Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 29
Cohr sem ég leigi starfandi snyrti-
fræðingum með öllu sem til þarf,
tækjum þar á meðal.“ Ekki kveðst
Sigurður aðspurður hafa borið hið
minnsta skyn á snyrtivörur þegar
innflutningurinn hófst. „Sonur minn
athugaði hvað væri skynsamlegt að
gera í þessum efnum og samstarfið
við Mary Cohr varð ofan á. Einnig
flytjum við inn breskar snyrtivörur
sem heita Simple. Þetta er harður
bransi og það krefst áræðis að fara
inn á markaðinn með ný merki, en
þetta gengur og tíminn mun vinna
enn betur með okkur.
Bók um íþróttamál fatlaðra
Sigurður Magnússon er lands-
frægur fyrir starf sitt að íþróttamál-
um, hann var m.a. einn af frumkvöðl-
um trimmsins. „Hugmyndin um
þátttöku almennings í íþróttum sér
til heilsubótar fæddist í Noregi og
var kynnt á þingi í Ósló árið 1969.
Hér á landi var stofnuð Trimmnefnd,
á þessum árum þótti undarlegt
háttalag að vera hlaupandi á al-
mannafæri, en nú er slík sjón orðin
harla algeng, svo ekki sé meira sagt,
trimmið, íþróttaiðkun og heilsurækt
eru orðin sjálfsagður þáttur í lífi
margra. Víst þykir Sigurði vænt um
þessa ágætu þróun en hitt er honum
ekki síður hjartfólgið hve íþróttamál
fatlaðra hafa tekið miklum stökk-
breytingum til hins betra síðustu ár.
„Eg er stundum kallaður faðir
íþróttastarfsemi fatlaðra sem hófst
fyrir 25 árum og nú erum við að
leggja síðustu hönd á handrit að bók
sem ég kalla Stærsti sigurinn -
íþróttir fatlaðra á íslandi í 25 ár.
Það var samþykkt snemma árs í
fyrra að gefa þessa bók út í tilefni
þessa starfs, sem hófst 1972. Bókin
átti að koma út á afmælisárinu en
hefur aðeins tafist. Ég var fenginn til
að vera ritstjóri þessarar bókar og
hef unnið að þessu verkefni með
mjög góðu fólki. Bókin verður stór-
fróðleg og skemmtileg, á þriðja
hundrað blaðsíður, með 150 mynd-
um. Þar segir frá því ævintýrastarfi
sem fatlaðir hafa unnið í íþróttaiðk-
un sinni. Það er mjög mikilvægt fyr-
ir fatlað fólk að hafa fengið íþróttir
j L T AW'k
; ■' ? 1
SUNDDROTTNINGIN Kristín Rós Hákonardóttir, ólympíu- heims- og Evr-
ópumeistari, ásamt Önnu Rún Kristjánsdóttur verðandi sunddrottningu.
Ljósmyndari/Jens Einarsson
SIGRÚN Erlingsdóttir með son
sinn Erling Þór Hafdal á góð-
inn í líf sitt á þennan hátt, það skap-
ar verkefni til að tala um og hlakka
til að vera með í, í stað þess að sitja
og bíða þess að tíminn líði fram að
næstu máltíð. Endurhæfingarlæknar
segja að það sé „toppurinn" á endur-
hæfingu að geta verið með í íþrótt-
um. I starfi mínu að íþróttamálum
fyrir fatlaða finnst mér ég hafa gert
mest gagn og það starf hefur gefið
mér einna mest um dagana, fátt veit-
ir fólki meiri gleði en gera öðrum
gott.
Segja má að Sigurður sé í fullri
vinnu alla daga. „Málið er að ég get
ekki heilsu minnar vegna stundað
neins konar íþróttir eins og margir
jafnaldrar mínir gera gjaman eftir
starfslok, ég hef því séð mér þann
kost vænstan að halda áfrarn að
„Þessari vinnu
er nú lokid en
hún fólst í því
að sameina
tvenn lands-
samtök hesta-
manna í eitt.
Hestamennska
sem íþrótt er
mitt „hugarfóst-
ur“ frá upp-
hafi,“ segir
hann.
vinna, það get ég hins vegar vel, þótt
ég sé oft illa haldinn af verkjum í
stoðkerfi líkamans, vegna fötlunar
minnar. Sumir af kunningjum mfn-
um hafa haft við orð að ég hijóti al-
veg að vera „alveg að fara yfirum",
að vera kominn á kaf í alls konar
nýja atvinnustarfsemi, maður á mín-
um aldri, en mér líkar þetta vel og
lætur það vel, þvi ég get stjómað
þessu öllu sjálfur. Vinnan er besta
lyfjagjöfin, henni fylgir andleg og
líkamleg vellíðan, ef viðfangsefnin
eru við hæfi.
í frístundum sínum dvelur Sigurð-
ur gjaman með konu sinni, Sigrúnu
Sigurðardóttur, og fjölskyldunni i
sumarhúsi þeirra á bökkum Hvitár í
Grímsnesi. „Þar byggist allt á að
fegra, rækta og hlú að, hvort sem
það er utan húss og innan,“ segir
hann. „Starfið þar veitir mér líka
mikla ánægju, þar eins og í öðra sem
ég tek mér fyrir hendur má sín mest
viljinn til að gera betur. Ég er einka-
framtaksmaður með ríka félags-
hyggju.“
Einstakt tilboð
til Far- og Gullkortshafa VISA:
Verð:
39.600
kr. til Vancouver og
Calgary 19. ágúst -1. september
Far- og Gullkorthöfum VISA gefst nú frábært tækifæri til að heimsækja
nágrannaríki okkar í vestri, Kanada. Með þvf að fljúga til Vancouver á vesturströnd
Kanada eóa Calgary í Alberta-fylki nýtur þú óviðjafnanlegrar fegurðar Kanada til
hins ýtrasta. Einstæður regnskógur Vancouver-eyju, snævi þaktir tindar Klettafjalla
og iðandi mannlíf sérstæðra borga gera ferðalagið ógleymanlegt.
Frá og með 22. maí til 23. september fljúgum við tvisvar í viku til Calgary og
Vancouver. Fjölbreyttir möguleikar bjóðast á tengiflugi til allra átta.
Hafðu samband við sölufólkið hjá Samvinnuferöum-Landsýn sem mun aðstoða við
að bóka bílaleigubíl, hótel og tengíflug eftir þfnu höfði.
Verð: 52.400kr.
Frá 22. maí til 12. júnf
Almennt verð: 58.100
Verð: 59.600kr.
Frá og með 17. júní
Almennt verð: 67.100
Innifalið: Flug, skattar og gjöld.
l 1
www.samvinn.is VISA
xJJUJUJiJÍ