Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Ormagna og
áttavilltir
/ /
Urslit þingkosninganna í Ukraínu um liðna
helgi sýna að grundvallarspurningum um
stöðu þjóðarinnar eftir hrun Sovétríkjanna
hefur enn ekki verið svarað skrifar Ásgeir
Sverrisson, sem hér fjallar um ástandið í
þessu fjölmenna ríki í Austur-Evrópu.
URSLIT þingkosninganna
í Úkraínu um liðna helgi
eru ekki einvörðungu til
marks um að almenning-
ur sé orðinn langþreyttur á „efna-
hagsumbótum“ þeim sem forseti
landsins, Leoníd Kuchma, hefur
beitt sér fyrir heldur staðfesta þau
einnig þann klofning sem löngum
hefur einkennt þjóðlífið í þessu
rúmlega 50 milljóna manna ríki.
Gjörólík viðhorf ríkja annars vegar í
vesturhluta landsins og í austur-
hlutanum hins vegar og vinnur sú
staðreynd gegn þeim umbótum sem
koma þarf á jafnt á efnahags- sem
stjómmálasviðinu. Niðurstöður
kosninganna hafa því á engan hátt
greitt fyrir lausn á helsta vanda
þjóðarinnar sem er skortur á heild-
stæðri mynd af samfélaginu og
framþróun þess. Á meðan þessu fer
fram heldur efnahagsástandið
áfram að versna og vaxandi óþreyju
gætir á meðal vestrænna ríkja og
stofnana, sem reynt hafa að treysta
stoðir efnahagslífsins með lánum og
styrkjum.
Líkt og búist hafði verið við
reyndist Kommúnistaflokkur Úkra-
ínu njóta mestrar hylli á meðal
kjósenda. Sigur flokksins var þó
stærri en kannanir höfðu gefið til
kynna. Flokkurinn vann um 40
þingsæti og hefur nú 121 fulltrúa á
þingi. Kommúnistaflokkurinn fékk
um fjórðung greiddra atkvæða í
listakosningunum en heilar 37 millj-
ónir manna voru á kjörskrá enda er
Úkraína fjölmennasta ríki fyrrum
Sovétríkjanna að Rússlandi frá-
töldu. Tveir aðrir vinstriflokkar
fengu samtals um 12% atkvæðanna.
Þannig sýnast andstæðingar þeirra
takmörkuðu og lítt skipulögðu um-
bóta, sem Kuchma forseti hefur
reynt að þvinga fram samþykki við,
hafa trausta stöðu á þingi landsins,
Rada, þótt þeir hafi ekki náð þar
meirihluta. Hinum sundruðu fylk-
ingum mið- og hægrimanna auðnað-
ist ekki að höfða til kjósenda en á
óvart kom að óháðir frambjóðendur
hlutu víða góða kosningu því alls
unnu þeir sigra í 114 einmennings-
kjördæmum af 225. Töldu stjórn-
málaskýrendur margir hverjir að
þessir þingmenn gætu veitt komm-
únistum og bandamönnum þeirra
nokkra viðspyrnu á þingi.
Vestrænni hagfræði hafnað
Ekki kom á óvart að Kommún-
istaflokkurinn reyndist sigurvegari
kosninganna. Flokkurinn bauð einn
fárra fram skýra stefnu-
skrá í þessum kosning-
um sem einkennist af af-
dráttarlausri andstöðu
við stefnu Kuchma for-
seta. Flokkurinn hefur
m.a. barist fyrir því að einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja verði hætt og
hann er sömuleiðis andvígur því að
land komist í einkaeigu. Þá telur
flokkurinn að skilyrði þau sem er-
lendar lánastofnanir hafa sett fyrir
efnahagsaðstoð séu með öllu óað-
gengileg og krefjist óhóflegra fórna.
011 hafa þessi atriði verið á verk-
efnaskrá stjómar forsetans þó svo
vestrænir efnahagsfræðingar séu
almennt sammála um að alltof hægt
hafi verið farið í þessu viðfangi.
Þessu mati vesturlandabúanna
reyndust kjósendur í Úkraínu upp
til hópa ekki sammála enda blasir
annar veruleiki við þeim. Einka-
væðingin hefur kallað fram atvinnu-
leysi, sem almennt er nú talið um
20% enda enginn grandvöllur fyrir
rekstri margra stórra verksmiðja
eftir að ríkisstyrkjum var hætt.
Verra er þó að ríkisstjórnin hefur
ekki getað staðið við skuldbindingar
sínai- í tengslum við launagreiðslur
og nú virðist þolinmæði almennings
á þrotum. Líkt og í Rússlandi þar
sem Borís Jeltsín forseti hefur gefið
út tilskipanir þess efnis að greiða
beri ógreidd laun hafa slíkar yfirlýs-
ingar ítrekað verið látnar falla í
Úkraínu. Og þar eins og í Rússlandi
hefur síðan ekkert gerst nema það
eitt að hagur stórs hluta þjóðarinn-
ar hefur farið versnandi með degi
hverjum. Ríkissjóður Úkraínu
skuldar sem svarar til rúmlega 210
milljarða íslenskra króna í formi
ógreiddra launa.
Vanhæfir og spilltir
Leoníd Kuchma var kjörinn for-
seti Úkraínu fyrir fjórum árum.
Sigur hans vakti nokkrar vonir um
að loks myndi taka að birta til í
þessu fjölmenna ríki sem heyrir
Evrópu til samkvæmt skilgreiningu
og er álíka fjölmennt og Frakkland.
Aðrir fréttaskýrendur vöruðu þó við
óhóflegri bjartsýni og bentu á að
landsmönnum hefði ekki auðnast að
eignast skýra „þjóðarímynd“ á þeim
áram sem liðin væra frá því landið
hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum
árið 1991. Nú verður ekki annað séð
en að efasemdamennirnir hafi haft
rétt fyrh' sér.
Kuchma hét víðtækum efnahags-
umbótum er hann tók við völdum og
fékk m.a. lán frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum auk þess sem Úkraína
komst loks ofarlega á forgangslista
Bandaríkjamanna en á það hafði þá
þráfaldlega verið bent að stjórn
Bills Clintons forseta væri að gerast
sek um alvarleg mistök með því að
hundsa að mestu þetta fjölmenna og
mikilvæga ríki í Austur-Evrópu.
Viljinn var sumsé fyrir hendi á
Vesturlöndum fyrir fjórum árum.
Þennan góða vilja mistókst stjórn
forsetans gjörsamlega að nýta sér.
Hann og undirsátar hans reyndust í
það heila tekið vanhæfir stjórnend-
ur. Spillingin sem verið hafði mikil
fyrir magnaðist um allan helming.
Nú er svo komið að yfirgnæfandi
meirihluti almennings í Úkraínu tel-
ur mafíuna, stjómmálamenn og
hagsmunanet sem tengjast glæpa-
samtökunum áhrifa-
mesta fyrirbrigðið í
stjórnmálum landsins.
Raunar hefur forsetinn
sér það til nokkurra
málsbóta að sífelldar
deilur við þingið hafa einkennt alla
stjórnartíð hans. Kommúnistar,
sem þar hafa verið ráðandi frá því í
þingkosningunum 1994, hinum
fyrstu frá því landið hlaut sjálf-
stæði, hafa lagst gegn flestum þeim
umbótum sem forsetinn og menn
hans hafa lagt fram til að leiða efna-
hagslífið úr viðjum sósíalískrar mið-
stýringar. Má með góðum rökum
halda því fram að valdabarátta
þings og forseta hafí sett mestan
svip á stjómmálalífi í Úkraínu allt
frá því landið hlaut sjálfstæði.
Úkraína til-
heyrir tveimur
heimum
úrslit kosninganna í fyrri viku verði
ekki til þess að hvetja hann til að
hrinda af stokkunum nýrri umbóta-
áætlun. Forsetakosningar fara
nefnilega fram á síðari hluta næsta
árs og virðist niðurstaða þingkosn-
inganna gefa til kynna að kjósend-
ur hyggist þá hafna áframhaldandi
forustu forsetans. Kuchma er að
sönnu í mikili klemmu því Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hefur sett það
skilyrði fyrir frekari lánveitingum
að gert verði raunveralegt átak í
því skyni að koma á umbótum í
samræmi við vestrænar hagfræði-
kenningar. Bandaríkjamenn hafa
fyi’ir sitt leyti hótað því að hætta
allri efnahagsaðstoð verði skilyrði
fyrir erlendum fjárfestingum ekki
bætt í landinu. Gífurleg skrif-
finnska og óhagstæð og óskýr
skattalög hafa gert að verkum að
nánast er ógerlegt að fjárfesta í
Úki'aínu.
Kuehma forseti er því sem á milli
steins og sleggju. Hefji hann nýja
herför í nafni umbóta getur hann
vænst þess að kommúnistar á þingi
landsins leggist gegn henni af full-
um þunga. Vissulega kann að vera
að óháðir frambjóðendur reynist
tilbúnir til að leggja forsetanum lið
eins og vestrænir fréttaskýrendur
hafa margir hverjir bent á síðustu
dagana. Litlar sem engar líkur eru
á hinn bóginn á því að kjósendur
verði áþreifanlega varir við þær
umbætur í mynd bættra lífskjara,
vilji þannig til að Radan samþykki
þær. Það hefur síðan aftur í för
með sér að Kuchma getur litlar
vonir sér gert um að halda forseta-
embættinu.
Reuters
EFTIRLAUNAÞEGAR selja grænmeti á útimarkaði í Kiev. Um 15
milljónir manna þiggja eftirlaun í tíkraínu og hafa kjör þessa fólks
stórversnað á liðnum árum. Likt og veggmyndin sýnir eru fbúar Úkra-
ínu ekki frekar en aðrir óhultir fyrir birtingarformum vestrænnar
fj öldamenningar.
Reuters
NÁMAMENN heimta laun sín í höfuðborginni, Kiev. Ríkissjóður skuld-
ar sem svarar til um 210 milljarða króna í mynd ógreiddra launa.
En ástandið gæti að sönnu verið
verra. Þannig benda hagfræðingar
á að landsframleiðslan hafi einungis
dregist saman um 3,2% í fyrra og að
gjaldmiðill landsins, hryvnya, hafi
aðeins rýrnað um sjö prósent gagn-
vart dollaranum frá því í septem-
ber, sem má ef til vill kallast um-
talsverður árangur a.m.k. þegar
horft er til margra nágrannaríkja
Úkraínu. Vandinn er sá ------------
að i Úkraínu líkt og víðar
segja hagtölur þessar lítið
sem ekkert um kjör stórs
hluta þjóðarinnar. Al-
menningur skynjar það
Forsetinn á
milli steins
og sleggju
^Reuters
LEONID Kuchma, forseti Ukra-
ínu, greiðir atkvæði í kosning-
unum.
eitt að lífskjörin fara versnandi um
leið og spillingin vex. Við þetta bæt-
ist síðan að ofbeldisverkum hefur
farið mjög fjölgandi á síðustu áram.
Þetta þrennt, efnahagsástandið,
spillingin og ofbeldið, hefur síðan
haft í för með sér að almenningur
hefur glatað öllu trausti í garð
stjórnmálamanna.
Milli tveggja elda
Þetta gerir Kuchma forseti sér
ljóst og því er ástæða til að ætla að
I austur- eða vesturátt?
Útlitið er því ekki bjart, hvorki í
efnahags- né stjórnmálum Úkraínu.
Vandi þjóðarinnar kann þó að reyn-
ast enn djúpstæðari en sá sem
leiddur verður í ljós með hagtölum
og efnahagsspám. Kosningaúrslitin
í Úkraínu um liðna helgi leiddu í
Ijós með skýrari hætti en oftast áð-
ur þann djúpstæða klofning sem
einkennir þetta þjóðfélag. Grund-
vallarspurningin varðar sjálfa stöðu
landsins og þjóðarinnar:eiga Úkra-
ínumenn flest sameiginlegt með
Rússum og má því heita eðlilegt að
leitað verði eftir nánari samvinnu
við stjórnvöld í Moskvu eða eru
þeir mið-evrópsk þjóð, sem telui'
sig tilheyra hinu evrópska samfé-
lagi þjóðanna? Þessari grundvallar-
spurningu hefur aldrei verið svarað
í Úkraínu frá því að Sovétríkin
leystust upp.
Þessi ólíka sýn til þjóðarinnar og
umheimsins kom glögglega fram í
kosningunum um fyrri helgi. Fylgi
Kommúnistaflokksins kom einkum
úr miðhluta landsins og austurhér-
uðunum iðnvæddu þar sem rúss-
nesk áhrif eru ráðandi á flestum
sviðum þjóðlífs og menningar.
Rukh-hreyfingin, sem er flokkur
umbótasinnaðra þjóðernissinna,
hlaut hins vegar einkum fylgi í
vesturhlutanum þar sem menn tala
úkraínsku og horfa til vesturs.
Líkt og vænta mátti skiluðu
þingkosningarnar engu tæmandi
svari við þessari spurningu. Því
hefur oft verið spáð að Úkraínu bíði
það eitt að leysast í sundur. Það er
að sönnu eins konar dómsdagsspá
því hætt er við að sá aðskilnaður
færi tæpast friðsamlega fram.
Ástæða er hins vegar til að spyrja
hvort landinu verði haldið saman í
Ijósi þeirra deilna og þeirrar veiku
pólitísku forustu sem einkennir
stjómmálalífið.
Kosningaúrslitin urðu
því til þess eins að stað-
festa klofning þjóðarinn-
_________ ar sem byggir þetta
mildlvæga og fjölmenna
ríki í Austur-Evrópu. Ukraína til-
heyrir í raun tveimur heimum: í ut-
anríkismálum hefur landið hallað
sér til vesturs en hvað efnahagsmál
varðar er landið öldungis háð við-
skiptum við Rússland og litlar sem
engar tilraunir hafa verið gerðar til
að innleiða vestrænt markaðshag-
kerfi. Spillingin og mafíustarfsemin
eitra síðan þjóðlífið og grafa undan
trú alþýðu manna á að hennar bíði
betri tíð. Úkraína er enn líkt og áð-
ur ríki sem líður um í tómarúmi.
í
I
\
t
I
I
\