Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 36

Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 36
36 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ TOIVLIST MIMISMENN hrepptu helstu verðlaun fyrirhljóðfæraleik, þar á meðal Ómar Guðjóns- son, sem taldist besti gítar- leikari tilraunanna. TVEIR liðsmanna Ovana Tónabufr MÚSÍKTILRAUNIR Úrslit Músíktilrauna Tónabæjar. Um sigurlaunin kepptu Mad Mcthods, Mímir, Rennireið, Óvana, Ambindrylla, Bisund, Jah, Endemi, Stæner og Equal. ÞAÐ VAR i nógu að snúast hjá liðsmönnum Jah. AMBINDRYLLUR komu að norðan. MÚSÍKTILRAUNUM Tóna- bæjar lauk með tilheyrandi hamagangi síðastliðið föstudags- kvöld og eins og svo oft áður bar rokksveit sigur úr býtum, og enn hljómsveit úr Hafnarfirði, rokksveitin Stæner. f öðru sæti varð önnur rokksveit, Bisund, en Drum ‘n Bass-sveitin Mad Methods hreppti þriðja sætið. Mad Methods hóf leikinn úr- slitakvöldið á frábæru lagi, hnit- miðuðu og kraftmiklu. Annað lag sveitarinnar var og gott, þó sum- staðar hefði mátt skerpa á keyrslunni, en það þriðja síst, full létt, einskonar trommu- bassatæknisinfónískur forleikur. Allt önnur tónlist var í boði hjá Mími, sem kom vel undirbúin til leiks og enn þéttari en þegar hún komst í úrslit. Sérstaklega var þriðja lag þeirra Mímismanna vel heppnað, uppbygging þess rökrétt og framvinda skýr og skemmtileg. Rennireið vakti einna mesta athygli í þessum tilraunum, enda fádæma efnileg sveit á ferð. Prátt fyrir ýmislega hnöki'a, sem skrifast á reynsluleysi, mátti heyra bráðgóð lög, sérstaklega fyrsta lagið, sem var að auki lip- urlega útsett. Óvana setti í fluggír frá fyrstu tónum, einbeitt gleðipönk var allsráðandi. Sem fyrr var þriðja lag sveitarinnar, lagið um Keikó, best, ekki síst fyrir gott hrynpar sveitarinnar, en gítarar voru líka |J leikandi skemmtilegir. Ambindrylla var eina kvenna- sveitin að þessu sinni, en tæpast tilbúin á verðlaunapall, því ýmis- legt þarf að bæta. Lög sveitar- innar voru ekki nógu vel mótuð og söngur féll ekki alltaf að því sem aðrir liðsmenn sveitarinnar voru að gera. Eins og heyra mátti í þriðja lagi Ambindryllu er sitthvað í hana spunnið og vonandi að þær stöllur haldi áfram. Bisund byrjaði með hama- gangi í frábæru keyrslulagi þó hryngítar hafi vantað megnið af laginu. Annað lag var síðra, en í þriðja laginu settu þeir Bisund- EFNILEGASTA hljomsveit Musiktilrauna var unglingasveitin Rennireið. BISUND-LIÐAR fagna öðru sætinu MAD METHODS lenti í þriðja sæti með Drum ‘n Bass. HLJOMSVEITIN Endemi komst ekki á verðlaunapall. f . Ljösmynct'BjófcjbvcjnsdóttH STÆNERSMENN tóku við sigurlaunum úr höndum borgarstjóra, Ingibjargar Sótrúnar Gísladóttur. FJARÐAR ROKKIÐ SIGRAÐI menn aftur í fluggír með góðum árangri. Jah var ekki eins grípandi og í undanúrslitum og náði sér reyndar aldrei almennilega á flug. Þó var annað lagið bráðgott ef frá er talinn sérkennilegur dynkur í miðju lagi. Endemi var öllu öruggari í úr- slitum en undanúrslitum, en á eftir að vinna nokkuð í lagasmíð- um og útsetningum. Söngkona sveitarinnar fór útaf sporinu í upphafslaginu sem spillti vissu- lega fyi'ir, en á móti kom að hljómborð voru markvissari. Hafnfii'ska rokksveitin Stæner kom þar næst og hafði greinilega unnið heimavinnuna. Tónlist Stæners er grípandi heilsteypt popp, ekki mjög saltað en bragð- gott engu að síður. Skemmtileg kaflaskipti lyftu öðru lagi sveit- arinnar og það þriðja gekk betur upp en í undanúrslitunum. Lokasveit kvöldsins, Equal, lék evrópskt gleði-techno af miklum móð og hömuðust Equ- al-menn sem mest þeir máttu á sviðinu. Sviðsframkoman vai' betur skipulögð en á fimmtu- dagskvöld og keyrslan enn meiri. Hún var reyndar svo mikil á köflum að þeir félagar fóru eilítið út af sporinu, en ekki annars að vænta en þeir eigi eftir að styrkjast verulega haldi þeir áfram. Úrslit urðu svo þannig að Stæner sigraði í tilraununum að þessu sinni, Bisund hreppti ann- að sætið og Mad Methods varð í þriðja sæti. Dómnefnd þótti aug- ljóst að Rennireið væri efnileg- asta hljómsveitin. Liðsmenn Botnleðju og Quarashi önnuðust val á bestu hljóðfæraleikurum og féllu þau þannig: Besti söngvari var valinn Magnús Leifur Sveinsson, söngvari Stæner, besti gítarleikari Ómar Guðjóns- son úr Mími, besti bassaleikari Kristján Orri Sigurleifsson, einnig úr Mími, og Mímismaður var einnig kjörinn besti hljóm- borðsleikari, Hannes Helgason, besti trymbill var Birkir Viðars- son úr Bisund, besti forritari Halldór H. Jónsson úr Mad Met- hods. Hljóðverið Núlist veitti hljóðverstíma í tvenn verðlaun og þau hlutu hljómsveitirnar Spúnk og Jah. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, afhenti verðlaunin að þessu sinni, sem verður að telj- ast vel til fundið. Arni Matthíasson ■-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.