Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ami Sigfússon:
NÆSTA leiðtoga takk . . .
Fengu ekki leyfí til
bjargsigs í Látrabjargi
BJÖRGUNARSVEITIN Blakkur á
Patreksfirði, sem vön er að síga í
Látrabjarg eftir eggjum á hverju
vori og hefur gert svo um áratuga-
skeið, fékk ekki að fara í bjargið í
ár. Ástæðan er sú að einn landeig-
andi við bjargið setti sig upp á móti
bjargsiginu og gaf ekki leyfi sitt.
Björgunarsveitarmenn harma svar
landeigandans enda er eggjatakan í
bjarginu bæði liður í starfi sveitar-
innar og mikilvæg fjáröflun. Sveitin
á 30 ára afmæli í ár.
Páll Hauksson, sem situr í stjóm
sveitarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ástæða eggjasigs-
ins sé margþætt. „Þetta heldur
mannskapnum saman og er góð æf-
ing fyrir hann í sigi. Þetta hefur líka
verið mikilvæg fjáröflun fyrir sveit-
ina í áratugi," sagði Páll. Hann
sagði að sveitin hefði alltaf fengið
leyfi þar til nú og vegna andstöðu
Ólafs Árnasonar, sem er einn land-
eigenda.
Páll segir að Ólafur beri því með-
al annars við að björgunarsveitar-
menn fari á of mörgum bflum inn á
fjallið. Það segir Páll að sé ekki rétt,
aðeins sé farið á einum bfl. „Við
merkjum svo götuna og lokum
henni niður frá þannig að þeir sem
koma á öðrum bfl þurfa að skilja
hann þar eftir og labba upp eftir,“
sagði Páll en nauðsynlegt er að fara
á bíl að sigstaðnum vegna þess hve
sigvaðurinn er þungur, að hans
sögn. Hann sagði að björgunar-
sveitarmenn hefðu gert ítrekaðar
tilraunir til að tala um fyrir landeig-
andanum en allt hefði komið fyrir
ekki. Að lokum var komið fram yfir
tímann sem hægt er að síga í bjarg-
ið. Yfirleitt er sigið í bjargið í kring-
um 20. maí en nú er orðið of seint að
fara til eggja.
Morgunblaðið náði ekki tali af
Ólafi Árnasyni vegna þessa máls.
Litla bókin um lífeyrismál
bíður þfn hjá VÍB
Kirkjusandi. Hún fæst án
endurgjalds á meðan
birgðir endast.
ALVÍB er eini lífeyrissjóðurinn sem flytur þér
Bókin er 96 bls. meö alvörugefnum fyrirheitum um björt og hagsæl eftirlaunaár.
Allt sem þú vilt vita um þær breytingar sem nýju lögin hafa í för með sér,
viðbótartryggingar sem enginn nema ALVÍB býður, lágmarkstryggingu og hin
frábæru Ævisöfn sem eru sniðin að þínum aldri og þeim tímamótum
er þú kýst að setjast í helgan stein.
Baráttudagur flugfreyja og flugþjóna
Flugfreyjur eru
fyrst og fremst
öryggisverðir
Alþjoðasamtök
flugfreyja og flug-
þjóna voru stofnuð
hinn 31. maí árið 1976. Til-
gangur samtakanna er sá
að sameina stéttarfélög
flugfreyja alls staðar í
heiminum, sjá þeim fyrir
ráðgjöf og aðstoð til þess
að koma réttinda- og bar-
áttumálum á framfæri,
bæði við loftferðayfirvöld
og löggjafa. „Félagið heitir
„Intemational Cabin Crew
Association" og vísar nafn-
ið til þess að flugfreyjur
eru hluti áhafnar í loftfari.
Annað aðalmarkmið sam-
takanna er að bæta ímynd
flugfreyjustarfsins í huga
almennings, flugfélaganna
og ekki síst flugfreyjanna
sjálfra," segir Anna Dóra
Guðmundsdóttir.
- Hvað er gert á
stofndegi félagsins ár hvert?
„Það var ákveðið að stofndagur
samtakanna yrði tileinkaður bar-
áttumálum flugfreyja. Samtökin
leggja mikla áherslu á öryggis-
þáttinn því flugfreyjur era fyrst og
fremst öryggisverðir um borð í
flugvélum. Flugfreyjur og flug-
þjónar gangast undir stranga ör-
yggisþjálfun í flestum löndum
heims, sem fylgt er eftir á hverju
ári með námskeiðum til upprifjun-
ar á þeim þáttum sem varða ör-
yggi farþega og áhafnar um borð.
Flugfreyjur og -þjónar bera
ábyrgð á velferð farþega í flugi,
ekki bara hvað varðar mat og
drykk, heldur öryggi þeirra líka ef
eitthvað kemur upp á. Það er á
þeirra ábyrgð að stuðla að því að
farþegamir komist eins heilir frá
borði og unnt er miðað við aðstæð-
ur ef vél hlekkist á.“
- Hefnr starfíð breyst mikið?
„Sívaxandi samkeppni hefur
leitt til þess að farþegar veita
þjónustuþætti starfsins aðallega
athygli. Þeirri skoðun vex sífellt
fylgi að ekki eigi að minna farþega
á þær hættur sem fylgja því að
ferðast loftleiðis og talið vænlegra
í samkeppninni að leggja áherslu á
góða þjónustu, stundvísi og gæði
flugvélaflotans. Annars varð einni
erlendri starfssystur minni eitt
sinn að orði um þessa breytingu á
starfinu að flugfreyjur hefðu byrj-
að sem hjúkranarkonur, síðan orð-
ið að gengilbeinum, þá kyntáknum
og nú að lögregluþjónum sem gefa
kaffi!“
- Hvert er baráttumál ársins
1998?
,Á- hverju ári er tekið fyrir við-
fangsefni sem samtökin telja að
ógni öryggi farþega og flugfreyja í
flugi og bregðast verður við. Við-
fangsefni samtakanna í ár er óvið-
ráðanlegir farþegar því ofbeldi far-
þega gagnvart flugfreyjum hefur
farið vaxandi hin síðustu ár. Líta
samtökin svo á að ekki verði leng-
ur unað við ástandið. ----------
Skemmst er að minnast
farþega í Flugleiðavél á
leið til Bandaríkjanna
sem réðst á flugfreyjur
þegar honum var mein-
aður aðgangur að flug- ——“
stjórnarklefanum. Allir sjá í hendi
sér hversu alvarlegar afleiðingar
það getur haft ef farþegi í annar-
legu andlegu ástandi nær að trufla
flugmenn í starfi. í sumar verður
haldið málþing í Stokkhólmi þar
sem sérfræðingar vérða fengnir til
þess að varpa ljósi á hvers vegna
þessi aukning hefur orðið og hvað
sé til ráða.“
- Hvað með drykkju farþega?
„íslenskar flugfreyjur geta nefnt
fleiri dæmi máli sínu til stuðnings
Anna Dóra Guðmundsdóttir
► Anna Dóra Guðmundsdóttir
lauk stúdentsprófi frá öldunga-
deild Verslunarskóla íslands
árið 1989, prófi í iðnrekstrar-
fræði frá Tækniskóla fslands
árið 1992 og BS-prófi í útflutn-
ingsmarkaðsfræði frá sama
skóla árið 1993. Hún var
bankaritari í Iðnaðarbanka Is-
lands 1969-1974, flugfreyja hjá
Flugleiðum 1974-1989 og sölu-
maður á skrifstofu Flugleiða í
New York í þijá mánuði árið
1993. Anna Dóra vann að
markaðssetningu gagnagrunns
á alnetinu hjá Auglýsingastofu
Reykjavíkur í þrjá mánuði árið
1995 og var markaðsstjóri Bláa
lónsins frá 1995-1996. Hún hef-
ur verið í hálfu starfi sem flug-
freyja hjá Flugleiðum frá því í
mars árið 1994 og var í stjórn
og samninganefnd Flugfreyju-
félags íslands 1984-1987. Anna
Dóra er nýkjörinn formaður fé-
lagsins. Eiginmaður hennar er
Sigurður Arsælsson rafvirkja-
meistari og eiga þau tvö börn.
Hjúkkur, geng-
ilbeinur, kyn-
tákn, lögreglu-
þjónar
um fólk sem hegðar sér þannig um
borð í flugvélum að það ógnar ör-
yggi annarra flugfarþega. Ekki er
til ein skýring á því hvers vegna
sumir farþegar verða óviðráðanleg-
ir í flugi. Ein skýring er þó augljós,
eða áfengisdrykkja um borð. Flug-
félögin hafa þá reglu almennt að
veita einungis tvo drykki í flugi.
Henni er hins vegar eifltt að fylgja
eftir. Sem kunnugt er þola sumir
áfengi betur en aðrir og hegðun
flestra breytist h'tið við tvo drykki.
Þess vegna hefur þessum reglum
ekki verið fylgt nákvæmlega eftir.
Vandinn felst hins vegar í því að
finna út hverjir þoli áfengi svo illa
að hætta stafi af. Flugfreyjur hafa
ósjaldan lent í útistöðum við fólk
sem ekki sættir sig við bann við
frekari áfengisveitingum."
- Glíma áhafnir við fleiri vanda-
_________ mál um borðívélunum?
,Annað baráttumál
samtakanna er hætta
sem getur skapast af
handfarangri. Of mikill
handfarangur er stórt
1vandamál sem flug-
málayfirvöld, flugfélög og stéttar-
félög hafa áhyggjur af. Handfar-
angur er ekki vigtaður og því þarf
að áætla viðbótarþyngd vélanna.
Burðargeta farangurshilla er tak-
markað og þær hafa gefið sig ef
flugvél hlekkist á. Handfarangur
hefur bæði slasað farþega og teppt
útgönguleiðir og skráð óhöpp í
flugi era að minnsta kosti 4.500 á
ári. Þá er verið að tala um slys sem
verða af völdum handfarangurs ef
vél hlekkist á.“