Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 t — SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 HUGVEKJA I DAG Kyrravika VELVAKAM»I Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Reykingafólk hagkvæmt fyrir þjóðfélagið BÓI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma þeirri skoðun sinni á framfæri að það væri hagkvæmt fyrir ríkið og þjóðfélagið að fólk reykti. Hann segir að reykinga- fólk lifl það ekki að það þurfi að borga því elli- laun, það sé tiltölulega hraust fram að þeim aldri að það deyi vegna reyk- inga og segir hann að t.d. sé það undantekning að reykingafólk sem vinni vaktavinnu nái sjötugs- aldri. Tökum til í kringum okkur VE LVAKANDA barst eftirfarandi áskorun: „Ég vil skora á alla borgarbúa að hver hreinsi í kringum sín hýbýli. Ef allir hreinsa fyrir sínum dyrum þá búum við í fal- legri borg. Sérstaklega skora ég á matvöruversl- anir og barnaheimili að taka til hjá sér. Reykja- víkurborg ætti að byrja að hreinsa til í borginni, nú þegar snjórinn er far- inn, en ekki bíða fram undir 17. júní. Ég mæli með því að Morgunblaðið verði með umfjöllun um þessi mál.“ Borgarbúi. Læknar sleppa alltaf MAÐUR hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa heyrt í fréttum sl. fóstudag að Hæstirétt- ur hefði sýknað lækni af læknamistökum. En kona sem hafði farið í brjóstaminnkun sem mis- heppnaðist fór í mál við hann og var henni dæmt í óhag. Finnst honum með ólíkindum hvað læknar sleppi alltaf í svona mál- um. Tapað/fundið Bfllyklar týndust BÍLLYKLAR týndust frá Seðlabankanum að Hverfisgötu. Lyklarnir eru á spjaldi merkt Bor- meuil. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 1106. SÉil » Á göngu við Gróttu. Morgunblaðið/Kristinn. Víkverji skrifar... í þessari hugvekju segir sr. Heimir Steinsson, m.a.: Til föstudagsins langa rekur kirkja Krists hjálpræðis- vissu sína, sannfær- inguna um fyrirgefn- ingu syndanna. I DAG er pálmasunnudagur. Vikan, sem heilsaði í morgun, nefnist „kyrravika“ að kirkjunn- ar máli ellegar dymbilvika. Hún geymir dýrustu daga ársins. í hugskotinu fylgja kristnir menn frelsara sínum frá því er hann ríður inn í Jerúsalem á pálma- sunnudag þar til upprisusólin skín yfir tóma gröf hans sjö nóttum síðar. Dýpstu leyndar- dómar fagnaðarerindisins eru reiddir fram í kyrruviku. Pálmasunnudagur Guðspjall pálmasunnudags samkvæmt fyrstu textaröð er að finna hjá guðspjallamanninum Lúkasi 19. kapítula, versunum 29-40, en hliðstæðu þess getur að líta hjá Matteusi 21:1-9. Guð- spjallssálmur dagsins er til vor kominn um hendur séra Stefáns Thorarensen. Fyrsta erindið hljóðar á þessa leið: 0, kom í hátign, Herra minn. Þér heilsar allur lýðurinn og klæðum lagða braut þér býr, með blessun þér á móti snýr. Sviptingamar í söguþræði dymbilvikunnar eru átakanleg- ar. Hinn fyrsta dag heldur Jesús inn í höfuðborg þjóðar sinnar. Þá segir frá því, að „fjöldamarg- ir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn. Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: „Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæst- um hæðum!“„ Fáum dögum síðar er múgur Jerúsalemborgar enn á kreiki. En því sinni hrópar mannfjöld- inn: „Krossfestu, krossfestu hann.“ Svo skjótt skipast veður í hugskoti fjölmennis. Þeir sem seilast eftir almannafylgi upp- götva oft og einatt, að það sveifl- ast öfganna á milli á lítilli stundu og að því er virðist af óvæntu til- efni. Saga frelsarans í kyrruviku er skýrt dæmi um þetta. Skírdagur Skfrdagur og fostudagurinn langi neftiast ýmist „bænadag- ar“ eða „lághelgar". Þeim dög- um, eins og kyrruvikunni endi- langri, hæfir hljóðlát íhugun. Fyrsta guðspjall skírdagsins getur að líta hjá Jóhannesi, 13:1-15. Þar greinir frá því, að Jesús og lærisveinar hans sátu í síðasta sinni að kvöldmáltíð. Og Jesús „stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók lín- dúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum, sem hann hafði um sig“. Þegar frelsarinn hafði lokið þessu verki, sagði hann við læri- sveinana: „Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður? - Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, þvi það er ég. - Fyrst ég, sem er herra og meist- ari, hef nú þvegið yður um fæt- urna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ Það sem að öðru leyti gjörðist á skírdag er m.a. að finna hjá guðspjallamönnunum Lúkasi (22:14-20) og Matteusi (26:17-29). Þar greinir frá inn- setningu heilagrar kvöldmáltíð- ar. Af þessu tilefni syngja menn erindi Guðrúnar Guðmundsdótt- ur. Á skírdagskvöld ég kem til þín, sem kvittað hefur brotin mín, ég kem sem bam og bíð í trú, að blessun enn mér veitir þú. Þú gafst þitt hold, þú gafst þitt blóð, því geng ég rósum prýdda slóð, ég þjá þér sannan fógnuð finn þú frelsari og Drottinn minn. Föstudagurinn langi Á fóstudaginn langa urðu þáttaskil í sögu veraldarinnar. Föstudagurinn langi er friðþæg- ingardagur kristinna manna. Á þeim degi lét frelsarinn líf sitt „til lausnargjalds fyrir marga", eins og hann sjálfur komst að orði (Matt. 20:28 og Mark. 10:45). Til föstudagsins langa rekur kirkja Krists hjálpræðis- vísu sína, sannfæringuna um fyrirgefningu syndanna. Á föstudaginn langa hafa menn á öllum öldum hugleitt Píslarsöguna, þ.e. frásagnir guð- spjallanna af kvöl Jesú og kross- dauða. Islendingar hafa um langa hríð stuðzt við Passíu- sálma séra Hallgríms Péturs- sonar af þessu tilefni. Sú bók er oss vonandi hverju og einu innan seilingar. Þeir sem ferðafærir eru koma víða saman í kirkjum til passíusálmalestrar þennan dag. Aðrir fá dvalið við söguna einir heima eða heiman í föru- neyti hins krossfesta. Svo flnni eg hæga hvfld í þér Eyktimar milli föstudagsins langa og upprisudagsins eru kyrrðarstundimar mestu. Frels- arinn hvílir í gröf sinni og kristnum manni er boðið að setj- ast við legstað hans. „Svo finni eg hæga hvíld í þér, hvíldu, Jesú, í bijósti mér.“ Þannig yrk- ir séra Hallgrímur (Pass. 50.17), og orðin henta vel til íhugunar á laugardag fyrir páska. Sá dagur sem aðrir í vikunni helgu er gef- inn mönnunum, að þeir í lotn- ingu tilbiðji Drottin einan. Guð blessi þér vikuna, sem nú fer f hönd, lesandi minn góður, og öllum þínum. NÆSTKOMANDI fimmtudag, 9. apríl, er skírdagur, dagur hinnar heilögu kvöldmáltíðar, þá föstudagurinn langi, dagur píslar- göngu og krossfestingar, og síðan sjálf upprisuhátíðin, páskamir, sem hæst ber allra hátíða með kristnum þjóðum. Víkveiji fer ekki lengra út í þá sálma að sinni. Níundi dagur aprílmánaðar skip- ar af öðmm ástæðum ákveðinn sess, raunar sorgarsess, í hugum Norðurlandaþjóða. Þann dag árið 1940 réðust Þjóðveijar inn í Dan- mörku og Noreg. Rúmum mánuði síðar, 10. maí árið 1940, sigldi brezk flotadeild, tvö beitiskip og fimm tundurspillar, inn á Reykja- víkurhöfn. ísland var hemumið. Reynslunni ríkari gengu Danir, íslendingar og Norðmenn í Atl- antshafsbandalagið. íslendingar gerðu og vamarsamning við Bandaríkin. Tilgangurinn var að framfylgja frumskyldu hverrar fullvalda þjóðar: Að tryggja eigið öryggi. XXX LÉTT lund, kímni, skopskyn, það að sjá kátlegar hliðar til- verannar og geta hlegið innilega era hluti af því að varðveita eigið heilbrigði og eigin vellíðan. Vestur- íslendingurinn Kristján N.J. Jóns- son, öðra nafni Káinn, fæddist 7. dag aprílmánaður árið 1860. Stök- ur hans flugu manna á milli beggja vegna Atlantsála. Þær heyrast enn í dag þar sem vísnavinir stinga saman nefjum. Káinn orti svo um sjálfan sig: Stundum er ég seinn til svara og seinn áfæti, en það eru engin látalæti að láta fólkið gráta af kæti. Maður, sem talað hafði miður vel um hagyrðinginn, fékk þessa ádrepu: Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. Enþaðbeztaafölluer, að enginn trúir þér - né mér. Á þeim tíma þegar það þótti djarft að stytta síðpils upp fyrir ökkla var Káinn spurður hver væri hæfileg pilslengd. Hann svaraði [og reyndist forspár]: Kæru löndur! Hvað veit eg, karl, um pilsin yðar, en mér finnst lengdin mátuleg, milli hnés og kviðar! XXX FYRSTU vorboðamir, farfugl- arnir, era komnir. Það er góðs viti. Vorlaukar skjóta og þegar upp kolli þar sem vel fer um þá. Samt sem áður era u.þ.b. tvær og hálf vika í sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 23. apríl. Þann dag fæddist rithöfundurinn og skáldið Halldór Kiljan Laxness árið 1902 (d. 1998). Það varð bjart í sumarhúsum ís- lendinga við lestur beztu bóka hans. Þennan dag byijar og Harpa, fyrsti vor- eða sumarmánuðurinn að fomu tímatali, og lýkur 22. dag maímánaðar. Vonandi verður Harpa heiðrík og sólrík að þessu sinni. Skerpla hefst síðan 23. maí nk. og vísar veg í náttlaust sumar- ið. Skammdegið, kuldinn og myrkrið léku okkur íslendinga grátt á stundum. Lífsbaráttan var fyrst og fremst háð veðurfari, enda viðurværið sótt til moldar og sjáv- ar. Og vorið var f senn vakning gróðurkragans umhverfis hálendið til nýs lífs, lita og angans - og byrj- andi bjargræðistíð. Þá komu gæftir til sjávar og grös í haga. Margt hefur að visu breytzt síðan byggð var hér reist, en vorið færir sem fyrr sól í sinni. Islandsglíma komandi sveitar- stjómarkosninga gerir vorið sem framundan er dulítið forvitnilegra en ella. Vonandi hlú kjósendur að nytjajurtum á kosningaakrinum en tína iUgresið burt. Þeirra er ábyrgðin og þeir súpa líka seyðið af því hvem veg fer. Hver og einn þarf og að vinda sér í eigin ræktun - sinna trjám, rannum og blómum. Að ekki sé nú talað um hina innri garðrækt hug- ar og viðmóts. Söngur þegar kom- inna farfugla er fyrsta hringing til gróðurmessu sumarsins 1998. Megi hún færa okkur gleði og vellíðan. Fermingargjafir Fyrii clörnur og kerra Okkar gmlði Prákœrt verð 1 demanTahusið NÝJU KRINGLUNNI § SÍMI 588 9944 BÓMULLAR- NÆRFÖT FYRIR HERRA 1. HÆÐ SÍMI533 7355

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.