Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 23
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 23 fyrir neytandann, en reynist samt mörgum auðveldasti hjallinn. Þján- ing er ekki óyfirstíganleg, en um- bylting á lífinu virðist sumum um megn.“ fslendingar velkomnir Starf eins og í San Patrignano er ekki bundið við Ítalíu eina. „Við höfum fengið gesti víða að, sem hafa dvalið hjá okkur um hríð og farið svo heim til að koma sams konar starfsemi á laggirnar þar. Við erum ávallt reiðubúin til að hjálpa öllum sem vilja fara sömu leið og við, eins og heimsókn mín til Islands ber vitni um. Við_ myndum svo sannarlega taka við íslending- um, sem vilja fræðast um starfið. íslendingar gætu myndað vinnu- hóp, sem kynnti sér aðferðafræð- ina sem við störfum eftir, til að beita henni hér á landi. Það kemur líka til greina að taka við íslenskum fíkniefnaneytendum, sem hafa ein- lægan vilja til að breyta lífi sínu.“ Hér myndi sjálfsagt seint rísa heilt þorp fíkniefnaneytenda, enda þeir til allrar hamingju ekki nógu margir til að slíkt kæmi til greina. „Stærðin skiptir ekki nokkru máli,“ segir Andrea. „Þessari að- ferðafræði er hægt að beita hvar sem er. Þið gætuð komið upp svona úrræði fyrir 100 manns og ef til vill boðið þeim upp á 10 mis- munandi störf að velja um. Skiln- ingur virðist vera að aukast á ís- landi á nauðsyn þess að bjóða upp á langtímameðferð, en tíminn skiptir ekki eingöngu máli, heldur ekki síst hvernig honum er varið. Ég hef rætt við fjölda íslendinga og þeir hafa allir áhyggjur af vax- andi fíkniefnaneyslu. Þess vegna þurfið þið að koma upp meðferðar- úrræði, sem skilar varanlegum ár- angri.“ Tvö þúsund ár í fangelsi Algengt er að fíkniefnaneytend- ur sem leita til San Patrignano hafi hlotið dóma vegna afbrota. Um 450 núverandi íbúar San Patrignano komu úr fangelsum, þar sem þeir voru að afplána dóma fyrir afbrot tengd fíkniefnaneyslunni. Algeng- ust slíkra afbrota eru þjófnaðir, rán, verslun með stolna muni og fíkniefnasala. „Ef við leggjum sam- an þann árafjölda dóma, sem íbúar San Patrignano í gegnum tíðina hafa fengið, þá eru það samanlagt um tvö þúsund ár,“ segir Andrea. „Tvö þúsund ár í fangelsi kosta rík- ið háar fjárhæðir. Þetta er auðvitað spurning um að eyða peningunum skynsamlega, til dæmis í meðferð- arstofnanir sem skila árangri, í stað þess að loka menn inni þar sem þeir fá enga endurhæfmgu." Stundum hafa menn komið úr fangelsi til San Patrignano, án þess að ætla sér í raun að taka á vandan- um. „Ef við leggjum okkur fram, þá verður fanginn líka að gera það. Ef ég sé að hann er hjá okkur eingöngu til losna úr fangelsi, þá sendi ég hann þangað aftur og hleypi ein- hveijum öðrum að.“ Vísir að San Patrignano á Torfastöðum A meðan á dvöl Andrea hér á landi stóð kynnti hann sér ýmis meðferðarúrræði. „Ég hef séð ýmsar og ólíkar lausnir. A Vogi er byggt á aðferðum læknisfræðinnar og þar er í raun um sjúkrahús að ræða. Ég hef líka séð meðferð, sem byggist meira á endurmenntum og mannlegum samböndum. Mér fannst sérstaklega vænt um að koma á Torfastaði fyrir utan Sel- foss, þar sem Drífa Kristjánsdóttir og Olafur Einarsson reka heimili fýrir unglinga í vanda. Þau eru hlý, veita unglingunum ástúð og leggja gi*einilega áherslu á að þeh* séu hluti af fjölskyldunni. Á Torfastöð- um fannst mér eins og ég væri kominn heim til San Patrignano. Þar höfum við sýnt fram á, að sama aðferð gagnast alveg eins vel fyi-ir fullorðna neytendur. Þetta er bara spurning um mannleg samskipti. Áherslurnar eru auðvitað misjafn- ar eftir aldurshópum, en grunnur- inn sá sami. Heimili eins og Torfa- staðir gæti orðið grundvöllur að litlu San Patrignano á Islandi," segir Andrea Muccioli. Panasonic KX-T9300NW Þráöiaus sími 1 línu skjár Neyðamúmer 10 númera minni 3.5 klst taltími 36 klst biðtími Draegni 400 m. o.m.fl. ERICSSON 628 ÞyngcJ:210g Biötími: 96 klst Taltími: 5 klst. JjH Símaskrá F kntir eftir nöfnum eöa HhhS l UD-20CX) |. Sími með símnúmerabirtí Fle'ttimöguleikar V með nafni o.fl. Frábær sími -fyrir heimili og smærri Jtm ■fyrirtæki Pönfunar- og þjónustunámer fyrir landsbyggðiua S. 568-8690 Greiðslukjör við allra hæfi erum - A N N O 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeöja í Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR 1 e - 0 ö ií 1 íiD <S 1 «• (v jSV T’ & {<> : ^ Æ - Hönnun:IPS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.