Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 44

Morgunblaðið - 05.04.1998, Page 44
t£4 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens JMtojgtutlHiifeÍfe BRÉF TIL BLAÐSINS í //i/zið i<om py/etts: ( SJÓNV/)RJ>/Ð? 'X !*« 06 é<5 ee/NPil I /9Ð S&L/} þu!! Grettir PN þAP EF Or SEINT/VD N-, HLXSSA OM þAÐ NÚMA Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fljúgandi drekar yfír húsþökum Reykvíking’a Frá Ragnari Fjalari Lárussyni: UNDIRRITAÐUR býr í nágrenni gamla Miklatorgs, í króknum milli Miklubrautar og Snorrabrautar. Eins og gefui- að skilja er hávaða- mengun af völd- um sívaxandi bifreiðaumferð- ar sífellt meiri og meiri, stöð- ugur vélardynur og hávaði dag og nótt. Svo rammt kveður að, að naumast er hægt að opna glugga. Þessu hlýtur að fylgja talsverð mengun, svo að nálgast hættumörk, bæði fyrir heym og lungu. Þetta eitt ætti að nægja til að kvarta yfír. En svo er aldeilis ekki. Það versta og líka hættuleg- asta er umferð fljúgandi dreka yfir húsþökunum og þar á ég að sjálf- sögðu við umferð flugvéla um Reykjavíkurflugvöll. Það vill svo til að í vestanátt, útsynningi, sem oft blæo hér, er notuð til lendingar austur-vestur-braut flugvallarins, þannig að drekar eins og Fokker- inn næstum sleikja húsþökin, þar á meðal mitt, með miklum gný og hverfa síðan undir slakkann sem liggur að flugvellinum. Þetta er óþolandi, þótt ekki sé nema hávað- ans vegna. En þó er hávaðinn ekki það versta þegar málið er skoðað í heild, heldur hættan sem af því stafar, að hafa flugvöll staðsettan í miðri borg. Það mun vera staðreynd, að flest flugslys verða í flugtaki eða lendingu og hlýtur það að gilda jafnt hér og annars staðar. Ein fjölfamasta gata borgarinnar, Hringbrautin, liggur við enda flug- brautarinnar og ekki eru mörg ár síðan erlend flugvél í ferjuflugi lenti utan brautar við þann endann sem næstur er umferðargötunni í 50 metra fjariægð og stóð þar í ljósum logum, en áhöfn hennar fórst, og ekki er heldur langt síðan að Fokkerinn lagðist þvert yfír Suðurgötuna, en guðs mildi bjarg- aði því að ekki varð slys á mönnum þar. Hvenær verður stóra slysið? Ég er ekki með hrakspár. Allar tölfræðilegar upplýsingar og kann- anir sýna, að flugvélum, eins og öðrum samgöngutækjum, fylgja slysfarir og því nær sem menn búa slíkri umferð því meiri hætta er á ferð. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á ráðamönnum í þessum máli. Það er mikil fífldirfska og óskammfeilni að ætla nú að endur- gera Reykjavíkurflugvöll fyrir tugþúsundir milljóna króna í stað þess að leggja hann af og flytja innanlandsflugið burtu úr Reykja- vík. Þau stjómvöld sem áforma endumýjun flugvallarins vita ekki hvað þau eru að gera. Burt með flugvöllinn úr hjarta þessarar fögru borgar. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON, prestur. Almenningar sam- > f I í i Smáfólk IT 5TÁRTED TO RAIM, ANP EVERYONE RAN H0ME..THEN IT 5T0PPEP RAlNINO.ANDEVERVONE CAME BACK ..THEN U)E 5TARTED PLAYIN6 A6AIN ..THEN WE L05T MAYBE SOMEDAV TOU'LL 6ET U5ED TO L05IN6.. Það fór að rigna og allir hlupu Kannski venst heim ... síðan hætti að rigna og all- það einhvem ir komu aftur . . . svo fómm við að tímann að tapa leika á ný ... sfðan töpuðum við. Jæja, ekki. kannski eign þjóðarinnar Frá Grími M. Steindórssyni: ÞESSA dagana leita skotveiði- menn eftir frjálsum aðgangi að sameigninni, það er að geta svalað hvötum sínum, sýnt sig í felulitum og virðulegum jeppum. Lífið sem hrærist í kringum þá er bara leik- völlur, eins og barna í tækjum eða sandkössum. Við sem eigum þetta land og viljum njóta dýrðar þess óspilltrar erum spurðir leyfís, sem okkur er þvert um geð að veita, getum ekki veitt: Náttúra íslands er heilög en ekki steik á pönnu fyrir þykjustu- dýrkendur. Hún er heilög. Ráð- herra hefur ekki vald til að spilla henni, ekki löggjafinn nema að litlu leyti. Réttur til lífs og til að njóta þess er heilagur. Ég vona að sannir náttúrusinnar láti í sér heyra og safni liði gegn þessari að- för. Verði réttur ekki virtur á að láta dómsvaldið taka á málunum, það er þó réttur okkar. Mistök hafa verið hræðileg, inn- flutningur á minkum, sem átti að vera hættulaus, var gerður á ábyrgð vissra aðila; það væri at- hugandi að láta þá bæta skaðann. Mesti skaðvaldur í íslenskri nátt- úru og er ég hræddur um að byssumenn verði engu betri. Eðlið segir til sín þegar eitthvað kvikt sést þá er skotið og ekki spurt. Lægstu hvatir birtast þegar menn eru með byssu í hönd. Dæmi er um skotveiðimann úti á landi sem skaut fálka af því að hann var í svo góðu skotfæri. Hann eirði engu. Fólk þagði, þótt mörgum sviði. Leyfum íslenskri náttúru að vera í friði, hún er gjöf frá almætt- inu, sem skóp hana á löngum tíma fyrir okkur að njóta hennar. GRÍMUR M. STEINDÓRSSON, listamaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.