Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís STEINÞÓR Sigurðsson og Sigmundur Guðbjarnason við gasskilju sem er efnagreiningatæki notað til að aðgreina efni úr jurtum. Heilsubót á landi og í sjó Fyrir tíma nútíma læknavísinda og lyfja þróaði mannkynið með sér þekkingu á virkni jurta og notaði þær til lækninga og heilsubótar. Þekkingin hefur varðveist í rituðum heimildum og hjá einstaka fólki sem lært hefur af forfeðrum sínum. — Ahugi almennings á lækningajurtum hefur alltaf verið nokkur þrátt fyrir að margir telji þetta skottulækningar. Það vakti athygli Ásdísar Haraldsdóttur að íslenskir vísindamenn undir stjórn Sig- mundar Guðbjarnasonar prófessors skuli leggja stund á rannsóknir á íslenskum lækningajurtum og sjávarfangi. HVATINN að rannsókn- unum voru frásagnir af áhrifum jurtaseyðis sem Ævar Jóhannesson hef- ur framleitt í um tíu ára skeið og gefíð þeim sem þiggja vilja. Vöktu þær efa og forvitni þeirra Sig- mundar, Steinþórs Sigurðssonar lífefnafræðings, Sigríðar Jóns- dóttur efnafræðings og Hans Tómasar Björnssonar læknanema, sem staðið hafa að rannsóknunum. Hingað til hafa rannsóknir á ís- lenskum lækningajurtum verið af skornum skammti. Þó rannsakaði Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Háskóla íslands, fjallagrös sem varð upphafið að framleiðslu á kremum, fæðubótar- efnum og fleiru úr fjallagrösum hjá fyrirtækinu íslensk fjallagrös. Afurðirnar hafa verið seldar bæði á innanlandsmarkaði og erlendis, en markaður fyrir jurtalyf og holl- ustuvörur er stór og vaxandi víða um heim. Teikning/Guömundur P. Ólafsson MIKIL virkni fékkst úr tveimur sýnum úr krossfíski. Gerð var tilraun til að einangra eitt efni og munaði einungis hársbreidd að það tækist. Frumudrepandi efni í nokkrum jurtum Með rannsóknunum er ætlunin að kanna hvort jurtir á íslandi séu líklegar til að vera gagnlegar til lækninga og hvort fínna megi í þessum jurtum efni sem hafa áhugaverð líffræðilega virk efni sem séu líkleg til að vera til heilsubót- ar. Ef svo reynist verð- ur stefnt að því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir vinnslu slíkra efna og framleiðslu fyrir heilsu- vörumarkaðinn. Rannsóknum er enn ekki lokið en niðurstöður sem liggja fyrir leiddu í ljós að í ætihvannafræj- um, geithvönn, baldursbrá og rót vallhumals fundust frumudrep- andi efni. Við nánari rannsókn og greiningu á virku efnunum kom fram að virku efnin í ætihvanna- fræjum voru tvenns konar. Ann- ars vegar eru það kúmarín efni og var mest af virkninni í einu efni sem nefnist zanthotoxin, og hins vegar er virknin í ilmolíum sem einkum innihalda terpena. Virkasta efnið í þessum ilmolíum er límonín og eru raunar meira en 60% af ilmolíum í ætihvannafræj- um þetta límonín. Límonín og skylt efni, perillyl alkóhól, eru nú í klínískum rannsóknum sem krabbameinslyf. Áhrif á ónæmiskerfið Einnig voru mæld áhrif efna á komplement-kerfið sem er hluti ónæmiskerfísins. Nið- urstöður úr þeirri mæl- ingu sýna að fjölsykrur í litunarmosa og lúpínurót hafa áhrif á ónæmisprófið og verð- ur það rannsakað frek- ar. Einnig hefur blóðberg, brenni- netla, fífill, sóley, söl og blöðru- þang verið rannsakað, en þær rannsóknir eru skemmra á veg komnar. Leitað til sjávar í von um lækningu Menn hafa ekki aðeins leitað að lækningaefnum í jurtum á landi því sjávarlífverur hafa líka vakið forvitni manna. Víða um heim hef- ur áhugi vaknað á að leita í aukn- um mæli til sjávar í von um ný efni sem vinna gegn krabbameini og sýklalyfjaþolnum stofnum baktería. I sjávarlífverum hafa fundist efni sem eru gjörólík þeim sem er að finna í jurtunum. Efnin eru nú rannsökuð sem krabba- meinslyf Teikning/Eggert Pétursson RÓT vallhumals er einnig auð- ug af frumudrepandi efnum. Rannsóknirnar á sjávarlífver- um beindust að því að leita uppi áhugaverðar tegundir. Síðan að leita uppi virk efni þessara lífvera með aðstoð skimprófs og einangra þau, komast að byggingu þeirra og reyna með þeim upplýsingum að leita uppi hlutverk og líklegt notagildi með tilliti til framleiðslu á lyfjum og heilsubótarefnum. Byggt var á þekkingu sem er til staðar, svo sem þjóðtrú og upp- lýsingum í alþjóðlegum gagna- bönkum. Rannsóknir þessar stundaði Hans Tómas Björnsson lækna- nemi undir leiðsögn Steinþórs Sigurðssonar og Sigmundar Guð- bjarnasonar. I skýrslu sem Hans hefur skrifað um rannsóknirnar segir hann m.a. að Islendingar hafí sérstöðu meðal vestrænna þjóða með að leita til sjávar í von um lækningu og svipi að því leyti frekar til Asíuþjóða. Hann bendir á að til séu skemmtilegar frásagn- ir af tilraunum manna til að lækna sjálfa sig t.d. í íslenskum sjávar- háttum eftir Lúðvík Kristjánsson. Má þar nefna göngu á marglytt- um til að lækna fótverk, marflóaát og neyslu fjörugrasa og getur þess að rannsóknir á þeim hafi sýnt fram á að þau innihaldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.