Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 17

Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 17 Námskeið um Þorlákstíðir og menningarheim miðalda orgunblaðið/Ásdís GRETA Guðnadóttir fiðluleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari flylja íslenskar fiðlutónsmíðar á tónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 17. íslensk fíðlutonlist ÍSLENSK fiðlutónlist verður í há- vegum höfð á tónleikum Gretu Guðnadóttur fiðluleikara og Val- gerðar Andrésdóttur píanóleikara í Norræna húsinu í dag, sunnudag- inn 5. apríl, kl. 17. Verk á efnisskrá spanna sögu ís- lenskra fiðlutónverka til ársins 1991. Leikin verða verk eftir Svein- bjöm Sveinbjörnsson, Sigfus Ein- arsson, Hallgrím Helgason, Jón Leifs, Arna Bjömsson og Hafliða Hallgrímsson. Greta Guðnadóttir lauk doktorsnámi í fiðluleik frá Fylkisháskólanum í Flórída árið 1995. Lokaritgerð hennar fjallaði um íslenskar fiðlutónsmíðar og þegar Greta fór að kynna sér þess- ar tónsmíðar ofan í kjölinn rakst hún á margar perlur sem lítið sem ekkert hafa verið leikin. „Hluti lokaprófsins fólst í tónleikum þar sem ég flutti mörg þessara verka og ég hef lengi ætlað mér að spila þau h'ka hér heima,“ segir Greta. „Mörg þessara verka em afskap- lega bitastæð og lýsa vel breiddinni í tónsmíðum hér á landi. Það er Ellefti fyrir- lestur „Lax- nessársins“ ELLEFTI fyrirlesturinn um Hall- dór Laxness og verk hans á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helga- fells verður fluttur í Norræna hús- inu næstkomandi þriðjudag, 7. apr- íl, og hefst kl. 17.15. Þar ræðir Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi um kynni sín af Halldóri Laxness, orðfæri skáldsins, ritstörf og vinnubrögð. Samkoman er öllum opin og aðgangur ókeypis. I fyrirlestri sínum, sem Ólafur nefnir „Skrafað við skáld“, mun hann vitna í samtöl sín við Halldór Laxness gegnum tíðina og jafn- framt ýmsar áður óbirtar heimildir frá ferli skáldsins svo sem „nótis- subækur“ hans og bréf, sem í leyn- ast fróðlegar upplýsingar, „upp- teikningar" bóka hans og kvæði sem ekki hafa enn komið á prent. Ólafur Ragnarsson tók við sem „forleggjari“ Nóbelsskáldsins árið 1985. Auk þess að annast útgáfu verka skáldsins hjá Vöku-Helga- felli hefur Ólafur farið með höfund- arréttarmál Halldórs og samninga- gerð gagnvart innlendum og er- lendum aðilum. Þá má geta þess að Ólafur skrifaði innganga og skýr- ingar með úrvali greina og ritgerða Halldórs frá þriðja tugi aldarinnar í bókinni Af menníngarástandi og tók saman bókina Lífsmyndir skálds ásamt Valgerði Benedikts- dóttur, en þar er fjallað um ævi og feril Halldórs Laxness. gaman að fá tækifæri til að láta þessi verk hljóma og sum hver leik ég eftir handriti því þau hafa ekki verið gefin út á nótum þó full ástæða sé til þess.“ ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 7. apríl nk. hefst á vegum Endui-menntun- arstofnunar Háskóla Islands og Listahátíðar 1998 námskeið um menningu miðalda á íslandi og Þorlákstíðir. Tilefni námskeiðsins er að á Listahátíð í vor verða Þor- lákstíðir fluttar í fyrsta sinn í heild hér á landi eftir siðaskipti. Þær eru taldar vera frá fjórtándu öld og skipuðu veglegan sess í helgihaldi til vegsömunar Þorláki Þórhalls- syni (1133-1193) á messudögum hans. A námskeiðinu sem haldið er einu sinni í viku fram til 19. maí, verður fjallað um þann framand- lega menningarheim sem Þorláks- tíðir eru sprottnar úr. I fyrirlestri Torfa Tulinius dós- ents verður spurt hvort kirkjan hafi verið móðir lista á miðöldum, en myndlist, tónlist, ritlist og leik- list þroskuðust mjög á miðöldum, einkum á 12. öld og síðar. Þessari þróun verður lýst og hún verður sett í víðara samhengi þjóðfélags- þróunai- á þessu skeiði með áherslu á að sýna og útskýra þátt kirkjunn- ar í að efla allar þessar listgreinar. í upphafi fyrirlestra Ásdísar Egilsdóttur dósents verður gerð grein fyrir helgum mönnum eða dýrlingum, helgum dómum og jar- teinum. Fyrsti íslendingurinn sem tekinn var í tölu helgra manna var Þorlákur Þórhallsson Skálholts- biskup (1133-1193). Dýrkun hans hafði í för með sér ritun á sögu hans og jarteinum, bæði á latínu og á móðurmálinu. Einnig voru ritað- ar sögur forvera hans á biskups- stóli og eftirmanns hans. Um þess- ar sögur verður fjallað og þær út- skýrðar í ljósi helgisagnahefðar og kenninga miðalda um persónuleik- ann. Þær jarteinasögur sem lesnar verða gefa innsýn í daglegt líf manna á miðöldum og samband dýrlings og manna. Þegar Þorlákur var tekinn í tölu helgra manna var leyft að syngja honum tíðir andláts- dag hans. Ekkert er vitað um þann tíðasöng en þær Þorlákstíðir sem nú verða fluttar voru settar saman á 14. öld. Ekki er vitað hver þar hefur verið að verki en tveir lærdóms- menn 14. aldar hafa verið taldir lík- legir, þeir Jón Halldórsson Skál- holtsbiskup og Amgrímur Brands- son, ábóti í Þingeyraklaustri. Sagt verður frá ævi þeirra og verkum, en þar er um að ræða bæði þýðingar og frumsamin rit. Sverrir Guðjónsson og meðlimir Kanúkaflokksins Voces Thules munu undirbúa þátttakendur undir að hlýða á æfingu og loks flutning Voces Thules á Þorlákstíðum og að síðustu verður skoðað í sameiningu handrit þeirra í Árnastofnun. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands. Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanofta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it Reykj avílairborg Borgarverkfrœdingur Styrkir til hljóðeinangrunar íbúðarhúsa við umferðargötur Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úrbóta á hljóðeinangrun íbúðarhúsa við umferðargötur í Reykjavík. Úrbætur miðast fyrst og fremst við endurbætur á gluggum húsahliða sem snúa að götu. íbúðir, þar sem umferðarhávaði er mestur, hafa forgang. Umsóknum um styrki til framhvæmda skal skilað til skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir 5. maí nk. Þar liggja frammi umsóknareyðublöð og reglur styrkveitingar. Þeim, sem koma til álita við styrkveitingu, verður veitt ráðgjöf um framkvæmdir. Þeir sem áður hafa lagt inn umsókn þurfa ekki að sækja um aftur. Borgarstjórinn í Reykjavík. „ V.- / ^ V w V \ £ % *; i; «* ÍD Umferðardeild Borgarverkfræðings Skúmún 2. Simi S63-2620 Fu 562-4339 Reiknað hljóðstig við húsvegg 1996 ■ 71.1-75 dB[A] ■ 68.1-71 dB[A] ■ 65.1-68 dB[A] 62.1-65 dB[A] I I 4 UKH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.