar sem við bjuggum. Nú er það í einni glæsi- legustu skrifstofubyggingu í Pek- ing, Landmark, og aðstæður ágæt- ar að undaskildum þrengslunum. Úr því verður bætt með flutningi of- an af 10. hæð niður á þá áttundu," segir Hjálmar. Ekki fer mikið fyrir Islendingum í kínverska mannhafínu en þar búa nú um 20 íslendingar. Yfirleitt eru fjórir eða fimm Islendingar við nám í Kína, nokkrir fulltrúar íslenskra fyrirtækja og síðan makar. Menningarsamskipti ofarlega á blaði Eitt af þeim málum, sem Hjálmar hefur látið sér mjög annt um, er menningarsamskipti ríkjanna og aukin, persónuleg kynni milli fólks í löndunum. Segir hann, að heimsókn Vigdísar hafi greitt mjög fyrir þess- um samskiptum og minnir stoltur á þær góðu viðtökur, sem óperan „Tunglskinseyjan“ fékk er hún var frumsýnd í Peking í íslenskri menn- ingarviku. „Unga fólkið í Kína kann svo ekki síður en aðrir að meta hana Björk en söngskemmtunin hennar í Pek- ing hefði ekki komist á nema fyrir það mikla starf, sem unnið var í sendiráðinu. Hún tókst afburðavel og það var gaman að vera þar staddur innan um 10.000 Kínverja þegar síminn hringdi allt í einu - það var Reykjavík og ég gat lýst viðburðinum beint í íslenska útvarp- inu,“ segir Hjálmar og brosir. Hann hefur einnig greitt fyrir sýningu Listasafns Islands á 50 verkum ís- lenskra listmálara en hún verður fyrst sett upp í Hong Kong og síðan í Peking í þessum mánuði. í nóvem- ber nk. mun síðan jasssveitin j Tamlasveitin taka þátt í jasshátíð í Peking. Þau Hjálmar og Anna hafa drukkið í sig kínverska menningu á ferðum sínum um landið, frá Dalian í norðri til Xiamen í suðri og Urumqi í vestri. „Kína er fallegt land og afar fjöl- breytt að náttúrufari. Þar eru mikl- ar menningarminjar, svæðið með- fram Yangtze-fljóti, vagga kín- verskrar menningar, gulu björgin í Anhui, Kashgar í Xinjiang og keis- aragi-afirnar í Xian, en þar á sér líka stað ótrúlega hröð þróun. Okk- ur Önnu finnst gaman að hjóla um bæinn og þegar við komum hingað fyrir þremur árum vorum við innan um hestvagna, annað hjólreiðafólk og dálítið af bflum. Nú sjást ekki hestvagnarnir en bílunum hefur fjölgað svo mikið, að það er varla unnt að komast leiðar sinnar," segir Hjálmar, sem fagnar því hve ís- lensku ferðafólki í Kína hefur fjölg- að mikið á síðustu árum. Kína lætur engan ósnortinn Hjálmai' segir, að Kínverjar og ldnversk menning verði honum ávallt nátengd og hann leggur áherslu á, að ekkert taki fram per- sónulegum kynnum við að auka á skilning og vináttu þjóða í milli. „Þeir, sem hingað koma með op- inn huga, fara ekki héðan ósnortnir og unga fólkið er einlægt og áhuga- samt. Það mun skila sér i efnahags- legri og lýðræðislegri uppbyggingu landsins," segir Hjálmar en þótt þau Anna hafi komið víða í Kína er þar margt, sem þau eiga eftir að sjá. „Við hefðum gjarna viljað koma til Tíbets en til þess gafst ekki tæki- færi. Við eigum það kannsld eftir sem venjulegii' ferðamenn og ég vona, að beinar flugsamgöngur milli íslands og Kína komist á innan ekki allt of langs tíma,“ sagði Hjálmai- að lokum. Mótmæla umbótum FRANSKUR bóndi hvílir lúin bein fyrir framan nautgripi sína, sem hann hafði með sér inn í bæinn Rodez í S-Frakklandi til að taka þátt í mótmælum bænda gegn þeim hugmyndum sem nú eru uppi um breytingar á styrkjakerfí landbúnaðarins í Evrópusamband- inu, ESB. Framkvæmdastjórn ESB lagði fram í liðinni viku til- Iögur að uppstokkun á hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og á byggðasjóðakerfi sambands- ins, sem þykir nauðsynleg vegna fyrirhugaðrar stækkunar ESB til austurs og vegna þróunar í heims- viðskiptum. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.