Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.04.1998, Qupperneq 60
T|N|T| Express Worldwide „580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breskri Boeing 767-300 farþegafrotu með 288 manns snúið til Islands Slökktu eld og nauðlentu á Keflavíkurflugvelli BOEING 767-300 farþegaþota frá breska leiguflugfélaginu Britannia með 288 manns innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 9.49 í gærmorgun þar sem eldur hafði komið upp í miðju farþegarýminu. Reykjar- lykt hafði gosið upp en enginn eldur sást. Flugfreyjur beittu þó slökkvitækjum á staðinn þar sem reykjarlykt fannst og 25 mínútum síð- ar var vélin lent á Keflavíkurflugvelli. Potan var á leið frá London til Calgary í Kanada, sem er 9 tíma flug, og hafði verið á lofti rúmar tvær stundir. Hún var stödd í 35 búsund feta hæð, um 150 mílur suður af Is- Tandi, eins nálægt og leið hennar átti að liggja að landinu þegar upp gaus reykjarlykt nálægt miðju farþegarýminu yfir vængsvæði. „Flug- stjórinn tilkynnti að eldur hefði komið upp og að hann hefði verið slökktur og engin hætta á ferðum en að hann myndi samt sem áður lenda á Islandi til öryggis," sagði Christopher Cleare frá Skotlandi, sem var meðal farþega, í samtali við Morgunblaðið. „Eg fann reykjarlykt rétt áður en flugstjór- inn tilkynnti hvað var að gerast og velti fyrir mér hvaðan hún kæmi. Mér datt þó ekki eldur í hug heldur frekar að eitthvað skiýtið væri að gerast í loftræstikerfinu," sagði Helen Ross, sem einnig er frá Skotlandi. Þau sögðu að langflestir farþeganna væru á leið á skíði í Calgary. Þeir voiu alls 281 og áhöfnin sjö manns. Rólegt og fumlaust Pau sögðu að lækkunin hefði verið nokkuð snögg en flugstjórinn hemlaði snögglega þegar vélin snerti brautina. Hún staðnæmdist á brautinni og farþegar næst staðnum þar sem reykjarlyktin fannst yfirgáfu vélina fyrst en aðrir í kjölfarið. Þau sögðu það allt hafa gerst í mestu rólegheitum og að flugþjónustufólkið hefði unnið af öryggi og fumlaust. „Fólk óttast frekar sprengjur um borð en eld en fáir vissu hvað var á seyði og þess vegna greip engin hræðsla um sig,“ sagði Ross ennfremur. „Eg sat rétt við svæðið, hafði fundið einhverja lykt og svo kom flugfreyja með slökkvitækið og beindi því undir teppið á gólfinu," sagði Dennis Wyatt frá Englandi. „Pað varð enginn hrædd- ur og ég held að þeir sem ekki sátu næst svæð- inu hafi ekki haft hugmynd um hvað var að gerast fyrr en flugstjórinn tilkynnti það.“ Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var í við- bragðsstöðu við flugbrautina en þar sem flug- stjórinn hafði ekki tilkynnt að neyðarástand væri um borð var ekki þörf frekari viðbúnað- ar. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu farþega sem fluttir voru í rútum að flugstöðinni. Flug- mennirnir vildu ekkert segja um málið en Kelly Radley, upplýsingafulltrúi Britannia, tjáði Morgunblaðinu að unnið væri að rann- sókn á málinu og von var á tæknimönnum fé- lagsins til landsins í gær. Hún lofaði áhöfnina fyrir að hafa sýnt hárrétt viðbrögð við þessar aðstæður. Um hádegisbil var vélin dregin upp að flugstöðinni og farangur losaður. Farþegar áttu að fara á hótel í Reykjavík og var ráðgert að þeir héldu ferðinni áfram með vélinni í morgun. Britannia er næststærsta flugfélag Bret- lands og rekur 30 þotur af gerðunum 757 og 767. Félagið stundar eingöngu leiguflug og sagði talsmaðurinn áfangastaði félagsins vera um allan heim. MEÐAL farþega voru Helen Ross og Christopher Cleare sem sögðust hafa fundið reylgarlykt en engan eld séð. FARÞEGAR biðu í Leifsstöð eftir tilkynn- ingu frá breska flugfélaginu um áfram- hald ferðarinnar. Morgunblaðið/Ásdís ÞOTA Britannia á flugbrautinni í Keflavík umkringd slökkviliðsbflum eftir lendingu í gærmorgun en henni var snúið til landsins eftir að eldur kom upp í farþegarýminu. 50 ár frá því landgrunnslögin voru sett „Eins konar stjórnarskrá sjávarútveg,sins“ FIMMTIU ár eru í dag liðin frá því landgrunnslögin voru sett. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir að lagasetningin hafi markað tímamót í réttindabaráttu íslendinga. „Þetta er mjög merk löggjöf og markaði tímamót í réttindabaráttu íslendinga. Lögin eru ekki löng, en því ríkari að efnisinnihaldi. Það má með vissum hætti segja að þau hafi verið eins konar stjórnarskrá sjáv- arútvegsins á íslandi í hálfa öld,“ sagði Þorsteinn. Hefur varðað veginn Hann sagði að með lögunum hefði verið ákveðið að Islendingar myndu helga sér rétt til fiskveiða á land- grunninu öllu. Það hefði ekki verið nákvæmlega skilgreint á þeim tima, en nægjanlega til þess að vera und- irstaða undir síðari aðgerðir okkar varðandi útfærslu landhelginnar. „Á hinn bóginn var með þessari löggjöf einnig lagður grundvöllur að þeirri stefnu að nýta fiskimiðin á grundvelli vísindalegrar þekkingar. Þessi löggjöf hefur þannig varðað veginn fram á við varðandi hinn formlega rétt til nýtingar auðlind- anna og til þeirra efnislegu reglna sem við styðjumst við varðandi nýt- ingu fiskistofnanna. Það var mikil framsýni sem þeir menn sýndu sem beittu sér fyrir þessari löggjöf á sín- um tíma og það er mikil ástæða á þessum tímamótum til að minnast þeirra og þakka það mikla starf," sagði Þorsteinn. ■ Fimmtíu ár/Bl-B4 Svartolía í Hafnar- fjarðar- höfn ^ILLI 100 og 200 lítrar af úr- gangsolíu fóru í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun þegar dæla átti henni í land úr Stuðlafossi. Að sögn Stein- dórs Ögmundssonar hafnarvarðar var um mannleg mistök að ræða, opnað hefði verið fyrir vitlausan krana. Fór olían milli skips og bryggju og fyrir framan skipið. Steindór sagði að þetta hefði ver- ið svartolía og vel hefði gengið að hreinsa hana upp. Hreinsunarstarfi væri þó ekki lokið og yrði haldið ( áfram í dag. „Góða veðrið hefur bjargað okk- ur,“ sagði Steindór og bætti við að það hefði verið lán hvað stillt hefði verið í sjóinn og að þetta hefði gerst á flóði. Hann sagði að hafist hefði verið handa við að dæla olíunni upp og ^ síðan yrðu notuð efni til að sökkva jjgÁ sem eftir yrði. Sett hefði verið Morgunblaðið/Ásdís SVARTOLÍU dælt úr höfninni í Hafnarfirði í gær. flotgirðing umhverfis skipið til að loka olíuna af og koma í veg íyrir að hún dreifðist um alla höfnina. Stuðlafoss kom í Hafnarfjarðar- höfn klukkan sjö í gærmorgun og verður ekki hægt að ljúka hreinsun bryggjunnar fyrr en skipið fer á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.