Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 64
f
J~3 AS/400
örugg á
nýrri ö I d
ttrgtmfyfaftifr
|T|W|T| Express
Worldwide
. _ 580 1010
íslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3M0, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hefur orðið
Stjórn Islenskrar málnefndar skrifar samgöngunefnd Alþingis
Setning verði felld
úr lagafrumvarpi
STJÓRN íslenskrar málnefndar
hefur sent samgöngunefnd Al-
þingis bréf þar sem mæist er
eindregið til þess að gerð verði
breyting á ákvæði í 140. grein
frumvarps til Iaga um loftferðir,
þar sem fjallað er um birtingu
ákvarðana Flugmálastjórnar í
flugmálahandbók. Telur stjórn
Islenskrar málnefndar nauðsyn-
legt að setningin „skulu þær
vera á íslensku eða ensku eftir
því sem við á“ verði felld brott
úr lagatextanum.
Stjórn íslenskrar málnefndar
fjallaði um þetta mál á fundi 12.
maí sl. og voru stjómarmenn
sammála um að mjög varhuga-
vert væri að lögfesta þennan
texta óbreyttan eða án frekari
skýringa.
„Lögfróðir menn eru sam-
mála um að landsréttur sé á ís-
lensku og lög beri að birta á ís-
lensku. Ef kveðið er á um það í
lögum að reglur, sem fylgja á
hér á landi, geti verið á ensku
skapist því réttaróvissa. Eitt
af grundvallaratriðum í sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga hefur
verið að berjast fyrir því að öll
lög og opinberar reglur skuli
vera á íslensku enda má telja að
það sé mannréttindamál að
reglur séu á því máli sem talað
er í landinu og sem landslýður
skilur best.
Aukist hlutur erlendra mála
eins og ensku í opinberu starfi
rýrist hlutur íslensku að sama
skapi. En eitt af grundvallar-
baráttumálum í íslenskri mál-
rækt um þessar mundir er að
tryggja það að íslenska verði
notuð á sem flestum sviðum og
komið verði í veg fyrir að önnur
tungumál, einkum enska, leggi
undir sig tiltekin svið mannlífs-
ins. Réttur íslenskrar tungu
þarf því að vera tryggður eftir
því sem frekast er unnt,“ segir í
bréfi íslenskrar málnefndar til
samgöngunefndar. Nefndin
sendi Halldóri Blöndal sam-
gönguráðherra einnig afrit af
bréfinu.
af þrjátíu
milljónum
EIÐUR Smári Guðjohnsen knatt-
spymumaður meiddist illa í leik með
landsliði 18 ára og yngri fyrir tveimur
árum. Hann hefur verið atvinnumað-
ur hjá PSV Eindhoven í Hollandi, en
sama og ekkert getað leikið síðan
hann meiddist. Hann segist, í samtali
við Morgunblaðið í dag, hafa orðið af
30 millj. kr. bónusgreiðslum frá félag-
inu á þessum tveimur árum vegna
þess að hann var ekki tryggður af
hálfu Knattspyrnusambandsins í um-
ræddum leik.
■ Að geta flogið/24
—
Ljósabúnað-
ur fyrir 350
milljónir
AKVEÐIÐ hefur verið að ráðast
í umfangsmikla endurnýjun á
ljósabúnaði Keflavíkurflugvallar
og er áætlaður kostnaður við
verkið fimm milljónir dollara eða
rúmlega 350 milljónir íslenskra
króna. Forval vegna verkefnisins
er auglýst í Morgunblaðinu í
dag.
Verkið er fjármagnað af
. '1 Mannvirkjasjóði Atlantshafs-
bandalagsins og er þetta eitt af
síðustu stóru verkefnunum sem
á dagskrá eru, sem Atlantshafs-
bandalagið fjármagnar hér, að
sögn Þórðar Ægis Óskarssonar,
forstöðumanns varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins.
Verkið verður boðið út á al-
þjóðlegum markaði samkvæmt
reglum NATO. Forvalið tekur
einungis til íslenskra lögaðila, en
stjórnvöld aðildarríkja NATO
velja og tilnefna verktaka hvert
frá sínu landi.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út miðvikudaginn 3. júní.
Fréttavakt verður á Fréttavef
Morgunblaðsins yfir hvítasunnu-
helgina; netslóðin er www.mbl.is
^ ^ 0t Morgunblaðið/Golli
______________TILHUGALIF A TJORNINNI_____________________________________________________
Bókanir erlendra ferðamanna á bflaleigubflum hafa aukist mikið á milli ára
Ferðast í anknum mæli
á eigin vegiim um landið
PANTANIR erlendra ferðamanna á bfla-
leigubflum hafa aukist mjög á milli ára og segir
Garðar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Bflaleig-
unnar Geysis, að pantanir á sumum gerðum bfla-
leigubfla hafi aukist um 70%, miðað við sama tíma
í fyrra. Þórunn Reynisdóttir, sölu- og markaðs-
stjóri hjá Flugleiðum-Hertz-bflaleigu, segir líka að
bókanir hafí borist töluvert fyn- í ár og fyrir mun
lengra tímabil, eða 14 daga og lengur.
„Maí 1997 var reyndar lélegur mánuður og
bókanir bárust óvenju seint. Árið í heild var hins
vegar þokkalegt. Þrátt fyrir það er ljóst að aukn-
ingin er mikil og þótt ég geri ekki ráð fyrir því að
hún verði 70% í heild má örugglega búast við
20%,“ segir Garðar Vilhjálmsson.
Búið var að panta alla húsbfla Geysis til notk-
unar á háannatíma í febrúar. „Það er líka mjög
óvenjulegt miðað við undanfarin ár, hvað bókanir
hafa verið snemma á ferðinni. Fólk er líka að
panta dýrari bíla en áður, til dæmis jeppa. Bók-
anir á jeppum fóru minnkandi á tímabili en eru
nú jafnmiklar hjá mér og var þegar best lét fyrir
nokkrum árum,“ segir hann.
Helstu viðskiptavinir Geysis eru frá Frakk-
landi og Sviss og segir Garðar fjölgun ferðalanga
frá Frakklandi mjög áberandi. I sama streng
taka Sigurjón Hafsteinsson framkvæmdastjóri
Ferðamiðstöðvar Austurlands og Halldór
Bjamason, framkvæmdastjóri Safari-ferða.
„Það em allir sammála um þá tilhneigingu að
fólk sé að færa sig úr rútum yfir í einkabílinn til
þess að ferðast á eigin vegum. Við eram því að fá
hingað fleiri ferðamenn sem gefa meira í aðra
hönd. Þeir sem ferðast um landið á bílaleigubíl
eyða meiri peningum en bakpokaferðalangarnir,"
segir Garðar Vilhjálmsson loks.
Þórann Reynisdóttir, sölu- og markaðsstjóri
hjá Flugleiðum-Hertz-bílaleigu, segir að bókanir
hafi verið gerðar töluvert fyrr í ár en áður. „Við
ætlum að reyna að bæta við bflum og hagræða í
flokkum til þess að þurfa ekki að loka fyrir bók-
anir á mesta annatímanum. Fólk sækir í allar
tegundir en aukningin virðist meiri í stærri bíl-
unum. Annað sem við tökum eftir er mun lengri
leigutími, úr viku upp í 14 daga og fleiri,“ segir
hún.
Afla upplýsinga á netinu og
vilja ráða sér sjálfir
Þá segir hún að ferðalangarnir séu greinilega
mjög vel undirbúnir og hafi gefið sér tíma til þess
að afla upplýsinga um landið á netinu. „Fólk virð-
ist vilja hafa ferðina svolítið opna. Nýir mögu-
leikar bjóðast nú fyrir fólk til þess að bóka og
afla upplýsinga þannig að einstaklingur sem situr
heima á orðið mjög auðvelt með að gera sína eig-
in ferðaáætlun," segir hún.
Þrátt fyrir þessa tilhneigingu virðist jöfn aukn-
ing á bókunum í ferðir hjá Ferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar í sumar, samkvæmt upplýs-
ingum frá Mörtu Bjömsdóttur sölumanni í inn-
anlandsdeild. Sigurjón Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands,
segir ennfremur að sumarið líti ágætlega út. „Við
erum með flefri ferðamenn frá sumum markaðs-
löndum og færri frá öðrum þannig að sumarið
ætti að verða þokkalegt þegar á heildina er litið,“
segir hann.
Sigurjón bendir hins vegar á að aukning hafi
orðið á þátttöku í styttri skoðunarferðum út frá
höfuðborginni. „Fólk gistir heldur í Reykjavík í
viku og fer í dagsferðir. Sala í lengi-i ferðir út á
land, minnkar þá að sama skapi,“ segir hann.
Halldór Bjarnason framkvæmdastjóri Safari-
ferða segir að 30% aukning hafi orðið á bókunum
í gönguferðir og ferðir um suðurhálendið og 50%
aukning í sérferðir um landið. „Rekstur ferða-
þjónustunnar verður samt sem áður í járnum á
þessu ári því við hefðum þurft að hækka verðið
um 16%. Markaðurinn þolir hins vegar ekki
meira en 4-5% hækkun," segir hann loks.