Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 19 ... þrungin duldu drama TOJVLIST Hl jómdiskar SVEINN LÚÐVÍK BJÖRNSSON / ...HVAR VÆRI ÉG ÞÁ / CAPUT Verk fyrir flautu, klarínettu, píanó, gítar, víólu, selló og rödd. Tækni- deild Ríkisútvarpsins. Hljóðritun fór fram í Víðistaðakirkju í desember 1996, nema nr. 18 (Ego is emptiness f. selló og rödd), sem var hljóðritað í S 12 í Utvarpshúsinu í ágúst 1997. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarna- son. Tæknimenn: Hreinn Valdimars- son (nr. 1-17) Hjörtur Svavarsson (nr. 18). Blindrafélagið og Blindra- vinafélag Islands styrktu útgáfuna. ARSIS, Smekkleysa. Dreifing: Japis. SVEINN Lúðvík Björnsson (f. í Rvk 1962) er einfari í íslenskri tón- list og verk hans sjaldheyrð, Caput- hópurinn hefur þó flutt verk eftir hann og einstakir flytjendur hafa fengið verk hjá honum. Gamall kennari Sveins Lúðvíks, Atli Heimir Sveinsson, skrifar um hann fallega og góða grein í bæklingi - sem ég vildi mega vitna í: „... Hann vinnur jafnt og stöðugt, hægt og flýtir sér aldrei." Síðasta verkið (frá 1977) fyrir selló og rödd og síðasti hluti Kvintetts (flautur, klarínetta, fiðla, selló og píanó) frá 1996 eru eins og vitnisburður úr launhelgum hugans um tíma/tímaleysi - sem líður þó áfram, hægt og stöðugt og eftir eig- in óskráðu lögmálum. Merkileg, djúp, einmanaleg og „ófyrirsjáan- leg“ músík. Blíð og líka ógnvekjandi undir kyrru yfirborði. Á hljómdiskinum eru ellefu verk frá árunum 1989-97, yfirleitt stutt einleiks- og tvíleiksverk og einn kvintett, sem minnst hefur verið á. Vissulega er erfitt að skilgreina þessa tónlist, hvað þá að flokka hana undir einhverja stefnu. Samt virðist „sérhver nóta á réttum stað í tíma og rúmi“. Verkin eru þó upplif- un vegna þess að þau eru „ófyrirsjá- anleg“ og dýr - ekki hvað varðar hætti og kenningar, heldur er hér allt með „gulltryggðri" innistæðu. Því enda þótt sjón tónskáldsins sé döpur (eða kannski vegna þess) er hlustunin þeim mun næmari; hver tónn, hver þögn þnmgin duldu drama og óræðri spennu. Þetta er músík sem þú hlustar á - eða lætur það vera. Ég er hættur að nenna að endur- taka mig með Caput-flokkmn. Hann er í sjálfu sér gulltrygging fyrir vali verkefna og túlkun. Hljóðritun snillinganna á RUV óaðfinnanleg. Oddur Björnsson Gæði, úrval og gott verð! • Fást með loki eða öryggishlíf • Fáanlegir með vatns- og loftnuddkerfum • Margir litir, 8 gerðir sem rúma 4-12 manns • veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang Verð frá aðeins kr. 94.860,- Framleiðum einnig hornbaðker og sturtubotna úr akrýli. Komið og skoðið baðkerin og pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan Utprentaðan bækbng og verðUsta. TREFJAR Hjallahrauni 2,220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 Netfang: trefjar@itn.is Heimasíða: www.itn.is/trefjar í sumar bjóðum við íslendingum og erlendum gestum upp á sannkallaðar ævintýraferðir um hálendi íslands á nýstárlegan hátt á Hummer og öðrum ofurjeppum! Einstaklingar Starfsmannahópar Félagar-Vinkonur Eriendir gestir ævinfýrv Fjöldi skemmtilegra safaríferða um margar af helstu náttúruperlum íslands! Settu í gír, taktu fram gönguskóna, hringdu strax í okkur og fáðu að vita ailt um sumarferðirnar 1998 - Þú sérð ekki eftir því! ICELANDIC Allirá'Qöli Verðið kemur á óvart Leitið frekari upplýsinga Sími: 552 2040 - Fax 551 0022 - E-mail: staff@jeepsafari.com - www.jeepsafari.com E o U fö ffS m a Ctf cu ■ % 2 2 E o U (V +- fS m a Ctf Ctf m 2 2 2 Affmæli hjá SJijijiJý Sré hwj Afmælispartý með Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni á Mallorca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.