Morgunblaðið - 05.04.1998, Side 32
32 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
Á LANDSPÍTAL-
INN ENGA VINI?
í BYRJUN tíunda áratugarins
var ástand ríkisfjármála slæmt
vegna langvarandi áherslu stjórn-
málamanna á útgjöld úr banka- og
sjóðakerfinu til óarðbærra „at-
k vinnuskapandi“ verkefna. Er þá
? ekki átt við heilbrigðis- eða
menntamál. Vegna skuldastöðu
ríkissjóðs var hafinn niðurskurður
á starfsemi Landspítalans og ann-
arra sérhæfðra sjúkrastofnana
með uppsögnum starfsfólks og öðr-
um tilfæringum sem hugsaðar voru
til spamaðar og hagræðingar.
Endalaust talað um kostnað en lítið
um tekjur eða ávinning af starf-
semi sjúkrahússins. Síðan hafa
fjárveitingar ekki staðið undir
kostnaði við rekstur Landspítal-
ans, og „fortíðarskuld" og vextir
hafa hrannast upp. Á sama tíma
eru milljarðaskuldir afskrifaðar í
banka- og sjóðakerfinu og birtir
eru ársreikningar sem virðast sýna
hagnað. Bakari er hengdur fyrir
smið. Niðurskurður (kallaður
„sparnaður") heldur áfram hvert
einasta ár á Landspítala. Á Land-
spítalanum fæst ekkert afskrifað
hjá stjómmálamönnunum, sem
stundum tala um byggingu bama-
spítala, þótt ekki úthluti þeir fé til
þess að sinna bráðveiku fólki sem
skyldi í því húsnæði sem fyrir er
eða til þess að standa við gerða
kjarasamninga.
Vegna skorts á rekstrarfé er
starfsfólki fækkað og ekki opnuð
legudeildarrými fýrir bráðveika.
Þess vegna liggja margir sjúkling-
ar í rúmum á göngum sjúkrahúss-
ins og nýlegt dæmi er um það að
sjúklingur hafi dáið undir þeim
kringumstæðum, hvort tveggja er
til skammar og minnir á stríðstíma.
Lýsandi dæmi á ástandinu er, að
gömul kona spurði um daginn
hvort hún mætti fá að vera degi
lengur ef hún borðaði ekki neitt.
Og þrátt fyrir ófullnægjandi að-
stöðu nú í byrjun árs 1998, stendur
enn einu sinni til að „spara“ í sam-
ræmi við nýsamþykkt fjárlög.
Landspítalanum er af fjárveitinga-
valdinu gert að skera niður kostn-
að um 5-6% eða um u.þ.b. 500 millj-
ónir króna á ársgrundvelli. Þing-
skipuð stjómarnefnd Landspítal-
ans hefur í framhaldi af fyrirmæl-
um þingsins sett fram tillögur um
„sparnað" á öllum sviðum, því fjár-
veitingamar standa ekki undir nú-
verandi þjónustu. Framkvæmda-
stjórn sjúkrahússins
er sett í vonlausa
stöðu, en neyðist til
þess að gera tillögur:
Fækka verður
kransæðamyndatök-
um, en þær em gerðar
á fólki sem læknar
telja vera hætt við
kransæðastíflu. Fresta
verður að opna líknar-
deild fyrir dauðvona
krabbameinssjúka Is-
lendinga, sem búa við
óþolandi aðstæður á
Landspítalanum (jafn-
vel fjórir á sömu
sjúkrastofu). Ein-
göngu verða gerðar
bráðaaðgerðir á föstudögum og svo
mætti lengi telja. Niðurskurðurinn
hefur slæm áhrif á móral starfs-
fólksins. Sumir hugsa sér til hreyf-
ings af því að nú bjóðast önnur
tækifæri fyrir erlent áhættufé hjá
óskabarni sem nefnist Islensk
erfðagreining hf. og hefur engan
læknað enn sem komið er.
Það sérkennilega við áframhald-
andi niðurskurð er, að lýst hefur
verið yfir góðæri opinberlega af
æðstu mönnum fyrir rúmlega ári.
Staða ríkissjóðs hefur batnað stór-
lega og hann skilar nú rekstraraf-
gangi. Það liggur jafnframt fyrir
að heildarkostnaður íslenskrar
sjúkraþjónustu hefur lækkað síðan
1988, sem mun vera einstæður ár-
angur á Vesturlöndum og kostnað-
urinn er ekki hár í vestrænum
samanburði. En Landspítalinn er
áfram meðhöndlaður eins og oln-
bogabarn og ómagi. Er því von að
spurt sé hvort Landspítalinn og
bráðveikt fólk eigi enga vini í
áhrifastöðum?
Mikilvægi
sérhæfingarinnar
Sjúkrahúsin tvö í Reykjavík (og
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
að einhverju leyti) hafa sérstöðu í
íslenskri læknisfræði. Sérstaðan er
fólgin í því að þau eru endastöðvar
í leit sjúkra Islendinga að lækn-
ingu margra alvarlegra sjúkdóma.
Þau byggjast á sífellt flóknari og
sérhæfðari þekkingu. Að sjálf-
sögðu er eðlilegt að leitast við að
hafa umfang sjúkrahúsa sem
minnst, m.a. með því að reyna að
vinna þau verk sem ekki þarfnast
innlagnar á göngudeildum eða á
sjálfstæðum stofum eftir eðli sjúk-
dómanna og meðferðarinnar. Mikið
hagræði er fólgið í sjálfstæðum
smáum rekstri án yfirbyggingar
þar sem honum verður við komið.
En, inni á sjúkrahúsum og á
göngudeildum eru og verða sífellt
veikari sjúklingar sem þarfnast
mjög sérhæfðrar og flókinnar
þjónustu (hjartaskurðaðgerðir,
nýmaskilun, alvarlegar sýkingar,
krabbameinsmeðferð, erfiðar
barnsfæðingar o.s.frv.). Þessi þjón-
usta er í eðli sínu dýr og byggist á
áralangri sérhæfðri þjálfun og
samstarfi margra sérgreina. Hún
þarf fjárhagslegan stöðugleika.
Sérhæfð sjúkrahús eru og verða
fyrst og fremst þrjú á Islandi á
næstu árum. Önnur starfsemi er
miklu einfaldari.
Veikleiki Landspítalans
í samanburði við
önnur sjúkrahús
Faglegur samanburður og sam-
keppni milli sjúkrahúsanna þriggja
er af hinu góða, að áliti undiiritaðs.
Samkeppnin flýtir fyrir nýjungum
og liðkar fyrir sjúkraþjónustu, sem
er landsmönnum í hag. En Land-
spítalinn líður fyrir stjómkerfi sitt.
Landspítalinn er nefnilega sérstak-
lega berskjaldaður fyrir niðurskurði
stjómmálamanna umfram aðrar
sjúkrastofnanir. Stjómmálamenn
eru ágætisfólk upp til hópa, en þeir
eru samt sams konar menn og við
hin. Stjómmálamenn em kosnir af
héraðsbúum eða borgarbúum á þing
eða í sveitarstjómir. Til þess að ná
endurkjöri verða þeir að vemda
hagsmuni kjósenda sinna og þar
með héraðstengdar sjúkrastofnanir.
Öll sjúkrahús á Islandi nema Land-
spítalinn tengjast hér-
aðsstjómum eða
ákveðnum kjördæmum
og njóta því áhrifa kjör-
inna fulltrúa, sem gæta
fjárhagslegra hagsmuna
viðkomandi sjúkrahúsa í
ljósi persónulegrar póli-
tískrar framtíðar sinnar.
Þar sem enginn
stjórnmálamaður á at-
kvæði sín komin undfr
velfarnaði Landspítal-
ans er beinlínis við því
að búast, að Landspítal-
inn fái ekki fjárveiting-
ar og geti ekki þróast
sem skyldi í þeim
stj ómmálavemleika
sem við búum við í dag. Enginn
þingmaður eða borgarfulltrúi lítur
á það sem sérstaka skyldu sína
umfram aðra þingmenn að sinna
hagsmunum Landspítalans. I
stjóm Landspítalans situr sömu-
leiðis fólk sem skipað er af Alþingi,
en meirihlutinn fær því miður það
lítt öfundsverða verkefni að gæta
hagsmuna fjármálavaldsins eða
sitjandi ríkisstjómar. Þannig hefur
Landspítalinn, segir
Páll Torfí Onundarson,
er sérstaklega
berskjaldaður fyrir
niðurskurði.
það verið um langt árabil og núver-
andi stjómarnefnd er síst verri en
þær fyrri. Vandamálið er, að það
hefur engin áhrif á endurkjör þing-
skipaðra fulltrúa í stjómarnefnd
Landspítalans hvort þeir berjist
fyrir fjármögnun og framtíð
sjúkrahússins eða ekki. Af ofan-
greindum ástæðum er því viðnámið
við niðurskurðaráformum fjár-
málaráðuneytis og ríkisstjórnar
minna í stjórn Landspítalans en í
stjómum annarra sjúkrahúsa á ís-
landi. Og af sömu ástæðu þróast
litlu sjúkrahúsin umfram stað-
bundna eftirspurn í héraði eða sér-
hæfingarkröfu nútímans, en Land-
spítalinn situr eftir, þótt stað-
reyndin sé sú, að hann er aðal-
sjúkrahús landsbyggðarinnar, skv.
skýrslum heilbrigðisráðuneytisins.
Tillaga
Stjórnamefnd ber ábyrgð á
rekstri (tekjum og gjöldum) Land-
spítalans eins og stjórn hvers ann-
ars fyrirtækis. f ljósi áralangs
fjársveltis Landspítalans er orðið
tímabært að íhuga breytta sam-
setningu stjómamefndar hans;
ekki persónumar heldur aðferðina
við skipun hennar; þ.e. að rjúfa
flokkspólitísk tengsl. Mín tillaga er
eftirfarandi: í fyrsta lagi er nauð-
synlegt að velunnarar Landspítal-
ans stofni félag velunnara Land-
spítalans. í stjórn þessa nýja félag-
skapar þurfa að sitja áhrifamenn í
efnahagslífinu og annað framfærið
fólk sem skynjar að það sjálft hef-
ur not fyrir sérhæfða læknishjálp
fyrr eða síðar. Sem vill lifa vel og
deyja við skikkanlegar aðstæður.
Fólk sem er tilbúið að beita sér til
framfara og kjörið er á opnum vel-
unnarafundum sem ekki tengjast
stjómmálaflokkum. í öðm lagi er
svo nauðsynlegt að fulltrúar úr
þessum félagsskap fái sæti í stjóm-
amefnd sjúkrahússins þannig að
sjónarmið eigenda (velunnara og
sjúklinga) og þrýstingur skili sér
inn í reksturinn, til fjármálavalds-
ins og til heilbrigðisráðuneytisins.
Með stofnun slíks félagsskapar og
aðild að stjómarnefnd er hugsan-
legt að skilningur stjómmála-
manna, fjármálaráðuneytis og al-
mennings á mikilvægi Landspítal-
ans sem sjúkrahúss allra lands-
manna og háskólastofnunar aukist.
Það myndi leiða til gríðarlegra
framfara í íslenskri sjúkraþjón-
ustu. Undirritaður skorar því á vel-
unnara Landspítalans innan og ut-
an Alþingis að beita sér í þessa átt.
Höfundur er yfírlæknir
blððfræðideildar Landspítalans.
taar
FRA TOPPITIL TAAR i
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum
frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við
aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
i viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er
eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum
og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur.
Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað,
hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
FRÁ TOPPITIL TÁAR II
- framhald
Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi.
Tímar 3x í viku
Fundir lx í viku í 7 vikur.
Páll Torfi
Onundarson