Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hertar aðgerðir gegn hraðakstri LÖGREGLAN í Reykjavík hefiir tekið upp hertar aðgerðir vegna umferðarlagabrota. Aðgerðimar lúta m.a. að því að ná niður hraðakstri, ekki síst innan borgar- markanna. Ný reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum, sem tók gildi 14. mai sl., þyngir verulega ákveðnar refsingar, t.d. eru viður- lögin við því að aka á 61-65 km hraða á götu þar sem leyfilegur há- markshraði er 30 km ökuleyfis- svipting í einn mánuð auk 20.000 króna sektar, sem fer stighækk- andi eftir því sem hraðar er ekið. Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir að hingað til hafi ekki verið gert nægilega mikið að því að sinna stífu eftirliti þar sem hámarkshraði er 30 km, t.d. í íbúðarhverfum og við skóla en nú sé þar orðin breyting á. Síðan 14. maí hafa tæplega 250 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur í borginni. Ennfremur er nú tekið harðar á þeim sem aka án þess að hafa til þess réttindi. Sektin er nú 50 þúsund kr. í fyrsta skipti og 100 þúsund í annað skipti. í liðinni viku var svo tekið í notk- un hjá lögreglunni öndunarsýna- tæki, sem mælir áfengismagn öku- manns án þess að þurfi að taka blóðsýni. Þá eru ölvaðir ökumenn sviptir ökuleyfi á staðnum, svo ferl- ið styttist til muna. Karl Steinar getur þess einnig að sá sem neiti að gefa öndunarsýni sé sviptur öku- leyfi í eitt ár og síðan færður í blóð- sýnistöku. Auk þess sem löggæsla hefur verið hert verulega í umferðarmál- um segir Karl Steinar að hafið sé samvinnuverkefni milli lögreglu- stjóraembættisins og Reykjavikur- borgar til þess að berjast gegn veggjakroti. „Það eru nú þegar nokkur slík mál til rannsóknar og í ákæruferli, en við þessu eru þung- ar refsingar," segir hann og bætir við að þeim málum verði fylgt fast eftir. Þá hefur lögreglan einnig skorið upp herör gegn því sem Karl Steinar kallar „ótímabært þvaglát manna víðsvegar um borgina," en viðurlögin við því eru 5-10 þúsund króna sekt. Komust á topp McKinley-fj alls TVEIR íslenskir fjallgöngu- menn, Matthías Sigurðarson og Styrmir Steingrímsson, komust á topp McKinley-fjalls í Alaska 26. maí sl. ásamt hópi Kanada- manna. íslendingarnir voru alls fimm í leiðangrinum en þrír þeirra urðu að snúa til baka vegna óveðurs og veikinda. Tveir menn, Kanadamaður og þjóðgarðsvörður í Dengali- þjóðgarðinum, sem voru í fjall- inu á sama tíma og fslendingarn- ir, hröpuðu til bana í hh'ðum fjallsins. í tölvupósti frá Herði Sigurð- arsyni, einum leiðangursmanna, til föður síns, Sigurðar Konráðs- sonar, segir að Matthías Sigurð- arson, 27 ára, og Styrmir Stein- grfmsson, 20 ára, hafi náð toppi McKinley-QaUs klukkan 17.17 hinn 26. maf. Hörður og Haukur Gronli, 25 ára, veiktust og ákváðu að snúa niður af fjallinu í 17.200 feta hæð og fara niður í 14.300 feta hæð. Upphaflega ætluðu þeir að vera samferða fjórum erlendum fjallamönnum. Þeir töldu sig ekki komast hjálparlaust niður fjallshrygg þar sem leið þeirra lá og ákváðu að fara þess í stað niður svokallað Rescue Gulley. Þar fréttu þeir að tveir Kanada- mannanna hefðu fokið fram af hryggnum og seinna að þeir hefðu látist. Styrmir, Matthfas og Atli Þór Þorgeirsson, 24 ára, voru í 17.200 fetum ásamt fimm öðrum fjallgöngumönnum þegar Hörð- ur og Haukur voru á niðurleið. Ákváðu þeir að reyna að komast á toppinn. Þrír mannanna sneru við í 18.200 feta hæð, þar með talinn Atli Þór, sem var orðinn máttfarinn vegna hæðarveiki og hafði hann litla tilfinningu í tám. Á leiðinni upp á toppinn var skyggnið lítið og vindur yfir 12 vindstigum. Það tók Qallgöngu- mennina um ellefú klukkustund- ir að komast á toppinn. Styrmir og Matthías komust síðan niður af Ijallinu tveimur dögum seinna með smávægileg kalsár í kinnum og á nefi. Til Eskifjarðar NÓTA- og togveiðiskipið Jón Kjartansson SU kom til Eskifjarðar í gærmorgun frá Póllandi eftir breytingar. Meðal annars var skipt um brú og allt þar fyrir framan, og voru vistarverur skipverja endumýj- aðar. Skipið var smíðað í Rendsburg í Þýskalandi árið 1960 og hét Morgunblaðið/Helgi Garðarsson eftir breytingar áður Narfi RE. Skipið hefúr mörg undanfarin ár verið með fengsæl- ustu Ioðnuskipum í flotanum. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. gerir einnig út nóta- og togveiðiskipin Hólmaborg og Guðrúnu Þorkels- dóttur og togarana Hólmanes og Hólmatind. Lífróður í Landsbanka ►SverrirHermannsson, fyrrum Landsbankastjóri, segir frá hvem- ig gh'mt var við erfið þrotamái, sem sum hver ógnuðu bæði tilveru Landsbankans og lánstrausti þjóð- arinnar á alþjóðavísu. /10 Bjargvættur eða barnabarn Hitlers? ►Á skömmum tíma hefur Frelsis- flokkur Jörgs Haiders, sem eryst á hægri vængnum í austurrískum stjómmálum, margfaldað fylgi sitt. /12 Stífian brast ►Þess er nú víða minnst að 30 ár em liðin frá stúdentauppreisn- inni ’68 og menn velta því fyrir sér hvað hún hafi raunverulega skilið eftir. /26 B ► l-20 Sarajevo ►Staldrað við í höfuðborg Bosníu- Herzegovínu, þar sem endurreisn er hafin en eyðileggingin blasir allstaðar við /1&2-6 Konan í Kontrapunkti ►Una Margrét Jónsdóttir, sem varð óperuunnandi tólf ára gömul, keppir nú í Kontrapunkti. /10 Hljóðfæraleikari í nær hálfa öld ►Ámi Scheving þykir einstaklega fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, en víbrafónninn verður að teljast hans aðalhljóð- færi. /14 FERÐALÖG ► 1-4 Hinn eini rétti ferðamáti ►Félag húsbílaeigenda 15 ára /2 Langþreyttar f lug- áhafhir ►Alþjóðadagur flugfreyja og flug- þjóna er í dag. /4 BÍLAR ► 1-4 Engum líkur ►Bjallan nýja er nánast uppseld á markaði í Bandarílqunum en hingað er hún komin engu að síð- ur./2 Reynsluakstur ►Fjölbreyttur fjölnota H-1 Starex./4 EATVINNAf RAD/SMÁ Álit rrkisskattstjóra á skattalegri meðferð risnu og hlunninda Laxveiðiferð skattskyld ef hún telst kaupauki STARFSMANNI, sem þiggur boð í laxveiðiferð, ber að telja hana fram til skatts á kostnaðarverði ef laxveiðiferðin getur talist kaupauki hjá starfsmanninum. Ef laxveiði- ferð er hins vegar hluti af starfs- skyldum manns og í viðskiptaleg- um tilgangi fyrir launagreiðanda er hún ekki skattskyld hlunnindi. Þetta kemur fram I svörum ríkis- skattstjóra (RSK) við nokkrum spumingum Morgunblaðsins um skattalega meðferð á risnu og hlunnindum. Blaðið beindi m.a. þeirri spum- ingu til ríkisskattstjóra hvort ein- staklingum, sem þiggja laxveiði- boð, beri að telja þau fram til skatts sem hlunnindi og hvort fyr- irtæki mættu draga slíkan kostnað frá á framtali. Svar ríkisskattstjóra er svohljóðandi: „Ef þátttaka í laxveiðiferð er hluti af starfsskyldum launamanns og ferðin er farin í viðskiptalegum tilgangi fyrir launagreiðandann, þá er ferðin ekki skattskyld hlunnindi hjá viðkomandi starfsmanni. Ef laxveiðiferð getur hins vegar talist vera kaupauki hjá starfsmanni er um skattskyld hlunnindi að ræða sem honum ber að telja fram til tekna á kostnaðarverði. Um þetta gæti verið að ræða ef engin tengsl eru á milli ferðarinnar og tekjuöfl- unar rekstrarins." Kostnaðurinn þarf að vera í tengslum við reksturinn Einnig kemur fram í svari RSK að gjaldfærsla laxveiðiferða hjá rekstraraðilum er háð sömu skil- yrðum og gjaldfærsla risnu al- mennt. „Frádráttur þessi er bund- inn sama skilyrði og gildir um rekstrarkostnað almennt, kostnað- urinn þarf að vera í tengslum við reksturinn. Hann þai-f að ganga til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við,“ segir í svari RSK. ► l-20 Launakönnun borgarstarfsmanna ►Ríki og önnur sveitarfélög borga hærri laun. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak fdag 50 Leiftari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34-36 Fólk í fréttum 54 Minningar 38 Útv./sjónv. 52-3,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Hugvekja 50 Dægurtónl. 16b INNLENDAR FI 2-4-8-BAK ÉTTIR: ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.