Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 29 Þá fengum við hingað Þjóð- verja til að kenna okkur að búa til gróf brauð. Áður höfðu að- eins verið til franksbrauð, heil- hveitibrauð, rúgbrauð og normalbrauð „Frá því bakaríið var stofnað hefur farið þar fram stöðug vöru- þróun,“ segir Sigþór. „Til að auka þekkinguna og til að fylgjast með nýjungum höfum við sótt nám- skeið erlendis. Við sækjum stærstu vörusýningarnar sem bakarar bjóða upp á. Til okkar koma erlendir bakarar frá ýmsum löndum eins og Hollandi, Þýska- landi og Danmörku til að kynna okkur hvað þeir eru að gera. Að undanförnu hefur Kassagerð Reykjavíkur verið að þróa fyrir okkur umbúðir sem henta vöram okkar. Þetta era bréfpokar og pappaöskjur utan um tertur og sérstakar umbúðir utan um fersk- metið okkar. Allt eru þetta vist- vænar umbúðir. Ennþá vill þó fólk frekar fá brauðin sín í plastpoka þrátt fyrir að bréfpokarnir haldi brauðmetinu lengur fersku. Það er athyglisvert hve starfs- fólk Bakarameistarans er snyrti- legt og kurteist. Það býður góðan daginn og óskar viðskiptavininum góðrar helgar. „I gegnum árin höfum við lagt metnað okkar í að þjálfa vel okkar starfsfólk. Við leggjum á það áherslu að það sé snyi-tilegt og kurteist,“ segja þeir. „Við viljum líka koma til móts við okkar fólk með því að skapa því góða aðstöðu. Við vinnum nú að því að setja upp líkamsræktarað- stöðu í kjallaranum hjá okkur með líkamsræktartækjum, sturtu, gufubaði og ljósabekk. Teljum við að með þessu verði starfsfólkið ánægðara og við getum haldið því lengur í okkar þjónustu.“ „Við styðjumst einnig við ströngustu reglur um hreinlæti," segir Vigfús. „Við fylgjum ná- kvæmum reglum um hitastig hrá- efnisins og að geymsluaðferðir séu fullnægjandi. Einnig höfum við ákveðnar reglur um klæðnað og þrifnað starfsfólks. Samhliða þessari endurskipu- lagningu höfum við tekið í notkun fullkomið tölvukerfi sem sam- anstendur af kassakerfi, birgða- bókhaldi auk þess sem það heldur utan um magntölur í framleiðslu og sölu,“ heldur Vigfús áfram. „Með þessu nýja tölvukerfi höfum við miklu betri yfirsýn yfir rekst- urinn og getum stýrt framleiðsl- unni betur. Við getum meðal ann- ars lesið út úr kerfinu hverjar era álagsstundimar, hvað selst mest og hvenær og þannig stjórnað framleiðslunni betur og gert áætl- anir fram í tímann.“ Allt hefur gengið upp „Jú, þessar framkvæmdir hafa verið gífurlega kostnaðarsamar,“ segja þeir aðspurðir, „en á móti kemur að hagræðing hefur aukist og afkastagetan margfaldast. Frá því endurskipulagningin hófst hef- ur velta fyrirtækisins tvöfaldast. Þegar við hófum breytingarnar árið 1994 var velta fyrirtækisins áttatíu milljónir. I lok síðasta árs var veltan eitt hundrað fimmtíu og tvær milljónir og er áætluð þetta árið eitt hundrað áttatíu og átta milljónir miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins.“ - Þið eruð vel í sveit settir hérna við Kringlumýrarbrautina hefur það ekki líka sitt að segja um vel- gengnina? „Það er rétt að við njótum góðs af staðsetningunni", segir Sigþór. „Ég held þó að hún skipti ekki eins miklu máli og við héldum. Sjáum við það best á því að eftir að við tókum við bakaríinu í Mjóddinni margfölduðum við söl- una á einu ári. Ég vil halda því fram að þetta sé fyrst og fremst að þakka góðri vöra. Framstilling vörunnar hefur einnig sitt að segja en við gjörbreyttum innvið- um verslunarinnar til samræmis við það sem er í Suðurveri og juk- um fjölbreytnina.“ - Hvernig standið þið ykkur í verðsamanburði við önnur bakarí? „Miðað við önnur handverks- bakarí held ég að verð hjá okkur sé ósköp svipað og þeirra,“ segir Sigþór. „Ef tekið er tillit til gæða og þjónustu ættum við í rauninni að vera dýrari. Við notum alltaf bestu hráefnin sem völ er á hverju sinni. Við notum til dæmis alltaf ekta súkkulaði, rjóma, smjör, egg svo dæmi séu tekin. Hjá okkur þarf viðskiptavinurinn heldur ekki að afgreiða sig sjálfur heldur fær þjónustuna við búðar- borðið." Sala á afurðum Bakarameistar- ans fer einkum fram í bakaríun- um tveim í Suðurveri og Mjódd. Bakarameistarinn þjónustar einnig ýmis veitingahús, hótel og sjúkrahús. Er hér einkum um að ræða brauð og hraðfrysta smá- vöru eins og rúnnstykki og sér- bökuð vínarbrauð sem eru bökuð hjá kaupendunum. Segir Vigfús að þetta sé ört vaxandi þáttur inn- an fyrirtæksins. Bakarameistarinn er einnig með veisluþjónustu og geta við- skiptavinirnir sérpantað tertur af ýmsum stærðum og gerðum fyrir afmæli, fermingar eða önnur tækifæri. „Daglega bjóðum við upp á fjöl- breytt úrval af tertum sem fólk getur keypt fyrirvaralaust án þess að hafa pantað þær fyrir- fram,“ segir Vigfús. „Við erum auk þess með fjölbreytt úi-val af alls kyns meðlæti eins og vínar- brauðum, ávaxtakökum og kleinu- hringjum svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma konfektstykkj- unum sem notuð eru við sérstök tækifæri. Kökugerðarmeistarinn okkar er sífellt að þróa nýjungar í kökum og konfekti." - Hvernig ætli þau sjái framtíð- ina fyrir sér? „Endurskipulagning fyrirtæk- isins hefur farið fram skref fyrir skref. Fyrirtækið hefur gengið mjög vel í tuttugu ár og vildum við ekki flana að neinu. Það gleði- lega við þetta er að breytingarnar hafa tekist mjög vel. Þær svín- virka,“ segir Sigþór sposkur. „Einnig hafa allar tölulegar áætl- anir staðist. Við lítum því björtum augum til framtíðarinnar. Fram- leiðslugetan er nú mun meiri en við nýtum og getum við þrefaldað afköstin. Eins og málum er háttað nú leggjum við áherslu á að þjón- usta verslanir okkar áður en við föram að hugsa um aðra markaði. Möguleikinn til að bæta við okkur er fyrir hendi og við erum opin fyrir góðum hugmyndum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.