Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 05.04.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ----------------------------------- í Með höfund Njálu í vasanum! Islensk málverk á dönsku uppboði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MÁLVERK eftir 7 íslenska málara á uppboði hjá danska uppboðsfyr- irtækinu Bruun Rasmussen annað- hvort seldust ekki eða seldust und- ir matsverði. Um er að ræða verk eftir Braga Asgeh'sson, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kjarval, Sigríði Þor- láksdóttur og Þorlák Skúlason. Að sögn Lars Nedergaard hjá upp- boðsfyrirtækinu er starfsmönnum þar lnmnugt um málið er varðar meinta fölsun íslenskra málverka, en ekki væru gerðar neinar sérráð- stafanir við mat á íslenskum verk- um nú umfram það sem venjulegt væri. Mynd eftir Braga Asgeirsson frá 1954, metin á þrjú þúsund danskar krónur, seldist á 1.500 krónur. Mynd eftir Gunnlaug Blöndal frá Notre Dame í París, sem keypt var af listamanninum og hefur síðan verið í eigu fjölskyldunnar, var metin á 30 þúsund og seld á 27 þús- und. Þingvallamynd Jóns Stefáns- sonar, áður í eigu danska læknisins Palle Eigilsson er keypti hana af listamanninum um 1915, var metin á 50 þúsund og seld á matsverði. Engjamynd eftir Júlíönu Sveins- dóttur var metin á 30-40 þúsund, en seldist ekki. Tvær myndir eftir Kjarval voru boðnar upp. Önnur var Kaup- mannahafnarmynd, er eitt sinn var í eigu danska myndhöggvarans Svend Ratschalcks, var metin á þrjú þúsund og seldist á þúsund krónur. Hin var landslagsmynd, áður í eign Mogens Strunge pró- fasts, metin á 60-75 þúsund og slegin á 50 þúsund. Þrjár lands- lagsmyndir eftir Sigríði Þorláks- dóttur voru boðnar upp, metnar á 3-12 þúsund, en engin þeirra seld- ist. Mynd eftir Þorvald Skúlason, Útsýni úr vinnustofunni, var metin á þrjú þúsund og seld á 2 þúsund. VIÐ lifum á öld höfundarins, ef marka má bók Jóns Karls Helga- sonar bókmenntafræðings, Hetjan og höfundurínn. Brot úr íslenskri menningarsögu, sem Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar hefur sent frá sér. I bókinni segir Jón Karl frá því hvernig höfundur- inn hefur tekið við af hetjunni sem aðalpersóna íslenskrar menningar- sögu á þessari öld. I bókinni er fjallað um viðhorf íslensku þjóðar- innar til Islendinga sagnanna og hvernig áhugi manna á tímabilinu 1850 til 1950 hefur færst frá hetjum Islendinga sagna að höfundum þeirra. Jón Karl segir í samtali við Morgunblaðið að þama á bak við séu ýmsar ástæður. „Hér er um flókið orsakasam- band að ræða en meðal þeirra skýi'- inga spm ég fjalla um er minnkandi trú Islendinga á sannleiksgildi sagnanna, efasemdir um gildi víga- móðra kappa sem siðferðilegra fyr- irmynda og aukið gengi „höfundar- ins“ eða listamannsins í samfélag- inu. Það má líka setja þessa þróun í einfalfy samband við tiltekna við- burði Islandssögunnar. A nítjándu öldinni er hetjan í vaxandi mæli skilgreind sem sjálfstæðishetja, glæstur fulltrúi þess tímabils í sögu þjóðarinnar þegar Islendingar réðu málum sínum sjálfir. Þegar ísland verður fullvalda árið 1918 og síðar sjálfstætt ríki árið 1944 hefur þessi hetja lokið hlutverki sínu; höfund- urinn tekur við keflinu og verður í senn táknmynd fornrar menningar- legi’ar gullaldar og fyrirmynd blómlegs menningarlífs í samtím- anum. En breyttar þjóðfélagsað- stæður hafa einnig sitt að segja. A fyrri hluta þessarar aldar verður til hér á landi borgaraleg stétt fræði- manna og listamanna sem eiga sýnu auðveldara með að samsama sig Snorra Sturlusyni og höfundi Njálu en hinni glottandi hetju Skarphéðni Njálssyni.“ Einar Ólafur höfundur Njálu - Tveir af þessum listamönnum og fræðimönnum eru Halldór Lax- ness og Einar Ólafur Sveinsson Morgunblaðið/Halldór Jón Karl Helgason sem koma báðir allmikið við sögu í bók þinni. Þú segir að þessir menn hafí mótað skilning okkar á Islend- inga sögunum og í raun hafí þeir á vissan hátt fyllt upp í ímynd óþekktra höfunda þeirra; þannig kallar þú Einar Ólaf höfund Njálu. Geturðu skýrt þetta samhengi nán- ar? „Rauði þráðurinn í skrifum Ein- ars Ólafs um Njálu er að sagan sé höfundarverk mikils listamanns, eins mesta rithöfundar sem Islend- ingar hafi átt. Það er hins vegar viss ókostur að þessi snillingur skuli ekki eiga sér auðþekkjanlegt andlit, nafn eða sögu; merking sög- unnar sem skáldverks virðist að einhverju leyti háð hugmyndum manna um persónu höfundarins og lífsviðhorf hans. Leit manna að höf- undi Njálu er því öðrum þræði til- raun til að festa hendur á slíkri merkingu. A hinn bóginn sýnist mér að Einar Ólafur hafi með viða- miklum skrifum sínum um Njálu, vísindalegri útgáfu á sögunni árið 1954 og rómuðum útvarpslestri komist nærri því að fylla í þá eyðu sem hinn óþekkti höfundur hefur skilið eftir sig. Einari tókst, að minnsta kosti um hríð, að drepa á dreif þeirri merkingarlegu óvissu sem óhjákvæmilega fylgir „höfund- arleysinu“. Um Halldór Laxness gegnir nokkuð öðru máli. Hann gefur Njálu reyndar sjálfur út árið 1945 og tekur á þeim tíma undir hug- myndir Einars Ólafs um söguna sem skáldverk. En það er þó fyrst og fremst með sínum litríka en stormasama höfundarferli, og mis- kunnarlausri gagnrýni á forna hetjudýrkun, sem Halldóri tekst að vinna sínum eigin verkum verð- skuldað hillupláss í öndvegi ís- lenskra bókaskápa, við hlið eða jafnvel í stað íslendingasagna. Halldór verður arftaki hinna fornu rithöfunda í samtímanum, og eru Nóbelsverðlaunin árið 1955 gjam- an túlkuð sem opinber staðfesting þess. Annars er rétt að ítreka að þeir Einar Ólafur og Halldór eru þai'na í stærri hópi fræðimanna, rithöf- unda, myndlistamanna og tón- skálda sem glíma við bókmennta- arfinn með margvíslegum hætti á íyrri hluta þessarar aldar. I þessum flokki eru menn eins og Sigurður Nordal, Gunnar Gunnai-sson, Einar Jónsson, Jóhannes Kjaival og Jón Leifs. 100 króna seðillinn og Njála - En þú skoðar ekki aðeins hvernig færslan frá hetjunni til höf- undarins hefur birst í skrífum þessa hóps heldur einnig í hlutum eins og íslenskum peningaseðlum og nafngiftum gatna í Reykjavík!? „Já, eitt af markmiðum mínum er að benda á hvemig þessar hræring- ar, sem virðast í fljótu bragði tak- markast við íslenska bókmennta- sögu og fræðilega umfjöllun um hana, hafa haft miklu víðtækari áhrif í samfélaginu. Agætt dæmi um það er 100 króna seðillinn, sem er að vísu nýlega horfinn úr um- ferð, en á bakhlið hans mátti sjá miðaldarithöfund við iðju sína. Eg slæ því fram, meira í gríni en al- vöru, að hér birtist langþráð mynd af höfundi Njálu við eftirlætisiðju sína. Ef við leikum okkur með þá hugmynd felur hún í sér að hver einasti íslendingur hafi um langt árabil verið með þennan dularfulla snilling í vasanum." „Halldór Laxness í íslenskum skáldskap" - Að lokum Jón Karí, sérðu fyrir 1 þér hver verður arftaki höfundar- j ins sem aðalpersónan í íslenskri menningarsögu? Má kannski líta svo á að lesandinn (eða túlkandinn) hafí þegar stolið senunni þar sem við erum farin að kalla fræðimenn eins og Einar Ólaf höfund Njálu? „Ólíkt Njáli á Bergþórshvoli á ég erfitt með sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en það er kannski tím- ) anna tákn að á framhlið 100 krónu ( seðilsins, sem ég minntist á áðan, er andlitsmynd af fræðimanninum 1 og handritasafnaranum Arna Magnússyni. Hógværð hinna nafn- lausu höfunda hefur vissulega gefið síðari tíma lesendum svigrúm til yrkja í eyður Islendingasagna og endurskrifa þær á köflum eftir eig- in höfði. Ég fjalla sérstaklega um þessa tilhneigingu í kafla helguðum skyggnilýsingum og draumum þar sem framliðnar Njálupersónur láta ljós sitt skína. Hvað Halldór Laxness varðar þá er hann ótvírætt stóri höfundurinn í íslenskri menningarsögu og verð- ur það væntanlega næsta kastið. En honum bregður líka æ oftar fyr- ir í verkum yngri skálda og lista- manna og er með þeim hætti að verða sjálfstæð söguhetja eða goð- sagnapersóna. Arið 1958 skrifaði Matthías Johannessen lokaritgerð við Háskóla Islands sem heitir „Njála í íslenskum skáldskap“. Það kæmi mér ekki á óvart að brátt yrði skrifuð lokaritgerð við háskólann sem héti Halldór Laxness í íslensk- um skáldskap“. Og þetta er bara byrjunin. Eins og allir vita er mynd Jóhannesar Kjarvals á 2000 króna seðilinum, en um líkt leyti og hann komst í umferð veðjaði ég um það við vin minn að Halldór Laxness myndi prýða 10 þúsund krónumar í fyllingu tímans. Við lögðum að sjálfsögðu einn slíkan seðil undir.“ i Fjóla sýnir í Skotinu í SKOTINU, félagsmiðstöð aldraðra í Hæðargarði 31, stendur nú yfir sýning Fjólu Pálsdóttur á vatns- litamyndum, ámáluðum dúkum og nælum. Fjóla er fædd í Hjalla- nesi í Landssveit 1928 en hefur verið búsett í Reykja- vík frá 17 ára aldri. Hún hefur lagt stund á vatnslita- Fjóla Pálsdóttir málun hjá Jean Posocco í Félagsmiðstöð aldraðra í Hvassaleiti s.l. tvö ár og hefur auk þess fengist við glerskurð og taumálun. Sýningin stendur til 17. apríl og er hún aðeins á virkum dögum frá kl. 9- 16.30 á afgreiðslutíma Fé- lagsmiðstöðvarinnar í Hæðargarði 31 Við k máta Námsi hugsu Leiðbein Svanfríi Certifiei Hrönn JCI ökktu nú! MISSION POSSIBLE Skapandi hugsun og skipulegt hópstarf félagsins á nýjan 6. apríl nk. kl. 20.00. - JCI Training Institude sigurvegari í Competitio Zr. 1.500,- ^Skráningar á staðnum Junior Chamber Nes Fjölskyldudagskrá um Hallgrím Pétursson í Listaklúbbnum Ungum er það allra best... UNGLINGARNIR í Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju ásamt fullorðnu listafólki standa fyrir dagskrá um Hall- grím Pétursson í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 6. aprfl kl. 20.30. Kórinn er leiðinni til Noregs í sumar. Hann mun koma fram í Osló þar sem hann verður með dagskrá um Hallgrím Pét- ursson. Þar mun kórinn flytja nýjar útsetningar og ný lög eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð eftir Hallgrím Pétursson. Þessi lög mun kórinn frum- flytja í Listaklúbbnum mánu- daginn 6. aprfl ásamt annarri íslenskri kirkjutónlist sem sér- staklega hefur verið útsett fyr- ir barna- og unglingakóra, þ.á m. lög eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Jón Asgeirsson og Jón Leifs. Svava Ingólfsdóttir óp- erusöngkona syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Leikararnir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Olafur Örn Thoroddsen segja frá Hallgrími Péturssyni og lesa úr verkum hans. M.a. les Hilmir Snær afar skemmtilegt „Leppalúðakvæði“ sem Jón Samsonarson íslensku- fræðingur dró nýlega fram í dagsljósið og talið er víst að sé eftir Hallgrím. Þar segir Hall- grímur börnum sínum frá því er hann hitti Leppalúða í kirkj- unni. Leppalúði er kominn fyr- ir hönd Grýlu að sækja óþekka krakka í soðið og hefur sér- stakan áhuga á börnum Hall- gríms. Hallgrímur reynir sem mest hann má að bjarga óþekktaröngunum sinum og tekst það naumlega með hjálp prestshempunnar. Þarna fáum við skemmtilega mynd af barnakallinum Hallgrími Pét- urssyni sem Steinunn Jóhann- esdóttir rithöfundur skýrir enn frekar, en hún segir frá athug- unum sínum á fjölskyldulífi hans. Steinunn er höfundur leikritsins Heimur Guðríðar sem fjallar um samband Hall- gríms og eiginkonu hans, Guð- ríðar Símonardóttur. Umsjón með dagskránni hafa Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ólafur Örn Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.